Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 5
1. desember 1987 - DAGUR - 5 Spamaðurinn skilar sér til sveitarfélaganna - raunlækkun á árgjaldaprósentu til Fjórðungssambands Norðlendinga milli 1985 og 1987 var 22% Á Fjórðungsþingi Norðlendinga, sem haldið var að Laugum 1985, var ákveðið að breyta starfsemi Fjórðungssambands Norðlend- inga á þann veg að hætta rekstri iðnráðgjafastarfsemi á vegum sambandsins og leggja niður milliþinganefndir. í stað fjöl- menns fjórðungsráðs skyldu starfa fimm menn í fjórðungs- stjórn. Fjórðungsstjórn var falið af fjórðungsþingi að ákveða hundraðshluta árgjalda á grund- velli þessara breytinga sem algjör samstaða var um á þinginu. Árgjaldið var ákveðið fyrir 1986 0,35% af álagningatekjum og jöfnunarsjóðstekjum sveitar- félaga í stað 0,5% áður. Ákvörð- un þessa byggði fjórðungsstjórn á því að áfram fengist framlag úr Byggðasjóði til áætlunargerðar og að framlag til landshluta- samtakanna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði ekki skert frekar en þá var raunin og að álagning sveitarfélaga yrði hlið- stæð og var árið 1985. Raunin varð önnur. Árgjalda- tekjur af álagningu sveitarfélaga lækkuðu um kr. 140 þús. vegna fyrirskipaðrar lækkunar á álagn- ingu útsvars frá ríkisstjórninni, sem liður í samkomulagi við aðila vinnumarkaðsins. Skerðing á framlagi jöfnunarsjóðs til lands- hlutasamtakanna var aukin og nam skerðingin um kr. 260 þús. miðað við áætlun. Niðurfellingin á framlagi Byggðasjóðs var um kr. 600 þús. Þetta þýddi tekjutap upp á 1 milljón kr. Við þetta bættist að kostnaðarhækkanir á árinu reyndust hærri en ráð var fyrir gert, þegar árgjöldin voru ákveð- in og samkvæmt febrúarsamkomu- laginu. Árgjöld 1986 reyndust kr. 4424 þús., og voru 5,8% lægri, en árið 1985. Á milli áranna 1985 og 1986 hækkuðu tekjur sveitar- félaga almennt um 30-32%. Vísi- tala kostnaðar í opinberum rekstri hækkaði um 28,7% milli ára. Útgjöld sambandsins stóðu í stað á milli ára, þrátt fyrir allar þessar kostnaðarhækkanir. Sá áformaði sparnaður, sem stefnt var að skilaði sér að fullu Áskell Einarsson. til sveitarfélaganna. Árgjöld margra stærri sveitarfélaga stóðu í stað eins og Siglufjarðar, þótt tekjur þeirra stórhækkuðu á milli ára. Með tilliti til þess að niðurfell- ing á framlagi úr Byggðasjóði mundi verða varanleg, og vegna aukinna áforma um skerðingu á framlagi úr Jöfnunarsjóði til landshlutasamtakanna, var ljóst að leiðrétting á þessum tekju- stofnum mundi ekki fást eins og raunin varð á. Áðurnefnd tekjuskerðing var 22-23% miðað við árgjaldatekjur ársins 1986. Fjórðungsstjórnin tók þann kostinn að helminga þennan mun á þann veg að hækka árgjaldaprósentuna aðeins um 10% að raungildi, og mæta tekju- missinum að öðru leyti með auknum sparnaði í rekstri. Þetta bera endurskoðuð áætlun fyrir 1987 og áætlun 1988 með sér. En þrátt fyrir þessa óhjákvæmi- legu leiðréttingu árgjalda hefur orðið raunlækkun á árgjalda- prósentu milli áranna 1985 og 1987 að raungildi um 22%, eða úr 0,5% í 0,385%. Þetta sýnir að upphafleg áform um sparnað hafa náðst og jafnvel betur en menn þorðu að vona. í greinargerð fyrir fjárhags- áætlun 1988 er metin skerðing jöfnunarsjóðsframlags til Fjórð- ungssambands Norðlendinga og skerðing vegna niðurfellingar