Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 12
20. nóvember 1987 - DAGUR - 11 helgarpakkinn * Stundin okkar er á sínum staö í Sjónvarpinu á sunnudaginn. Umsjónarmenn eru þau Helga Steffensen og Andrés Guðmundsson. SJÓNVARPIÐ FÖSTUDAGUR 20. nóvember 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 Nilli Hólmgeirsson. 42. þáttur. 18.25 Albin. 18.35 Örlögin á sjúkrahúsinu. (Skæbner í hvidt.) Annar þáttur. Nýr, danskur framhaldsmynda- flokkur í léttum dúr þar sem gert er grín að ástarsögum um lækna og hjúkrunarkonur og hinum svokölluðu „sápuóperum". 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Matarlyst - Alþjóða mat- reiðslubókin. Umsjónarmaður: Sigmar B. Hauksson. 19.20 Á döfinni. 19.25 Popptoppurinn. (Top of the Pops). Efstu lög evrópsk/bandaríska vinsældalistans, tekin upp í Los Angeles. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Þingsjá. Umsjónarmaður Helgi E. Helga- son. 21.00 Annir og appelsínur. Vikulegur þáttur í umsjá fram- haldsskólanema. Að þessu sinni bjóða nemendur Flensborgarskóla sjónvarps- áhorfendum að skyggnast inn fyrir veggi skólans. 21.40 Derrick. Þýskur sakamálamyndaflokkur með Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. 22.40 Ást við fyrsta bit. (Love at First Bite). Bandarísk bíómynd í léttum dúr frá árinu 1979. Leikstjóri Stan Dragoti. Aðalhlutverk George Hamilton, Susan St. James, Richard Benja- min, Dick Shawn og Arte Johnson. Þegar kastala Drakúla greifa í Transsylvaníu er breytt í menntaskóla tekur hann saman pjönkur sínar og flytur til New York ásamt þjóni sínum. Þar hyggst hann stíga í vænginn við sýningarstúlku sem hann hefur séð á síðum tískublaða. 00.20 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. LAUGARDAGUR 21. nóvember 14.55 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik West Ham og Nottingham Forest. 16.45 íþróttir. 17.00 Spænskukennsla II: Hablamos Espanol - Endur- sýndur þriðji þáttur og fjórði þáttur frumsýndur. Islenskar skýringar: Guðrún Halla Túliníus. 18.00 íþróttir. 18.30 Kardimommubærinn. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Smellir. 19.30 Brotið til mergjar. Umsjónarmaður Ámi Snævarr. 20.00 Fréttir og veðiu:. 20.35 Lottó. 20.45 Fyrirmyndarfaðir. (The Cosby Show). 21.10 Maður vikunnar. Umsjónarmaður Sigrún Stefáns- dóttir. 21.35 Á hálum ís. (Slap Shot.) Bandarísk bíómynd í léttum dúr frá 1977. Aðalhlutverk Paul Newman, Michael Ontkean og Lindsay Crouse. Fyrirliði ísknattleiksliðs beitir vafasömum brögðum til að auka á vinsældirnar. 23.35 Dægurflugur II. (Rock Pop in Concert.) Svipmyndir frá rokktónleikum í Múnchen. Fram koma nokkrir þekktir tónlistarmenn. 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SUNNUDAGUR 22. nóvember 15.05 Annir og appelsínur - Endursýning. Menntaskólinn við Sund. 15.35 Hátíðartónleikar ungra tónlistarmanna. (Jeunesse Gala-Concert.) Hljómsveit skipuð ungum tón- listarmönnum leikur í Borgar- leikhúsinu í Innsbruck. Upptak- an fór fram 26. október sl. Stjórnandi Manfred Honeck. 17.05 Samherjar. (Comrades.) Breskur myndaflokkur um Sovétríkin. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Stundin okkar. Innlent bamaefni fyrir yngstu börnin. í þessari stund rænir úlf- urinn Brúðubílnum. Slangan segir þjóðsöguna um Gissur á Lækjarbotnum og við sjáum leik- þátt um Dindil og Agnarögn. Lúlli kennir Lilla að þekkja litina og Olli og Malla kynna sér hvemig búa á til ost og ís. Umsjón: Helga Steffensen og Andrés Guðmundsson. 18.30 Leyndardómar gullborg- anna. (Mysterious Cities of Gold.) 18.55 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.05 Á framabraut. (Fame). 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning. Kynningarþáttur um útvarps- og sjónvarpsefni. 20.45 Heim í hreiðrið. (Home to Roost.) Lokaþáttur. 21.15 Hvað heldurðu? Spurningaþáttur Sjónvarps. í þessum þætti keppa Eyfirðing- ar og Þingeyingar á Hótel Húsa- vík að viðstöddum áhorfendum. Umsjónarmaður: ÓmarRagnars- son. Dómari: Baldur Hermannsson. 22.05 Vinur vor, Maupassant - Dóttir ekkjunnar. (L'ami Maupassant.) Franskur myndaflokkur gerður eftir smásögum Guy de Maupassant. Bréfberi í kyrrlátri sveit gengur fram á lík stúlkubarns sem sakn- að hefur verið um nóttina. Rann- sókn málsins ber lítinn árangur en á haustnóttum játar morðing- inn sekt sína. 23.05 Bókmenntahátíð '87. í þessum þætti er rætt við skáld- konuna Söru Lidman. Umsjónarmaður Ólína Þorvarð- ardóttir. 