Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DAG'UR - 1. desember 1987 Ullariðnaður Sambandsins Unnið við spunavél í verksiniðjusal gömlu ullariðnaðardeildarinnar. Nú um mánaðamótin tekur til starfa nýtt og öflugt ullariðn- aðarfyrirtæki, Alafoss h.f.. Tekur það við rekstri Ullariðn- aðar Sambandsins á Akureyri og Alafoss h.f.. Hinn nýi Ala- foss h.f., sem formlega er stofnaður í dag, 1. desember, verður með ullarvörufram- leiðslu á Akureyri, í Mosfells- bæ og í Hveragerði. Auk þess rekur fyrirtækið verslunina Álafoss í Reykjavík. Hér verð- ur um að ræða stærsta ullar- vinnslufyrirtæki þjóðarinnar og mun það leggja höfuð- áherslu á framleiðslu ullar- varnings til útflutnings og verða starfsmenn um 550. Helstu markaðssvæði verða Bandaríkin, Sovétríkin, V.-Evr- ópa og Japan. Forstjóri hins nýja fyrirtækis er Jón Sigurðarson, en aðstoðarforstjóri Aðalsteinn Helgason. Gamalt nafn á nýju fyrirtæki Hið nýja fyrirtæki hefur hlotið nafnið Álafoss h.f., m.a. vegna þess að það nafn er þegar vel þekkt yíða um lönd sem tákn fyr- ir gott ullarvörufyrirtæki, auk þess myndi það kosta milljónir eða milijónatugi að auglýsa nýtt nafn á mikilvægum erlendum ullarmörkuðum. Stjórn félagsins var einróma samþykk nafngift- inni. Sérfróðir erlendir markaðs- ráðgjafar telja þetta nafn vænsta kostinn, bæði hvað varðar sparn- að í auglýsinga- og kynningar- kostnaði og einföldun í markaðs- og sölumálum. í samkomulagi eigenda hluta- fétagsins nýja segir m.a.: „Félag- ið yfirtekur rekstur, eignir og skuldir Álafoss h.f. og Ullariðn- aðar Sambandsins og miðast yfir- takan við 31. des 1987. Stofnend- ur munu tryggja að frá 1. des 1987 fari forstjóri félagsins jafn- framt með framkvæmdastjórn Álafoss h.f. og Ullariðnaðar Sambandsins. Samkomulag er um að framkvæmdavald varðandi rekstur fyrirtækjanna verði í höndum stjórnar félagsins og for- stjóra frá 1. des. 1987 og þar til yfirtakan fer fram.“ Dreifð starfsemi Hlutafé hins nýja Álafoss h.f. verður 700 milljónir króna og á Framkvæmdasjóður íslands helming þess, en Samband ísl. samvinnufélaga hinn helminginn. í stjórn hins nýja iðnfyrirtækis eiga sæti Sigurður Helgason, stjórnarformaður, Valur Arn- þórsson, varaformaður, Brynj- ólfur Bjarnason, Guðjón B. Ólafsson og dr. Gylfi Þ. Gísla- son. Heimili hins nýja Álafoss h.f., varnarþing og höfuðstöðvar verða á Akureyri. Ákveðið hefur verið að band- deild verði starfrækt í verksmiðj- unni í Mosfellsbæ, en vefnaðar- framleiðsla verður í verksmiðj- unni á Akureyri. Prjónavarning- ur verður framleiddur bæði í Mosfellsbæ og á Akureyri, en ullarþvotturinn verður í Hvera- gerði. Álafossverslunin verður áfram starfrækt að Vesturgötu 2 í Reykjavík. Pað má því segja að hér sé um að ræða iðnfyrirtæki, sem er með starfsemi sína í fjór- um sveitarfélögum víða um land og stóran hluta hráefnisins, ull- ina, kaupir það frá bændum um allt land. Pví til viðbótar munu prjóna- og saumastofur víðs veg- ar um landið verða undirverktak- ar hjá hinu nýja fyrirtæki. Hæft starfsfólk og vönduð vara Tilgangur með rekstri hins nýja fyrirtækis er m.a. sá að bæta hag eigendanna með öflugri