Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 24
32 £681*1 Neytendur Ólögleg litarefni í jarðarberjum - dósirnar fjarlægðar úr hillum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lét nýlega Qarlægja dósir með jarð- arberjum úr hillum í verslunum Hagkaups. Jarðarberin eru lituð með ólöglegu litarefni sem heitir E-124 og er svokallað azo-litarefiú sem valdið getur ofnæmi. Með reglugerð frá árinu 1989 er þetta litarefni bannað hérlendis, hvort sem varan er innflutt eða framleidd hér. E-124 var algengt litarefni hér áður og voru pylsur og salami Utað- ar með þessu efni til þess að ná fram fallegri rauðum Ut. Nokkrum dögmn eftir að dósim- ar höfðu verið fjarlægðar úr hiUum Hagkaups keypti umsjónarmaður Neytendasíðu sams konar jarðar- berjadós í 10-11 í Glæsibæ. Að sögn Odds Rúnars Hjartar- sonar hjá HeilbrigðiseftirUti Reykjavíkur Uggur ábyrgð hjá inn- Jarðarber af tegundinni Gold Berry sem keypt voru i 10-11. flutningsaðila og dreifingaraðUa þegar svona mál koma upp. í þessu tilfelU flutti Hagkaup líka inn vör- una. Daglegar athugasemdir Oddur sagði það næstum því dag- legt brauð að heUbrigðiseftirUt þyrfti að gera athugasemdir og láta fjarlægja vöru úr hUlum verslana. I Uestum tilfeUum nægir ein ábend- ing og krafa embættisins um að varan sé tekin úr sölu en fyrir kæmi að kæra þyrfti til lögreglu. Umrædd reglugerð er um aukefni í matvælum og öðrum neysluvör- um og taldi Oddur Rúnar að hún ætti að vera innfiytjendum og selj- endum vel kunn eftir að hafa verið í gUdi í rúm fjögur ár. íslensku regl- umar eru sniðnar eftir reglum annarra Norðurlandaþjóða og þykja góðar. E-124 er víða bannað utan Norðurlanda og má nefna Bandaríkin í því sambandi. Litarefni þetta er notað í önnur matvæh en niðursoðin jarðarber, svo sem ostakökuduft, desertsósur, „Við kaupum þessi Gold Berry jarðarber í gegnum danskan heUd- sala og göngum út frá því að það sem leyfilegt er í Danmörku hljóti að mega hér. Reglumar á Norður- löndum er mjög svipaðar okkar reglum og því töldum við ekki þörf á að sannreyna vöruna,“ segir Jón Ásbergsson um jarðarberin. „Það gerist öðm hveiju að óleyfi- legar vörur slæðast inn í verslanir súpuduft, niðursoðnar bökufyU- ingar sem innihalda kirsuber eða hindber,hlaupefniogsalami. -JJ því við erum að feta mjög þröngt einstigi. íslenska löggjöfúx um auk- efni og innihaldslýsingar er mjög nákvæm. Mestu erfiðleikamir hafa verið í sambandi við bandarískar vörur en innihaldslýsing þeirra er öðravísi en heimUt er hér og víða annars staðar. Það breytist um næstu áramót þegar Bandaríkja- menn taka upp hhðstæðar reglur ummerkingaroginnihald. -JJ Innflutt frá Danmörku og því talin í lagi - segir JónÁsbergsson Spurt og svarað um lífeyris- og tryggingamál Tímabimdin lyfjaskírteini: Hver eru sérstök tilvik og hvemig eru þau metin? - ræður dagsform tryggingalæknanna? Tryggingastofnun er helmilt að gefa út tímabundiö lyfjaskírteini sem undanþiggja sjúkling greiöslu tiltekinn lyfja. Hjörleifur Þórarinsson lyfjafræð- ingur spyr: I 6. grein reglugerðar um lyf era talin upp og nefnd dæmi um undan- tekningar á greiðslufyrirkomulagi lyfja. I gr. 6.3 segir að í sérstökum tilfehum þegar sjúklingur þarf nauð- synlega á því að halda að nota að staðaldri eða um lengri tíma fjölda lyfja samtímis sem almannatrygg- ingar greiða ekki eða aðeins að hluta er Tryggingastofhun heinúlt að gefa út tímabundið lyfjaskírteini sem undanþiggja sjúkhng greiðslu tiltek- inn lyfja. Hver era þau sérstöku til- vik og hvernig era þau metin? Er það sjúkdómsgreiningin, aðstæður eða greiðslugeta, hversu ötulir menn era að reka sín mál innan TR eða „dags- form“ tryggingalæknanna? Eiga t.d. krabbameinssjúklingar á síðasta skeiði síns sjúkdóms