Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 8
af erlendum vettvangi 8 - DAGUR - 20. nóvember 1987 —------------------i Deilt á dómarana - eftir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í bókinni segir höfundur frá sex hæstaréttarmálum þar sem reynir á nokkur mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Hann kemst svo að oröi í lokakafla: „Það er athyglisvert í flestum málanna, að dómararnir koma með niðurstöður sínar án nokk- urs rökstuðnings að heitið geti. Lagðar eru fyrir þá spurningar um þýðingarmikil grundvallar- atriði og rökum er teflt fram. En rökin eru yfirleitt ekki virt svars. Við það er látið sitja að fella órökstudda eða lítt rökstudda dóma. Lái mér hver sem vill þó að ég segi, að ekki sé mikil reisn yfir slíku dómsstarfi. í réttarfars- lögum eru raunar ákvæði um, að niðurstaða dóms skuli vera rökstudd. Varla er í annan tíma meiri ástæða til rökstuðnings heldur en þegar deilt er um grundvallaratriði sjálfrar stjórn- arskrárinnar.“ rjrj'j —"-•j -1 11 I Beitolt Brecht Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Bertolt Brecht. Kvædi og söngvar 1917-1956. Brecht er eitt af mestu ljóðskáld- um þessarar aldar og í bókinni gefst íslenskum bókmenntaunn- endum í fyrsta skipti tækifæri til að kynnast stóru úrvali ljóða hans í búningi sextán íslenskra þýðenda. Einungis um þriðjung- ur ljóðanna hefur áður birst á prenti. Þorsteinn Þorsteinsson annað- ist útgáfuna og þýðir mikinn hluta ljóðanna í bókinni. Auk þess ritar hann ítarlegan inngang um ljóðskáldið Bertolt Brecht. Af öðrum þýðendum má nefna skáldin Halldór Laxness, Sigfús Daðason, Þorgeir Þorgeirsson, Þorstein frá Hamri og Þórarin Eldjárn. Úrvalið hefur að geyma á annað hundrað ljóða, þ.á.m. safn söngva úr leikritum Brechts. Á kápubaki bókarinnar segir m.a.: „Öll mikil kvæði hafa heimildargildi," sagði Bertolt Brecht eitt sinn. - Ljóð hans eru eftirminnilegri vitnisburður um nútímann en flest annað í Ijóða- gerð tuttugustu aldar. Þau eru öðrum þræði átakanleg saga styrj- alda, útlegðar og stéttabaráttu. Um leið vitna þau um djarfmann- lega leit gáfaðs listamanns og þrotlausa baráttu fyrir mannúð- legri og betri heimi.“ Risavaxin fom- / aldardýr Astraii Dýralíf á þeim hluta jarðar, sem telst til Ástralíu, er mjög sérstakt og ólíkt því, sem annars staðar gerist. Steingervingar, sem fundist hafa, sýna einnig, að dýr þau, sem í fornöld lifðu á þessum slóðum, voru mjög sérstakrar gerðar. - Af þeim má einnig ráða, að lofts- lagsbreytingar hafa útrýmt ýmsum dýrategundum, en útrýming einnar þeirra er þó af mannavöldum. Fyrir 50 milljónum ára var lofts- lag í Ástralíu ekki mjög frá- brugðið því, sem það er nú, temprað í suðurhlutanum en hitabeltisloftslag í norðurhlutan- um. En í Mið-Ástralíu, þar sem nú er eyðimörk, var í þá daga rakt og votlent. Dýralífið, sem síðan hefur tek- ið feiknalegum breytingum - trúlega vegna afgerandi loftslags- breytinga - var hins vegar allt annað en það er nú. íbúar þessa meginlands voru þriggja metra háir, vængjalausir fuglar, ýmsar tegundir pokadýra, sem nú eru fyrir löngu aldauða, risaeðlur, sem lifðu á jurtafæðu og fjöldi annarra dýra, sem ekki hafa fundist minjar um annars staðar á jörðinni. Fjölmörg dýranna féllu vegna ísaldar Fyrir 25 milljónum ára lækkaði hitinn mjög mikið. Þá þornaði miðbik Ástralíu smám saman upp og breyttist í eyðimörk, afleiðingin varð sú, að margar dýrategundir hurfu. Um það leyti, sem fyrstu mennirnir komu til Ástralíu, sem líklega hefur verið fyrir svo sem 15 þúsund árum, urðu aftur miklar loftslags- breytingar. Þá hófst ísöld og afleiðingin virðist hafa orðið hrun margra dýrategunda. Á Ástralíusvæðinu, sem fyrir utan meginland Ástralíu, tekur yfir Tasmaníu, Nýju-Gíneu, Fiji- eyjar og Nýja-Sjáland, er þó enn að finna fleiri tegundir dýra en samanlagt í Evrópu og Norður- Ameríku. Pokadýrin eru sérstök fyrir Ástralíu, og álitið er, að þau hafi orðið til fyrir ca. 135 milljónum ára. Á þeim tíma var ástralska meginlandið áfast við Antarktíku (Suðurskautslandið) og þetta forna meginland í heild er nú kallað Gondwanaland. Elstu steinrunnar leifar poka- dýra, sem fundist hafa, eru þó ekki nema í kringum 100 milljón ára. Síðasti pokaúlfurinn dó 1933 Pokadýrin eru fjölbreytilegasti ættbálkur spendýra. Þau eru til - og voru til - í mjög mismunandi stærð og bæði sem jurtaætur og dýraætur. Pokaljónið, sem varð aldauða fyrir 10 þúsund árum, var ógn- vekjandi rándýr, og sama máli gegndi um pokaúlfinn. Það er ekki fullvíst, að pokaúlfurinn sé útdauður, en sá síðasti, sem bor- ið hefur fyrir augu manna, dó 1933, hafði þá verið fangaður og. geymdur í haldi. Þó að loftslags- breytingar ásamt fleiru eigi sök á útrýmingu margra dýrategunda, þá hefur maðurinn útrýmingu pokaúlfsins á samviskunni. Mikil áhersla var lögð á að veiða liann og verðlaun veitt fyrir skotna úlfa. Diprotodon er stærsta poka- dýr, sem vitað er um að til hafi verið. Líklegast er talið, að það hafi orðið aldauða á síðustu ísöldinni, fyrir u.þ.b. tíu þúsund árum. Dýr þetta var á stærð við nashyrning og lifði á jurtafæðu. Talið er, að þær beinagrindur, sem fundist hafa, séu af dýrum, sem hafi drukknað í mýrunum. Skepnur þessar höfðu mjög stóra en klunnalega fætur og hafa lík- lega átt erfitt með að ná sér upp aftur, ef þau hafa lent niður í vatn. (Fakta 8/87. - Þýð. Þ.J.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.