Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 5
26. mars 1987 - DAGUR - 5 Pamela Sue hafnaði 1,6 m.$ boði um að halda áfram. *W> fylgjast með sögum af þessu tagi af stjörnunum úti í hinum stóra heimi, vita af ævintýrinu með Patrick Duffy, eða Bobby Ewing. Hann var búinn að fá sig full- saddan á þáttunum og vildi reyna fyrir sér annars staðar og hætti, Bobby fórst í bílslysi. Þetta gekk bara ekki og ári síðar tókst Larry Hagman að telja hann á að byrja aftur. Málið var leyst á þann hátt að eins árs prógram var afgreitt sem draumur Pamelu! Af þessu má sjá að ef menn einu sinni taka að sér hlutverk í vinsælli sápuóperu þá er ekki svo einfalt að slíta sig frá því Og ef menn gera það samt þá virðist þetta ekki vera „stökkpallur" í önnur og betri hlutverk. Jóhannes Geir Sigurgeirsson: Fjármál ríkisins hættulegasta veilan - í efnahagslífi okkar og þar hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins farið með stjórnina Nú nýverið bar formaður Sjálf- stæðisflokksins sig upp við þjóð- ina undan því að flokkur sinn ætti sér ekki lengur neinn verðugan andstæðing. Einungis væri um keppinauta að ræða. Líklega hef- ur farið þar fyrir formanninum, eins og svo oft áður fyrir forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins, að sjóndeildarhringurinn hefur ekki náð mikið út fyrir Elliðaárnar. Yerðugir andstæðingar í það minnsta virðist það ljóst að sjálfstæðismenn í Norðurlands- kjördæmi eystra hafa það alveg á hreinu hverjir eru þeirra höfuð- andstæðingar í pólitík. Um það vitna skrif Tómasar Inga, 3. manns á lista þeirra hér í kjör- dæminu. Hér hefur ekkert breyst. Framsóknarflokkurinn er nú sem áður það afl hér í kjör- dæminu sem sjálfstæðismenn verða að sigrast á ef þeir ætla sér forystuhlutverk í þessum lands- hluta. Þetta ættu allir andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins að hafa hugfast í komandi kosningum. Ef við hins vegar tölum um keppinauta, þá er það alveg ljóst að í efnistökum og framsetningu ritaðs máls í pólitískri umræðu hér í kjördæminu hefur Stein- grímur Sigfússon eignast verðug- an keppinaut þar sem Tómas Ingi er. í hina röndina bera greinar Tómasar Inga meiri keim af sagn- fræði en pólitík. Stjórnmál felast eðli sínu samkvæmt fyrst og fremst í því að nýta möguleika líðandi stundar til þess að móta framtíðina, búa til sögu. Tómas Ingi er hins vegar í sinni umfjöll- un ekki kominn lengra en til árs- ins 1980. Ef að líkum lætur verð- Jóhannes Geir Sigurgeirsson ur hann ekki búinn að ná sjálfum sér í tíma fyrr en komandi kosn- ingar verða löngu liðnar. Er vilji allt sem þarf? Ég ætla ekki að draga í efa góðan vilja Tómasar Inga í byggðamál- um. En góður vilji er eitt, að bera gæfu til þess að velja sér vettvang er annað. Milli vilja Tómasar Inga til góðra hluta og möguleika á árangri er ókleifur hamar - Sjálfstæðisflokkurinn- ósamstæð- ur hópur, þar sem uppi vaða sér- hagsmunaaðilar, sem eiga sér það eitt sameiginlegt að skara eld að eigin köku. Ég ætlaði mér ekki að elta frekar ólar við mál- flutning Tómasar Inga, sem að áliti undirritaðs, byggir á mis- smekklegum útúrsnúningum og því að gera mönnum upp skoðan- ir. Það væri í sjálfu sér auðvelt að gera skrifum Tómasar Inga sömu skil, en það þjónar að mínu mati engum tilgangi í pólitískri umræðu. Albert, Þorsteinn og ríkisfjármálin Tvennt vil ég þó benda Tómasi Inga á áður en ég sný mér að því sem raunveruleg pólitík fjallar um, framtíðinni. í fyrsta lagi setur Tómas sama- semmerki milli mjög tímabærrar uppbyggingar í undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar á síð- asta áratug og þess að menn báru á þeim tíma ekki gæfu til þess að ná tökum á efnahagsmálum þjóð- arinnar. Ef þessi kenning Tómas- ar Inga væri rétt þá stæði þessi uppbygging eins og nátttröll í íslensku efnahagskerfi, nú þegar við erum að ná tökum á því. Þess í stað er hún, eins og raun ber vitni, sú undirstaða sem við byggjum batnandi lífskjör okkar nú á. í öðru lagi gerir Tómas Ingi mikið úr hlutverki sjálfstæðis- manna í samstarfi okkar flokka í ríkisstjórn. Það væri hægt að skrifa langt mál um aðgerðir (að- gerðaleysi) ráðherra Sjálfstæðis- flokksins í núverandi ríkisstjórn. Ég ætla þó að láta mér nægja eitt dæmi. Allir þeir kunnáttumenn um efnahagsmál sem sagt hafa sitt áiit á stöðu efnahagsmála íslendinga í dag benda á sama hættumerkið: Það hefur ekki tek- ist að ná tökum á fjármálum ríkisins, þar liggi langhættuleg- asta veilan í efnahagslífi okkar í dag. Hverjir hafa farið með fjármál ríkisins? Eru það ekki sjálfstæðismenn með ráðherrana Albert Guðmundsson og Þor- stein Pálsson í fararbroddi, mennina sem flokkurinn virðist snúast alfarið um þessa dagana. Fundur um námslánin með Finni Ingólfssyni í Sjallanum fimmtudaginn 19. mars kl. 21. Námsmenn ★ Ykkur er sérstaklega boöið á þennan fund. ★ Verður menntun aftur gerð að forréttindum þeirra efnuðu? ★ Verður ungu fólki gert ókleift að stunda háskólanám? ★ Verður útilokað að stunda nám erlendis áður en langt um líður? Það skiptir ykkur miklu máli að íhaldið hafi ekki mikið leng- ur með menntamál að gera. Finnur Ingólfsson hefur barist gegn stefnu sjálfstæðis- mannsins Sverris Hermannssonar. Finnur hefur haldið hagsmunum ykkar á lofti og mun gera í framtíðinni. Byggðamál á tímamótum Ég geri mér grein fyrir því að nú stendur landsbyggðin á tímamót- um. Ekki vegna þess að grónu at- vinnuvegirnir - sjávarútvegur og landbúnaður - séu ekki lengur sú undirstaða sem við byggjum á heldur vegna þess að með nýrri tækni vinna sífellt færri við frum- þáttinn, þjönustugreinarnar taka í auknum mæli við vinnuaflinu og þar eru mörg þau störf sem eru eftirsóknarverðust í dag. Þessi störf eru fyrst og fremst á höfuð- borgarsvæðinu og þar liggur skýringin 'á því að þrátt fyrir mikla verðmætaaukningu í sjáv- ' árútvegi síðustu árin, þá hefur fólki farið fækkandi á lands- byggðinni. Við þessu verður að bregðast. Nú sem fyrr er Fram- sóknarflokkurinn tilbúinn til þess að hafa forystu um nýja sókn í byggðamálum. Stefnu flokksins og úrræði í byggðamálum mun- um við frambjóðendur flokksins kynna í ræðu og riti á næstu vikum. Eftir fundinn verður diskótek til kl. 01. Efstu menn B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra verda á fundinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.