Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 15
1. desember 1987 - DAGUR - 15 Gunnar Hilmarsson: Fómað fyrir fylgi Nú er rúmlega hálft ár síðan við kusum til Alþingis. Þá unnu Sam- tök jafnréttis og félagshyggju ánægjulegan kosningasigur sem eftir var tekið, ekki bara hér á Norðurlandi eystra heldur um land allt. Því var mjög haldið á lofti þá, að okkar framboð væri persónu- bundið. Skoðanamunur við Framsókn væri enginn. Þetta var og er mikill misskilningur. For- ysta Framsóknar vildi Stefán Valgeirsson í burtu, fyrst og fremst vegna þess að hann deildi óspart á breytta stefnu flokksins. { grein sem ég skrifaði 16. des- ember sl. stendur m.a.: „Ég hefi sagt það áður, og vil ítreka það hér: Það er klofn- ingur í flokknum og sá klofn- ingur er fyrst og fremst út af ágreiningi um málefni. Um leið hlýtur að verða ágrein- ingur um menn, sem eru full- trúar þeirra sjónarmiða sem okkur greinir á um. Ef við horfum fram á við þá er það alveg ljóst að við þurfum nýja forystu til að sameina okkur aftur í þá heild sem við verðum að vera ef við ætlum að vera forystuafl þessa kjördæmis, sem og landsbyggðarinnar. Framsóknarflokkurinn var og hefur verið í afgerandi forystu fyrir landsbyggðina alla í áratugi. Getum við sagt að hún sé afgerandi í dag? Því miður ekki og það sem ennþá verra er, er að í þeirri leiftursókn sem nú skal háð til þess að afla flokknum fylgis á suðvesturhorninu er því hlutverki varpað fyrir borð.“ Vissulega ólum við margir þá von með okkur að „Eyjólfur myndi hressast," að flokkurinn myndi taka upp sína fyrri stefnu. Verða aftur forystuafl jafnréttis í landinu og þar með jafnréttis byggðanna. Því miður örlar ekki á slíku enn. Forysta flokksins virtist líka þeirrar skoðunar að við myndum sameinast á ný og bauð Stefáni að ganga í þingflokkinn. Við buðum henni norður til viðræðna. Á þeim viðræðufundi með Steingrími Hermannssyni og Páli Péturssyni lögðum við fram úttekt okkar á stjórnarsáttmálan- um og okkar helstu sjónarmið. Þeir ágætu menn töldu sig geta undir þau öll skrifað, en, vera þeirra í ríkisstjórn kæmi í veg fyrir að hægt væri að vinna að þeim. Um þau næðist ekki sam- staða, peningar væru ekki til o.s.frv. Sömuleiðis var það algjör forsenda fyrir veru Stefáns í þing- flokknum að hann styddi ríkis- stjórnina. Þetta gátum við ekki fallist á og skildu því leiðir. Þegar sjálfstæðis- og framsókn- armenn sátu saman í síðustu ríkisstjórn voru eðlilega margir óánægðir með það samstarf. Þá var það m.a. réttlætt með því, að ef Framsókn væri ekki með, væri Jón Baldvin meira en reiðubúinn og verri stjórn gæti landsbyggðin ekki fengið en slíka, og getur það út af fyrir sig verið rétt. Nú eru allir þessir flokkar komnir í stjórn og ekki annað að sjá en að þeir ætli að vera sam- stíga, a.m.k. þegar jafnrétti byggðanna á í hlut. Jón Baldvin, guðfaðir hennar, lýsir því líka yfir að hann ætli að moka flórinn, enginn fái stöðvað sig. Ljóst er af fyrstu skóflunum að hann telur þann flór ekki vera á suðvestur- horninu. Jafnvel kratafélög úti á landi eru farin að senda sínum Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn. Reykjavíkurráðherrum bæna- skrár um að vera nú ekki of vondir við landsbyggðina. Þegar stefnuskrá ríkisstjórnar- innar er lesin er flestum ljóst, að fjármagnið og eigendur þess eru þar settir í hásætið. Manngildi ofar auðgildi var til skam'ms tíma í stefnu Framsóknarflokksins. Nú hljómar það sem öfugmæli. Orð eru eitt og aðgerðir annað, en því miður fer þetta saman núna. Auknar álögur, matarskattur, bifreiðaskattur, niðurskurður framkvæmda úti um land til að slá á þensluna í Reykjavík. Niðurskurður á rann- sóknastofnunum landbúnaðar- ins, atlaga gegn smábáta- eigendum o.s.frv., o.s.frv., allt beinist þetta fyrst og fremst gegn landsbyggðinni. En hvað. Framsóknarflokkur- inn vill verða stór flokkur á Reykjavíkursvæðinu og dugi þetta ekki til þá stefnir hugur ein- hverra til þess