Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 5. MARS 1993 35 pv Fjölmiðlar OgcíBfclIX og bömin Einn best heppnaði útvarps- þáttur um langan tima er íslenski listinn sem Bylgjan sendir út á flmmtudagskvöldum. Ekki bara að þátturinn sé, að því er virðist, afar vandaður og vel gerður, heldur er Jón Axel einnig frábœr kynnir. Það er alveg ljóst að ef vinna er lögð i útvarpsþætti þá skilar það sér til hlustandans. Is- lenski listinn er afar áheyrilegur. Ég hef hlustað á hann bæði á firamtudagskvölduni og á sunnu- dögum. Vildi eiginlega frekar hafa hann á miðjum laugardegi með skúringunum en kvarta þó ekki. Síöasta sunnudag tókst pömmkökubaksturinn framar öllum vonum yfir Íéttíeiká þátt- arins. Menn rnega því vera glaðir með hve vel hefur tekist til. í dag ætlar Bylgjan og Stöð 2 að vera með söfnunarátak. Það er mjög ánægjulegt þegar fjöl- miðlar taka að sér slík verkefni. Fyrri safhanir hafa tekistfrábær- lega vel og er enginn vafi á að svo verður einnig í dag. Auglýsing- arnar um söfnunina hafa hitt í mark og ýtt við manni. Mikið má maður vera hamingjusamur að eiga heilbrigð börn. Annars konar böm hafa einnig komið manni til að hugsa. Það eru utangarðsbörnin sem eru svo heiftarlega reið út í þetta oft ómannúðlega samfélag sem við lifum í. Fréttir af unglingunum minna mann á aðra söfnun sem staðið var að fyrir heimilislaus börn. Það er í rauninni hneyksli hve seinlega þaö gengur að koma því heimili i gang. Þær voru ekki ófáar miUjónirnar sem fólk lét af hendi rakna í það skiptið og heppilegast hefði verið að koma heimilinu á laggimar á mettíma enda var ekki lítið talað um þörf- ina og varla hefur hún minnkað. Elín Albertsdóttir Andlát Helga E. Björnsdóttir, áður Háteigs- vegi 9, lést 4. mars á Elliheimihnu Grund. Jarðarfarir Guðjón Jónsson, Starkaðarhúsum, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 6. mars kl. 14. Marta Stefánsdóttir, Ysta-Koti í Vestur-Landeyjum, verður jarðsung- in frá Akureyjarkirkju laugardaginn 6. mars kl. 14. Útför Gunnþórunnar Klöru Karls- dóttur, Birkivöllum 13, Selfossi, verður gerð frá Selfossi laugardag- inn 6. mars kl. 13.30. Minningarathöfn um Jónatan Sam- son Daníelsson frá Bjargshóh, sem lést 22. febrúar sl„ fer fram laugar- daginn 6. mars nk. á Melstað, Mið- firði, kl. 13.30. Rútuferð á athöfnina verður frá Umferðarmiöstöðinni kl. 8.30. I MYRKRI 0G REGNI eykst áhættan verulega! Um það bil þriðja hvert slys í umferðinni verður í myrkri. Mörg þeirra í rigningu og á blautum vegum. RUÐUR ÞURFA AD VERA HREINAR. ÚUMFERÐAR RÁÐ Þessirsnyrtifræðingarskulu sko ekki komast upp með það að gera þig að athlægi. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkviliö s. 12222 og sjúkrabifrelð s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 29.222 ísafiörður: SlökkviUð s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavlk 5. mars til 11. mars 1993, að báðum dögum meðtöldum, verður í Laugarnesapóteki, Kirkjuteigi 21, sími 38331. Auk þess verður varsla í Árbæj- arapóteki, Hraunbæ 102b, sími 674200, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjón- ustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfiörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 cg 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- íeki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opiö kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bák- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- iagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14. Skyndi- móttaka-Axlamóttaka. Opin 13-19 virka daga. Tímapantanir s. 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í sima 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartínn Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali HringsinsrKl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opiö dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- iö daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júb og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-funmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. Vísir fyrir 50 árum Föstudagur 5. mars: Sviplegt sjóslys Mb. Ársæli frá Njarðvík hvolfir Fjórir skipverjar farast ___________Spakmæli_____________ Vonin er í sjálfu sér nokkurs konar hamingja og ef til vill mesta ham- ingjan sem þetta líf veitir. Samuel Johnson kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaöir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miövikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Nóttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn fslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Bilaitir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjöröur, sími 53445. Simabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa aö fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- axma 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-683131. Stjömuspá Spáin gildir fyrir laugardaginn 6. mars Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þér hefur gengið illa að einbeita þér og ert heldur kærulaus þessa dagana. Þú skalt setja á þig hvar þú leggur frá þér hlutina. Þú færð ágætt tækifæri í kvöld. Vertu því á verði. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Það er hætt við einhverri afbrýðisemi. Gættu því vel að viö hverja þú talar eða ert í sambandi við. Dagurinn verður annasamur. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þú ert í góðu formi og nýtir töfra þína til að ná þínu fram. Þú tekur ákveðna áhættu er þú gerir viðskiptatilboð. Happatölur eru 6,16 og 31. Nautið (20. apríl-20. maí): Einhver sem þú treystir bregst þér. Dagurinn verður þér ekki sérstaklega hagstæður en þó skánar ástandiö þegar kvölda tekur. Tvíburarnir (21. mai-21. júní): Aðstæður eru þér hagstæðar og þú kemst að því að sælla er að gefa en þiggja. Líklegt er að þú kaupir eitthvað sem þú hefur lengi ætlað þér. Krabbinn (22. júní-22. júli): Óvissuástand hefur verið að undanfómu. Þú veröur að brjóta ísinn og leika fyrsta leik. Hugmyndir, sem fram hafa verið sett- ar, gleðja þig ekki sérstaklega. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Dagurinn verður rólegur og þú átt ánægjulegar stundir með ást- vinum þínum. Nýttu tækifærið til þess að ræða mikilvæg mál sem alla aðila varðar. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Dagurinn verður þægilegur. Þú færð meiri frítíma en þú væntir. Notaðu tækifærið meðan þú ert í vmningsliði og skemmtu þér ærlega. Vogin (23. sept.-23. okt.): Ákveðinn aðili, sem venjulega er afskiptalítill, reynist þér mjög vinsamlegur. Þetta kann að leiða til bætts ástands. Þú rifjar upp gamla tíma í kvöld. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú byrjar daginn með léttri sveiflu. Fólk er almennt í góðu stuði. Það eina, sem getur komið í veg fyrir það, er ósamkomulag í kvöld. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þér fmnst þú tekinn út úr og gagnrýndur of harkalega. Þetta eru þó óþarfa áhyggjur. Taktu öllu með jafnaðargeði. Happatölur eru 11, 20 og 33. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú ert metnaðargjam en um leið viltu gera hlutina sjálfur. Þú fmnur þig ekki í stórum hópi. Þú þráir frið og ró í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.