Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. MARS1993 Utlönd dæmdurfyrirof- beldi og skot- árásáungmenni Niels Egede, bæjarstjóri í Na- nortalik, var dæmdur fyrir of- beldi og skotárás í landsrétti Grænlands á þriöjudag. Lands- réttur staðfestí dóm undirréttar sem var kveðinn upp í janúar og hijóöaði upp á tveggja ára skil- orösbundið fangelsí og um 250 þúsund króna sekt. Bæjarstjórinn var dæmdur fyr- ir að skjóta og særa ungan mann sem var að reyna að komast inn á heimili hans. Egede segir að dómur landsrétt- ar sé pólitískur og kveðinn upp tíl að koma í veg fyrir að hann getí boöið sig fram í bæjarstjóm- arkosningunum eftir mánuð. Norsk smáflug- félöghættavið gildistöku EES Þriðjungur af um funmtíu smæstu ílugfélögunum í Noregi eiga á hættu að leggja upp laup- ana þegar samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið, EES, gengur í gildi. „Víð reiknum meö að þriðja hvert flugfélag uppfylli ekki kröf- ur Evrópubandalagsins ura eigið fé,“ segir Ole M. Rambech, aö- stoðarforstjóri norska flugráðs- ins, í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv. Um fimmtíu flugfélög I Noregi tiafa leyfi til að stunda flugrekst- ur í atvinnuskyni og stunda þau meðal annars leiguflug og vöru- flutningaflug, bseði uppi á landi og út á Norðursjóinn. EB gerir kröfur um að eigið fé flugfélaga sé sem svarar um 6,5 milljónum íslenskra króna hið minnsta. Þær kröfur verða hluti samkomulagsins um EES þegar það gengur í gildi í sumar. Foreldrarfá vægandómfyrir sonarmorð Japönsk hjón, sem drápu son sinn vegna þess hversu ódæll hann var, voru dæmd til þriggja ára skilorðsbundinnar fangavist- ar í gær. Dómarinn sagði að ábyrgð hjónanna vegna dauða sonarins væri mikil. „En það er skiijanlegt að þau hafi kosið að grfpa tíl þess örþrifaráðs að drepa son sinn þegar hætta var á að fjölskyldan splundraðist," sagðí dómarinn þegar hann réttlætti mildan dóm- inn. Norrænirand" viljaaukiðefna- Hópur norrænna andstæðinga Evrópubandalagsins leggur tii að aukin samvinna Norðurland- anna á sviði efnahagsmála komi í staðinn fyrir aöild þeirra að Evrópubandalaginu. Kjölfestan í starfi hópsins, sem kallar sig Hitt Norðurlandaráðið, eru andstæðingar EB í Svíþjóð, Noregl og Finnlandi, auk and- stæðinga Evrópusamrunans í Danmörku. Stefnu sína kalla þeir Nordök-módeliö, „Eför margra ára aðlögun að kerfi og stjómxnálum EB verða Norðurlöndin núfyrir sömu nei- kvæðu afleiðingunum. Frekari samruni við Evrópubandaiagið mun aðeins gera iflt verra,“ segir danski stjómmálamaðurinn Christian Bundsgárd, skipuleggj- andi Hins Norðurlaudaráðsins. líil zau, NTB og Eeuter Mohamed Salameh var í gær ákærður fyrir sprengjutilræðið i World Trade Centre i New York þegar hann var leiddur fyrir dómara i gær. Lögreglan komst á spor hans þegar henni tókst aö rekja brot úr bílaleigubíl sem notaður var við sprengjutilræðið. Símamynd Reuter íslamskur heittrúarmaöur ákærður fyrir sprengjutilræðið í New York: Sannsögli á bflaleigu varð honum að falli Lögreglan getur ekki alltaf vænst þess að sprengjutilræðismenn skilji eftir nafn sitt og heimilisfang á vett- vangi. Bandaríska alríkislögreglan FBI og lögreglan í New York borg höfðu þó heppnina með sér vegna Mohameds Salameh, sem í gær var ákærður fyr- ir sprengjutilræöið í World Trade Centre í síðustu viku. Fimm manns fómst í sprengingunni og rúmlega eitt þúsund hlutu meiðsl. Salameh, sem er 26 ára og sagður vera ísraelskur Palestínumaður með egypskt vegabréf, var handtekinn eftir að brot úr sendibíl sem hann hafði tekið á leigu fundust á sprengjustaðnum. Brotin vísuðu rannsóknarmönnum á bílaleigu í New Jersey þar sem Salameh hafði Trúbræður Salameh í Majid Masal- am moskunni í Jersey City í New Jersey voru reiðir eftir að hann hafði verið handtekinn fyrir sprengjutil- ræðið í World Trade Centre. Símamynd Reuter verið svo djarfur að skilja eftir rétt nafn ög heimihsfang. Það var svo áhugi Salameh á að endurheimta 400 dollara tryggingar- greiðslu vegna sendibílsins sem varð honum að falli. Þegar Salameh kom í bílaleiguna í gær beið lögreglan eft- ir honum og handtók hann. Lögreglan gerði húsleit á heimili Salameh og fann víra, rafmagnstæki og annaö efni sem hún sagði að væri sönnun þess að þar hefði verið „sprengjugerðarmaður.