Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 2
— ’í'T.ii■**" frif'.’T? .ftv 2 - DAGUR - 26. mars 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.___________________________ Stefnan í efnahags- og atvinnumálum Á þessu kjörtímabili hefur náðst mjög mikil- vægur árangur í efnahagsmálum undir for- ystu Framsóknarflokksins. Verðbólga hefur lækkað úr 130 niður í 10 af hundraði. Sparnað- ur hefur aukist stórlega, viðskiptajöfnuður hefur náðst í fyrsta sinn síðan 1978, kaup- máttur hefur aldrei verið meiri í sögu þjóðar- innar og fyrsta skrefið hefur verið stigið til þess að hækka lægstu launin. Atvinnuástand hefur sjaldan verið betra en á þessu kjör- tímabili og erlendar skuldir hafa lækkað nokkuð. Á þetta er meðal annars bent í kosninga- stefnuskrá Framsóknarflokksins sem sam- þykkt var á miðstjórnarfundi hans á Selfossi um helgina. Þar segir einnig að í efnahags- málum muni flokkurinn leggja áherslu á nokkur atriði á næsta kjörtímabili, en þau eru að varðveita þann árangur sem náðst hefur og stefna að jafnvægi í efnahagsmálum. ísland verði án atvinnuleysis og verðbólgu. Þá verði lögð áhersla á áframhaldandi hagvöxt, lækkun erlendra skulda þjóðarinnar og bætt kjör hinna lægst launuðu. Varðandi atvinnumál leggur Framsóknar- flokkurinn áherslu á að atvinnurekstur verði í höndum einstaklinga og samtaka þeirra, en ein af meginskyldum ríkisvaldsins sé að stuðla að heilbrigðum rekstrargrundvelli atvinnuveganna. Afskipti ríkisvaldsins af atvinnuvegunum verði sem minnst, en þó beri stjórnvöldum að leggja rækt við nýsköp- un í atvinnulífi til að tryggja fulla atvinnu og fjölbreytt atvinnulíf. Skynsamleg nýting auð- linda til lands og sjávar er nauðsynleg, því framtíð þjóðarinnar byggist á því. í atvinnumálum leggur Framsóknarflokkur- inn áherslu á stjórnun fiskveiða á þeim grunni sem þegar hefur verið lagður, sem verði endurskoðaður með tilliti til breyttra aðstæðna og aflabragða, búháttabreytingu í landbúnaði með uppbyggingu nýgreina, skipulagningu allrar kjötframleiðslunnar í samvinnu við framleiðendur og neytendur, auk svæðaskipulagningar sauðfjárfram- leiðslunnar í samræmi við byggða- og land- nýtingarsjónarmið. Þetta eru nokkur helstu atriðin í kosn- ingastefnuskrá Framsóknarflokksins varð- andi efnahags- og atvinnumál. HS viðtal dagsins. Það er engin ný bóla að þátt- taka kvenna í atvinnulífínu hefur aukist mjög undanfarin 20 ár. Hins vegar hefur hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum ekki aukist í samræmi við fjölgun þeirra á vinnumarkað- inum þótt víða megi auðvitað fínna konur sem bera -stjóra- titil. Slíkt vekur gjarnan athygli og umtal og þykir merkilegt fjölmiðlaefni á svip- aðan hátt og það vekur athygli þegar karlar útskrifast úr Fóst- urskólanum, svo dæmi sé tekið. Ég ræddi stuttlega við Þórð M. Þórðarson hjá Verk- stjórnarfræðslunni um stjórn- unarnámskeið og aukinn hlut kvenna í þeim. - Segðu mér fyrst Þórður, hvenær tók Verkstjórnarfræðslan til starfa? „Verkstjórnarfræðslan er búin að vera starfandi síðan 1961 og upphaflega var þetta sett upp sem skóli fyrir verkstjórnendur að tilhlutan Verkstjórnarsam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins. Menn mættu þá svona tvisvar sinnum, hálfan mánuð í senn og voru þá í skóla. Svo var þessu skipt upp fyrir þremur árum í 5 námskeið, en við höld- um skólaímyndinni þannig að fólk útskrifast ekki úr Verk- stjórnarfræðslu fyrr en það hefur „Margir bestu stjómendur sem ég hef hitl em konur“ - segir Þórður M. Þórðarson hjá Verkstjórnarfræðslunni lokið öllum námskeiðunum. Þetta eru almenn námskeið fyrir stjórnendur, starfsmenn og verk- stjóra.