Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 26. mars 1987 BSRAL olíubætiefni fyrir nýja og gamla bíla' ÞÓR5HAMAR HF. Við Tryggvabraut • Akureyri'- Sími 22700 Fundur með Finni um námslánakerfið í kvöld klukkan 21.00 verður haldinn fundur í Sjallanum á Akureyri og verður þar fjallað um tvö mál sem nú eru í brenni- depli. Annars vegar um náms- lánakerfið og hvaða reglur skuli gilda um úthlutun náms- lána og hins vegar um stöðuna sem komin er upp í framhalds- skólum landsins vegna lang- varandi verkfalls kennara inn- an HÍK. Frummælandi á fundinum verður Finnur Ingólfsson, en hann á sæti í nefnd sem ríkis- stjórnin skipaði til að endurskoða gildandi reglur um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Finnur hefur í vetur deilt harkalega á þá stefnu sem sjálfstæðismenn aðhyllast í málefnum Lánasjóðs- ins. Fund þennan átti að halda s.l. fimmtud; g, en þá var honum frestað á síðustu stundu af óvið- ráðanlegum orsökum. Finnur mun síðan sitja fyrir svörum, ásamt forystumönnum Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, og gefst mönnum þarna gott tækifæri til að beina spurningum um þessi mál til þeirra og fá skýr svör um stefnu flokksins í málefnum námsmanna. Að fundinum loknum verður síðan diskótek til kl. eitt eftir miðnætti. BB. Hitaveita Akureyrar: Tekur 25 ár að borga upp skuldirnar - „Réttlætismál að lækka gjaldskrána“ - segir Sigfús Jónsson bæjarstjóri „Lokaskýrsla um málið er ekki komin fram. En það sem hefur gerst, er að ákveðið var að skipta upp málaflokknum. I stað þess að tala um þessar hitaveitur sem eitt sameigin- legt mál, hefur verið ákveðið að vandamál hverrar veitu yrði leyst sér, þar sem fjárhags- staða þeirra er misjöfn,44 sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri er hann var spurður um úrlausnir varðandi mál Hitaveitu Akureyrar. í upphafi viðræðna hitaveitu- nefndar ríkisstjórnarinnar og fulltrúa sveitarfélaganna, voru tvö markmið sett fram af hálfu þeirra síðarnefndu. Pað fyrra var að gjaldskrár viðkomandi hitaveitna lækkuðu til samræmis við orku- kostnað á þeim svæðum, þar sem rafmagn er niðurgreitt. Síðara markmiðið var að fyrirsjáanlega yrði hægt að greiða upp skuldir veitnanna á eðlilegum afskriftar- tíma þeirra. „Þegar farið var að ræða þessi mál betur kom í ljós að lausnirn- ar voru mismunandi fyrir hvern stað. Því var ákveðið að ræða hverja lausn fvrir sig,“ sagði Sigfús. Nefnd á vegum Akureyrar var kölluð á fund til Reykjavíkur fyr- ir skömmu og þar voru lagðar fyrir hana hugmyndir, sem síðan voru kynntar veitustjórn og bæjarráði. Bæjarráð og veitu- stjórn hafa fundað um málið og sent ráðuneytinu svar, sem er í athugun þar. „Það má því segja að verið sé aó skiptast á skoðun- um um málið, en við væntum svars fljótlega. Hins vegar eru ráðamenn fyrir sunnan búnir að viðurkenna það sjónarmið; að það verði að lækka gjaldskrárnar hjá þessum veitum. Bæði er það réttlætissjónarmið íbúanna og líka nauðsynlegar forsendur þess að hægt sé að hagræða í rejcstri veitnanna, svo hægt sé að ná til þeirra íbúa sem í dag kynda með rafmagni. En það er stöðugt ver- ið að vinna í málinu. „Hins vegar er það ljóst að það tekur að minnsta kosti 25 ár að greiða upp skuldir Hitaveitu Akureyrar," sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri. gej- Sverðið er brotið og spjótið er af. Eins og sést eru þau „hjónin" illa á sig komin eftir langa stöðu á klöppunum austan lögreglustöðvarinnar. Helgi-magri: Þolir illa „Mér skilst að sá sem átti að gera við styttuna komi ekki til verksins þar sem engir pening- ar eru til. En það er óhætt að segja að styttan er mjög illa farin og muni grotna niður ef ekkert verður að gert,“ sagði Ari Rögnvaldsson vélstjóri hjá Hitaveitu Akureyrar um stytt- una af landnámsmanninum Helga magra, sem geymd er í húsi hitaveitunnar við Þórunn- arstræti. Það var fyrir áramót sem stytt- an var tekin niður og sett í geymslu. Var hún mjög illa farin af vatni og veðrum. Áætlanir voru uppi um að gera styttuna upp og var henni af þeim sökum komið fyrir í húsi hitaveitunnar. Hér inni er rúmlega 20 stiga hiti og virðist blessaður karlinn þurrkinn þola það illa. Það fer að koma að því að sjáist í gegnum hann og er ég hræddur um að ekki verði mögulegt að hreyfa styttuna öðru vísi en hún molni niður,“ sagði Ari. „Það er ekki búið að taka neina formlega ákvörðun um styttuna, en ég reikna síður með því að peningar fáist til viðgerða á henni. Hins vegar býst ég við því að reynt verði að fá einhverja til að taka ákvörðun um hvað eigi að gera. Það eru mismunandi skoðanir á því meðal manna. Ég efast um að farið verði lengra í málinu á þessu ári, “ sagði Ingólf- ur Ármannsson fulltrúi menning- armála á Akureyri. Það er því ljóst að styttan af Helga magra og konu hans Þór- unni hyrnu verður í geymslu hita- veitunnar enn um sinn. gej- Skólamál á Noröurlandi eystra: „Ætti með réttu að vera greitt af - segir Sverrir Thorstensen fræðslustjóri Sérkcnnslumál og skólamál yfírleitt, hafa litlum breyting- um tekið í Norðurlandsum- dæmi eystra þrátt fyrir aðgerð- ir menntamálaráðherra, enda er afstaða yfirvalda enn hin sama. Akureyrarbær þarf t.a.m. að greiða sem svarar 4 kennarastöðum vegna sér- kennslu og einnig greiðir bær- inn 5 stöður í almennri kennslu. Að sögn Sverris Thorstensen eru þetta upp- hæðir sem ríkið ætti með réttu að greiða og eru til komnar vegna þess að yfirvöld halda fast í vanreiknaðar tölur. „Akureyrarbær stendur undir hluta af þeirri sérkennslu sem ætti með réttu að vera greidd af ríkinu. Ég held að þetta sé hvergi gert svona annars staðar. Víða hafa fræðsluumdæmin rýmri kvóta vegna þess að þau geta ekki nýtt að fullu almennan kennslukvóta sinn, vegna kennaraskorts eða vegna þess að það vantar aðstöðu, og þá hefur verið hægt að millifæra frá þeim kvóta og yfir á sérkennsluna,“ sagði Sverrir Thorstensen, settur fræðslustjóri í Norðurlandsum- dæmi eystra. Fræðsluumdæmið hefur leitað eftir greiðsluábyrgð bæjarins vegna sérkennslu í grunnskólum Akureyrar. Að sögn Sverris er um að ræða endurnýjun á greiðslu- ábyrgð sem bærinn tók á sig í upphafi skólaárs og rann út um áramót, þ.e. frá áramótum og til loka maí. „Þetta eru 127 stundir á viku sem þýðir það að þetta eru rúmlega 4 kennarastöður. Við getum þá sagt að upphæðin sé í kringum 200 þúsund á mánuði," sagði Sverrir. Hann sagði að auk Akureyrar væru bæjaryfirvöld á Dalvík og Húsavík undir sama hattinn sett hvað varðar greiðsluábyrgð. Einnig hefði verið um slíkt að ræða í Mývatnssveit en þar hefði ekki þurft að endurnýja ábyrgð- ina eftir áramót. „Þar að auki er Akureyrarbær með ábyrgð á einum 5 kennara- stöðum í almennri kennslu, sem hefur viðgengist í nokkuð mörg ár. Það kemur til af því að í reikningsaðferðum ráðuneytisins er hvert skólahverfi fyrir sig gert upp í einu lagi sem þýðir það að nemendafjöldi Akureyrar, sama hvar börnin eiga heima, er tekinn og síðan deilt í með æskilegum fjölda barna í deild. Þetta þýðir það að það koma út of fáar deild- ir vegna þess að við vitum það að Húsavík: Nýtt fyrirtæki Á fundi Atvinnumálanefndar Húsavíkur á þriðjudag sam- þykkti nefndin samkomulag við bræðurna Pálma og Auð- unn Þorsteinssyni um að þeim væri heimilt að stofna félag til framleiðslu á línubeitningarvél. í vetur auglýsti nefndin eftir aðilum sem áhuga hefðu á að framleiða línubeitningarvél eftir norskri uppfinningu. Nú er unnið að stofnun hluta- félags lil framleiðslu á vélinni, eigendur þess eru Pálmi og Auð- unn, ásamt Húsavíkurbæ og fleiri aðilum. Tveir menn á vegum hins nýja fyrirtækis munu halda til Noregs um helgina til að ræða við eigendur fyrirtækisins sem hann- að hefur vélina. Á þessu stigi málsins liggur ekki ljóst fyrir hve- nær framleiðsla getur hafist eða hve mörg atvinnutækifæri hún muni skapa. IM Dalvík: Borað eftir heitu vatni „Veitunefnd hefur farið fram á það að borað verði eftir heitu vatni í sumar. í framhaldi af því erum við að leita tilboða í borun hjá Jarðborunum hf. og Isbor hf. Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir ennþá,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Dalvík, En þar er að- eins 1 borhola með heitu vatni fyrir Hitaveitu Dalvíkur. Eins og staðan er í dag eru all- flest hús tengd hitaveitu á Dalvík. Aðeins ein borhola er fyrir hendi og gefur hún nægjan- lega mikið vatn til að fullnægja þörf um heitt vatn til húshitunar og annarrar neyslu. Sú hola sem meiningin er að bora í júlí í sum- ar er því varahola. Jarðboranir hf. hafa boðist til að bora holuna og lána allan kostnað við borun hennar til þriggja ára. Gert er ráð fyrir skuldabréfi til þriggja ára með lánskjaravísitölu og 5% vöxtum. Kristján Þór sagði að þetta tilboð væri til skoðunar hjá bæjaryfir- völdum á Dalvík. gej- ríkinu“ við flytjum börn ekki mikið á milli skólahverfa á Akureyri,“ sagði Sverrir. Skólarnir á Akureyri koma þannig út með fleiri deildir held- ur en ráðuneytið viðurkennir og bærinn hefur því staðið undir um 150 tímum á viku. Á þessu hefur ekki fengist nein leiðrétting. Að sögn Sverris er deilt í heildar- fjölda nemenda með 27 og þá fær ráðuneytið út 82 deildir við grunn- skólana á Akureyri, en þær þyrftu að vera 100. Nú er verið að skipuleggja næsta skólaár og þar er sama reikningsaðferð notuð. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.