Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 11
20, póveinber 1987 - DAQUR - 15 Stjórnmálaályktun kjördæmisþings framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra Kjördæmisþing framsóknar- manna, haldið að Hrafnagili 13.- 14. nóv. 1987, lýsir yfir stuðningi við ríkisstjórn Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og leggur áherslu á að ríkisstjórnin haldi fast við þau meginmarkmið að stuðla að jafn- vægi, stöðugleika og nýsköpun í efnahags- og atvinnulífi, jafna lífskjör og draga úr verðbólgu. Á síðasta kjörtímabili tókst ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar að ná niður verðbólgu, draga úr skuldasöfnun erlendis, efla atvinnulífið og auka kaup- máttinn. Undanfarna mánuði hefur þensla ríkt í íslensku efnahags- og atvinnulífi og verðbólga vaxið á ný. Kjördæmisþingið leggur áherslu á að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að hemja verðbólguna og draga úr þenslu. Mikilvægt er að gæta þess að efnahagsleg skilyrði og umgjörð atvinnu- og efnahagslífs tryggi eðlilega samkeppnishæfni íslenskra atvinnuvega. Þingið lýsir stuðningi sínum við þá ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að leggja fram hallalaus fjárlög. Brýna nauðsyn ber til að koma á betra jafnvægi á lána- markaði og draga úr innstreymi erlends lánsfjár. Jafnframt skal stefnt að hallalausum viðskiptum við útlönd og lækkun erlendra skulda. Fingið skorar á stjórnvöld að grípa nú þegar til róttækra aðgerða gegn skattsvikum. Skattalög verði einfölduð svo að eftirlit með framkvæmd þeirra verði auðveldara og innheimta skilvirkari og réttlátari. Þingið leggur áherslu á skynsamlega nýtingu landsins gæða og minnir jafnframt á mikil- vægi þess að umgangast náttúru- auðlindir til lands og sjávar með fyllstu varkárni og gæta þess að fórna ekki ómetanlegum perlum íslenskrar náttúru fyrir stundar- gróða. í sjávarútvegi er nauðsynlegt að fylgja áfram heildarstjórnun fiskveiða. Þingið telur að fylgja beri í aðalatriðum þeirri stefnu sem gilt hefur og leggur áherslu á að ekki verði gerðar breytingar nema í fullu samráði við hags- munaaðila. Landbúnaður er undirstaða atvinnustarfsemi víðast hvar um landið. Þingið leggur því áherslu á að staðið verði við ákvæði búvörusamningsins og áhersla lögð á uppbyggingu nýrra atvinnu- greina í sveitum. í iðnaði og þjónustugreinum leggur þingið áherslu á aukna tæknivæðingu og markaðsþekk- ingu. í landinu býr ein þjóð. Þess vegna þarf að vinna markvisst að auknum skilningi á milli þéttbýlis og strjálbýlis og tryggja fullt jafn- vægi milli byggðarlaga. Þingið leggur áherslu á að bættar sam- göngur á öllum sviðum eru mikil- vægur þáttur til að tryggja þetta jafnvæg'i. Sérstaka áherslu leggur þingið á uppbyggingu hafnar- mannvirkja, en hafnir eru lífæðar sjávarplássa og þar með byggðar- laga um allt land. Þingið minnir á nauðsynlega uppbyggingu á sviði mennta- félags- og heilbrigðismála til að tryggja sem jafnasta og besta þjónustu við landsmenn alla, hvar sem þeir velja sér búsetu. í stefnu Framsóknarflokksins er lögð áhersla á að fjölskyldan og heimilið eru hornsteinar þjóð- félagsins. Þingið ítrekar þessa stefnu og uin leið og lögð er áhersla á jafnlaunastefnu og jafn- réttisbaráttu kvenna, verði unnið að því að treysta stöðu fjölskyld- unnar og tryggja velferð barna. Framsóknarflokkurinn er frjáls- lyndur umbóta- og félagshyggju- flokkur, sem berst fyrir þjóðfé- lagi jafnaðar og félagslegs rétt- lætis. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi sam- vinnuhreyfingarinnar og styður jafnframt heilbrigt einkaframtak sem mikilvægan þátt í uppbygg- ingu þess blandaða hagkerfis sem hér ríkir. Ný öld er í augsýn. Öld þekk- ingar, upplýsinga og hátækni. Öld meiri og víðtækari samskipta þjóða í milli. Kjördæmisþingið leggur áherslu á mikilvægi þess að Framsóknarflokkurinn verði áfram það leiðandi afl í íslensk- um stjórnmálum, sem best er treystandi til að leiða þjóðina inn í þessa nýju öld. Takið eftir! Ákveðið hefur verið að hætta um næstu áramót rekstri frystiklefa félagsins á Hauganesi. Viðskiptavinir vorir sem geyma matvæli í frysti- klefanum eru því vinsamlegast beðnir að fjarlægja þau eigi síðar en 31. des. nk. Kaupfélag Eyfirðinga. Þriðjudaginn 24. nóvember verður spiluð fram- sóknarvist á Hótel KEA og hefst hún kl. 20.30. ★ Veglegír vinningfar. ★ Allir velkomnir. Framsóknarfélag Akureyrar. .færir póstþjónustu í dreifbýli inn á heimilin! Á liönum árum hefur landpóstþjónustan aukist verulega. Landpóstarnir veita flesta þá þjónustu sem pósthúsin veita. Þeir koma þrisvar til fimm sinnum í viku eftir landshlutum og gera langan akstur á pósthús óþarfan. Hægt er aó senda texta, myndir og allt annað sem Ijósrita má I svart/hvltu. Þú getur farió á næstu póstfaxstöó og afhent þar frumrit sem senda skal. Hér innanlands kostar fyrsta blaöslðan 135 kr. og næstu slöur 90 kr. hver (miöaó vió 01.07.87). Þaö tekur aðeins 1 mlnútu aö koma gögnum frá ísafiröi til Tokyo! Póstfax er nýjung sem öllum nýtist! ...prent og myndefni landshluta eða heimsálfa á milli — á örfáum mlnútum! ...undirstaða öruggrar og góðrar póstþjónustu! Mikilvægt er að rétt og vel sé búið um sendingar. Til að koma á móts við viöskiptavini póstþjónustunnar eru boönar til sölu margvíslegar umbúóir, kassar og umslög sem tryggja hag— kvæmni og öryggi enn frekar. Póst- og símamálastofnunin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.