Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 19

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 19
20. nóvember 1987- DAGUR - 19 íþróttir Alfreð Gíslason er í hörkuformi um þessar mundir, en hvernig skyldi honum takast upp í Höllinni í kvöld? KEA fjögurra þjóða mótið hefst í kvöld KEA fjögurra þjóða mótið í handknattleik hefst í íþrótta- höllinni á Akureyri í kvöld. Mót- ið stendur yfir í þrjá daga og verður leikið bæði á Akureyri og Húsavík. Auk íslands taka Pólland, Portúgal og ísrael þátt í þessu móti. Tveir leikir fara fram í Höllinni í kvöld, kl. 20 leika ísland og ísrael en kl. 21.30 hefst leikur Póllands og Portúgals. Á morgun laugardag verður leikið í íþrótta- höllinni á Húsavík. Kl. 15 hefst leikur Póllands og ísraels en kl. 16.30 leikur íslands og Portúgals. Á sunnudag lýkur mótinu síðan með tveimur leikjum í Höllinni á Akureyri. ísrael og Portúgal mætast kl. 15 en kl. 16.30 hefst leikur íslands og Póllands. Þarna gefst því norðlenskum handknattleiksáhugamönnum gullið tækifæri til þess að sjá handbolta í heimsklassa. Kraftlyftingar: Grétarsmótið á morgun Grétarsmótið í kraftlyftingum fer fram í Sjallanum á Akureyri á laugardag og hefst kl. 13. Þar verða saman komnir flestir helstu kraftakarlar bæjarins og verður örugglega tekíð hraustlega á lóð- unum. Meðal keppenda verða þeir Torfi Ólafsson og Flosi Jónsson og ætla þeir sér báðir stóra hluti á mótinu. Einnig verða þarna nokkrir ungir og efnilegir karft- Körfubolti: Leikið á Akureyri og Sauðárkróki Þór og KR leika í úrvalsdeildinni í körfubolta á morgun laugardag. Leikurinn fer fram í íþróttahöll- inni á Akureyri og hefst kl. 14. Tindastóll fær ÍS í heimsókn í kvöld í 1. deildinni í körfubolta. Leikur liðanna fer fram í íþrótta- höllinni á Sauðárkróki og hefst kl. 20. lyftingamenn á ferðinni. íþrótta- I rnæta í Sjallann og fylgjast með áhugamenn eru hvattir til þess að | skemmtilegu móti. Torfi Ólafsson keppir á Grétarsmótinu á morgun. Opinn kynningarfundur: M-samtökin - hvað er Hvað eru AA-samtökin? Er þetta karlaklúbbur þar sem menn koma saman og gorta af drykkju sinni? Eru þetta trúar- samtök þar sem fóik kemur saman og vælir um syndir sínar og misgjörðir? Eru þetta leyni- leg samtök utangarðsfólks og hin varhugaverðasta sam- kunda í alla staði? Eða er kannski bara ósköp venjulegt fólk í þessum samtökum? Án efa hafa ýmsar fleiri spurn- ingar vaknað hjá fólki þegar minnst er á AA-samtökin. Nú getur fólk fengið svar við þessum spurningum því AA-samtökin á Ákureyri haida opinn kynning- arfund í Borgarbíói á laugardag- inn kl. 14. Allir eru velkomnir á þennan fund á má búast við að þar verði menn margs vísari um þessi dularfullu samtök. Að sögn AA-félaga á Akureyri hefur slíkur kynningarfundur ekki verið haldinn síðastliðin 10 nú það? ár en nú finnst mönnum tími til kominn að kynna samtökin ofur- lítið á opinberum vettvangi. í raun eru inntökuskilyrðin mjög einföld. Til þess að gerast AA- félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Kannski er þessi leynd sem hvílir yfir samtökunum ofur skiljanleg. AA stendur fyrir Alcoholics anonymus, sem útleggst: Nafniausir alkóhólistar. Og í erfðavenjum samtakanna segir: „Nafnleyndin er hinn and- legi grundvöllur erfðavenja okk- ar og minnir okkur á að setja málefni og markmið ofar eigin hag.“ Á morgun er kjörið tækifæri fyrir áhugafólk um áfengisvanda- málið að kynnast AA-samtökun- um eilítið og ganga úr skugga um hvort þarna séu á ferðinni sam- tök sem passa við þær hugmyndir sem maður hafði gert sér um þau. SS Verðlaunahafinn, Jakob K. Kristjánsson í ræðustóli á hátíðarráðstefnunni. Rannsóknaráð ríkisins: Jakob hlaut hvatn- ingarverðlaunin Á hátíðarráðstefnu, sem haldin er í tilefni 50 ára afmælis rann- sókna í þágu atvinnuveganna, voru dr. Jakobi K. Kristjánssyni, líffræðingi, veitt „Hvatningar- verðlaun Rannsóknaráðs ríkis- ins“ að upphæð ein milljón króna. Eru verðlaun þessi nú veitt í fyrsta sinn, en áformað að framvegis verði þeim úthlutað á Ársfundum Rannsóknaráðs. Verðlaunin verða veitt efnileg- um vísindamönnum yngri en 40 ára fyrir störf, sem þykja vænleg í þágu atvinnulífsins í landinu. Við mat á líklegum verðlauna- þegum er m.a. tekið tillit til námsferils, sjálfstæðis og frum- leika í vísindastörfum að náms- ferli loknum, ritsmíða, einka- leyfa og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum við- komandi í framtíðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.