Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 20. nóvember 1987 Styrktarsjóður Húnvetninga: 400 mættu á dansleik - ágóðinn til þeirra sem þurfa að leita sér lækninga erlendis Hin árlega styrktarsjóðs- skemmtun var haldin ekki alls fyrir löngu í félagsheimilinu á Blönduósi. AIIs mættu um 400 manns bæði í mat og á dansleik seni stóð fram eftir nóttu. Skemmtun þessi er einkum haldin til styrktar þeim sem þurfa að leita sér lækninga er- Akureyrarmótið í bridds: Sveit Krístjáns í efsta sæti Fjórða umferð Akureyrarmóts Bridgefélags Akureyrar var spiluð á þriðjudaginn. Úrslit urðu þessi: Sv. Stefáns Vilhjálmssonar - sv. Grettis Frímannssonar: 25-5 Sv. Sveinbjörns Jónssonar - sv. Ragnhildar Gunnarsd.: 20-10 Sv. Kristjáns Guðjónssonar - sv. Gylfa Pálssonar: 20-10 Sv. Ormars Snæbjörnssonar - sv. Gunnars Berg: 17-13 Sv. Zarioh Hamadi - sv. Hellusteypunnar: 15-15 Sv. Sporthússins og sv. Sigurðar Víglundssonar munu spila sinn leik nú um helgina. Sv. Gunnlaugs Guðmundssonar sat yfir og hlaut 18 stig. Alls taka 13 sveitir þátt í keppninni og er spilaður einn 32ja spila leikur á kvöldi. Keppnisstjóri er Albert Sig- urðsson. Eftir fjórar umferðir er staðan sú að sv. Kristjáns Guðjónssonar er í 1. sæti með 87 stig; sv. Stef- áns Vilhjálmssonar er í 2.-3. sæti með 78 stig; í 2.-3. er Hellsteyp- an með 78 stig og í 4. sæti sv. Grettis Frímannssonar með 72 stig. 5. umferð fer fram nk. þriðju- dag og hefst kl. 19.30 í Félags- borg. Sannkallaður „frið-þjófur“ - gerir að verkum að hægt verður að koma boðum til fólks nánast hvar sem er Nú er í gangi áætlun um að setja upp nýtt kerfi hjá Pósti og síma. Þetta kerfi hefur ekki hlotið nafn ennþá en menn hafa stundum nefnt það hinu skemmtilega nafni „friðþjóf- ur“. Nafnið er heldur ekki úr lausu lofti gripið því að hér er um að ræða boðberakerfi sem kemur sannarlega til með að verða friðþjófur og gerir það að verkum að hægt verður að ná í menn nánast hvar sem er. Haraldur Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri tæknideild- ar Pósts og síma í Reykjavík sagði að þeir sem í sambandi verði við þetta kerfi beri í brjóst- vasanum lítið tæki sem hægt er að koma boðum til. Nota þarf síðan ákveðið númer til að kom- ast í samband við boðberakerfið og síðan notendanúmer þess sem boðin á að fá. Þegar þetta er búið sér kerfið um að koma boðum til notandans en segja má að hægt sé að velja á milli þriggja stiga hversu fullkomið kerfið er. í fyrsta stiginu tístir tækið í brjóstvasanum og gefur notand- anum til kynna að hann eigi að hringja í eitthvert ákveðið síma- númer. í næsta stigi er hægt með tónvalssímum að senda mannin- um ákveðna talnaröð sem hann les af í glugga á tæki sínu. Þannig getur ákveðin talnaröð þýtt ákveðin skilaboð t.d. 555 þýðir að hann eigi að koma á skrifstof- una, 545 að hann eigi að hringja á skrifstofuna, 767 að hann eigi að kaupa í matinn á leiðinni heim o.s.frv. Þriðja stigið er síðan þannig að hægt er að senda bæði tölustafi og bókstafi í senditækið þar sem notandinn getur bæði lesið texta og tölur. Ráðgert er að byrja að setja þetta kerfi upp í Reykjavík á næsta ári og í framhaldi af því verður því dreift um allt land. Til að setja kerfið upp þarf að kaupa litla stjórnstöð í Reykjavík. í samband við þessa stjórnstöð getur svo hinn almenni notandi komist en móttökutækið sjálft verður að kaupa og síðan skrá sig hjá Pósti og síma sem notanda og borga síðan fyrir hvert skipti sem þessi boðberatækni er notuð. JÓH *” f * * '-f • l f lcndis og hefur svo verið frá byrjun. Skemmtunin hófst með sam- eiginlegu borðhaldi, sem um 200 manns sóttu. Ýmislegt gerði fólk sér til skemmtunar, t.d. gilti hver aðgöngumiði sem happdrættismiði, haldið var