Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 26. mars 1987 Baráttumál Framsóknarflokksins á næsta kjörtímabili Hér á eftir verða rakin þau mál, sem Framsóknarflokkurinn leggur höfuð- áherslu á í kosningabaráttunni nú og tel- ur mikilvægast að framkvæma á næsta kjörtímabili. • Almennt Framsóknarflokkurinn rill að jöfnuður og jafn- rétti ríki, hrar sem menn búa á landinu. Hann rill standa rörð um relferð þjóðarinnar og frelsi einstaklinga til athafna. Flokkurinn rill þjóðfélag án öfga til hægri eða rinstri. Framsóknarflokkurinn mun í grundvallaratrið- um leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Baráttu gegn frumskógarlögmáli frjáls- hyggjunnar. 2. Baráttu gegn ofstjórn ríkisvaldsins og mið- stýringu. • Efnahagsmál Á þessu kjörtímabili hefur, undirforystu Fram- sóknarflokksins, náðst mjög mikilrægur árang- ur í efnahagsmálum. Verðbólga hefur lækkað úr 130 niður undir 10 af hundraði. Sparnaður hefur aukist stór- lega. Viðskiptajöfnuður hefur náðst í fyrsta sinn síðan 1978. Kaupmáttur hefur aldrei rerið meiri í sögu þjóðarinnar. Fyrsta skrefið hefur rerið stigið til þess að hækka lægstu launin. Atrinnuástand hefur sjaldan rerið betra en á þessu kjörtímabili. Erlendar skuldir hafa lækk- að nokkuð. Framsóknarflokkurinn mun í efnahagsmálum leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Varðveislu þess árangurs sem náðst hefur. Markmiðið er jafnvægi í efnahagsmálum. ísland án atvinnuleysis og verðbólgu. 2. Áframhaldandi hagvöxt. 3. Lækkun erlendra skulda þjóðarinnar. 4. Bætt kjör hinna lægra launuðu. • Atvinnumál Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að atrinnurekstur sé í höndum einstaklinga og samtaka þeirra. Ein af meginskyldum ríkis- raldsins er að stuðla að heilbrigðum rekstrar- grundrelli atrinnureganna. Afskipti ríkisralds af atrinnuregunum rerði sem minnst, til að frumkræði einstaklinga njóti sín sem best. Þó ber stjórnröldum hrerju sinni að leggja rækt rið nýsköpun í atrinnulífi til að tryggja fulla atrinnu og fjölbreytt atrinnulíf. Það hefur Framsóknarflokkurinn gert með öllum ráðum á þessu kjörtímabili. Skynsamleg nýting auðlinda til lands og sjárar er hins regar nauðsynleg, þrí framtíð þjóðarinnar byggist á þrí. Við stjórnun auðlinda leggur Framsóknarflokkurinn áherslu á samstarf og samstöðu rið þá sem í atrinnu- greinum starfa. Framsóknarflokkurinn mun í atvinnumáium leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Stjórnun fiskveiða á þeim grunni sem þegar er lagður, en lög og reglugerðir verði endur- skoðuð með tilliti til breyttra aðstæðna og aflabragða. Áhersla verði lögð á að tryggja þeim byggðarlögum afla, þar sem hráefni er af skornum skammti. 2. Búháttabreytingu í landbúnaði með upp- byggingu nýgreina, skipulagningu allrar kjötframleiðslunnar í samvinnu við fram- leiðendur og neytendur og svæðaskipulagn- ingu sauðfjárframleiðslunnar í samræmi við byggða- og landnýtingarsjónarmið. 