að ganga í eina sæng með krötum. Segja má líka að þetta sé rökrétt. Þegar valdið er flutt á suðvesturhornið verður líka að ná fótfestu þar. Og fleiru mun fórnað. Sam- vinnuhreyfingin er og hefur verið einn af hornsteinum landsbyggð- ar. Sjá menn virkilega ekki hvernig sú andbyggðastefna sem hér hefur riðið húsum undanfarin ár hefur farið með þessa hreyf- ingu og á eftir að gera í auknum mæli. Samdráttarstefnan hefur þrengt gífurlega að mörgum kaupfélögum og fyrirtækjum þeirra, sem aftur bitnar á sam- tökunum í heild. Bætt skipulag og bættur rekstur stoðar lítið þegar grundvellinum er kippt í burtu. Hin nýja stefna sést e.t.v. best á auglýsingasíðum dagblaða og í öðrum fjölmiðlum, í auglýsing- um fjárvörslufyrirtækja hins gráa fjármagnsmarkaðar. Trúi fólk þeim fyrir peningum sínum rætist æðsti draumurinn. Enginn þurfi að vinna meira, peningarnir vinni fyrir þá. Fyrir ekki löngu auglýstu fjár- vörslumenn þess tíma, að þeir ávöxtuðu fé manna á „hagkvæm- an og þægilegan hátt“. Þá var þessi stétt kölluð okrarar. Nú hefur okkur fleygt fram. Nú heita þeir ráðgjafar og fá myndir af sér í blöðum og sjónvarpi. Þegar litið er yfir svið stjórn- mála í dag verður flestu sæmilega hugsandi fólki það Ijóst, að við núverandi ástand verður ekki unað. Gömlu flokkarnir lifa í heimi nýrrar frjálshyggju þar sem fjármagnið á að ráða og stjórna. Álþýðubandalagið er í molum, völdin þar komin í hendur Reykj- avíkurdeildarinnar. Kvennalistinn er sjálfum sér samkvæmur en er í eðli sínu tímabundið fyrirbæri án eðlilegrar framtíðar. Hér virðist þurfa að koma til nýtt afl þeirra sem standa í miðju og vinstra megin við miðju stjórnmálanna. Þetta er afar stór hópur, gæti sennilega verið sterk- asta pólitíska aflið í dag nái það saman. Það sem skilur þetta fólk að eru smámunir miðað við það sem það á sameiginlegt. En hvar skal byrja? Tveir hóp- ar virðast eiga þar nokkra sam- leið, þ.e. Samtök jafnréttis og félagshyggju og Þjóðarflokkur- inn. Einnig liggur í augum uppi að stór hluti af kjósendum hinna flokkanna á þar samleið, þó í misjöfnum mæli sé. Vonandi er að jretta fólk beri gæfu til að ná saman, ekki bara þeirra vegna, heldur vegna þjóðarinnar allrar. Gunnar Hilmarsson. Drífa Steindórsdóttir, Ragnhildur Arna Hjartardóttir og Anna Þorbjörg Jónasdóttir hcldu hlutaveltu í Vanabyggö 15 nú á dögunum til styrktar Rauða krossi Islands. Söfnuðu þær alis kr. 1.460.- Vinningstölur 28. nóvember 1987. Heildarvinningsupphæð kr. 5.293.995.- 1. vinningur kr. 2.650.794.- Skiptist á milli 3ja vinningshafa kr. 883.598,- á mann. 2. vinningur kr. 793.102.- Skiptist á milli 257 vinningshafa kr. 3.086.- á mann. 3. vinningur kr. 1.850.099.- Skiptist á milli 7741 vinningshafa sem fá 239 kr. hver. *tf/&sé532 asr Viðskiptavinir athugið! Fram til jóla verður vöruafgreiðsla okkar á Akureyrarflugvelli opin á laugardögum kl. 9-14 auk venjulegs afgreiðslutíma. FLUGLEIÐIR Félag málmiðnaðarmanna Akureyri Fundarboð: Félag málmiðnaðarmanna heldur félagsfund fimmtudaginn 3. desember nk. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Fjármál. 3. Kosning í iðnráð. 4. Kjaramál. 5. Önnur mál. Stjórnin. Viljum ráða reglusaman duglegan unglingspilt til starfa nú þegar. Upplýsingar á staðnum. Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar & Co. hf. AKUREYRARB/CR Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir forstöðumanni við dagvistina Sunnuhlíð frá 1. febrúar 1988. Dagvistin er ein deild með 20-25 börnum, fyrirhugað er að taka hana í notkun í mars 1988. Skriflegar umsóknir skuli berast til dagvistardeildar, Eiðsvallagötu 18, fyrir 31. desember 1987. Ennfremur auglýsum við eftir forstöðu- mönnum við dagvistirnar Flúði og Síðu- sel frá 1. janúar 1988. Umsóknarfrestur er til 10. desember 1987. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 96-24600 alla virka daga frá kl. 10-12. Dagvistarfulltrúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.