markaðs- færslu og framleiðslu á „textilvör- um“. Hagnaðarsjónarmið munu ráða ríkjum þegar frá upphafi, en hagnaðurinn mun fremur ráðast af markaðsstarfi en framleiðslu og þarf fyrirtækið heldur ekki sjálft að framleiða allt það sem það mun selja í framtíðinni. Nýjum Álafossi h.f. eru ekki settar þær skorður að vinna einvörðungu úr ull, heldur einnig varning úr hvaða trefjaefnum sem er, jafnt gerviefnum sem og náttúrulegum. Mikil áhersla verður lögð á hönnun og vöruþróun, samhliða markvissum markaðsaðgerðum í þeim heimshlutum eða landsvæð- um þar sem markaður er fyrir umræddan varning. Það er stefna fyrirtækisins að hafa á að skipa hæfara og jákvæðara starfsfólki en helstu keppinautarnir. Auk þess að bjóða vandaða og sérstæða vöru, sem gefur hátt verð og full- nægir þörfum vel skilgreindra markaðsbrota betur en vörur keppinauta. Einnig verður stefnt að þvf að veita betri þjónustu og meiri vörugæði en þeir hinir sömu. Lögð verður mikil áhersla á sem lægstan mögulegan rekstrar- kostnað, sem þó stangast ekki á við framleiðslu- og gæðastefnu fyrirtækisins. Eiginleikar ullarinnar nýttir Álafoss h.f. mun reyna að nýta sérstaka eiginleika íslenskrar ull- ar til að sérgreina vöru sínar Til að vernda þá samkeppnisyfir- burði, sem það hefur vegna íslenskrar ullar á ákveðnum mörkuðum, mun fyrirtækið reyna að vera í forystu í ullar- söfnun og þvotti og beita sér fyrir að ullarhirða á íslandi batni. Ullariðnaður landsmanna á rætur sínar í þeirri viðleitni okkar að vilja auka verðmæti íslenskra hráefna með úrvinnslu þeirra innanlands. íslensk ullarfyrirtæki starfa á alþjóðlegum markaði hvað varðar hráefnisaðföng og afurðasölu. Hár innlendur fram- leiðslukostnaður og lega landins leyfir ekki að ullariðnaðarfyrir- tækin hérlendis geti lifað af því að bjóða vörur sínar lægra verði en keppinautarnir. Slíkt stangast einnig á við bjóðarhag. Þess vegna mun nýi Álafoss h.f. mark- visst stefna að því að ná háu verði fyrir framleiðslu sína vegna yfir- burða á sviði markaðsfærslu, vörugæða og þjónustu. Bréf forstjóra tíl starfsmanna Af hverju eanialt natii? Kæru samstarfsmenn. Okkar bíður vandasamt verk. Samruna keppinautanna, Ála- foss h.f. og Ullariðnaðar Sam- bandsins, fylgir eðlilega að marg- ar ákvarðanir verður að taka og sumar munu þær valda sársauka hjá starfsmönnum hinna gömlu fyrirtækja. Bæði hafa fyrirtækin verið rek- in með verulegum halla að undanförnu. Framtíð hins nýja fyrirtækis mun að mestu ráðast af því hvernig til tekst um mark- aðsmál, en einnig verður að ráð- ast gegn hallarekstri með niður- skurði á kostnaði hvar sem það er gerlegt. Það er mjög leitt, en óhjá- kvæmilegt, að þurfa að afþakka þjónustu stórs hóps, ágætis fólks, sem vann hinum gömlu fyrirtækj- um af dugnaði og trúmennsku. Valkosturinn var sá, að annað tveggja eða bæði fyrirtækin hefðu lagt niður starfsemi sína með hörmulegum afleiðingum fyrir alla þá sem að ullariðnaði starfa á íslandi. Undirritaður biður alla sem starfað hafa hjá hinum gömlu fyrirtækjum, bæði þá sem verða hjá hinum nýja Álafossi h.f. og einnig þá sem því miður fara á önnur atvinnumið, að hjálpa