Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 24

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 24
Akureyri, föstudagur 20. nóvember 1987 ■í neðri sal Bautans- Á kvöldin um helgar verður boðið upp á lúxus mat á lágu verði við kertaljós og dúkuð borð. Matseðill lielgarinnar: Laxatvenna með ristuðu brauði nautametalíur með ristuðum sveppum, Bernaisesósu og bakaðri kartöflu Einnig Bautamatseöillinn. Blönduós: Eiga einstæðir foreldrar að hafa forgang? - skiptar skoðanir um málið Fundur var haldinn í félags- málaráöi á Blönduósi 14. 10. sl. Á fundi þessum var meðal annars rætt um það hvort ein- stæöir foreldrar ættu að hafa forgang aö plássum á leikskóla og dagheimili. Félagsmálaráö lagði til aö einstæðir foreldrar hefðu forgang en hreppsnefnd féllst ekki á þessa tillögu. Við leituðum álits hjá for- manni félagsmálaráðs. Aðal- björgu Þorkelsdóttur og sveitar- stjóra Hauki Sigurðssyni. gagn- gert til að fá fram álit beggja nefnda. „Við í félagsmálaráði mælt- Siglufjörður: Stofnun íþrótta- félags fatlaðra Á laugardag verður stofnað á Siglufírði íþróttafélag fatlaðra. Það eru um það bil tíu fatlaðir aöilar á Siglufírði sem hafa stundaö íþróttir reglulega og eru það þeir og aðstandendur þeirra sem að stofnun félagsins standa. Þrátt fyrir þetta er öllum áhugamönnum um íþróttir fatl- aðra boðið að koma á fundinn og gerast stofnfélagar. Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu á Siglufirði og hefst klukkan tíu fyrir hádegi. VG umst til þess að einstæðir foreldr- ar hefðu forgang. en hreppsnefnd hafnar því.Hreppsnefndin leggur til. að metið verði af félagsmála- ráði, í hverju tilfelli fyrir sig. hvort forgangs sé þörf. Það er kominn töluverður biðlisti hvað viðkemur plássum. sérstaklega á dagheimilisdeild og einh\er bið er líka á leikskóla. þannig að þetta er orðið dálítið snúið allt santan. En afstaða okkar í félags- ntálaráði stendur óbrevtt hvað því viðkemur að einstæðir for- eldrar hafi forgang. Það hljóta allir að sjá að einstætt foreldri hlítur að eiga erfiðara um vik í þessunt málum heldur en hjón eða sambýlisfólk,"sagði Aðal- björg að lokum. Á fundi hreppsnefndar 20. 10. sl. kemur fram að nefndin getur ekki fajlist á tillögu félagsmála- ráðs. við leituðum því til sveitar- stjóra eftir nánari skýringum. „Það er í raun afskaplega lítið um þetta að segja í bili, þessi mál eru í athugun og við höfum hreinlega viljað flýta okkur hægt. Mörg atriði viðkomandi málinu þurfa nánari athugunnar við og hreppsnefnd hefur ekki að svo komnu máli viljað taka upp þennan forgang. Hugmyndin hjá okkur er að fjallað verði um hvert einstakt tilfelli fyrir sig. Að okkar áliti eru margs konar ástæður uppi aðrar heldur en það að fólk sé einstætt. Hugmyndin er einfaldlega sú að félagsmála- ráð fjalli urn hvert tilfelli þegar þau koma upp og til þess hefur hún allar aðstæður. Ég hef í rauninni ekki meira um þetta mál að segja, við vinnum að þessu í rólegheitum,“ sagði Haukur að lokum. pbv Búið er að opna Glerárbrú fyrir almenna umferð. Ekki var annað hægt að sjá en ökumenn kynnu vel að meta nýju brúna - cnda mun hún auðvelda mjög umferð milli Glerárhverfis og Oddeyrar. Mynd: tlv. Eggjaverðið ennþá und- ir verðlagsgrundvelli - segir Jónas Halldórsson í Sveinbjarnargerði „Verðlagsgrundvöllur heild- söluverðs eggja er 206 krónur fyrir