og era í líknar- og einkennameðferð rétt á þessum nýju, hvítu lyfjakortum? Lesendaþjónusta Ásta R. Jóhannesdóttir, deUd- arstjóri í félagsmála- og upplýs- IngadeUd Tryggmgaslofnunar ríkisins, svarar spumingum les- enda á neytendasíðu DV. bréfi tU Neytendasíðu DV, Þver- bolti U, 1(K Reykjavik, eða i sim- bréfn^síma 632999. ^ 10 og 12, er tekið við spurningum í síma 632700. Svar mun birtast í Vinsamlegast hafið spurningar stuttar og hnitmiðaðar. Möra lyfjaskírteini óþörf Svar Ástu R. Jóhannesdóttur: Með nýrri reglugerð um þátttöku almannatrygginga í lyfjakostnaði eru mörg lyfjaskírteini óþörf. Þetta eru skirteini sem heimila afgreiðslu B merkta lyfja án endurgjalds. Talsverður fjöldi skirteina er engu að síður enn í gildi frá fyrra ári fyrir fólk með illkynja sjúkdóma. Á þetta við um lyf sem eru merkt „0“ og „E“ í lyfjaskrám. Með framvísun lyfia- skirteinis færast þessi lyf til um flokk. O merkta lyfið sem sjúklingur greiðir aö öllu jöfnu að fullu greiðist eins og E merkt lyf, þ.e. sjúklingur greiðir fyrstu 500 krónurnar og 25% af kostnaði umfram þær, mest 3000 krónur, lífeyrisþegi greiðir fyrstu 150 krónurnar, 10% umframkostnaðar, mest 800 krónur. E merkta lyfið greiðist gegn framvísun lyfiaskír- teinis eins og B merkt lyf, þ.e. fyrstu 500 krónumar, 12,5% umframkostn- aðar, mest 1.500 krónur. Lífeyrisþeg- ar greiða fyrstu 150 krónurnar, 5% umframkostnaöar, mest 400 krónur. Krabbameinssjúklingar Ekkert er tiltekið sérstaklega um krabbameinssjúkhnga í nýju reglu- gerðinni. En við afgreiðslu umsókna mn lyfjaskírteini fyrir fólk með lang- vinna og/eða lífshættulega sjúk- dóma, er fyrst kannað hvaða skír- teini frá fyrra ári era enn í ghdi. Ekki era gefin út ný skírteini í þeirra stað. Við útgáfu nýrra skírteina er reynt að létta kostnaðarbyrði þeirra sem haldnir era illkynja sjúkdómum, á þann hátt að Tryggingastofhun taki þátt í kostnaði dýrra lyfia, sem nauð- synleg era og htiö eða ekkert era niðurgreidd af almannatryggingun- um skv. almennum reglum. Reynt er að jafnaði að velja lyf sem eru E eða O merkt í lyfiaskrám og þau færð til um einn greiðsluflokk, eins og lýst er hér að framan. Þannig er lyfia- kostnaður sjúklings lækkaður. Óvenju mikill lyfjakostnaður Hjörleifur vitnar í grein 6.3 í lyfia- reglugerðinni um skilyrði sem þarf að uppfyha til að fá tímabundin lyfia- skírteini. Þar er talað er um sérstök tilvik, þegar sjúkhngur þarf nauð- synlega á því að halda að nota að staðaldri eða um lengri tíma fiölda lyfia samtímis, sem almannatrygg- ingamar greiða ekki eða aðeins að hluta. Lyfiaskírteinin geta undan- þegið sjúkhng greiðslu fyrir thtekin lyf. Að jafnaði er heildarkostnaður sjúklingsins vegna lyfia mehnn í slíkum tilfehum. Hjá lífeyrisþegum er kannað hvort þeir njóti uppbótar á lifeyri vegna lyfiakostnaðar. Upp- bóhn getur veriö á bihnu um 4000 krónur upp í um 17.000 krónur, en hún er eldd aðeins veitt vegna lyfia- kostnaðar heldur einnig vegna umönnunarkostnaðar eða t.d. hárrar húsaleigu. Það er því að mörgu að hyggja. Sé lyfiakostnaður sjúklings umtalsverður umfram Oyfia) upp- bótina er unnt að minnka hann með lyfiaskírteini, sem færir lyf í ódýrari flokk, eins og lýst er hér að framan. Þetta svar er unnið upp úr vinnu- reglum tryggingalækna um af- greiðslu umsókna um lyfiaskírteini. ífiörleifur spyr m.a. um hvort dags- form tryggingalækna og það, hve öt- ulir menn séu að reka sín mál hjá Tryggingastofnun geti haft áhrif á mat á þessum sérstöku tilvikum. Eins og á vinnureglunum sést getur margt haft áhrif á matið og ekki get ég útilokað að þessi atriði sem hann nefnir geti haft áhrif á mat lækna Tryggingastofnunar, þeir era auðvit- að mannlegir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.