“ - En hver hefur hlutur kvenna verið í þessum námskeiðum gegnum árin? „Ég fór að kanna þessi mál í fyrra og þá kom í Ijós að á þess- um 25 árum höfðu útskrifast um 1.418 verkstjórar en af þeim voru ekki nema 87 konur. Og þær höfðu flestar komið inn á sér- námskeið, gegnum prjónaiðnað, fiskvinnslu og þar fram eftir götunum. En í fyrra gerðist það að Vilborg Harðardóttir, blaða- maður og baráttukona fyrir málefnum kvenna, hitti mig að máli og við fórum að ræða um það af hverju væru svona fáar konur í stjórnunarstörfum. Hún hvatti mig til að athuga hvort ekki væri hægt að halda sérstakt námskeið fyrir konur og það end- aði með því við héldum eitt slíkt námskeið í mars í fyrra. Síðan var ráðstefna á eftir.“ - Einmitt. Og Verkstjórnar- fræðslan hélt námskeið á Akur- eyri fyrir skömmu þar sem níu konur fræddust um stjórnun og mannleg samskipti, en hvers vegna sérstakt kvennanámskeið? Skortir konur sjálfstraust til að taka þátt í stjórnunarnámskeiði með körlum? „Nei, en þetta er að vissu leyti brautryðjendastarf og konur fást frekar til starfa ef þær vinna saman. Það má geta þess að eftir ráðstefnuna í fyrra stofnuðu kon- urnar samtök sem kallast Netin. Þar hittast konur í stjórnunar- störfum og ræða saman og styrkja hverja aðra. Þar kom sterklega fram að það vantaði fyrirmynd að því hvernig aðrar konur færu að því að leysa það vandamál að reka tvo vinnustaði, heimilið og vinnustað. Pað kom einnig fram á ráðstefnunni, svo og á námskeiðunum í Reykjavík og á Akureyri, að það væri nauð- synlegt fyrir konur að hittast og ræða sín mál. Þær búa við aðrar aðstæður, ákveðna fordóma. # Hafskips- málið grafið Alberti er svo sannarlega ekkl flsjað saman. Eftir að hafa verið hálf aumur og niðurdreginn eftir afsögnina var hinn fyrrverandi iðnaðar- ráðherra hinn borubrattasti í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld. Þar skýrði hann út fyrir fréttahaukum ríkissjónvarps- ins hvað gerst hefði á undan- förnum dögum og vikum. Og ekki nóg með það. Þegar ann- ar fréttamannanna vogaði sér að minnast á Hafskipsmálið skýrði Albert það út í föður- legum tóni, eins og honum einum er iagið. Að því loknu sneri hann sér að dauð- skelkuðum fréttamanninum og spurði hann hvort hann vildi nokkuð ræða þetta meira. Hann hélt nú ekki. # Steini í klípu Meðan þessu fór fram lýsti formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson, því yfir á Stöð 2 að Albert yrði ekki ráðherra í næstu ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þetta var óneitanlega óvar- lega mælt eins og Berti sagði því „hver veit hvenær þeir þurfa á mér að halda“. Það er einmitt málið. Sú staða gæti hæglega komið upp ef af framboði Borgaraflokksins verður og ekki síst ef boðið verður fram í ölium kjördæm- um eins og Ásgeir Hannes pylsusali segir. Þar með er sá möguleiki nefnilega ekki fjar- lægur að flokkurinn fái tvo til þrjá menn kjörna og nái lykil- stöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Kannski Albert verði þá eftir allt ráðherra í næstu ríkisstjórn. Fyrrnefnd- ur pylsusali telur ekki vitlaust að gera manninn að forsætis- ráðherra í Ijósi undangeng- inna atburða. Það held ég. Þau verða eflaust bragðvond ummælin frá því í fyrrakvöld ef Þorsteinn þarf að éta þau ofan í sig. # Einn léttur að lokum Ef Borgaraflokkurinn verður í ham í kosningabaráttunni þá er auðvitað orðið um að ræða Hamborgaraflokk. Ha ha ha...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.