bögglauppboð við mikinn fögnuð viðstaddra, fjöldasöngur og sung- inn bæjarbragur, í hverjum marg- ir könnuðust við sjálfa sig og síð- an dansað fram á nótt. Það eru ýmis félagasamtök sem standa að þessari skemmtun og skipta verkum þannig á milli sín að þrjú félög sjá um undir- búning á ári hverju. Einnig eru það fjölmörg fyrirtæki og stofn- anir sem veita stuðning sinn á margan hátt. Forsvarsmenn skemmtunarinnar báðu um að þökkum yrði komið á framfæri til allra sem veittu málefninu stuðn- ing sinn. Aðaltilgangurinn með skemmt- un þessari er að safna fé til hjálp- ar fólki sem á einn eða annan máta á um sárt að binda. Oftast hafa þó styrkir verið veittir úr sjóðnum í þeim tilfellum þegar fólk hefur þurft að leita sér lækn- inga erlendis. Að sögn þeirra sem sáu um skemmtunina að þessu sinni söfnuðust rúmlega 300 þús. kr. í sjóð, peningar sem áreiðanlega verður vel varið. pbv Hlið á „rúntinn“ Eins og Dagur greindi frá er ætlunin að loka rúntinum. Þessir tveir heiðursmenn voru að ganga frá hliði sem notað verður í þessum tilgangi. Já, svona fór rúnturinn. Mynd: tlv. Fimm Ásbyrgi 18. nóv. Sumarið var gott, ekki kom hret frá vori, fram á haust en það fór að snjóa í byrjun októ- ber. Berjaspretta var góð og vöxtur alls trjágróðurs mikill. Vænleiki dilka var með því mesta sem verið hefur hér. Eins og oft hefur komið fram var helmingur fullorðins fjár skorinn niður haustið ’86 vegna riðuveiki en síðan hefur ekkert nýtt tilfelli veikinnar komið upp, sem betur fer. Hjá laxeldisfyrirtækjunum hef- ur verið unnið að því að kreista Kelduhverfi: hundmð lítrar af hrognum lax. Því er lokið hjá Árlax-og þar eru nú til 500 lítrar af hrognum, eitthvað af því verður selt út úr stöðinni sem hrogn. Hjá ísnó er þessu ekki lokið, reiknað er með að stöðin noti sjálf á annað hundrað lítra en hitt verður selt sem augnhrogn. Áætlað hrogna- magn er 15-1600 lítrar. Fyrir jólin verður eitthvað lítillega slátrað af laxi upp í pantanir. Varðandi byggingamál eru helstu framkvæmdir sem í gangi eru þær, að í Ási er verið að byggja minkahús fyrir 250 læður og í Heiðarbrún er verið að byggja viðbót við refahús fyrir 50 refalæður. Af félagslífi er það helst að frétta að námskeið í minjagripa- gerð var haldið á Kópaskeri fyrir nokkru. Leiðbeinandi var Örn Ingi frá Akureyri. Þátttak- endur á námskeiðinu voru úr þremur hreppum, alls 17 manns. Námskeiðið stóð í fjóra daga og því lauk með sýningu á því sem þar var unnið og var þar margt fallegra muna að sjá. Námskeið í taumálun sem haldið er á vegum Kvenfélags Keldhverfinga stendur yfir þessa dagana. Leiðbeinandi er Krist- laug Pálsdóttir. Um síðustu helgi var árshátíð Hestamannafélagsins Feykis haldin í Skúlagarði. Meðlimir félagsins eru úr þremur sveitum, Presthóla-, Keldunes- og Öxar- fjarðarhreppi en félagar úr Hestamannafélaginu Snæfaxa í Þistilfirði tóku einnig þátt í árs- hátíðinni með okkur. Það er áformað að þessi félög haldi árs- hátíðir til skiptist, sitt árið hvert. Kirkjukórinn er að hefja æfingar og mun Guðrún Sigríður Friðbjörnssdóttir ferðast milli sveita og þjálfa kóra í Kirkju- kórasambandi Norður-Þingey- inga. Það fór að snjóa hér í byrjun október og snjór var á í nærri þrjár vikur. Það mun hafa bjarg- að margri rjúpunni því rjúpna- veiði gekk illa fyrstu dagana. Nú er búið að vera einmunagott veð- ur í hálfan mánuð og menn hafa farið til fjalla, náð einhverju af rjúpu en ekki hef ég heyrt háar tölur í því sambandi. Engar framkvæmdir hafa verið hér á vegum vegagerðarinnar að undanskildu viðhaldi á sýsluveg- um. Vegurinn í sveitinni æpir á uppbyggingu en ekkert fjármagn er á vegaáætlun til þeirra fram- kvæmda núna. SÍ/IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.