Jólasmásagnakeppni Barnaútvarpsins 1987 Um þessar mundir stendur yfir á vegum Bamaútvarpsins smá- sagnakeppni sem börn- og ungl- ingar á aldrinum 9-14 ára geta tekið þátt í. Sögurnar eiga að fjalla um jólin eins og nafnið bendir til og til viðmiðunar eiga þær að vera 3-4 handskrifaðar síður eða 2-3 vélritaðar. Skilafrestur er 15. desember og verða veitt þrenn vegleg verð- laun, 1. verðlaun er Goldstar útvarps- og kassettutæki, 2. -3. verðlaun eru Leader Wave vasaútvarpstæki. Utanáskriftin er: Barnaútvarpið Efstaleiti 1 150 Reykjavík. Þær sögur sem bera sigur úr býtum verða lesnar í Barnaút- varpinu 18. desember og verð- launaafhending einnig. framlags úr Byggðasjóði. Nemur þessi skerðing í heild kr. 1624 þús. Sé miðað við árgjaldaáætlun 1988 svarar þetta til 21,8% af árgjöldum næsta árs. Allir sjá það sem vilja, að ef þessar tekjur hefðu komið fullkomlega til skila, eins og upphaflega var mið- að við 1985 væru árgjöldin innan við 0,35%, eins og þeir bjartsýn- ustu vonuðust til eða jafnvel lægri. Sé borið saman við önnur landshlutasamtök er árgjald á íbúa í lægsta kannti, þótt rekstur Fjórðungssambands Norðlend- inga og starfsemi þess sé umfangs- meiri en annarra landshlutasam- taka. Hvort borgar sig að taka þátt í svona samstarfi er annað mál. Það er hægt að benda á ótal dæmi um beinan hagnað af starfi lands- hlutasamtaka. Landshlutasam- tökin eru hagsmunasamtök sveit- arfélaga í heild og ber að skoða þau þannig. Hins vegar reyna þau að fylgja eftir baráttumálum einstakra byggða eftir því sem mögulegt er, en leggja megin- áherslu á byggðamálin í heild. Máski verður síðar vikið að innra starfi sambandsins, ef tilefni gefst. Áskell Einarssun. LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. _________________|| Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655. u HUPP'ARA- Nuddstofan Höfðahlíð 1 Akureyri • Sími 96-25610 Höfum opið frá kl. 9-20 alla virka daga. Lokað laugardaga og sunnudaga. Örfáir tímar lausir fyrri hluta dagsins. Bjóðum upp á: ★ Rafmagnsnudd (frábært tæki). ★ Líkamsnudd. ★ Svæðanudd. ★ Slökunarnudd. ★ Sturtu- og gufubað. ★ Heitt á könnunni allan daginn. Nuddstofan Höfðahlíð 1 Akureyri • Sími 96-25610 Afsláttur til félagsmanna K.Þ. , nóv. — 9. des. Kaupfélag Þingeyinga hefur ákveðið að gefa félagsmönnum sínum sérstakan afslátt af staðgreiddri vöruúttekt í eftirtöld- um deildum: Vefnaðarvörudeild, Söludeild, Búsáhalda- og gjafavörudeild ........... 10% Byggingavörudeild, af málningu og gólfefnum . 10% Hljómtækjadeild ......................... 7% Véladeild, af hjólbörðum ................ 7% Þessi kjör gilda einnig í sömu vöruflokkum í öllunr útibúum félagsins. Félagsmannakort Húsavíkurdeildar verða afhent á skrifstofu K.Þ. Nýir félagsmenn boönir velkomnir. Munið af framvísa félagsmannakortum! Afsláttur gildir ekki er notuð eru greiðslukort. Cylinda þvottavélar*sænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðar til að endast. uárrtf'Rafland hf. Rafeindaverkstæði - Raftækjaverslun Sunnuhliö 12 • Pósthóll 516 • Akureyri • Sími 96-25010 ^onix ábyrgð SÉRTILBOD ASEA Cylinda 11000 Verð áður kr. 45.860 Afsláttur kr. 7.110 Nú staðgr. kr. 38.750 Ath. tilboðið gildir aðeins í stuttan tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.