Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 11
Stefán Valgeirsson alþingismaður: Aðlögunartíminn allt of skammur - kaflar úr ræðu er talað var fyrir breytingartillögum um búvörulögin á Alþingi 1985 Mikið hefur verið rætt og ritað um landbúnað að undanförnu og stöðu hans nú. í þeirri umfjöllun hefur fram komið nokkur gagn- rýni á búvörulögin sem lögfest voru í júnímánuði 1985. Þar sem ég tel rétt að fram komi hvers vegna ég stóð að þessari lagasetningu vil ég birta nokkra kafla úr framsöguræðu minni er ég flutti við 2. umræð.u um málið í neðri deild, er ég tal- aði fyrir breytingartillögum meirihlutans. Stuðningur minn við þetta mál byggist fyrst og fremst á því að í þessum lögum er trygging fyrir staðgreiðslu á mjólk og sauðfjár- afurðum, á því magni sem um semst við ríkisstjórn á hverjum tíma. Hins vegar er ég mjög óánægður með ýmis ákvæði laganna, þrátt fyrir verulegar breytingar sem náðust fram í landbúnaðarnefnd. Pá koma hér kaflar úr ræðu minni: Framleiðslustjórnun á öllum búgreinum Pað má segja að í því samkomu- lagi sem formenn stjórnarflokk- anna gerðu og er dagsett 6. sept- ember 1984 sé að finna þann grundvöll sem frumvarpið er byggt á. Þetta samkomulag er birt með nefndaráliti meiri- hlutans. Frumvarpið felur í sér heimildir til að stjórna öllum búgreinum, allri búvörufram- leiðslu í landinu, ef þær heimildir eru notaðar til fulls, sem í frum- varpinu felast. í 6. kaflanum eru ákvæði um hvernig háttað skuli greiðslum samkvæmt frumvarpinu á fram- leiðsluvörum bænda. í 28. grein segir: „Afurðastöð er skylt að haga greiðslum til framleiðenda fyrir innlagðar búvörur í samræmi við ákvæði þessara laga og þeirra samninga og ákvarðana sem teknar eru með heimild í þeim.“ í samkomulagi formannanna segir: „Framleiðendur fái fulla greiðslu fyrir afurðir sínar sem næst við afhendingu enda verði vinnslustöðvum með afurðalán- um gert það kleift." í samþykkt ríkisstjórnarinnar í marsmánuði síðastliðnum stendur m.a. þetta, til frekari áréttingar þessu atriði: „Jafnframt ákveður ríkisstjórn að viðskiptaráðherra skipi nefnd til þess að gera tillögur um fram- kvæmd samþykktar stjórnar- flokkanna frá 6. sept. þannig að bændur geti frá 1. maí nk. fengið innlagða mjólk greidda að fullu innan mánaðar og sláturafurðir um áramót. Markmiði þessu sé náð með endurskoðun á reglum um veitingu afurðalána, tíma- setningu í niðurgreiðslum úr ríkissjóði og reglum um lág- marksfjármögnun birgða af eigin fé stöðvanna." „Nú stendur þannig á að gagn- vart vinnslustöðvunum, eins og hjá ýmsum öðrum fyrirtækjum í okkar þjóðfélagi, að þar cr ekki að finna fjármagn sem vinnslu- stöðvarnar geta tekið til grciðslu á afurðum bænda umfram það sem nú er. Nú verður að koma annað og meira til.“ Margir óttuðust örðugleika í viðtölum við þá sem komu til að ræða við nefndina um þetta frum- varp heyrðist í mörgum, að þeir óttuðust að það myndu verða miklir örðugleikar að fá fjármuni til þess að hægt væri að standa við það greiðslufyrirkomulag sem í frumvarpinu felst. Af þessu tilefni vil ég beina því til hæstvirts viðskiptaráðherra og hæstvirts forsætisráðherra að þeir komi upp í ræðustól að loknu máli mínu og staðfesti hér í neðri deild að þeir muni ásamt ríkis- stjórninni gera þær ráðstafanir sem til þurfi til þess að hægt verði að fara eftir því greiðslufyrir- komulagi sem í frumvarpinu felst. (Ráðherrarnir staðfestu þetta í umræðunum). Og síðan segir: Nefndinni hafa borist um það tilmæli að hámarksverðmiðlunar- gjald samkvæmt 19. gr. verði hækkað úr 3% af heildsöluverði, eins og lagt er til í hinu upphaf- lega frumvarpi. Ástæða þessarar beiðnar er að á einstökum teg- undum búvara hefur reynst nauð- synlegt að hafa gjaldið verulega hærra en 3% og hefur þar m.a. komið til mismunandi vinnslu- kostnaður og verðtilfærsla milli einstakra framleiðsluvara umfram þá verðtilfærslu sem 6- manna nefnd hefur ákveðið. Pað ber auðvitað að hafa