Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 26. niars 1987 Framsóknarvist Síðasta spilakvöldið í þriggja kvölda keppninni verður ó Hótel KEA sunnudaginn 29. mars kl. 20.30. Glæsileg kvöldverðlaun, auk heildarverðlaunanna. Harmonikudansleikur til kl. 01.00. Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, flytur stutt ávarp. Nýir spilarar velkomnir Framsóknarfélögin á Akureyri. m FRAMStÓKNARFLOKXURINN B-LISTINN Húsvíkingar Þingeyingar! Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, verður til viðtals á kosningaskrifstofunni í Garðari laugardag- inn 28. mars kl. 13.00-16.00. Framsóknarfélag Húsavíkur. f Minning Einar Jónsson frá Einarsstöðum Fæddur 5. ágúst 1915 - Dáinn 24. febrúar 1987 HKJ 1 Framsóknarfólk Húsavík! Bæjarmálafundur verður í Garðari laugardaginn 28. mars kl. 16.00. Dagskrá: k JlP®sP ’f Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar § JP"'1 ■ f °9 kosningaundirbúningurinn. 'l ** ** r Frambjóðendur B-listans *l mæta á fundinn W Fjölmennið og takið þátt » iS ' kosnin9abaráttunni. Framsóknarfélag Húsavíkur. Einar Jónsson frá Einarsstöðum, læknamiðillinn landskunni, lést 24. febrúar og var til moldar bor- inn 1. mars. Foreldrar hans voru hjónin Jón Haraldsson bóndi á Einarsstöðum og Þóra Sigfús- dóttir. Einar var þriðji í röð ellefu systkina, er þar uxu úr grasi við frelsi og heimilisham- ingju samhentrar fjölskyldu. Einarsstaðir eru við vegamót í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu og var þar löngum gest- kvæmt þegar ég þekkti til í þeirri sveit fyrir fimm áratugum, enda var þar þá og lengi síðan póstaf- greiðsla, þar sem landpóstarnir hittust á ákveðnum dögum og ýmiss konar félagslíf var í heiðri haft. Eftir foreldra sína tóku við búi Einar og systkini hans, en þar hafa nú um margra ára skeið hann og; Sigfús bróðir hans búið eins konar félagsbúi. Annaðist Einar þó fjárbúið en Sigfús kúabúið og studdu þeir hvor ann- an með ráðum og dáð eins og góðra drengja er siður. Einar kvæntist Erlu Ingileifu Björnsdóttur 1969. Dóttir þeirra er Olga Marta. Bjó sú fjölskylda á efri hæð íbúðarhússins. Heimili þeirra var hlýtt, mikið ástríki með þeim hjónum og þar var ætíð opið hús. Bræðurnir Einar og Sigfús voru af fimmta ættlegg þeirra, sem á Einarsstöðum bjuggu mann fram af manni, í beinan karllegg. Snemma bar á óvenjulegum og miklum dulrænum gáfum hjá Einari á Einarsstöðum og þær voru honum í senn, eftirvænting og kvöl. Hann var hlédrægur og dulur, átti fáa vini og félaga, var í eðli sínu efagjarn og vissi lengi vel ekki hverju hann átti að trúa af eigin reynslu og hverju að treysta af því sem hann bæði sá og heyrði og öðrum var hulið. Hann fékk því engan stuðning utan frá, en fjölskylda hans dró aldrei orð hans í efa og studdi hann einhuga. Þar kom haustið 1956 að þátta- skil urðu í lífi Einars Jónssonar. Hann var uppgötvaður og fljót- lega vígður til starfa „á vegum kærleikaris“ í gegn um sofandi miðil á Akureyri, þar sem tólf dánir, íslenskir læknar með Þórð Pálsson að málsvara, sögðust hafa fundið hjá honum þá hæfi- leika, ^em þeir þyrftu á að halda til líknarstarfa hér á jörð. Einar varð skelfdur og færðist undan því að taka þátt í störfum hinna framliðnu, sagðist ekki Bjarni. Jóhann. Fundir J-listans Steinhólaskála, Eyjafirði fímmtudaginn 26. mars kl. 21.00. Ræðumenn: Stefán Valgeirsson, Auður Eiríksdóttir, Jón Samúelsson, Bjarni Guðleifsson. Húsavík, Laufíð við Garðarsbraut, laugardaginn 28. mars kl. 15.00. Ræðumenn: Stefán Valgeirsson, Auður Eiríksdóttir, Pétur Þórarinsson, Jóhann A. Jónsson. Skjólbrekku Mývatnssveit sunnudaginn 29. mars kl. 21.00. Ræðumenn: Stefán Valgeirsson, Pétur Þórarinsson, Auöur Eiríksdóttir. vera fær um það og ekki treysta sér til þess, en fékk þá þetta svar: „Það er ekki þitt að segja til um það, við höfum fundið hjá þér hæfileika sem okkur henta. Við erum þjónar Guðs og störf- um í krafti frá honum. Það ert ekki þú sem átt að lækna fólk, heldur miklu fremur að vera jarðsamband fyrir það starf, sem okkur er leyft að vinna“. Á þessum merku tímamótum voru Einari gefin þau fyrirmæli m.a. að neyta ekki áfengis, aldrei taka greiðslu fyrir aðstoð sína vegna sjúkra og aldrei upphefja sjálfan sig vegna góðs árangurs. Einar hóf starf sitt og varð vin- ur hans og sveitungi fyrir valinu sem fyrsti sjúklingurinn. Árang- urinn varð undraverður. Á skömmum tíma bárust um landið fregnir af hinum undarlega og máttuga, þingeyska bónda, sem