Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 5
Reynir Antonsson skrifar það eina rétta í þessum málum. Að minnsta kosti á maður dálítið bágt með að skilja það hvers vegna sjávarútvegsráðuneytið er farið að sinna störfum lögregl- unnar á Snæfellsnesi. Maður hélt nú í einfeldni sinni að fram- kvæmdavaldið væri aðskilið frá dómsvaldinu, og það þó að í þessu tilfelli hafi nú málið snert einn af þingmönnum Alþýðu- bandalagsins margklofna. Annars er kvótakerfið ekki í sviðsljósinu þessa dagana útaf einhverjum allaballa vestur á Snæfellsnesi, heldur vegna uppá- komu sem þrjátíu og einn þing- maður af Suður- og Vesturlandi, sem vitanlega hafa fæstir migið í saltan sjá, efndu til, enda varð útkoman eftir því, þar sem jafn- vel Kristján Ragnarsson dansaði ekki af hrifningu, enda skilja það sjálfsagt fáir betur en útgerðar- mennirnir, að því hagkvæmara er að Sækja þorskinn, því styttra sem er til hans að ná. Jafnvel hinn kjaftfori fyrrverandi mennta- málaráðherra, þessi sem í fyrra sturlaðist eins og Norðlendingar vita, en er nú kominn á eyrna- sneplana útaf bjórnum, kvað ekki hafa undirritað skjal þessara þingmanna, þó svo hann sé stjórnarformaður Ögurvíkurinn- ar í Reykjavík, eða hafi verið það, enda veit maður aldrei hvenær kosningar verða, og Austurland valt. Aðstaða hans hefur þá verið pínleg. Tilflutningur á vanda Vissulega á sá landshlutarígur sem verið er að efna til útaf kvóta- skiptingunni sér nokkrar orsakir. Pannig er það nú víst lýðum ljóst, að Suðurnesjamenn sækja nú ekki sjóinn jafn fast og í tíð Ólínu Andrésdóttur. Að ein- hverju leyti kann kvótakerfið að eiga hér sök á, en fráleitt að kenna því einu um, því þó að einn og einn ryðkláfur í niður- níðslu sé seldur með kvóta sínum frá Suðurnesjum til Akureyrar, af útgerðarfélagi, hvers stjórnar- formaður situr í Reykjavík, þá er vandinn .'.llt annar. Suðurnesja- menn eru án efa það miklir drengskaparmenn, að þeir gera sér grein fyrir því, að vandi þeirra verður ekki leystur með því að flytja hann á. önnur landshorn. Vandi Suðurnesja felst nefnilega fyrst og fremst í því að líkast til hefur enginn landshluti annar verið eins gegnd- arlaust arðrændur. Þeim Suður- nesjamönnum er sagt þeir hafi Herinn og þeir hafi Völlinn, en ósköp sér nú lítið stað gróðanum af fyrirbærum þessum þar á svæð- inu. Hann er nefnilega víða að finna í steinsteypu í Reykjavík. Og þegar mikið liggur við, eins og gerðist þegar byggð var flug- stöð sú sem stundum er kölluð „dýrasta gróðurhús norðan Alpa- fjalla“, var einfaldlega klappað á kollinn á Suðurnesjamönnum og sagt að við fyrirtæki þetta réðu engir verktakar utan Stórhafnar- fjarðar svo vel væri. Það er þannig til lítils að brýna kvótabusa fremur en aðra busa svona yfirleitt með fámennri þjóð. Og einmitt í sjávarútvegin- um eru nú ýmsar blikur á lofti sem knýja menn beinlínis til sam- stöðu hvort sem þeir vinna til sjós eða lands í Keflavík eða á Kópa- skeri. Dollarinn er að hríðfalla, og ef til vill er það rétt sem stend- ur í ísbjarnarblús þeim falska sem Jón Ingvarsson birti nýlega í Mogganum, að þetta leiði til lífs- kjaraskerðingar á íslandi. Að hann gangi þá undan með góðu fordæmi og skerði sín lífskjör svo um muni, og það án þess að segja sig til sveitar í annað sinn. Það er nefnilega ekki endalaust hægt að setja á stofn nýja og nýja Granda. Kátir Eikarkrakkar með þeim Sigrúnu Pétursdóttur og Auði Aðalsteinsdóttur í cldhúsinu á Laufásveginum. þeim tvisvar að gæða sér á góð- gerðunum EftiL að hafa setið í góðan tíma hjá fOTsetanum var ákveðið að halda ferðinni áfram. Margt var enn á dagskránni m.a. að fara út að borða og svo var ætlunin að fara á ball í Hollywood um kvöldið. Mikið annríki var nú hjá Vigdísi, því allir vildu láta mynda sig með forsetanum, til að eiga minjagrip frá þessari eftirminni- legu heimsókn. Áður en út var haldið, fór Vigdís fram á það að allir myndu skrifa í gestabókina hjá sér, til þess að hún myndi muna eftir þessari góðu heim- sókn að norðan. Það var ekki annað en sjálfsagt og tóku krakk- arnir af forsetanum loforð að hún myndi heimsækja þau, ef hún kæmi í heimsókn til Akureyrar. Þetta varð að samkomulagi og skildu krakkarnir og forsetinn hinir mestu mátar. Þetta var lofsvert framtak hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta íslands, að gefa sér tíma til að hitta þessa krakka. Þessi heimsókn mun verða þeim ógleymanleg og uppörvun að halda áfram að standa sig í leik og í starfi. AP 20. nóvember 1987 - DAGUR - 5 Spðavist Þriggja kvölda spilavist Ungmennafélaganna framan Akureyrar hefjast í Freyvangi laugardaginn 21. nóvember. Laugaborg föstudaginn 27. nóvember. Sólgarði föstudaginn 4. desember. Byrjað verður að spila kl. 21.00 öll kvöldin. Vofboðinn - Framtíðin - Árroðinn. Trú - Vísindi - Rómantík Gísli Jónsson fyrrverandi menntaskólakennari flytur þriöja fyrirlesturinn í röðinni Trú - Vís- indi - Rómantík, á Sal Verkmenntaskólans á Akureyri laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Fyrirlesturínn er öllum opinn. Háskólinn á Akureyri. Anna Margrét Jónsdóttir ungfrú ísland sýnir vetrarlínuna frá Perfect, Gleraugnaþj ónustunni, Classico og Quiksilver ásamt sýningarhóp frá Dansstudíó Alice. JMeiriháttar sýning. Föstudags og laugardagskvöld. Veitingastaður, Hafnarstræti 100, sími 25500

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.