Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 1. desember 1987 Kammerhljómsveit Akureyrar heldur stórtónleika í Samkumuhúsinu í kvöld kl. 20.30. Leikin verða verk eftir Muzart ug Beethuven. Einleikari er Emil Friðtínnssun. Á myndinni sést Ruar Kvam stjórna sveitinni af mikilli rögg- semi á æfingu sl. sunnudag. Mynd: ehb Viðgerð hafin á hafnargarðinum í Ólafsfirði: Fjárveitingin er framar björtustu vonum - segir formaður hafnarnefndar „Farandmarkaðir" að sunnan: „Mórauð atvinnu- starfsemi“ - segir Magnús Sigurjónsson Eins og fram kom í Degi fyrir helgi hefur ríkisstjórnin sam- þykkt 15 milljóna króna auka- Ijárveitingu vegna hafnar- skemmda í októbermánuði. Stærsti hluti þessarar fjárveit- ingar, eða 9,5 milljónir króna, rennur til viðgerðar á hafnar- garðinum í Ólafsfirði en hann stórskemmdist í óveðrinu. Hafnarnefnd Ólafsfjarðar hef- ur fundað um málið og ákveð- ið að reyna að hraða fram- kvæmdum. Skagaströnd: Drög að nýju aðalskipulagi liggja fyrir - fullvinnslu lokið í mars á næsta ári Drög að nýju aðalskipulagi voru á dögunum kynnt íbúum á Skagaströnd en gamla skipu- lagið frá 1975 er sprungið fyrir löngu. Unnið er af miklum krafti að skipulaginu og áætlað að það verði tilbúið til sam- þykktar í mars á næsta ári. Guðmundur Sigvaldason sveit- arstjóri varð fyrir svörum þeg- ar við slógum á þráðinn. „Það var í maí eftir miklar vangaveltur um þessi skipulags- mál, að gerður var samningur við arkitekt um að gera nýtt aðal- skipulag fyrir Skagaströnd og- reyndar allan hreppinn. Þessari tillögu að skipulagi skilaði arki- tektinn í byrjun oktöber cins og um var samið, en endanlega eiga málin að liggja fyrir í mars á næsta ári.“ Guðmundur lagði á það áherslu að hér væri um að ræða aðalskipulag og þá um leið heild- arþróun skipulags á staðnum til næstu tuttugu ára. Eins og fram kemur hér að framan er gamla skipulagið löngu sprungið og menn ef svo má að orði komist farnir að byggja fyrir utan kortin. Guðmundur sagði að unnið væri af geysimiklum krafti í þessum málum öllum og aðalskipulagið ætti að vera klappað og klárt í byrjun mars á næsta ári. pbv „Okkur líst vel á þessa fjárveit- ingu. Þetta er samkvæmt björtu- stu vonum en þetta fjármagn fer allt í viðgerð á garðinum. Ef veð- ur helst gott áfram þá verður hægt að bjarga því að garðurinn skemmist ekki meira,“ sagði Óskar Þór Sigurbjörnsson, for- maður hafnarnefndar Ólafsfjarð- ar. Heimamenn voru byrjaðir upp á eigin spýtur að gera við hafnar- garðinn og var til þess notað grjót sem „tínt“ var í Ólafsfjarðar- múla. Hafnarnefnd hefur ákveð- ið að þessari viðgerð verði nú Sjónvarpsmenn voru á ferðinni á Sauðárkróki í síðustu viku. Þar unnu þeir undir stjórn Gísla Snæs Erlingssonar að upptökum á unglingaþættinum Önnum og appelsínum. Það eru nemendur framhaldsskól- haldið áfram af fullum krafti en stærsta óvissan í viðgerð garðsins er hvar grjót verður tekið til við- gerðarinnar. Sérfræðingar frá Hafnarmálastofnun eru væntan- Iegir til Ólafsfjarðar á næstunni til að kanna möguleika á nýju grjótnámi en hvort hægt verður að hefja nýtt grjótnám nú veltur á veðurguðunum. Óskar sagði að áhersla verði lögð á grjótvörn við garðinn til að koma í veg fyrir frekari skemmd- ir en ljóst er að fullkomin viðgerð á hafnargarðinum bíður vors. JÓH anna sem leggja fram efni í þessa þætti. Að sögn Eiríks Guðmundsson- ar umsjónarmanns þáttarins verður þáttur Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki á dagskrá 4. des- Fatakaupmcnn á Sauðárkróki voru ekki ýkja hrifnir þegar verslun úr Reykjavík var með fatamarkað í bænum 2 daga í síðustu viku. Eru þeir óhressir með að leyfi af þessu tagi séu veitt. Komu þeir kvörtunum sínum til bæjarfógeta sem hef- ur með slíkar leyfisveitingar að gera. Að sögn Halldórs Jónssonar bæjarfógeta er alltaf talsvert