Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 18

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 18
18 - ÐAGUf?]-=-20í'nóv^mbet-n1987 Ólafsfjörður: Ekki sjálfstætt lyfsöluhérað í gær barst bæjarstjóranum í Olafsfírdi neikvætt svar við umsókn Ólafsfírðinga um að bærinn verði gerður að sér- stöku lyfsöluhéraði. Þar með er Ijóst að Ólafsfjörður verður áfram hluti af lyfsöluhéraði Dalvíkurapóteks en eins og skýrt hefur verið frá hefur lyfjalager frá Dalvíkurapóteki verið staðsettur í Heilsugæslu- stöðinni í Hornbrekku í Ólafs- fírði. Jafnframt því að umsókn Ólafsfirðinga um sjálfstætt lyf- söluhérað hefur verið hafnað hef- ur Óli Þór Ragnarsson, lyfsali á Dalvík fengið leyfi til að opna útibú í Ólafsfirði en hann hefur keypt húsnæði að Aðalgötu 4 fyr- ir verslunina. Ráðinn hefur verið lyfjafræðingur til að annast lyfja- verslunina en í stuttu máli þýðir þetta að nú verður hægt að afgreiða lyfseðla á staðnum í stað þess að þurft hefur að senda þá til Dalvíkur hingað til. Þá mun verslunin verða opin á opnunar- tíma annarra verslana en lyfja- lagerinn í Hornbrekku hefur að- eins verið opinn hluta úr degin- um. Samkvæmt reglugerð um lyf- sölu ber Dalvíkurapóteki að hafa útibú í Ólafsfirði en Óli Þór sagði í samtali við blaðið að ekki hafi fengist lyfjafræðingur fyrr en nú til að sjá um útibúið. „Eg ætlaði upphaflega að opna útibúið um næstu mánaða- mót en einhver lítilleg töf verður á því. Vonandi verður hægt að opna útibúið fljótt eftir mánaða- mótin. Þetta kemur til með að verða lyfjaverslun sem býður upp á sömu þjónustu og aðrar lyfja- verslanir," sagði Óli Þór. JÓH Sjómenn við Skagafjörð: Einungis þrír mættu á fund „Þaö er auðvitað til skammar að mætingin skuli ekki vera betri en þetta. Við auglýstum fundinn í útvarpinu og skipin voru öll í landi. Eftir þessu að dæma skyldi maður ætla að menn séu alveg hæstánægðir, þó að annað sé uppi á teningn- um þegar þessi mál eru rædd þeirra á meðal. Og það er nátt- úrlega á hreinu að við róum ekki ef fískverð verður lækkað.“ Svo sagði Kolbeinn Sigurjóns- son formaður sjómannadeildar Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki um fund sem halda átti með sjómönnum við Skaga- fjörð sl. miðvikudag. Mæting á fundinn var harla léleg, þar sem einungis mættu 3. Að sögn Kol- beins er þetta ekkert nýtt. „Mér sýnist að samningum verði ekki sagt upp fyrir mánaða- mótin þannig að þeir muni þá sjálfkrafa framlengjast um hálft ár frá næstu áramótum. Ég held að sjómenn almennt bíði eftir þróun mála, ákvörðun verðlags- nefndar um fiskverð og eins því hvernig skattamálin koma út,“ sagði Jón Karlsson formaður Verkamannafélagsins Fram um •þessi mál. -þá Blönduós: Nýjung á íslandi - Vilkósúpur í fernum Vilkosúpur í fljótandi formi voru markaðssettar fyrir stuttu. Þetta er sameiginlegt verkefni Vilko og Mjólkur- samlagsins á Blönduósi. Um er að ræða súpur í fljótandi formi tilbúnar til neyslu. „Til að byrja með framleiðum við jarðarberja- og bláberjasúp- ur,“ sagði Páll Svavarsson mjólkursamlagsstjóri. „Það cr búinn að vera tölu- verður aðdragandi að þessari framleiðslu, við höfum verið að fikra okkur áfram með þessa nýj- ung og álítum að við séum komn- ir á rétta bragðið ef svo má að orði komast. Þetta er nýjung í matvælaframleiðslu á Íslandi og varan er tilbúin til neyslu hvort sem hún er köld eða heit. Við erum með þessa framleiðslu í samvinnu við Vilko hérna á Blönduósi, og það má alveg koma fram að þetta er áfram- haldandi þróun á Vilkosúpunum og aðlögun að breyttum neyslu- venjum fólks í landinu," sagði Páll að endingu. Þessar súpur verða fyrst um sinn einungis til sölu í verslunum á Skagaströnd og á Blönduósi, en verður dreift um land allt á næstu vikum. pbv Togarinn Dagstjarnan: Heitir nú Dagstjarnan, hið nýja skip Utgerðarfélags Akureyringa hefur nú hlotið nýtt nafn. Sól- bakur er nýja nafnið og númer þess er EA 305. Sólbakur Sólbakur hefur verið í slipp hjá Slippstöðinni á Akureyri og er verki við málningu og hreinsun um það bil að ljúka. VG helgarkrossgáton E /\ Ho’fuú- fat SmúL - ausiur Vegar Kyrré Æ ra Keyr Tuéru Brennur Út Ry* <§H Æ V Meeta ekrki 2. > ( ySd /T]fl Band Skrú/a Úttekit UtQ prtfnu Dmaeqar \J Sló Hiklll mat - tytaóur \J SleÍjast 5\ \l y 5 3/óm ■ienqi- kraut Stóran rs Maéur irun- aói 8e/ia V Varianc/i V FleiSi H cr) Kvem- flIkur 1. i. llesta r Ky/unu ; 3. Maúur E/dr si<aói MÖgur Htráu- SQmur Firi$- aóír 4. Spira Púéi Rökii V Fiskar Sérhi Tó'lu L.eiSi 'Att Fuql 1 Lactc frafiur 56 'fííeLl ir ijáéi Mynni fc. Skrckkuf Maciur 7. V / > V Þá hleypum við helgarkrossgátunni af stokkunum og vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir meðal þeirra fjölmörgu lesenda blaðsins sem hafa ánægju af því að ráða slíkar gátur. Ætlunin er að gátan birtist reglulega í helgarblaði Dags framvegis. Höfundur krossgátunnar er Hartmann Eymundsson á Akureyri. Tekið skal fram að skýr greinarmunur er gerður á grönnum og breiðum sérhljóðum. Þegar þú hefur ráðið gátuna, skaltu skrifa stafina í tölusettu reitunum á lausnarseðilinn hér að neðan. Klipptu síðan lausnarseðilinn út og sendu til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merktan: „Helgarkrossgáta nr. 1“ Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send vinningshafa. Verðlaunin fyrir krossgátuna að þessu sinni er bókin „Skapti í Slippnum", sem Bragi Sigur- jónsson skráði. Útgefandi er Skjaldborg. X --------- Helgarkrossgáta nr. 1. Lausnarorðið er ............................. Nafn ........................................ Heimilsfang ................................. Póstnúmer og staður .........................

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.