Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 26. mars 1987 26. mars 1987 - DAGUR - 9 klára verkefni sem liggja á manni en þaö verður hræðilegt ef þetta stöðvast mikið lengur.“ - Vilt þú spá einhverju um framvindu mála á næstu dögum, telur þú líklegt að samningar náist fljótlega? „Nei, ég er mjög svartsýn, ég býst alveg eins við að þetta verði vika í viðbót, jafnvel meira. Það lofar ekki góðu að deiluaðilar hafi ekki ræðst við í marga daga.“ - Veist þú um einhverja sem eru hættir í skólanum vegna verkfallsins? „Nei, ég hef ekki orðið vör við það. Ég vona alla vega að það hætti enginn í fjórða bekk, við erum búin að lenda í svona stoppi tvisvar áður og mér finnst að þetta sé að verða einum of mikið.“ - Veist þú hver byrjunarlaun kennara eru? „Ég veit að þau eru lægri en 34 þúsund á mánuði." - Veistu hvaða kröfur kennar- ar gera? Bernharð Haraldsson, skólameistara VMA - Hvernig er hljóðið í þér núna í verkfallinu? „Pað er ákaflega dökkt.“ - Hvaða áhrif hefur verkfall HÍK hérna í Verkmennta- skólanum? „Það hefur þau áhrif að mest- öll kennsla liggur niðri um þessar mundir og mun gera það meðan á verkfallinu stendur. Hver endanleg áhrif verða veit ég ekki fyrr en við byrjum aftur og kannski vitum við það aldrei.“ - Hvað eru margir af þínum kennurum í verkfalli? „Það eru nánast allir fast-' ráðnir kennarar, rúmlega fimmtíu manns, stundakennar- ar kenna liins vegar.“ - Hvernig er mætingin hjá þeim nemendum sem eru í ein- hverjum tímum? „Mætingin er eins og við átt- um von á, hún er nokkuð góð því að nemendur vilja bjarga sér hvað sem það kostar.“ - Hvað gerist ef kennsla „Ég hef heyrt að þeir vilji hækka byrjunarlaun upp í 45 þús- und á mánuði. En það er trúlegt að þeir verði að gefa eitthvað eft- ir til að ná samningum. Ég býst við að þetta séu alveg réttlátar kröfur og kennarar eigi þetta skilið." - Þú hefur þá samúð með kennurum? „Já, en það er bara leiðinlegt að þetta þurfi að koma niður á okkur krökkunum.“ Félagslífið úr skorðum Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, for- maður hagsmunaráðs nemenda, sat ásamt tveim öðrum inni á kennarastofu við að skipuleggja áðurnefnda keppnisferð til Reykjavíkur. Við settumst hjá henni og spurðum hana hvernig henni litist á að vera í.fríi vegna verkfallsins: Ef þetta stendur mikið lengur en viku þá fer að verða spurning fyr- ir mjög marga hvort þeir treysti sér í próf.“ - Ætla nemendur að láta eitthvað í sér heyra, gera eitt- hvað til að þrýsta á deiluaðila til að semja ef þetta verður eitthvað lengra? „Við létum náttúrlega í okkur heyra áður en til verkfalls kom, söfnuðum undirskriftum og send- um suður ásamt ályktun frá almennum fundi nemenda.“ - Nú ert þú ekki héðan úr bænum, hefur þú eitthvað farið heim til þín? „Nei, ég hef ekki gert það því það er ýmislegt sem þarf að gera í félagslífinu þó að það sé engin kennsla.“ - Ef þetta verður mikið lengra en vika, veldur það einhverri röskun á félagsstarfi innan skólans? „Já, ég er ansi hrædd um að það fari dálítið mikið úr skorðum, þetta verður mikil Föstudagurinn 20. mars. Verkfall HÍK hefur staðið í 5 daga. Þessi vinnustöðvun kemur verst við nemendur í MA og VMA þar sem mikill meirihluti kennara er háskólamenntaður, en áhrifa þess gætir einnig í grunnskólunum. Það er frekar slæmt hljóð í fólki og menn eru ekki mjög bjartsýnir á að samningar takist í bráð með kennurum og ríkinu. Við Goili Ijósmyndari röltum niður í Menntaskóla í þeirri von að finna einhverja krakka til að spjalla við um þetta vandræðaástand. Það er hljótt í kennslustofum og á göngum skólans, hvergi sést nokkur sála. Sigrún Birna Sigtryggsdóttir. stöðvast lengur en í viku? „Það er erfitt að segja til um það, en öll frávik frá hefðbund- inni kennslu, öll ólga og allur órói sem snertir skólana beint eða óbeint hefur neikvæð áhrif og veldur tjóni." - Veistu um einhverja sem munu hætta? „Ekki beinlínis en það hlýtur að draga til þess í framhalds- skólum almennt.“ - Áttu von á því að einhver hluti nemenda í VMA fari að vinna vegna þessa verkfalls, nú á skattlausu ári? „Ég get alveg eins átt von á því að einhverjir hætti, án tillits til þess hvort árið er skattlaust eða ekki.