Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 14

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 14
20. nóvember 1987 - DAGUR - 13 i hvað er að gerasf? Þeir sem missa af Lokaæfingu eru sannarlega ekki öfundsverðir. Mynd: púii a. Páisson. Leikfélag Akureyrar: Lokaæfing og Einar Áskell Leikfélag Akureyrar leggur sitt af mörkum til menning- arlífsins á Akureyri um helgina. Hið frábæra leikrit Svövu Jakobsdóttur, Loka- æfing, verður sýnt föstu- dags- og laugardagskvöld kl. 20.30. Þetta er næst síðasta sýningarhelgi, áhorfendur góðir. Barnaleikritið vin- sæla, Halló Einar Áskell, verður sýnt í allra síðasta skipti kl. 15 á sunnudag. Sunna Borg og Theodór Júlíusson leika aðalhlut- Akureyri: Stórmeistarar í heimsókn Um helgina verður skákk- eppni milli Skákfélags Akureyrar og skáksveitar Búnaðarbanka íslands á tólf borðum. í sveit Búnaðarbankans er harðsnúið lið, má þar nefna stórmeistarana Jó- hann Hjartarson og Margeir Pétursson, einnig eru í liðinu menn eins og Bragi Kris- tjánsson, Jón Kristinsson, Jón Garðar Viðarsson, Pröstur Árnason og Leifur Jósteinsson. Kappskákin verður tefld á morgun en hraðskákin verð- ur á sunnudaginn og hefst taflmennskan kl. 13.30 báða dagana í Félagsheimili Skákfélags Akureyrar Þing- vallastræti 18. verkin í Lokaæfingu, hjónin Ara og Betu. Þau fara væg- ast sagt á kostum í hlutverk- um sínum. Sýningin er hríf- andi, spennandi, skemmti- leg, áhrifarík og eftirtektar- verð í alla staði. Þeir sem missa af Lokaæfingu eru sannarlega ekki öfundsverð- ir. Einar Áskell er í uppá- haldi hjá yngstu kynslóð- inni. Það er lofsvert framtak hjá Leikfélagi Akureyrar að bjóða nú upp á barnaleikrit á hverju ári og vonandi verður framhald á því. Flest börn á Norðurlandi ættu að hafa séð leikritið um Eir.ar Áskel, ef ekki þá ættu þau að drífa sig í leikhúsið á sunnudaginn. Nú, og svo má alltaf sjá leikritið aftur á meðan tækifæri gefst. Ijósvakorýni r T ískusýn i ng í Zebra I kvöld og annað kvöld verður haldin stórsýning á tískuvörum í veitingahúsinu Zebra á Akureyri. Meðal þess sem sýnt verður er leð- ur- og rúskinnsfatnaður ásamt glerfínum klæðnaði frá versluninni Perfect, Gleraugnaþjónustan kynnir nýju línuna frá Mondi, en eins og mörgum er kunnugt eru gleraugu ntikið í tísku um þessar mundir. Þá verða sýndir Classico skór, en þar er um að ræða nýtt nterki frá Sambandinu. Loks verður sýndur Qviksilver skíðafatn- aður frá reykvísku heild- Samkomur hjá KFUM og K Kristileg félög ungra manna og kvenna - KFUM og K - á Akureyri eru til húsa í Sunnuhlíð 12, Verslunar- miðstöðinni, á 2. hæð. Þar fer fram blómlegt starf í kristilegum anda meðal ungs fólks en nokkur ár eru síðan félögin eignuðust sam- komusal í húsinu. Fastir fundir skiptast þannig að á föstudagskvöld- um kl. 20.30 eru samkomur fvrir unglinga 15 ára og eldri. Á þriðjudögum eru samkomur fyrir 12 ára og eldri. Á samkomunum fer fram söngur, Mjóðfæraleik- ur og boðskapur í kristileg- um anda. KFUM og K hafa starfað á Akureyri um ára- tugaskeið. EHB Ágúst Böðvarsson og Sigurður Ingimarsson leika á hljóð- færi á fundi KFUM á Akureyri. George og Mildred í uppáhaldi Enn er verið að bæta við útvarpsrásum hér á landi, þó svo við Norðlendingar verðum ekki mikið varir við öll þessi