Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 1
59. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 70. árgangur Niðurgreiðslur á ull hækkaðar um 40%: Forráðamenn iðnaðar- ins ekki ánægðir Akureyri, fímmtudagur 26. mars 1987 Á ríkisstjórnarfundi í fyrradag var samþykkt tillaga starfs- manna iðnaðar- fjármála- og landbúnaðarráðuneytis að hækka niðurgreiðslur á ull um rúm 40%, úr 75 krónum í um 106 krónur á kíló af ull að meðaltali. Endanleg niður- staða um það hvernig þetta verð skiptist á gæðaflokkana liggur þó ekki fyrir. Ekki náð- ist samkomulag um þetta í fimm manna ullarverðsnefnd en þar sitja tveir fulltrúar iðn- vilja miða verð á uli við heimsmarkaðsverð aðarins. Um nokkurt skeið hafa ullar- iðnaðardeildir Sambandsins og Alafoss ekki tekið á móti ull vegna vanefnda ríkisins varðandi niður- greiðslur á ullarverði. Að mati forráðamanna verksmiðjanna er verð á ull ákvarðað með röngum hætti og allt of hátt. Vegna þess munar sem er á kaupverði og söluverði ullarinnar þurfa að koma til niðurgreiðslur og við þær hefur ekki verið staðið sem skyldi. Telja forráðamenn verk- smiðjanna að skuldir ríkisins Veöurfræðingar í verkfall? Flugvallarspár ekki gerðar - líklegt að flug falli að mestu niður ef af verður Ef verkfali náttúrufræðinga, þar með talinna veðurfræð- inga, kemur til framkvæmda um næstu mánaðamót, er Ijóst að innanlands- og millilanda- flug mun ganga verulega úr skorðum. Ef til verkfalls kemur mun veðurstofan ekki gefa út neinar almennar veðurspár, heldur að- eins sinna öryggisþjónustu og gefa út aðvaranir ef þurfa þykir, til dæmis ef gert er ráð fyrir stormi. Flugvallarspár verða því ekki gefnar út. Ef svona fer horfir málið þann- ig við að flugrekstraraðilar setja sér eigin reglur og það er því í þeirra höndum hvernig flugi verður háttað. Hjá Flugleiðum er ekki búið að gera áætlun um tilhögun flugs ef til verkfalls kemur. Líklegt er að aðeins verði hægt að fljúga sjónflug og ólíklegt er að hægt verði að fljúga til og frá landinu. í millilandaflugi þarf bæði að liggja fyrir spá fyrir ákvörðun- arstað og varaflugvöll. Að sögn Markúsar Á. Einars- sonar veðurfræðings er flug- rekstraraðilum ekki heimilt að leita til varnarliðsins varöandi veðurþjónustu og ef svo fer verð- ur litið á slíkt sem verkfallsbrot. Það gætu því margir orðið strandaglópar ef verkfall veður- fræðinga verður staðreynd. Auk vandræðaástands í flugi rriá búast við að verkfallið valdi sjófarendum einhverium óþæg- indum. ET vegna þessa nemi um 40 milljón- um fyrir síðasta ár. Ekki hefur náðst samkomulag um greiðslu þeirra. „Við erum ekki sáttir við þetta og munum ekki taka á móti ull enn um sinn,“ sagði Aðalsteinn Helgason forstöðumaður ullar- iðnaðar Sambandsins í samtali við Dag. Aðalsteinn sagði að samkvæmt samningi ráðuneytis, bænda og iðnaðar frá 1980 ætti iðnaðurinn að kaupa ullina á heimsmarkaðsverði. Verð á ull er hins vegar ákveðið í sex manna verðlagsnefnd landbúnaðar- afurða en þar situr enginn fulltrúi iðnaðarins. Fulltrúar iðnaðarins hafa ítrek- að lagt til að ullarverð verði mið- að við verð á heimsmarkaði. Jón Sigurðarson framkvæmdastjóri Iðnaðardeildarinnar er nú að vinna að slíkum tillögum. Ef þær ná fram munu niðurgreiðslurnar hækka lítillega en verð til bænda helst óbreytt. Jón sagðist í sam- tali við Dag gera sér vonir um samkomulag á næstunni þannig að hægt verði að taka við ull frá bændum innan skamms. ET Ekki kvarta börnin undan snjónum því hann gefur mörg tækifæri til ieikja af ýmsu tagi. Þessir krakkar á Húsavík kunnu vel aö meta snjókomuna undan- farna daga og er ckki annað að sjá en hér sé upprennandi ballettstjarna á ferð. Mynd: IM Skagstrendingur hf. lánar Vegagerðinni 9 milijónir Skagstrendingur hf á Skaga- strönd ætlar að lána Vegagerö rtkisins níu milljónir króna til þess að unnt verði að Ijúka uppbyggingu og