Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 3
26. mars 1987 - DAGUR - 3 Konur beita líka aðeins öðruvísi stjórnunaraðferðum, við köllum það mýkri stjórnun, en þær geta verið mjög góðir stjórnendur. Margir bestu stjórnendur sem ég hef hitt eru konur. En það varð sem sagt úr að við gerðum þessa tilraun, að bjóða upp á sérstakt námskeið fyrir konur, en það var ekki talið nauðsynlegt að hafa öll námskeiðin aðskilin. í raun og veru er þetta tilraun sem ég er með og ég er að íhuga það að vinna hana áfranr." - Ertu farinn að greina árang- ur, eru konur farnar að sækja námskeiðin í auknum mæli? „Reynslan hjá mér er sú, að vaxandi þátttaka kvenna í atvinnulífinu hefur skilað sér inn á námskeiðin hjá mér. Ég tók eitt sinn saman hlutfall milli karla og kvenna á námskeiðunum. 1981 var hlutfall kvenna 3,2%, en 1986 var hlutfallið komið upp í 19,7%, þannig að á þessu tíma- bili hefur þetta farið hraðvax- andi.“ - En segðu mér, er Verk- stjórnarfræðslan á vegum Iðn- tæknistofnunar? „Verkstjórnarfræðslan hefur sér lög og sér stjórn, sem ráð- herra skipar og hann skipar stjórnarformann. í lögunum stendur að Iðntæknistofnun taki að sér daglegan rekstur, þannig að ég er starfsmaður Iðntækni- stofnunar, lánaður til að reka þetta. Við höfum sér lið, undir Iðntæknistofnun, en erum sérlið- ur á fjárlögum.“ - Hvernig hefur fjárveitingum til Verkstjórnarfræðslunnar verið háttað í gegnum árin? „Ríkisframlagið fer alltaf hrað- minnkandi. Við verðum að skila inn eigin tekjum, þess vegna tök- um við gjald fyrir námskeiðin. Ríkisframlagið var um 80% af gjöldum, en 1984 var það komið niður í 60% og í ár verður það um 22%. Ég fæ 850 þúsund í ár til að reka þetta, var með 927 þúsund í fyrra. Ég lít svo á að ríkisframlagið fari í það að greiða niður kostnaðarmismun á milli landsbyggðar og Reykjavíkur. Námskeiðin eru á sama verði, í Reykjavík og á landsbyggðinni." Verkstjórnarfræðslan mun næst halda námskeið á Akureyri í lok apríl og mun það snúast um skipulagningu og áætlanagerð. Þórður vonaðist til að sjá þar bæði konur og karla og reyndar bendir allt til þess að konur muni í ríkari mæli mennta sig og þjálfa til stjórnunarstarfa á komandi árum og er það vissulega jákvæð þróun. Ég þakka Þórði fyrir spjallið. SS Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar: Safnaðarheimilið verði fokhelt í júlí - margt á döfinni hjá sóknarnefnd og stjórn kirkjugarða „Enginn barlómur í okkur“ segir Finnur Sigur- geirsson, hluthafi í Öngli hf. „Þetta mál snýr aðallega að öðrum en Fjórðungssjúkrahús- inu. Það hefur verið skipuð nefnd til að kanna hvaða leiðir séu helstar til úrbóta og hvaða fyrirkomulag henti best hér í bæ,“ sagði Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA, en Halldór er, ásamt þeim Gesti Jónssyni og Stefáni Stefáns- syni, í nefnd sem mun kanna hvað sé til ráða varðandi aðstöðuleysi til útfararþjón- ustu á Akureyri. Á aðalsafnaðarfundi Akureyr- arsóknar, sem haldinn var fyrir skömmu, kom fram að um árabil hefur verið ljóst að úrbætur þyrfti að gera varðandi kapelluna á Fjórðungssjúkrahúsinu. Kappell- an er ekki nema tíu til tólf fer- metrar að stærð og rúmar ekki nema átta manns auk prests við kistulagningar. Þá er líkhúsið einnig of lítið og eru oft rnikil þrengsli þar sem gera starfsfólki erfitt fyrir. Engin sómasamleg aðstaða er þarna fyrir prestana til að klæða sig í hempuna. Ekki er heldur innangengt í neina snyrti- Sauðárkrókshöfn: Króksverk með lægsta tilboðið Nýlega voru opnuð tilboð í útlögn á grjóti, akstur á möl og Akureyri: Nýr mein- dýraeyðir Fyrir skömmu var starf umsjónarmanns jarðeigna hjá Akureyrarbæ og starf mein- dýraeyðis sameinað í eitt. Sá sem nú gegnir þessu starfi, Jón Björnsson, hefur sagt starfi sínu lausu en tiltölulega skammt er síðan auglýst var eftir umsókn- um um starf þetta. Vegna þessa tók Umhverfismálanefnd Ákur- eyrarbæjar umsóknirnar um starfið fyrir að nýju og í fram- haidi af því hefur nefndin mælt með við bæjarstjórn að Svanberg Þórðarson verði ráðinn til starfans. BB. dýpkun við Sauðárkrókshöfn vegna byggingar smábátahafn- ar. Af sex tilboðum sem bárust var tilboð Króksverks hf. lægst, 1.433.394 kr. Kostnað- aráætlun var 2.065.375 kr. