Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 15
UCd itw& 05-: L*. TAL -- H 26. mars 1987 - DAGUR - 15 Ý Minning Halldór Níels Valdemarsson Fæddur: 1. júlí 1954 - Dáinn: 3. mars 1987 Mig setti hljóðan er ég frétti um andlát Halldórs Valdemarssonar, ég vissi ekki annað en hann hefði ætíð verið hraustur, en kallið kom fyrr en nokkurn óraði. Við sem eftir lifum fáum engu breytt, ungur maður í blóma lífsins kall- aður brott yfir móðuna miklu, án sýnilegs tilgangs. Lífið getur ver- ið hart, en eftir lifir minningin um góðan dreng, sem öllum vildi gott gera. Peir fjölmörgu sem í gegnum árin þurftu á bílaleigubíl að halda á Akureyri, minnast hans með hlýju, hvenær sólar- hrings sem var kom hann til að leysa úr vandamálum viðskipta- vina bílaleigunnar. Veður eða klukkan skiptu engu, hann var ætíð tilbúinn. Halldór hafði ætíð lausn á vandamálum sem upp komu og í orðabók hans var orðið vanda- mál ekki til, alveg sama hvað hann tók að sér, hann leysti úr öllu fljótt og örugglega. Pað er mikill missir að Halldóri Valde- marssyni, en minningin um góð- an dreng verður eftir meðal okk- ar sem eftir lifum. Þegar stóru vandamálin komu upp, þá minn- umst við hans, sem leysti úr öllu með sama æðruleysinu. Orð duga skammt á slíkri sorg- arstundu, en ég og Guðbjörg biðjum góðan Guð að gefa eftir- lifandi konu hans, Bryndfsi og börnunum styrk. Einnig bið ég Guð að blessa foreldra Halldórs og tengdaforeldra. Þegar ævi röðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald hinum megin birtan er. Sauðárkrókur - Húsnæði Húnfjörð hf. óskar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir bakarí á Sauðárkróki. Upplýsingar hjá Húnfjörð hf. á Blönduósi, sími 95- 4500. Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. P.) í Þýskalandi 18. mars ’87 Einar, Guðbjörg. Söngskemmtun Karlakórinn Heimir heldur söngskemmtanir nk. laugardag í Hlíðarbæ kl. 15 og íÝdöIum kl. 21. Stjórnandi Stefán R. Gíslason. Undirleikari Katharine Louise Seedell. Einsöngvarar Óskar, Pétur og Sigfús Péturssynir frá Álftagerði. Fjölbreytt söngskrá Stjórnin. Trésmíðavél Til sölu er vel með farin sambyggð ELLMA trésmíðavél. Vélin samanstendur af 40 cm breiðum hefli, þykktarhefli, hjólsög, fræsara og borvél. Vélin er fyrir þrjá fasa 220 eða 380 volt með 3 ha. mótor og flatri reim. Áætlað söluverð er 50.000 kr. Upplýsingar gefur Þorsteinn Eiríksson í síma 31100. Kristnesspítali. Undirbúningsfundur að stofnun hlutafélags um rekstur fisk- markaðar á Norðurlandi verður haldinn að Hótel KEA sunnudaginn 29. mars n.k. kl. 15. Tillögur að stofnsamningi og samþykktum fyrir félagið verða lagðar fram á fundinum. Hér með er öllum þeim sem áhuga hafa á þátttöku á stofnun félagsins boðið að koma á fundinn. Akureyri 25. mars 1987. Undirbúningsnefndin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.