til við að gera samruna fyrirtækj- anna sem auðveldastan og árang- ursríkastan. Takist vel til verður þessi sam- runi upphaf nýs blómaskeiðs í íslenskum ullariðnaði. Þetta er ekki auðvelt verk, en vel gerlegt, ef allir leggjast á eitt og horfa til framtíðar í stað þess að harma það sem liðið er. Verkefnið er spennandi og þess vonandi skammt að bíða að árangur skili sér í stórlega bættri afkomu þessarar iðngreinar, starfsmönnum hins nýja fyrirtæk- is, viðskiptavinum þess og ís- lenskri þjóð til hagsbóta. Stefna, markmið og árangur hins nýja fyrirtækis munu verða kynnt starfsmönnum i fréttabréfi sem kemur út mánaðarlega, Stefna þess mun byggjast á þess- um fimm höfuðatriðum: - Að hafa á að skipa hæfara og jákvæðara ytarfsfólki en keppi- nautarnir - að bjóða sérstæða vöru sem gefur hátt verð og fullnægir þörf- um vel skilgreindra markaðs- brota, betur en sambærilegar vörur keppinautanna Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss hf. - að veita betri þjónustu en keppinautarnir - að vera þekkt fyrir meiri vörugæði en keppinautarnir - að hafa lægsta mögulegan kostnað þó þannig að það stang- ist ekki á við stefnu fyrirtækisins að öðru leyti. Við starfsmenn hins nýja fyrir- tækis getum litið á okkur sem hluta af landsliði íslendinga í útflutningi ullarvara. Okkur ber að stilla saman strengi og keppa af dug og djörfung að því mark- miði að hinn nýi Álafoss h.f. verði arðbært fyrirtæki sem starfsmenn og viðskiptavinir geta verið stoltir af. Jón Sigurðarson Mörgum hefur án efa komið á óvart að nýja fýrirtækið skyldi hljóta nafnið Alafoss, í höfuð- ið á öðru af þeim tveimur ullarfyrirtækjum sem verið er að leggja niður í kjölfar sam- runans. Ástæður fyrir þessari ákvörðun eru margar og vógu þær allar þungt í lokaákvörðun stjómarinn- ar um framtíðarnafn fyrirtækis- ins. Ein aðalástæðan er sú að Álafoss nafnið er vel þekkt er- lendis og það myndi kosta tugi milljóna að auglýsa upp nýtt nafn í harðri samkeppni á heims- mörkuðum. Sambands-nafn eða nafn sem tengdist Sambandinu á einhvern hátt kom aldrei til greina þar sem Samband íslenskra samvinnufé- laga notar „Samband“ nafnið á útflutningsvörur sínar eins og t.d. sjávarafurðir, iðnaðarvörur og landbúnaðarafurðir. Erlendir markaðsráðgjafar sem fengnir voru til að sicoða ýmsa valkosti í þessum efnum töldu að áhrifaríkast væri að nota Álafoss-nafnið áfram. Bæði væri það vel þekkt og auðvelt á er- lendum tungum. Þá yrði of dýrt að byrja að kynna og nota nýtt fyrirtækisnafn erlendis. Ráðgjaf- arnir töldu ennfremur að vöru- merki, eins og t.d. Icewool, LOPI og Hekla skiptu mun meira máli en nafn framleiðandans. Vörumerkið Hekla er mjög þekkt í Sovétríkjunum og verður notað þar áfram. Einnig er bent á að mörg fyrirtæki hafa brennt sig illilega á því að skipta um nafn í harðri alþjóðlegri samkeppni. Enn einn kostur sem sjáanleg- ur er við að nota Álafossnafnið áfram er skattalegt hagræði vegna yfirfæranlegs taps gamla Álafoss h.f. sem fylgir með. Úr vefsal ullariðnaðardeildar Sambandsins sem í gær hét en heitir nú vefsal- ur Álafoss hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.