hvert kíló. Við erum bún- ir að ákveða að selja á 180 krónur og náum því ekki alveg fullu verði. Þegar menn seldu kílóið á 50 krónur voru þeir að gefa 150 krónur með vörunni,“ sagði Jónas Halldórsson í Sveinbjarnargerði, formaður Landssamtaka kjáklinga- bænda. Að sögn Jónasar gáfu eggja- framleiðendur vinnu sína í lang- an tíina og seldu langt undir kostnaðarverði til að ná sam- stöðu um rétta verðlagningu. „Svo erum við auðvitað kærðir fyrir samráð þegar við mynduð- um samstöðu til að halda uppi um okkur. Þetta finnst okkur furðu- legt,“ sagði Jónas. Jónas sagðist álíta að ef ekkert hefði verið að gert hefði helming- ur eggjaframleiðenda farið á hausinn. Eggjaverð hefði þá hækkað ennþá meira en orðið er og slíkt væri engunt til hagsbóta. „Eggjaverðið hefur verið óeðli- lega lágt í tvö ár og ófriður á markaðinum ásamt deilu um dreifingarstöðina. Ég á von á ein- hverri viðbótarhækkun á eggja- verði vegna verðbólgu en þetta verð stendur í bili. Hvað kjúklingabúin varðar þá hefur verið léleg kjötsala í haust og kjúklingasalan hefur minnkað síðan umfjöllunin var um salm- onelluna í sumar. Þessi umfjöllun var langt komin með að drepa búgreinina með 40% samdrætti í sölu. Salan hefur aðeins þokast uppávið en þó ekki nægilega. Umræðan um salmonelluna hef- ur ruglað margan háttvirtan neyt- andann í ríminu,“ sagði Jónas Halldórsson að lokum. EHB Niðurstöður rannsókna á kvíaeldi í Ólafsfjarðarvatni: Lífræn mengun og súrefnisskortur - vatnið talið hentugt tii að seltuvenja fisk Á fundi náttáruverndarnefnd- ar Olafsfjarðar sem haldinn var fyrr í mánuðinum var tekið fyrir bréf frá Náttáruverndar- ráði þar sem fjallað er um eldi á matfíski i Olafsfjarðarvatni. Eftir rannsóknir sem fram hafa farið á vatninu þykir sýnt að ekki er ráðlegt að fískur sé alinn í kvíum í vatninu þar sem slíkt geti skaðað iífríkið í vatn- inu og valdið sárefnisskorti í vatninu yfír vetrartímann. Unnsteinn Stefánsson og Björn Jóhannesson hafa rannsak- að lífríki vatnsins á undanförnum árum og af þeirra niðurstöðum hafa menn dregið þær ályktanir að vatnið sé ekki heppilegt fyrir eldi á matfiski í kvíum. Aftur á móti þykir vatnið mjög heppilegt til að seltuvenja hafbeitarfisk þ.e. að sleppa fiskinum í vatnið í tvo mánuði á vorin áður en hon- um er sleppt til sjávar. „Rannsóknir okkar hafa beinst að ástandi vatnsins sjálfs þ.e. hitafari, seltu og þess háttar. Ein augljós ályktun af þessum rann- sóknum er sú að súrefni er ekki mikið í dýpri hluta vatnsins og því gæti aukinn lífmassi leitt til súrefnisskorts," sagði Unnsteinn Stefánsson í samtali við Dag. Unnsteinn sagðist telja að Ólafsfirðingar gætu haft veruleg not af Ólafsfjarðarvatni en fylgj- ast þyrfti grannt með súrefnis- ástandi vatnsins, sérstaklega yfir vetrartímann. Laxeldisstöðin Óslax hefur sl. tvö sumur gert tilraunir með kvíaeldi í vatninu og hefur árang- urinn af því veriö góður hvaö vaxtarhraða fisksins varðar cn hins vegar getur úrgangur frá slíku eldi valdið mikilli lífrænni mengun og þar með súrefnis- skorti í vatninu. Að sögn Hreins Bernharðsson- ar, formanns náttúruverndar- nefndar mun að þessum niður- stöðum fengnum ekki verða mælt með að kvíaeldi verði stundað í Ólafsfjarðarvatni. JÓH Ekki er ráðlegt að stunda matfiskeldi í Ólafsfjarðarvatni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.