í huga að hér er um að ræða hámarks- heimild sem óvíst hvort notuð verði að fullu en þessi hámarks- heimild er samkvæmt breytingar- tillögunum 5,5%. í breytingartillögu við 29. gr. frumvarpsins er lagt til að svo- nefnd frumgreiðsla vegna sauð- fjárinnleggs að hausti fari fram í síðasta lagi 31. október eftir regl- um sem Framleiðsluráð setur. Nú er vitað að ýmsir sláturleyfishafar hafa greitt slíkar uppígreiðslur fyrr og auðvitað er ekkert í ákvæðinu sem bannar þeim að gera það eftirleiðis. Hins vegar telja menn hættu á að þetta ákvæði eins og það er í frumvarp- inu leiði til þess að eftirstöðvar afurðaverðs verði vaxtafærðar síðar en nú er, en það er 15. okt- óber. Nánari reglur þarf Því er lagt til að umrædd frum- greiðsla fari fram í síðasta lagi 15. október og hjá þeim sem slátra eftir þann tíma fari hun fram eigi síðar en 10 dögum eftir innleggsdag. Pað verður áfram verkefni Framleiðsluráðs að setja nánari reglur um þessi efni. Á síðustu árum hefur Fram- leiðnisjóöur landbúnaðarins veitt töluverðu fé til nýrra búgreina og breyttra búskaparhátta. Með 37. gr. frumvarpsins fær sjóðurinn aukna fjámuni til þessa verk- efnis, sem ætlað er að styðja við nýjar búgreinar sem komi í stað sauðfjár- og mjólkurframleiðsl- unnar. Hér gæti t.d. verið um að ræöa bónda sem hefur búmark til framleiðslu sauðfjárafurða en fær stuðning til uppbyggingar á loð- dýrabúi. Þá gæti verið eðlilegt að skerða það búmark þegar hin nýja framleiðsla er farin að gefa af sér tekjur. Með 9. breytingartillögunni er lagt til að eftir 1990 og þar til endurskoðun samkvæmt 38. gr. hefur farið fram skuli útflutnings- bætur árlega nema 4% af heildar- verðmæti búvöruframleiðslunn- ar. Með umræddri breytingar- tillögu er tryggt að réttur bænda til útflutningsbóta verði ekki með öllu felldur niður nema til komi frekari umfjöllun Alþingis, þar sem metið verður hvernig til hef- ur tekist um árangur af þessari lagasetningu. Þessi endurskoðun á fyrst og fremst að mínum dómi að vera til að meta hvernig til hefur tekist að ná því markmiði sem lögin fela í sér og yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem hafa hvað eftir annað verið endurteknar, þ.e.a.s. að byggja upp annan atvinnurekstur til þess að mæta því tekjutapi sem verður vegna þeirrar framleiðsluminnkunar í hefðbundnum búgreinum sem er talin nauðsynlegt, a.m.k. við þær aðstæður í markaðsmálum sem nú blasa við. Uppbygging í stað samdráttar Ég hef þá trú að eftir 4 ár verði staðan sú að það verði langt frá því að það mark hafi náðst að byggja upp atvinnurekstur í strjálbýli sem komi í staðinn fyrir þann samdrátt, þá framleiðslu- minnkun sem manni sýnist nú blasa við. Við skulum vona að það verði breyting á markaðs- málum og verulegur samdráttur þurfi ekki til að koma. Þessi endurskoðun á fyrst og fremst að byggjast á því hvort þurfi að herða róðurinn til þess að ná þessu marki, þ.e.a.s. að það fólk sem býr í strjálbýli hafi tekju- möguleika sem eru í einhverju samræmi við tekjur annarra stétta. Að fjárhagsaðstoðinni, sem felst í 37. gr. og á að fara til þessarar uppbyggingar verði ekki hætt heldur aukin, þar til við náum því marki sem ríkisstjórn- in hefur sett sér, bæði í málefna- samningnum sem gerður var þeg- ar ríkisstjórnin var mynduð og í yfirlýsingum um að reyna að halda landinu í byggð í svipuðu formi og nú er. Það hafa haft samband við mig ýmsir sem framleiða alls konar grænmeti og kvarta mjög yfir því að það hafi verið flutt inn eftir að íslenskt grænmeti kom á markað á þessu vori. Þeir báðu mig að minnast á það hér að setja þurfi í reglugerð og að við allan inn- flutning á grænmeti verði að gefa skýrslu til ráðuneytisins eða Framleiðsluráðs og að gengið verði frá þeim málum þannig að ekki þrengi að íslenskri fram- leiðsju á þann veg sent þeir telja að hafi verið gert á síðastliðnu vori. Þeir sem flytja inn grænmeti verða að gera glögga grein fyrir þeim innflutningi. Það