“ „Við erum alltaf ánægðir og undr- andi þegar mál gengur fljótt upp,“ sagði James Fox, yfirmaður FBI í New York. Embættismenn, þar á meðal David Dinkins, borgarstjóri New York, og jafnvel Bill CUnton forseti lýstu yfir ánægju sinni með hve fljótt eftír til- ræðið maðurinn var handtekinn. Margir höfðu búist við að rannsókn- in myndi taka marga mánuði. Robert Precht, skipaður veijandi Salameh, sakaði FBI um að hraða rannsókninni tíl að fullnægja óskum almennings um sökudólg. Heimildarmenn innan lögreglunn- ar í New Jersey sögöu að Salameh væri í tengslum við hóp róttækra íslamstrúarmanna sem er sakaður um aðild aö morðinu á Sadat Egypta- landsforseta árið 1981 og rabbíanum Meir Kahane í New York árið 1990. Salameh á dauðarefsingu yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Dóm- ari neitaöi að láta hann lausan gegn tryggingu. Reuter Vildifátrygg- ingaféðafturog vargómaður Mohamed Salameh, sem var ákæröur fyrir sprengjutilræöið í World Trade Centre, leigði sendi- bílinn, sem hann notaði til verks- ins, á þriðjudag í síðustu viku, fimm dögum áður en hann lét til skarar skríða. Á fóstudag, daginn sem spreng- ingin varð, tilkynnti hann um stuld á bílnum. Á mánudag fór hann á bílaleiguna og vildi frá 400 dollara tryggingarfé sitt til baka. Honum var þá sagt að hann þyrfti að koma með pappíra frá lögregl- unni. í gær kom hann aftur en þá beið lögreglan hans, dulbúin sem starfsmenn bílaleigunnar. Salameh fékk 200 dollara en var svo handtekinn þegar hann gekk út á götu. Reuter Blindurklerkurí sviðsljósinu Bhndur íslamskur klerkur, sem predikar bókstafstrú bæði í Bro- oklyn og New Jersey, er nú kom- inn í sviðsljósið eftir að lögregla handtók Mohamed Salameh fyrir sprengjutilræðið í World Trade Centre. Salameh var handtekinn í Jers- ey City þar sem hinn 54 ára gamli klerkur, Omar Abdel Rahman sjeik, hýr ásamt þremur eigin- konum sínum. Bandarísk stjórn- völd eru að reyna að koma hon- um úr landi. Salameh sótti mosku klerksins, svo og heittrúarmaðurinn E1 Sayyid Nosair, en sá var dæmdur fyrir vopnaeign og líkamsárás í tengslum við morðið á harðlínu- gyðingnum Meir Kahane í New York. Nosair var aftur á móti sýknaöur af morðákæru. Reuter Jesús Kristur í Texas gefst ekM upp: „Viö erum bara sprek á hinn eí- lífa eld,“ er svar David Koresh víð spurningtun um hvaða örlög hann haldi að bíði sín og fylgismanna sinna gegn lögreglunni ef til árásar kemur á búgarðinn við Waco i Tex- ■ Koresh hefur staðið fyrir nær lát-; lausum biblíulestri í samningavið- ræðum við lögregluna síðustu daga. Lögreglan segir að viðræöun- um miði þó nokkuð áleiðis en eng- inn raunhæfur árangur hefur náðst enn. Koresh segist ætla að gefast upp þegar guð sendir honum boö um það. Orðsending hefur ekki borist enn frá almættinu. Koresh er þess albúimi að mæta lögregluliðinu með vopnum þrjóti þolinmæðina í samningaviðræðun- um. Lögreglan býr sig undir langt umsátur en óttast mest að Koresh skipi lærisveinum síntmt aö fremja sjálfsmorð. Dæmi eru mn slíkt hjá bandarískum sértrúarsöfnuðum. Búið er að sleppa einum dreng til viðbótar af búgarðinum. Eftir er þar á annað hundrað manns. '■■V'>:7/í Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.