“ - Að lokum, vilt þú spá ein- hverju um framvindu mála? „Nei, það vil ég ekki.“ Á skrifstofu skólans hittum við fyrir Sólveigu Gunnarsdóttur skrifstofustjóra, ósköp mæðulega á svip. Að sögn hennar mættu nokkrir krakkar fyrsta verkfalls- daginn en síðan þá hafi skólinn verið svo gott sem tómur. Engri kennslu sé haldið uppi en nemendum sé gefinn kostur á að nýta húsplássið til sjálfsnáms, en eins og við má búast kjósa þeir að vinna annars staðar. Hún tjáði okkur einnig að flestir utan- bæjarnemendur væru farnir heim, t.d. væru ekki eftir nema 30-40 manns af 150 á Heimavist MA. Hef samúð með kennurum Þegar út af skrifstofunni kom mættum við Hörpu Ævarsdóttur sem er verðandi stúdent af nátt- úrufræðibraut. Hún sagðist ekki vera stödd í skólanum vegna brennandi áhuga á námi heldur væri hún að tryggja sér ódýrt flugfar suður. Skólastjórn hafði samið um mikinn afslátt á flug- fargjöldum fyrir klapplið MA sem átti að vera í sjónvarpssal kvöldið eftir til að hvetja sitt fólk til sigurs í spurningakeppni fram- haldsskólanna. Harpa var sem sagt í klappliðinu. Við spurðum hana fyrstu spurningarinnar: - Hvernig líst þér á þetta verkfall? „Mér líst ekki nógu vel á þetta. Það er ágætt að fá frí í viku til að keyrsla þegar skólinn fer af stað aftur og það tekur náttúrlega rniklu rneira af frítíma krakkanna að vinna það upp sem tapast hef- ur í náminu.“ - Hverju vilt þú spá um lengd verkfallsins? „Nú veit ég ekki, það er alveg ómögulegt að segja.“ Líst illa á þetta Eftir spjallið við Sigrúnu lá leiðin upp í Verkmenntaskóla. Við vor- um aðeins of seinir því þeirri litlu kennslu sem þar var haldið uppi var lokið og nemendur farnir. En við hittum þó Bernharð skóla- meistara og tókum hann tali. Að því loknu lá beinast við að koma við á kaffihúsum bæjarins í þeirri von að hitta þar fyrir einhverja nemendur VMA - og viti menn, á Café Torgi hittum við Pétur Eyvinds sem er á öðru ári í við- skiptafræði. Hvernig leist honum á að vera í verkbanni? „Mér líst frekar illa á þetta ef verkfallið stendur mikið lengur." - Hefur þú mætt í einhverja tíma í skólanum? „Já, ég á að mæta í sex tíma á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum.“ - Hvað eru margir af þínum kennurunt í verkfalli? „Allir nema einn.“ - Hefur þú trú á að þetta leys- ist fljótlega? „Nei, ég er ekki bjartsýnn á það, trúlega stendur deilan í aðra viku.“ - Veist þú um einhverja nemendur sem hafa ákveðið að hætta? „Ég hef ekki heyrt um neina." - Hver eru þín viðhorf til þess- arar launabaráttu? „Mér finnst alveg sjálfsagt að kennarar fái störf sín betur borguð.“ - yeist þú hvað kennarar inn- an HÍK vilja fá í grunnlaun? „Eru það ekki fjörutíu og eitthvað þúsund?“ - Hefur þú samúð með kenn- urum í þessari deilu? „Mér finnst alla vega að það eigi að borga þeim betur en gert er í dag.“ Frekja í kennurum Að síðustu ræddum við, við Sigurð Guðmundsson sem er einn- ig á öðru ári í viðskiptafræði. Hann var ekkert óhress með að fá vikufrí en reiknaði alveg eins með því að verkfallið stæði í hálf- an mánuð. Við spurðum hann hvort liann hefði eitthvað mætt í skólann í vikunni: „Nei, ég hef ekki gert það, en ' hefði átt að mæta í sex tíma, allt- af klukkan 8 á morgnana. þrjá daga í röð. Það er ekki hægt.“ - Eru einhverjir af þínum kunningjum farnir að vinna? „Það eru náttúrlega margir byrjaðir að vinna en ég hef enga trú á að fólk hætti í skólunum, ntenn mæta alltaf aftur.“ Pétur Eyvinds. Mspfí! Jóhann Sigurjónsson, skólameistara MA - Hvernig líst þér á stöðu mála í deilu HÍK og ríkisins? „Við vitum voðalega lítið meira en almenningur hvað er að gerast í samningsamálum, þótt við séum í stöðugu sam- bandi. Það hefur í raun ekkert gerst síðan slitnaði upp úr við- ræðum samninganefndanna. En nú er fundur í dag og maður er að vona að það komist þá ein- hver hreyfing á hlutina, að það komi nýtt tilboð frá ríkinu sem geri það að minnsta kosti að verkum að viðræðum verði haldið áfram. En hver dagur sem líður eftir að næsta vika hefst gerir það ósennilegra að t.d. þú verð- ir stúdent hér í vor.