Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 26.03.1987, Blaðsíða 10
STRIK 10 - DAGUR - 26. mars 1987 Slanslaust ffflr og ómtar oggMmr í Ibizaferðum Polaris er stanslaust fjör allan sólar- hringinn enda eru ferðirnar miðaðar við þarfir þeirra hressu og Iffsglöðu. Farið er í ökuferðir og siglingar, á sjóskíði og seglbretti, í fótbolta og hjólatúra og ævin- týraþorstanum er svalað á diskótekum og nætur- klúbbum. Skrautlegur hópur sóidýrkenda þyrpist til Ibiza á sumri hverju því þar er rigning nánast óþekkt fyrirbæri og svalandi hafgolan dregur úr mesta hitanum. Gististaðir Poiaris, Jet Bossa og Migjorn, eru við hina frægu Playa d’en Bossa strönd, rétt við sjálfa Ibizaborg, einhverja litríkustu ferðamannaborg Evrópu. Og það besta við Ibizaferðir Polaris er verðið, sem er ákaflega hagstætt. Dæmi: 17 dagar og fjórir f íbúð á Migjorn kosta aðeins frá kr. 30.700,- FERÐASKRIFSJOFAN POLARIS Kirkjutorgi4 Sími622 011 Askrifendagetraun Dags Vinningur: Sólarlandaferð til Mallorca og Ibiza með ferðaskrifstofunni Polaris að verðmæti kr. 50.0000. Þátttakendur þurfa að svara einföldum spurningum er birtast tíu sinnum í blaðinu. Nóg er að svara einni spurningu og senda okkur, en svari menn 10, þá sendi menn hvert svar sér, þá tífaldast vinningsmöguleikarnir. Dagur, Strandgötu 31, box 58 602 Akureyri. - Merkt: Ferðagetraun. Þátttakendur þurfa að hafa sent inn svör fyrir 15. maí n.k. Spurning: ■ Á hvaða sólarströnd Spánar er fjörið mest? i i X ............................................................... i ■ • Nafn Heimilisfang Símanúmer Umboðsmenn: Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. Björn Hólmgeirsson, Húsavík. Verslunin Sogn, Dalvík. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Birgir Steindórsson, Siglufirði. Hólabraut 2, Skagaströnd. Akureyrarmótið í skák: Amar og Gylfi efstir og jafnir - Tefla fjögurra skáka einvígi um titilinn Síðasta umferðin í opnum flokki á Akureyrarmótinu í skák var tefld á mánudags- kvöld. Að henni lokinni voru þeir Arnar Þorsteinsson og Gylfi Þórhallsson efstir og jafnir, með 7 vinninga af 9 mögulegum. Þeir félagar þurfa því að heyja fjögurra skáka einvígi um Akureyrarmeistara- titilinn. í opna flokknum voru keppendur 18 talsins og var teflt eftir Monrad-kerfi. í 3. sæti varð Bogi Pálsson með 6 vinninga og í 4.-5. sæti urðu jafnir með 5'/2 vinning, þeir Rún- ar Sigurpálsson og Sigurjón Sig- urbjörnsson. Arnar Þorsteinsson tók forystu á mótinu strax í upp- hafi, leiddi mótið lengst af og var kominn með aðra höndina á bikarinn. En Gylfi Þórhallsson tók góðan endasprett, vann síð- ustu 5 skákirnar og komst upp að hlið Arnars í efsta sætinu í mótslok. Þrír efstu menn eftir 6 umferðir, þeir Arnar, Bogi og Sigurjón töpuðu allir í 7. umferð og er það mjög óvanalegt á svona móti að þrír efstu menn tapi allir í sömu umferðinni. Fyrsta skákin í einvígi Arnars og Gylfa var tefld í fyrrakvöld, hún fór í bið og var staðan í henni mjög óljós. Önnur skákin verður tefld á laugardag kl. 16.30 en síðustu tvær skákirnar verða tefldar á mánudags- og þriðju- dagskvöld í næstu viku. Hraðskákmót unglinga fer fram í kvöld og hefst kl. 19. Hraðskákmót Akureyrar fer fram á sunnudaginn kemur og hefst kl. 13.30. Mars 15 mínútna-mótið verður haldið á morgun föstudag og hefst kl. 20. Öllum er heimil þátt- taka f þessum mótum. KK Auglýsing um aðalskoðun ökutækja á Akureyri, Dalvík og Eyjafjarðarsýslu 1987 Samkvæmt umferðarlögum hefir verið ákveðið að > aðalskoðun skoðunarskyldra ökutækja 1987 hefjist 1. apríl n.k. og verði sem 1. apríl A- 1 til A- 300 2. apríl A- 301 til A- 600 3. apríl A- 601 til A- 900 6. apríl A- 901 til A-1200 7. apríl A-1201 til A-1500 8. apríl A-1501 til A-1800 9. apríl A-1801 til A-2100 10. apríl A-2101 til A-2400 13. apríl A-2401 til A-2700 14. apríl A-2701 til A-3000 15. apríl A-3001 til A-3300 21. apríl A-3301 til A-3600 22. apríl A-3601 til A-3900 24. apríl A-3901 til A-4200 27. apríl A-4201 til A-4500 28. apríl A-4501 til A-4800 29. apríl A-4801 til A-5100 30. apríl A-5101 til A-5400 4. maí A-5401 til A-5700 5. maí A-5701 til A-6000 hér segir: 6. maí A- 6001 til A- 6300 7. mal A- 6301 til A- 6600 8. maí A- 6601 til A- 6900 11. maí A- 6901 til A- 7200 12. maí A- 7201 til A- 7500 13. maí A- 7501 til A- 7800 14. maí A- 7801 til A- 8100 15. maí A- 8101 til A- 8400 18. maí A- 8401 til A- 8700 19. maí A- 8701 til A- 9000 20. maí A- 9001 til A- 9300 21. maí A- 9301 til A- 9600 22. maí A- 9601 til A- 9900 25. maí A- 9901 til A-10200 26. maí A-10201 til A-10500 27. maí A-10501 til A-10800 29. maí A-10801 til A-11100 1. júní A-11101 til A-11300 2. júní A-11301 og hærri númer. Skoðun léttra bifhjóla fer fram 4. til 8. maí n.k. Skoðun ökutækja á Dalvík og nágrenni fer fram við Víkurröst, Dalvík dagana 9., 10. og 11. júní n.k. kl. 08.00 til 16.00 alla dagana. Eigendum eða umráðamönnum skoðunarskyldra öku- tækja ber að koma með þau að skrifstofu Bifreiðaeftirlits- ins í Lögreglustöðinni við Þórunnarstræti, og verður skoð- un framkvæmd þar á áðurnefndum dögum frá kl. 08.00 til 16.00. Festivagnar og tengivagnar skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild öku- skírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts 1987 og að lögboðin vátrygging fyrir hvert ökutæki sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og ökutækið stöðvað, þar til gjöldin eru greidd. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg, og í skráningarskírteini skal vera árit- un um að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1986. Vanræki einhver að koma skoðunarskyldu ökutæki sínu til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og ökutækið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn á Akureyri og Daivík Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu 24. mars 1987.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.