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Króksverk. Hæsta tilboðið átti verktaki frá Akranesi, tæplega 3,5 milljónir. Það og tilboð Pálma Jónssonar sem var rétt yfir áætluninni, voru þau einu yfir áætlun. Tilboð bár- ust einnig frá Steypustöð Skaga- fjarðar, Pálma Ériðrikssyni og sameiginlegt tilboð frá Firði sf. og Stefáni Guðjónssyni. Þá hefur hafnarstjórn ákveðið að fullnýta útboð vegna grjót- flutninga og auka grjótmagnið um 56%, sem þýðir að grjótgarð- ur við smábátahöfn verður 180 metrar að lengd í stað 150-160 m eins og upprunalega var gert ráð fyrir. Að sögn formanns hafnar- stjórnar, Harðar Ingimarssonar, er þetta mögulegt sökum hag- stæðra tilboða í verkið. -þá Pétur Þórarinsson. J- listinn Hvaða áhrif getur ungt fólk haft á þjóðmálin. í dag fimmtud. 26. mars taka Pétur Þórarinsson og fleiri á móti ungu fólki og ræða málin. Fjölmennið á Opið hús unga fólksins Glerárgötu 20, í kvöld 26. mars kl. 20.30 aðstöðu úr kapellu eða líkhúsi. Þær Svava Aradóttir og Sonja Sveinsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjórar, voru spurðar um aðstöðuna þarna og sögðu þær að hún væri ekki á þann veg sem þær teldu tilhlýðilegt vegna þeirrar virðingar sem starfsfólkið vildi sýna hinum látnu. í samtali við þær kom fram að sjúkrahúsið sinnti í raun þjónustu sem því bæri ekki skylda til að sinna því oft væri komið með fólk sem hefði látist úti í bæ og líkin sett í líkhúsið. Starfsfólk FSA sæi síð- an um það sem þyrfti að gera en í rauninni bæri FSA ekki skylda til að sinna öðrum en þeinr sem létust á sjálfu sjúkrahúsinu. Þetta er þó óhjákvæmilegt því að á Akureyri er eina líkhúsið á stóru svæði. Kapellan er það lítil að ef tvær líkkistur eru þar í einu verð- ur að færa aðra fram í líkhús til að fólk komist fyrir við athafnir. EHB „Við erum að verða ansi leiðir á þessuni harmagráti í sam- bandi við sölu og markaðsmál kartöf1uframleiðenda,“ sagði Finnur Sigurgeirsson, hluthati í Ongli hf., þegar hann hafði samband við Dag vegna frétta í biaðinu undanfarið um erfið- leika kartöfluframleiðenda. Öngull hf. er fyrirtæki nokk- urra kartöflubænda og kart- öfluræktenda í Eyjafirði. Þegar Finnur var spurður að því hvernig honum litist á þá umræðu sem fram hefur farið undanfarið og hvaða álit hann hefði á söluhorfum matarkart- aflna sagði hann: „Það er varla hægt að opna blað án þess að við blasi barlómur dreifingaraðila og framleiðenda. En við kvörtum ekki, salan hjá okkur gengur ágætlega og við höfum fengið markaði sem Sunnlendingar höfðu áður. Það þýðir ekkert að sitja með skeifu og bíða eftir kraftaverki, menn verða að vinna í málunum og reyna að bjarga sér sjálfir.“ EHB vV Aðalfundur, Bíiaklúbbs Akureyrar, verður haldinn á Hótel Varðborg sunnud. 29. mars kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Stjórnin. HUSNÆÐI OSKAST!!! Óskum eftir stórri íbúð eða húsi frá júlí. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 25590 fyrir hádegi eða á kvöldin. Dansstudio Alice. Kjörland hf. auglýsir Eyfirskar kartöflur Seljum ferskar kartöflur í 2-2,5-5 og 25 kg umbúðum. Þvegnar og óþvegnar. Franskar í 0,7-1,5 og 2 kg. Skífur 1 og 3 kg. Rófur - Gulrætur - Hvítkál - Laukur og fleira. Flutningsgjald greitt hvert á land sem er. Kjörland hf. Sími 96-25800. Gallabuxur kr. 695.- VOgUHOS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.