3. Nýsköpun í íslensku atvinnulífi með áherslu á aukna verðmætasköpun og þekkingu. • Byggðamál Á undanförnum árum og áratugum hefur Framsóknarflokkurinn beitt sér ötullega fyrir jafnrægi í byggð landsins. Flokkurinn hefur af alefli stutt bætta menntun og heUbrigðisþjón- ustu á landsbyggðinni. Hann fékk samþykkt sérstök lög um sjálfrirkan síma á alla sreitabæi, og hafa þau rerið framkræmd. Hann lagðifram langtímaáætlun í regamálum, sem eftir hefur rerið farið. Byggðasjóði hefur rerið breytt í sjálfstæða, öfluga stofnun, sem stuðli að jafn- rægi í byggð landsins og eflingu atrinnulífs. Framsóknarflokkurinn mun leggja áherslu á að sporna gegn byggðaröskun, m.a. með eftir- greindum aðgerðum: 1. Valddreifingu á grundvelli nýs stjórnsýslu- stigs, sem tryggi aukin áhrif heimamanna á eigin mál, og flutning þjónustustarfa heim í hérað. 2. Uppbyggingu stjórnsýslustöðva á lands- byggðinni. 3. Auknu jafnræði í verslun með betra skipu- lagi og bættum samgöngum. 4. Byggðastofnun sem verði efld þannig, að hún geti tekist á við hin fjölmörgu við- fangsefni til jafnvægis í byggð landsins. 5. Lækkun orkuverðs á þeim stöðum þar sem það er óbærilega hátt. • Félags- og fjölskyldumál A kjörtímabilinu hefur Framsóknarflokkurinn komið til leiðar miklum umbótum í félagsmál- um. Nýtt og róttækt húsnæðislánakerfl er kom- ið til framkræmda, og mun það gera flestum íslendingum kleift að eignast eigið húsnæði. Stórt átak hefur rerið gert í málum fatlaðra. Framsóknarflokkurinn mun í félags- og fjöl- skyldumálum leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Stuðning við hið nýja húsnæðislánakerfi. 2. Gerð fjögurra ára áætlunar vegna fram- kvæmda í þágu fatlaðra og verði þeim mál- um komið í viðunandi horf um land allt á tímabilinu. 3. Barna- og fjölskyldubætur með 3 börnum eða fleiri, sem nægi til að launa foreldri fyrir heimavinnu, kjósi það að gæta barna sinna heima. 4. Launajafnrétti kynjanna. 5. Aukna heimilisþjónustu fyrir aldraða og nægilegt framboð hentugs húsnæðis. • Menntamál Aukin menntun og þekking er undirstaða þeirra framfara, sem hér á landi þurfa að rerða á næstu árum. Framsóknarflokkurinn mun í menntamálum leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Endurskoðun menntakerfisins, þannig að fullnægi kröfum nýrra og breyttra tíma. 2. Aukið fjármagn til menntamála og bætta menntun kennara. 3. Fullt jafnrétti til náms með vaxtalausum lán- um Lánasjóðs íslenskra námsmanna. 4. Sömu aðstöðu til náms fyrir fatlaða sem aðra. • Menningarmál Framsóknarflokkurinn telur mikilrægt að standa rörð um íslenska tungu og þjóðmenn- ingu og stuðla að blómlegu menningarlífl, sem aðgengilegt er öllum landsmönnum. Framsóknarflokkurinn mun í menntamálum leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Aukinn skilning Islendinga á eigin menn- ingu. 2. Sýningar á verkum listamanna á vegum Listasafns íslands um allt land. 3. Blómlegt tónlistar- og leiklistarstarf. • Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á öflugt og gott heilbrigðiskerfí, enda er það ein mikil- rægasta undirstaða relferðar. Framsóknarflokkurinn mun í heilbrigðismálum leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Sem jafnastan aðgang allra að heilsugæslu. 2. Fyrirbyggjandi aðgerðir, svo sem stuðning við almenningsíþróttir. 3. Flagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfisins, m.a. í verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. 4. Varnir gegn fíkniefnanotkun. 5. Opinbera manneldis- og neyslustefnu. • Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðirnir eru orðnir einn mikilrægasti þátturinn í lífskjörum almennings. Framsóknarflokkurinn mun í málefnum lífeyr- issjóða leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Samræmt lífeyrissjóðakerfi, þannig að sjóð- irnir myndi eina lífeyrisheild. 