læti. Akureyringar geta þó valið um fjórar útvarpsrásir og tvær sjón- varpsrásir. Fyrir sunnan er boð- ið upp á einar sjö eða átta útvarpsrásir og fleiri eru að fæöast. Það er vonandi að menn finni eitthvað viö sitt hæfi. Ég hlustaði yfirleitt á Rás 2 í vinnunni en því miður get ég ekki sagt að Rásin hafi batnað þótt Stefán Jón Hafstein sé mættur þar til leiks ( dægur- máladeildina svokölluöu. Mór finnast þeir félagar Stefán Jón og Einar Kárason alveg afspyrnu leiðinlegir útvarpsmenn og ég er ekki einn um þá skoðun. Manni dettur helst í hug að Stefán Jón hafi verið ráðinn á Rásina til þess að fækka hlust- endum og þá kannski til þess að nýju stöðvarnar ættu meiri möguleika í hinni hörðu sam- keppni. Ríkisútvarpiö virðist ekki mega taka þátt i þessari fjölmiðlasamkeppni eins og læt- in um tímasetningu á fréttatíma Sjónvarpsins eru giöggt dæmi um. Nú og ef við snúum okkur þá að sjónvarpsrásunum. í RÚV er einn þáttur sem ég má alls ekki missa af en það er þátturinn um George og Mildred á mánu- dagskvöldum. Þessi þáttur er sá allra besti sem ég hef sóð í sjónvarpinu og slær allt annað út. Þá fylgist ég reglulega með því sem Bjarni Felixson býður upp á í íþróttaþáttum sínum. Á Stöð 2 er þátturinn um Vísi- tölufjölskylduna efstur á vin- sældarlistanum og eg fylgist einnig með íþróttunum. Þá horfi ég á Dallas af miklum áhuga en ég er ekki alveg sáttur við það hversu illa Bobby fer alltaf út úr hlutunum. Þó er greinilega /mjög erfitt tímabil framundan hjá J.R. og græt ég það ekki. Sú Ellen er búin að komast að þvi í fimmta eða sjötta sinn hversu mikil skepna hann er og ætlar nú enn einu sinni að láta hann finna fyrir þvi og lái henni hver sem vill. En það er ýmis- legt annað að ske i Dailas og því býður maður spenntur eftir næsta þætti. Ég læt þá þetta nægja um Ijósvakamiðaiana aö slnni. Kristján Kristjansson. versluninni Vatn og vindur. „Modelin" eru ekki af lakara tæinu, því Anna Margrét Jónsdóttir, Ungfrú ísland 1987 sýnir fatnaðinn ásamt tískusýningarfólki frá Dansstudio Alice. Félagar pakka Ijósaperum. Mvnd: TLV. Lionsmenn: Selja perur og jóla- dagatöl Á morgun, laugardag, veröa félagar í Lionsklúbbnum Huginn á Akureyri með hina árlegu sölu á perunr og jóladagatölum. Því fé sem safnast verður varið til líknarmála. Það er von Lionsmanna að bæjarbúar taki sölufólk- inu vel eins og ávallt áður. Fjölskyldu- skemmtun í Laugaborg Fjölskylduskemmtun verður lraldin í Laugaborg föstu- daginn 20. nóv. nk. og hefst kl. 20.30. Kirkjukór Grund- arkirkju syngur nokkur lög, sr. Hannes Blandon og félagar fara með nokkur atriði úr kabarett Leikfélags Öngulsstaðahrepps og fleira verður til skemmtunar. Dansað verður á eftir og kaffiveitingar, Allur ágóði af samkom- unni er til styrktar bræðrun- unr Úlfari og Hreiðari Hreiðarssonum, Grísará, vegna læknismeðferðar utanlands. Skilið getraunasedlimim fyrir nóvember sem fyrst. Dregið verður um hljómtækjasamstæðu að verðmæti 98.000 kr. 15. desember. Einungis skuldlausir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni. Ert þú áskrifandi? Dagur Akureyri, sími 96-24222 Dagur Húsavík, sími 96-41585 Dagur Reykjavík, sími 91-17450 Dagur Sauðárkróki, sími 95-5960 Dagur Blönduósi, sími 95-4070

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.