Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 10
bílar 10 - DAGUR - 20. nóvember 1987 i l Nissan Sunny og Nissan March Um daginn var haldin Nissan- bílasýning á vegum Bifreiðaverk- stæðis Sigurðar Valdimarssonar á Akureyri að Óseyri 5, en þar hef- ur verið innréttaður smekklegur sýningarsalur fyrir bíla. Nissan- bifreiðar hafa sótt á undanfarin ár og hafa raunar alltaf selst vel hér á landi. Ástæðan er gott verð og nýtískulegt útlit en Nissan hef- ur fylgst vel með tímanum. Að þessu sinni vöktu tveir bíl- ar mesta athygli. Þetta eru Nissan Pulsar Sunny og Nissan March, 3ra dyra bíll af minni gerðinni. Nissan Sunny er framleiddur í þremur útfærslunr; 3ra, 4ra og 5 dyra. Sunny 4ra dyra er með klassískar og fallegar línur. Þetta er hentugur fj ölsky ldubf ll og hægt er að velja um mismunandi vélarstærðir, gírskiptingar, afl- stýri o.fl. eftir óskum hvers og eins, og það sama gildir um aðra Sunny-bíla. 5 dyra útfærslan á Sunny er rúmgóður því leggja má sætis- bökin niður. Við það verður bíll- inn eins rúmgóður og best gerist með skutbíla. Afturhurð opnast niður að stuðara. 3ra dyra útfærslan er sportlegur bíll með ríflegu plássi fyrir 5 manns til langferða. Tæknilegar upplýsingar eru m.a. þær að hægt er að velja um fjórar vélarstærðir, frá 63 upp í 84 hestöfl SAE. Þjöppunarhlutfall er 9/1. Vélin er vatnskæld 4ra strokka línuvél með yfirliggjandi knastás. Hægt er að velja um 4rai eða 5 gíra kassa eða þriggja þrepa sjálfskiptingu. Sjálfstæð fjöðrun er á hverju hjóli með tvívirkum dempurum. Hemlakerfi er tvöfalt með hjálparátaki frá vél. Að framan eru diskahemlar en skálar að aft- an með sjálfvirkri útíherslu. - bílasýning á vegum Sigurðar Valdimarssonar Eldsneytistankur tekur 50 lítra og blöndungur er tveggja hólfa. Stærðir (Sedan 4ra dyra 1,5 SLX) eru þessar: Lengd 4,03 m, breidd l, 64 m, hæð 1,38 m, eigin þyngd 945 kg, hlassþyngd 470 kg, spor- vídd framan 1,435 m, aftan 1,430 m, lengd milli hjóla 2,43 m, hæð undir lægsta punkt 15 cm. Nissan March er skemmtilegur smábíll sem er örugglega einkar þægilegur í innanbæjarakstri og í öðrum erindum þar sem hlass- þyngd er ekki ofgert. Bíllinn er mjög sparneytinn á bensín, lipur og auðveldur þegar leggja á í stæði eða við aðrar aðstæður þar sem rými er takmarkað. Bíllinn er þrennra dyra en einnig er hægt að fá 5 dyra Nissan March. Mæla- borði er vel fyrir komið þannig að auðvelt er að sjá á alla mæla. Viðvörunarljós eru fyrir smur- þrýsting, handhemil og raf- hleðslu. í mælaborðinu er klukka, stór hraðamælir, vatnshita- mælir og bensínmælir auk stillan- legs kílómetrateljara. Sæti eru fyrir 4-5 í bílnum. Vélin er vatnskæld 4ra strokka línuvél með yfirliggjandi knastás, 988 cc að rúmtaki. Þjöppun er 9,5/1 sem gefur 56 hestöfl á 6000 snúningum/mín. sem er örugg- lega nægilegt fyrir svo léttan bíl. Eldsneytistankur er 40 lítra, blöndungur er tveggja hólfa. Gírkassi er 4ra eða 5 gíra eftir vali, einnig er hægt að fá þriggja þrepa sjálfskiptingu. Fjöðrun er sjálf- stæð að framan með tvívirkum dempurum og jafnvægisstöng. McPherson fjaðrakerfi er á öllum hjólum sem gerir bílinn mjög stöðugan og öruggan jafnt á möl sem malbiki. Diskahemlar eru að framan en skálar með hjálpar- átaki að aftan. Hjólbarðar eru af stærðinni 145 SR12 radial. EHB Nissan Pulsar Sunny. Nissan March. BÖGGIAPÓSTUR .skjótur og öruggur flutningur hvert á land sem er! Það er hægt að flytja næstum hvað sem er, næstum hvert sem er, fari þyngd bögguls ekki yfir 20 kg. Einnig eru fluttir, brothættir og rúmfrekir bögglar. Áhætta er (lágmarki því allir bögglar eru tryggðir. í bögglapósti er tilvalið aö senda t.d. varahluti, fatnað, gjafir eða annað á ódýran og öruggan hátt. PÓSTKRÖFUR ...sérstaklega þægileg þjónusta fyrir fyrirtæki! Póstkröfur má senda bæói meö bréfum eöa bögglum. Pantiröu vöru gegn póstkröfu berst sendingin fljótt og örugglega jafnt innanlands sem landa á milli. Póstkröfur eru greiddar við afhendingu vörunnar. Þannig færir póstþjónustan verslunina inn á heimilin. ...vegna kröfu viöskiptalífsins um hraða og öryggi! Ný tegund hraöflutninga. Sendingar eru sérmerktar og meðhöndlaöar með forgangi. Jafnvel þó þessi þjónusta kosti meira en almenn póstþjónusta getur hún marg- borgaö sig þegar mikilvægt er að sending berist til viðtakenda á sem allra skemmstum tlma. ...fjármunir landshluta á milli á örfáum mínútum! Peningasendingar geta veriö þrenns konar; póstávísanir, símapóstávlsanir og gíró. Það er fljótlegt og þægilegt að senda peninga með póstþjónustunni. Örugg leiö, jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.