sjúkir sóttu heim og endurheimtu heilsu sína. Einarsstaðir urðu miðstöð hinna sérstæðu og umtöluðu lækninga. Þangað streymdi fólk úr öllum lands- fjórðungum og kom á heimili Einars á öllum tímum sólarr hrings. Við það bættist fjöldi sím- ' tala og hrúgur af bréfum með hjálparbeiðni sjúkra. Hinar undarlegustu sögur tóku að berast frá því fólki. sem kom- ið hafði á fund læknamiðilsins á Einarsstöðum. Mörgum þótti sannast á sér og öðrum, að tími kraftaverkanna væri enn ekki liðinn. Sjálfur varð ég reynslunni rík- ari af kynnum mínum við þennan sérstæða, hógværa og dulræna mann. Þegar svo var komið að Einar var farinn að leggja nótt við dag við miðilsstörfin og lítill tfmi varð fundinn til búverka og svefns, hlaut að verða breyting á. Með nokkurri hörku setti hann heim- sóknunum þær skorður að fólk kæmi ekki fyrirvaralaust, án þess að hafa samband við sig fyrir- fram. Þá var símatími takmark- aður og sáu nærliggjandi síma- stöðvar um þá framkvæmd. Með þessu móti vannst það þrennt, að yfirþreyttur maður fékk nauðsyn- legasta svefn og hvíld, bóndinn fann búi sínu lágmarkstíma til búverka og gestir þurftu ekki að bíða og bíða eftir viðtali við læknamiðilinn. Tvíþætta starfi sínu undi Einar vel því báðir þættirnir veittu honum hamingju, hvor með sínum hætti. Þrátt fyrir þessa skipulagningu, sem kom í veg fyrir algert öng- þveiti, var Einar oft yfir sig þreyttur. Enginn vissi það gjörla, nema e.t.v. eiginkona hans, hve mikla orku hann lagði í störf sín fyrir hina sjúku og hve mjög hann þjáðist oft með þeim í bók- staflegum skilningi. En margir urðu einnig vitni að því og undr- uðust stórum, hve hann oft afþreyttist og efldist á líkama og sál á örskammri stund og hvaðan honum kæmu þessir endurnýjuðu starfskraftar. Frá sjónarmiði bóndans voru miðilsstörf fjær því en flest annað að færa björg í bú, því þau mátti hann ekki verðleggja. Bóndi vildi hann vera, svo sem forfeður hans og kaus fátækt smábóndans í stað veraldlegrar velmegunar þéttbýl- isins á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfið við náttúruna og þau andlegu störf, sem tengd voru miðilshæfileikum hans og hann óskaði jafnan að vinna í næði, gáfu óendanlega lífshamingju. Miðilsstörf sín tók Einar hátíð- lega og af fullum alvöruþunga. Hann trúði því staðfastlega, að æðri forsjón hefði kallað sig til starfa. Þeim trúnaði vildi hann ekki bregðast. Ég kynntist Einari á Einars- stöðum sem ungum manni er við vorum vetrarlangt undir sama þaki. Hann var mjög hlédrægur, talaði ætíð á lægri nótunum og lét engan koma sér úr jafnvægi. Þó var hann næmur á hinar skoplegu hliðar mannlífsins og sagði vel frá í góðra vina hópi. Leiðir okkar lágu saman á ný þegar ég átti við hann erindi sem læknamiðil og enn síðar þegar ég hugsaði um hann og störf hans sem bókarefni. Það mál reifaði ég við hann og bað hann að segja frá einhverju af reynslu sinni sem miðils. Hann tók því fjarri, sagði erindi fólks við sig trúnaðarmál, sem hann segði ekki frá. Þá sagði hann einnig, að enginn mætti álíta sig lækni. Hann hefði engan læknað og væri alls ófróður um læknisfræðileg efni. Hann væri aðeins hið nauðsynlega samband á milli sjúkra og nokkurra fram- liðinna lækna. Svör hans styttu mér ekki leið að bókinni, sem þó kom út árið 1979 eins og áætlað hafði verið, en með öðrum efnistökum en fyrst var ætlað. í bókinni, sem heitir „Miðilshendur Einars á Einarsstöðum" sögðu þrjátíu val- inkunnir menn, karlar og konur frá reynslu sinni af læknamiðlin- um á Einarsstöðum og varð það ‘ metsölubók það árið, vegna síns sérstæða efnis og vegna þess hvað Einar var orðinn kunnur um land allt. Sjálfsagt eru þeir enn margir, þótt þeim fari fækkandi, sem engan áhuga hafa á dulrænum • lækningum eða miðilsstörfum Einars á Einarsstöðum, eru þeim jafnvel andvígir. Enginn þeirra hefur þó gengið fram til að draga í efa þær þrjátíu frásagnir, sem birtust í áður nefndri bók, enda þarf kjark til að segja fólk fara með rangt mál og mikinn kjark til að draga heiðarleika hins látna manns í efa. Einar frá Einarsstöðum vann læknamiðilsstörf sín í auðmýkt og kærleika. Með ótrúlegu þreki tókst honum að vinna fleiri eða færri kærleiksverk á degi hverj- um í þrjátíu ár og þess munu margir minnast að leiðarlokum. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu og öðrum ástvinum hins látna, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Erlingur Davíðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.