23.20 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJÓNVARP AKUREYRI FÖSTUDAGUR 20. nóvember 16.45 Eltingarleikur. (Chase.) Ung stúlka snýr aftur til heima- bæjar síns að loknu laganámi. Hún hyggst nýta sér menntun sína og þjálfun úr stórborginni, en ekki eru allir ánægðir með heimkomu hennar. 18.15 Hvunndagshetja. (Patchwork Hero.) 18.45 Lucy Ball. Lucy sér ofsjónir. 19.19 19.19. Fréttir, veður, íþróttir, menning og listir, fréttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum pakka. 20.30 Sagan af Harvey Moon (Shine On Harvey Moon.) 21.25 Ans - Ans. 21.55 Hasarleikur. (Moonlighting.) 22.45 Max Headroom. 23.10 Ást við fyrstu sýn. (No Small Affair.) Sextán ára strákhvolpur með ljósmyndadellu verður yfir sig ástfanginn af 23 ára söngkonu. Einu kynnin sem hann hefur af henni eru í gegnum linsuna, en samt er eitthvað við hana sem gerir þetta að einhverju öðru en smáskoti. Rómantísk gamanmynd með Demi Moore og Charles Cumm- ings í aðalhlutverkum. 00.50 Morðleikur. (Tag.) Eitt furðulegasta tómstunda- gaman háskólastúdenta á vest- urströnd Bandaríkjanna er þessi spennandi leikur. Þátttakendum er úthlutað skotmark sem þeir eiga að reyna að koma fyrir katt- amef en hver þátttakandi er jafnfram skotmark einhvers annars. Vopnið, sem notast er við, er pílubyssa með gúmmípíl- um. Leikurinn æsist eftir því sem fleiri „liggja í valnum" þangað til einn er eftir uppistandandi. Þetta er spennandi skemmtun, hin fullkomna samkeppni þar sem viðbragðsflýtir og útsjónar- semi em í aðalhlutverkum, þangað til einhver fer að taka leikinn alvarlega og mörk leiks- ins og raunveruleikans verða óljós. Spennumynd eins og þær gerast bestar. 02.20 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 21. nóvember. 9.00 Með afa. Þáttur með blönduðu efni fyrir yngstu bömin. Afi skemmtir og sýnir börnunum stuttar myndir: Skeljavík, Kátur og hjólakrílin og fleiri leikbrúðumyndir. Emilía, Blómasögur, Litli folinn minn, Jakari og fleiri teikni- myndir. Allar myndir sem börnin sjá með afa, em með íslensku tali. 10.35 Smávinir fagrir. 10.40 Perla. 11.05 Svarta stjarnan. 11.30 Mánudaginn á miðnætti. (Come Midnight Monday.) 12.00 Ekkjurnar. 3. þáttur. 12.50 Jimmy Swaggart. 13.50 Hlé. 14.35 Fjalakötturinn. Kvöld trúðanna. (Gycklarnas Afton.) Farandfjölleikahús er bakgmnn- ur þessarar athugunar á hinum eilífa þríhymingi sem myndast hefur á milli fölleikastjórans, konunnar sem hann elskar og ástmanns hennar. 16.20 Nærmyndir. Nærmynd af Birgi Sigurðssyni rithöfundi. Umsjónarmaður er Jón Óttar Ragnarsson. 17.00 Ættarveldið. Dynasty. 17.45 Golf. 18.45 Sældarlíf. (Happy Days.) 19.19 19.19. Fréttir, veður og íþróttir. 19.55 íslenski listinn. Bylgjan og Stöð 2 kynna 40 vinsælustu popplög landsins í veitingahúsinu Evrópu. Vinsælir hljómlistarmenn koma fram hverju sinni. 20.40 Klassapíur. (Golden Girls.) 21.05 Spenser. Tveir framúrskarandi háskóla- nemar frá Hamard skemmta sér við að myrða saklaust fólk. Þeg- ar Spenser reynir að komast á slóð þeirra, leika þau sér að hon- um eins og köttur að mús. 21.55 Reynsla æskileg. (Experience Preferred, But Not Essential.) Árið er 1962. Annie er nýsloppin út úr skóla á Norður-Englandi. Hún er ekki mjög veraldarvön þegar hún fer til starfa á afskekktu hóteli í Wales. Þar verða straumhvörf í lífi hennar. Hun kynnist hommanum Ivan, ástarsambandi Hywel og Paulu sem kryddað er sjálfspyntingu og furðulegu sambandi yfir- mannsins, konu hans og hjá- konu hans. 23.15 Viðvörun. (Waming Sign.) Þesi bandaríska spennumynd frá árinu 1985 er ekki við hæfi fólks með viðkvæmar taugai. í efnavopnaverksmiðju verður óhapp og sýkill, sem ætlaður er til hemaðar, sleppur út í and- rúmsloftið. Sjálfvirkt viðvömnar- kerfi einangrar verksmiðjuna samstundis og lokar alla starfs- mennina inni. En sumir þeirra hafa orðið fyrir barðinu á þeina eigin framleiðslu og hlotið sál- rænan skaða af. Myndin er alls ekki við hæfi barna. Klukkan þrjú á sunnudag kynnir Árni Blandon söngleikinn „Follies" eftir Stephen Sondheim á Rás 2.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.