kom sú ósk frá fram- leiðendum kartaflna að það bætt- ist við 44. gr. að ekki mætti selja kartöflur og gulrófur nema í þeim stöðvum sem hafa sam- 26. mars 1987 - DAGUR - 11 Stefán Valgeirsson. þykki landbúnaðarráðuneytisins til að versla með þessar vörur í heildsölu. Það kom fram hjá þessum mönnum að það hefðu verið gerðar athuganir á ástandi þessarar vöru i verslunum í Reykjavík og hefði komið í Ijós að þær geymslur sem eru notaðar fyrir þessar vörur í verslunum væru með þeim hætti að í mörg- um tilvikum hefði ekki verið á boðstólum hæf söluvara. Okkur nefndarmönnum var sýnt hvernig ástand þessarar vöru er í sumum verslunum. Það varð ekki samstaða um að verða við þessari ósk framleið- enda. Hins vegar verður að benda framleiðendum á að eina leiðin fyrir þá í þessu efni er að þeir stofni sjálfir sín samtök um að öll þessi framleiðsla verði seld frá dreifingarstöðvum sem hafa fullkomnar geymslur. Fram- leiðendur þessarar framleiðslu sitji allir við sama borð en ekki eins og nú hefur verið að sumir eru búnir að selja alla sína fram- leiðslu frá því í fyrra en aðrir eiga mjög mikinn hluta af henni óseldan. Bændur ættu að vera búnir að læra það á liðnum árum að þeir verða að stjórna þessum málum sjálfir. styrkja sín sam- tök og láta eitt yfir alla fram- leiðendur ganga í hverri fram- leiðslugrein. Það er sígilt að sam- einaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér. Framkvæmdin skiptir höfuðmáli Ég vil svo að síðustu segja að það samkomulag sem formenn stjórnarflokkanna og meirihluti landbúnaðarnefndar gerðu er málamiðlun. Við hefðum margir hverjir viljað hafa þetta frumvarp á annan veg. En samkomulag er samkomulag. Sé það gert verður að standa við það. Ég hcld líka. að þó að ýmiss ákvæði þessa frumvarps hefðu að mati hinna einstöku nefndarmanna þurft að vera öðruvísi. hafi verið gerðar á frumvarpinu mikilvægar breyt- ingar sem ég tel að séu allar til mikilla bóta. Þær breytingar- tillögur sem leitað var eftir en ekki fengust - samþykktar eru flestar ekki eins mikilvægar og þær sem samkomulag varð um. En það er framkvæmd laganna sem líka skiptir miklu máli hvernig til tekst. í reynd verður það framkvæmdin sem dómurinn um þetta frumvarp mun fyrst og fremst byggjast á þegar fram líða stundir. Landbúnaðurinn er nú í mikl- unt öldudal og inargir bændur búa við mjög þröngan kost. Ég vona að með því að byggja upp nýjan atvinnurekstur í sveitum verði þessu snúið við og bændur fái von um betri tíma framundan. Það gerist ekki á 4 eða 5 árum. Raunhæfara virðist að til þess þurfi þrefaldan þann tíma. (Eftir að þessi grein var rituð, hefur umþóttunartíminn verið lengdur um 2 ár, eða til ársloka 1992. Það er að mínu mati allt of skammur tími en þó spor í rétta átt). Akureyringar athugið Erum með ódýrasta og besta fiskinn í bænum. Mikið úrval. T.d.: Reyktur rauðmagi, reyktur lax, reykt ýsa, útvatnaðursaltfiskur, siginn fiskui og selspik. Hrogn, lifur og kútmagi. Ýsa, þorskur, karfaflök, gellur nýjar og nætursaltaðar, 'ýsuhakk, ýsa í raspi, saltaðar kinnar, súr hvalur, frosinn lax og silungur, kæst skata og hnoðmör, saltsíld og mjög góðar kartöflur á kr. 30 kg. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar. Við sendum ykkur heim að kostnaðarlausu milli kl. 12.30 og 14.00 og kl. 18.00 og 19.00. Athugið að panta tímanlega. Opnunartími kl. 9.00-12.30 og 14.00-18.00 alla virka daga, laugardaga frá kl. 10.00-12.30. Fiskbúðin, Strandgötu 11 b simi 27211. 5. sýning fimmtudag 26. mars kl. 20.30. 6. sýning föstudag 27. mars kl. 20.30. Uppselt 7. sýning laugardag 28. mars kl. 20.30. Uppselt MIÐASALA SlMI 96-24073 Leikfélag akureyrar Grattan pöntunarlisti Vor- og sumarlisti 1987 kominn Glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Verð kr. 250.00, + póstkrafa ATH: Aðeins 500 listar verða seldir fyrir Norðurland Umboð Akureyri sími 96-23126 v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.