“ - Er sá möguleiki inni í myndinni að það verði ekki útskrifaðir stúdentar? „Ráðherra hefur nú sagt það að hann vilji leggja allt kapp á það að útskrifa stúdenta og tefja ekki hina sem eru í neðri bekkjunum, en hvernig hann ætlar að fara að því, það vitum við ekkert um.“ - Hvað þýðir það ef verkfall- ið stendur lengur en viku? „Ef verkfallið leysist núna um helgina þá eigum við hérna í þessum skóla 6 vikur eftir í kennslu. Við getum náttúrlega unnið ansi mikið upp á 6 vikum ef við tökum fyrir starfskynn- ingu, skálaleyfi og alla slíka hluti. Þá náurn við sennilega að vinna þessa viku upp. En verði það „Vitum lítið meira en almenn- ingur.“ eitthvað lengra, t.d. hálfur mánuður eða meira, þá þarf að fara að grípa til hluta eins og að kenna í páskavikunni og á laug- ardögum. Ég held að það sé tæpast leggjandi á nemendur í þessum skóla.“ - Að lokum, kemur til greina að skólinn verði lengdur eitt- hvað fram á sumarið? „Ég held að það sé mjög hæp- ið hér í MA. Við erum það langt fram á sumarið hvort sem er. Ég held að það sé tæplega hægt að lengja skólann sem nokkru nemur. Það fer allt mögulegt á skjön ef við þurfum að grípa til þess; Heimavistin er leigð út eftir 17. júní og nemendur eru nú þegar búnir að gera skuldbindingar í sam- bandi við sumarvinnu, og svo mætti áfram telja, þannig að ég tel að það komi vart til greina." - Hvað finnst þér annars um þetta verkfall? „Mér finnst þetta frekja í kennurum, þeir halda að þetta sé einhver munaðarstétt." - Þú hefur sem sagt litla sam- úð með þeim? „Nei, ég hef enga samúð með kennurum." - Ætli sé ekki best að víkja að öðru - segðu mér eitthvað frá félagslífinu í VMA. „Þetta er alltaf að byggjast upp og það verður stórkostlegt að ári þegar maður er kominn í stjórn.“ - Ertu að reyna það? „Já.“ - Heldurðu að þú komist í stjórn? „Éj> ætla að vona það.“ - I hvaða embætti vilt þú komast? „Gjaldkera skólafélagsins. Þetta kemur allt í ljós í byrjun maí þegar verður kosið.“ - Er einhver pólitík í skólalíf- inu? „Maður ræðir nú ekki pólitík svona rétt fyrir kosningar.“ - En hefur þú þá mótaðar póli- tískar skoðanir, ertu t.d. búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa í vor? „Jú, ég hef það, ég er á hægri vængnum. Meira vil ég ekki segja.“ Sigurður vildi að lokum koma á framfæri ósk til allra nemenda VMA þess efnis að styðja sig sjálfan og Kristján Einarsson, félaga sinn, í komandi skóla- stjórnarkosningum. Allt-síðan vill hins vegar koma þeirri ósk á framfæri að deila HIK og ríkisins verði leyst þegar þetta birtist. Texti: Árni Gunnarsson. Myndir: Kjartan Þorbjörnsson. ^spurning vikunnac. Hvað finnst þér um mál Alberts Guðmundssonar? ii Sesselja Valtýsdóttir: Fyrst og fremst finnst mér þetta leiðinlegt mál. Ég tek enga afstöðu með eða móti Albert, en þó er ég á því að ástæða hafi verið til að hann segði af sér og þó fyrr hefði verið. Hafliði Pétursson: Þetta er bara vitlaust mál. Það er fáránlegt að maðurinn skuli ekki vera hæfur til að sitja í ríkisstjórn og eiga síöan að leiða Sjálfstæðisflokkinn í kosn- ingabaráttunni í Reykjavík. En það er hefur sjálfsagt verið næg ástæða til að hann segði af sér. Birgir Styrmisson: Þetta er allt í góðu lagi, það er verið að dæma karlinn að ósekju og gera stórmál af litlu tilefni. Albert er ágætis karl og það er mitt álit að það hafi ekki verið ástæða til að hann segði af sér ráðherradómi. Kristinn Arnþórsson: Það er erfitt aö svara þessu en mér fannst Albert standa sig vel í Sjónvarpinu í fyrrakvöld. Eg er hins vegar á því að ástæða hafi verið til að hann segði af sér og þetta er prófmál á það hvort svona nokkuð er látið viðgang- ast í okkar stjórnkerfi. Rannveig Alfreðsdóttir: Ég veit ekki hvað skal segja, en mér finnst þetta hálfskuggalegt mál. Mér finnst hafa verið næg ástæða til að Albert segöi af sér en að sumu leyti er líka vegið að honum. Það er erfitt að segja hvað er rétt og hvað er rangt í þessu máli en eflaust er margt gruggugt hjá þessum körlum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.