um að sótt sé um þessi leyfi, en í langflestum tilfellum sé þeim hafnað. Ástæðan fyrir þessu til- tekna ieyfi væri sú, að sér hefði verið tjáð að hér væri um fínni kvenfatnað að ræða og talið að ekki væri svo mikið framboð á þeirri vöru í bænum. „Ég er ekki að amast við því að fólk fái þá vöru sem það vill kaupa og er hlynntur samkeppni á jafnrétti'sgrundvelli. En það er hún ekki þegar aðilar að sunnan, sem ekkert skilja eftir sig til bæjarfélagsins, koma hingað í 1-2 daga og taka viðskipti frá heima- aðilum, sem halda uppi þjónustu hér allt árið og greiða sín gjöld til ríkis og bæjar ásamt öðrum til- kostnaði. Þá er mér til efs að þess- ir „farandmarkaðir" hafi þann umbúnað um peninga, þ.e.a.s. peningakassa með strimli, sem krafist er gagnvart skilum á sölu- skatti. Mér finnst ekki hægt að una þessu. Þetta er kannski ekki svört atvinnustarfsemi, en alltént mórauð," sagði Magnús Sigur- jónsson vöruhússtjóri í Skag- firðingabúð. „Það er ekki gott við þessu að gera og vitaskuld erum við ekki hrifnir. Mér er sagt að önnur bæjarfélög hafi breytt reglugerð- ember. Seinna í vetur munu svo sjónvarpsmenn halda til í viku á Ákureyri, þegar þættir Mennta- skólans og Verkmenntaskólans verða teknir upp. Verður það að sögn umsjónarmannsins í byrjun mars. -þá um og sett það há gjöld á slík leyfi að umsækjendur hafi guggnað. Hvað við gerum er ekki gott að segja. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem svona kvartanir berast, þó að mér skiljist að þessir hraðmarkaðir hafi verið hér áður á ferð. Ætli við sjáum ekki til hvað bæjarfógeti gerir með þess- ar óformlegu kvartanir sem hon- um bárust," sagði Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri. -þá Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki: Mikil sölu- aukning á þessu ári Gífurleg söluaukning hefur orðiö á þessu ári á framleiðslu Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki. Stefnir allt í að hún verði 50% á milli ára. Fari úr 2400 tonnum á síðasta ári í 3600 tonn á þessu. Þar af selj- ist 3100 tonn á innanlands- markaðinum. Síðustu 2 mánuði hefur þurft að vinna aukavaktir í verksmiðj- unni til að framleiða upp í pant- anir, en enginn lager hefur verið til staðar í allt haust. Að sögn Þórðar Hilmarssonar fram- kvæmdastjóra hefur þó tekist að verða við öllum pöntunum og afgreiðslutími á stærri pöntunum verið 1-2 vikur. „Þetta er mjög skemmtileg staða. Við horfum með bjartsýni til næsta árs og búumst við frekari söluaukningu á innanlandsmarkaðinum,“ sagði Þórður. -þá Rætt um aðskilnað dóms- valds og fram- kvæmdavalds - á aðalfundi Dómara- félags íslands Aðalfundur Dómarafélags íslands, dómaraþing, var hald- inn á Hótel Sögu dagana 12. og 13. nóvember s.l. Fundurinn hófst með ávarpi formanns félagsins, Jóns Skaftasonar, yfirborgarfógeta. Þá fluttu gestir fundarins ávörp, þeir Björn Friðfinnsson aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, í fjarveru ráðherrans, og Sveinn Snorrason hrl., formaður Lög- mannafélags íslands. I fundarlok síðari fundardag- inn var efftirfarandi tillaga sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur Dómarafélags íslands haldinn 12. og 13. nóvember 1987 fagnar því að dómsmálaráðherra hefur þegar skipað nefnd til þess að vinna að tillögugerð um aðskilnað dóms- og stjórnsýslustarfa hjá dómara- embættum utan Reykjavíkur og um þær breytingar sem af því leiða. Þótt málið sé brýnt, varar fundurinn eindregið við því, af gefnu tilefni, að endurskoðuninni verði hraðað svo að ekki vinnist tími til að skoða rækilega alla þætti málsins." Eiríknr Guðmundsson umsjónarmaður þáttanna, Gunnar Bragi Sveinsson á hestbaki og Ingibjörg Friðriksdóttir við upptökur í Sauðárgili. Mynd: -þá. Sauðárkrókur: Upptökur á Önnum og appelsínum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.