klæðingu veg- arins á milli Blönduóss og Skagastrandar í sumar. Upp- hæðin nemur um einum þriðja af kostnaðinum við verkið. Istess hf: Fyrsta stóra sendingin fer í næstu viku Starfsemi fóðurverksmiðjunn- ar ístess er nú óðum að komast í rétt horf eftir nokkra byrjun- arörðugleika. I síðustu viku gekk framleiðslan áfallalaust og um helgina fór sending til Isnó í Kelduhverfi sem var að hluta framleiddur hér. í næstu viku er reiknað með að fyrsta stóra sendingin, um 20 tonn, fari frá verksmiðjunni. Pétur Bjarnason markaðsstjóri sagði í samtali við Dag að verk- smiðjan stæði vel í samkeppni við framleiðendur svokallaðs mjúk- fóðurs með 30-40% rakainnihaldi en hjá ístess eru framleiddar fjór- ar tegundir þurrfóðurs með 7- 10% rakainnikaldi. Mjúkfóðrið er samsett úr þurr- efni og blautu efni svo sem meltu. Að sögn Péturs hefur það sýnt sig að verksmiðjurnar þurfa að hafa aðgang að mjög ódýru blautu efni til að vera samkeppn- isfærar við framleiðendur þurr- fóðurs. „Hver orkueining votfóðurs þarf að vera 20-25% ódýrari en orkueining í þurrfóðri og þeir halda því ekki. Munurinn er nú hvergi meiri en 10-15% og því stöndum við mjög vel að vígi gagnvart þeim eins og öðrum á þessum markaði,“ sagði Pétur í samtali við Dag. Á því 1 lA ári frá því starfsemi ístess hófst hefur fyrirtækið selt fóður frá Skretting as. í Stavang- er. Að sögn Péturs má gera ráð fyrir því að fóðrið frá ístess verði um 7-8000 krónum ódýrara hvert tonn og má gera ráð fyrir að fóð- urkostnaður hjá íslenskum fisk- eldisstöðvum lækki um 10-15% fyrir vikið. ET Vegurinn milli Skagastrandar og Blönduóss er með verstu veg- um á landinu ef miðað er við álíka fjölfarna vegi, og ófá óhöpp bíleigenda má rekja til ástands vegarins. Nýleg dæmi eru. að Benz eigandi á Skagaströnd varð fyrir um 70 þúsund króna tjóni er stórgrýti í veginum braut gírkass- ann í bílnuin. Annar varð fyrir því að rífa afturhásinguna undan bílnum þegar hann fór yfir þenn- an sama stein, og fleira mætti nefna. En nú sjá Skagstrendingar og aðrir sem um veginn fara, sem sagt fram á betri tíð. Samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar hefðu um fimm kílómetrar orðið eftir óklæddir eftir framkvæmdir sumarsins, en með tilkomu láns- ins frá Skagstrendingi verður unnt að ljúka við klæðingu alla leið að Skagaströnd. Að sögn Jónasar Snæbjörns- sonar hjá Vegagerðinni er ekki vitað hvenær hefði orðið unnt að ljúka þeim kafla sem orðið hefði eftir, ef ekki hefði komið til þetta lán Skagstrendings. Lánið er til þriggja ára og er eins og fyrr segir um einn þriðji af kostnaðinum við heildarframkvæmdina. Jónas kvaðst vonast til að framkvæmdir hæfust í júlí og vonandi yrði unnt að byrja um mánaðamótin júní- júlí. Um aðrar framkvæmdir Vegagerðarinnar í sumar má nefna að klæðing verður lögð a Norðurlandsveg í Línakradal. þ.e. frá Hvammstangavegamót- um að Vatnshorni. En uppbygg- ingu þess kafla var lokið síðasta sumar. Þá verður lögð klæðing á nokkra kílómetra á Vatnsskarð- inú og uppbyggingu vegar haldið áfram þar, og er búið að bjóða þann verkþátt út. Sá vegarkafli sem verður byggður upp í Vatns- skarðinu í sumar verður svo lagð- ur klæðingu sumarið 1988. G.Kr. Siglufjörður: Bátur slitnaði upp Mikið hvassviðri gekk yfir hluta Norðurlands í gær og fyrradag en ekki er vitað til að teljandi tjón hafi orðið af þeim völdum þó litlu hafi munað á Siglufírði. Á þriðjudagskvöldið varð mjög hvasst á Siglufirði og ná- grenni. I einni vindhviðunni losn- aði tíu tonna bátur frá bryggju og rak út á innri höfnina. Að sögn lögreglunnar fór Hafborg SK strax út til hjálpar og náðist bát- urinn áður en hann rak upp í Leirurnar og var það spurning um mínútur að svo vel tókst til. í hvassviðrinu fuku þakplötur af húsi við Þormóðsgötu en ekki urðu teljandi skemmdir af þeim sökum. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.