2. Varðveislu fjármuna lífeyrissjóða á heima- slóðum. • Ríkissjóður Framsóknarflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á að ríkissjóður rerði rekinn án halla. Framsóknarflokkurinn mun í ríkisfjármálum leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Endurskoðun allra útgjaldaliða ríkissjóðs. 2. Sjálfstæði ríkisstofnana með aukinni ábyrgð stjórnenda og auknum sértekjum þeirra þar sem þess er kostur. 3. Endurskoðun allrar skattheimtu. Sérstök áhersla verði lögð á að koma í veg fyrir skattsvik. 4. Róttæka lagfæringu söluskattskerfisins, eða ef það reynist ekki kleift, virðisaukaskatt. 5. Endurskipulagningu launakerfis ríkis- starfsmanna frá grunni. • Samgöngu- og fjarskiptamál A undanförnum árum og áratugum hefur Framsóknarflokkurinn unnið ötullega að þrí að bæta samgöngur um land allt og fjarskipti. Mikið hefur áunnist á þrí sriði. Framsóknarflokkurinn mun í samgöngu- og fjarskiptamálum leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Framkvæmdir í vegamálum á grundvelli langtímaáætlunar. 2. Framkvæmdir á höfnum landsins og á flug- völlum landsins á grundvelli langtímaáætl- unar. 3. Sjónvarp og hljóðvarp til allra landsmanna og á fiskimiðin umhverfis landið, svo sem aðstæður frekast leyfa. • Umhverfismál Heilbrigt og gott umhrerfi til lofts, láðs og lagar rerður stöðugt mikilrægara fyrir framtíð íslensku þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn hefur þrí á þessu kjörtímahili flutt fjölmargar tillögur í ríkisstjórn og á Alþingi um skipulag umhrerfismála. Framsóknarflokkurinn mun í umhverfismálum leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Yfirstjórn umhverfismála í einu ráðuneyti. 2. Uppgræðslu og verndun landsins. 3. Strangar reglur til að koma í veg fyrir meng- un frá atvinnurekstri. ✓ • Iþrótta- og æskulýðsmál Framsóknarflokkurinn telur æskulýðsstarfi best borgíð í höndum frjálsra félagasamtaka, sem þó njóti stuðnings opinberra aðila. Brýnt er að gera hrerjum þjóðfélagsþegni kleift að nýta tómstundir til þroskandi og hollra iðkana. Það er besta rörnin gegn óheilbrigðu líferni. Framsóknarflokkurinn mun í íþrótta- og æskulýðsmálum leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Bætta aðstöðu til hvers kyns íþróttaiðkana. 2. Niðurfellingu tolla af íþróttabúnaði. 3. Eflingu íþróttasjóðs ríkisins. 4. Endurskoðun íþróttalaga. 5. Stuðning við eigin fjáröflun íþróttafélag- anna, svo sem lottó og getraunir. • Utanríkismál ísland er ekki lengur einangruð eyja, heldur í hringiðu heimsmála. íslendingum ber þrí skylda til að taka rirkan þátt í heimsmálum. Framsóknarflokkurinn mun í utanríkismálum leggja áherslu á eftirgreind atriði: 1. Mörkun sjálfstæðrar íslenskrar stefnu í utanríkismálum. 2. Frumkvæði íslendinga fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna á Norður-Atlantshafi og þátttöku íslendinga í baráttunni fyrir kjarn- orkuvopnalausum Norðurlöndum. 3. Alþjóðlegt samstarf gegn mengun og umhverfisspjöllum. 4. Alþjóðlegt eftirlit með kjarnorkuverum og öðrum hættulegum iðnaði. 5. ísland sem miðstöð fyrir alþjóölcga viðleitni til þcss að stuöla að betra og hcilbrigðara mannlífi. Veröbólga á íslandi 1966 til 1987* ’Breyiing framfwrsluvlsitölu frá upphafi til lok a ársrs SP3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.