Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 3
20. nóvember 19ð7 - DAGUR - 3 iTisnnn ISUZU ISUZU ISUZU ISUZU nnnn ISUZU ISUZU ISUZU ISUZU nnnr ISUZU iTirfi isuzu ISUZU ISUZU Verð frá : Trooper - bensín 2,3 Itr. Kr. 1.096.000,- Trooper-diesel 2,8 Itr. tu.b. Kr. 1.358.000,- ISUZU TROOPER er framleiddur af fyrsta og elsta bílaframleiðanda Japans. ISUZU TROOPERer fjölhæfur og sterkbyggður ferðabíll með gnægð rýmis fyrir farþega og farangur, þægilegur og sparneytinn fólksbíll í borg og bæ. ISUZU TROOPERer orðinn einn vinsælasti innflutti jeppinn í Bandaríkjunum og valinn einn af 10 bestu fjórhjóladrifsbílum þar í landi. ISUZU TROOPERer án efa einn sá traustasti á markaðinum í dag, enda framleiddur af mm Styttri gérðir fáanlegar um áramót. □ 0 Sjónvarp Akureyri: Unnið að endurbótum á sendi í Hrísey í samráði við þá aðila sem seidu Sjónvarpi Akureyrar sendinn, sem settur var upp I Hrísey til að þjóna Dalvík og nágrenni auk Grenivíkur, er nú unnið að endurbótum á honum. Að sögn Bjarna Hafþórs Helgasonar er þeir ekki ánægðin með starfsemi sendisins og er ætl- unin að reyna með einhverju móti að styrkja útsendingarnar frá honum. „Sendingarnar nást en okkur finnst myndin ekki nógu skýr. Við viljum bæta úr þessu,“ sagði Bjarni Hafþór. Sendir þessi er sá fyrsti sinnar tegundar á landinu og ólíkt því sem oft er gert þegar nýir sendar eru prófaðir þá var í stað stilli- myndar, strax sent út sjónvarps- efni frá Stöð 2. ET Oftgottá eftir haust- kálfi... - spjallað við Róar og Stein bæjarstarfsmenn á Króknum Róar Jónsson og Steinn Ástvaldsson við hreinsunaraðgerðir í gamla bænum á dögunum. Mynd: -þá „Ég er búinn að vinna hjá bænum síðan 1974 og man aldrei eftir að við værum að þessu á þessum tíma. Enda er þetta engin venjuleg hausttíð,“ sagði Steinn Astvaldsson við blaðamann Dags í síðustu viku þegar bæjarstarfsmenn á Sauð- árkróki voru að sópa og hreinsa göturnar. Steinn var ásamt félaga sínum Róari Jónssyni við starfann á Aðalgötunni. Veðrið var búið að vera óvenjugott í alllangan tíma og bæjarstarfsmenn höfðu þessa daga sinnt verkefnum sem öllu jöfnu eru unnin að sumarlagi. „Að vinna úti núna er bara lífið sjálft,“ sagði Róar þegar þeir voru spurðir um líðan. Og Róar hélt áfram: „Annars sögðu gömlu mennirnir að oft kæmi gott á eftir haustkálfi.“ - Haustkálfur, livað er það? „Haustkálf kölluðu þeir, þegar snemma hausts gerði norðan- áhlaup með snjóakafla." - Hafið þið heyrt nokkrar spár um tíðarfarið í vetur? „Láttu Róar segja þér það,“ sagði Steinn. - Eitthvað heyrt Róar? „Já. Vinkona mín, eldri kona, spáir í kindagarnir. Hún hefur gert það undanfarin haust og ég hef fylgst svolítið með þessu. Hún fer fremur dult með þetta af ótta við að verða að athlægi. En það er bölvuð vitleysa í henni, því þetta eru gömul vísindi. Hún spáði fyrir þessu hreti í haust og að síðan kæmi góð tíð sem héld- ist fram í janúar. Þá kæmi vondur kafli, síðan aftur gott og þriðji vondi kaflinn kæmi undir vor. Sennilega ekki fyrr en í apríl. Og nú verður gaman að fylgjast með. Þetta stóðst nokkuð vel hjá henni í fyrravetur,“ sagði Róar Jóns- son að lokum. -þá VÉLADEILD Ocpvri 2 Sími 22997 /21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.