Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 3
1. desember 1987 - DAGUR - 3 Helgi Vilberg sýnir um þessar mundir rúmlega 20 akrýlmálverk í Gluggan- um. Verkin eru flest máluð á þessu ári og fróðlegt að sjá túlkunarleiðir Helga, nú þegar flestar stefnur virðast jafn réttháar í myndlistinni. Glugginn er opinn daglega frá kl. 14-20, en lokaður á mánudögum. Mynd: ehb Verkamannabústaðir á Akureyri: Umsækjendur mega vænta svars Þeir sem sótt hafa um íbúðir hjá byggingasjóði verkamanna á Akureyri gætu átt vun á að fara að fá svar. Sumir umsækj- endur hafa látið í Ijós óánægju með hversu seint hafi gengið að afgreiða umsóknir þeirra. Hákon Hákonarson formaður stjórnar verkamannabústaða var inntur eftir hvers vegna svör hafi ekki borist fyrr. „Þær umsóknir sem komu síð- ast þegar auglýst var og ekki var hægt að úthluta í fyrstu umferð liggja áfram hjá okkur til frekari úrvinnslu. Þess vegna getur dreg- ist jafnvel um mánuði að menn fái jákvætt svar. Hins vegar hafa allir fengið svar sem ekki upp- fylltu skilyrði og þeir sem sendu inn umsóknir og ekki hafa fengið neikvæð svör eiga umsóknir hjá okkur til frekari úrvinnslu. Þessa dagana erum við að fara í gegn- um umsóknir og vinna að úthlut- un svo að svör fara að berast,“ sagði Hákon. Hákon sagði að óafgreiddar umsóknir um íbúðir hjá bygg- ingasjóði verkamanna skiptu tugum. Umsvifin hjá bygginga- sjóði verkamanna eru mikil á þessu ári því að um 40 íbúðir hafa verið í vinnslu á árinu, í byggingu eða samningar í gangi um. Ekkert lát er heldur á umsóknum um íbúðir og því get- ur talist eölilegt að biðtími fólks eftir íbúðum verði langur. JÓH Símstöðvarnar á Dalvík og í Ólafsfirði: Línum fjölgar - til Reykjavíkur og Akureyrar Mikið álag hefur verið á sím- stöðvunum á Dalvík og Ólafs- firði en á þessu ári hefur línum verið fjölgað til Akureyrar og Keykjavíkur. Báðar þessar stöðvar eru komnar til ára Kaup Sæplasts á Berki: Framtíð- in óljós Enn hefur ekkert verið ákveð- ið varðandi framtíð fvrirtækis- ins Barkar í Hafnarfirði sem Sæplast hf. á Dalvík hefur fest kaup á. A fundi með starfs- mönnum Barkar í gærmorgun var tilkynnt að ekki kæmi til uppsagna starfsfólks, a.m.k. ekki til að byrja með. Pétur Reimarsson stjórnarfor- maður Sæplasts forðaðist í sam- tali við blaðið að tjá sig nánar varðandi fyrirætlanir um rekstur- inn í framtíðinni. Aðspurður sagði hann að hugs- anlega yrði hægt að reka fyrir- tækin þannig að annað kæmi hinu til góða. Tilgangur kaupanna væri að auka fjölbreytnina í fram- leiðslu Sæplasts og renna styrkari stoðum undir rekstur fyrirtækis- ins. Reiknað er með að fyrirtæk- in verði formlega sameinuð. VG sinna, þetta eru svokallaöar hnitveljarastöövar sem þurfa mikið eftirlit og viðhald. Sím- notendur á þessum stöðum hafa án efa orðið varir við að þegar mikið álag er á símanum getur verið erfitt að ná síma- sambandi en ástæður þess er að stöðvarnar anna ekki notk- uninni. Ársæll Magnússon, umdæmis- stjóri Pósts og síma sagði í sam- tali við Dag að nú hafi línum frá Ólafsfirði og Dalvík til Akureyr- ar og Reykjavíkur verið fjölgað um 7 þannig að nú eru 49 línur frá stöðvunum. Með þessu sagði Ársæll að stöðvarnar gætu betur annað miklu álagi og því ættu símnotendur að verða varir við að betur gengi að ná símasam- bandi. Símstöðin á Dalvík er 800 númera stöð en stöðin í Ólafs- firði telur 600 númer. Ársæll sagði að stofnunin hafi áætlað að setja upp stafræna símstöð á Dal- vík á næsta ári en samkvæmt frumvarpi til fjárlaga séu settar takmarkanir á Póst og síma hvað varðar aukningu á fjárfestingum. Því sé óvíst hvort ný stöð verði sett upp á Dalvík. „Ef stjórnvöld vilja ekki gefa eftir hækkun afnotagjalda til tekjuaukningar fyrir stofnunina þá takmarkast framkvæmdir okkar,“ sagði Ársæll. JÓH Jólaafsláttur Veitum 10% afslátt af fatna&i, skóm og sportvörum fram að jólum. Komiö og geríð góð kaup. m Eyfjörð Hjalteyraigatu 4 simi 22275 NYTT * NYTT * NYTT * NYTT Nýtt og endurbætt hitastillt blöndunar- tæki Irá Damixa. Ef þú átt nýja hitastillta blöndunartækið frá Damixa og „Unispray" úðara attu tilhlökkunarefni á hverjum degi. Steypibaðið veitir ávallt hvild og vel- liðan þegar vatnshitinn er jafn og þægilegur, og ekki er hætta á heitum eða köidum gusum. Því Damixa hita- stillirinn sér um að halda vatninu á þeim hita sem þér hentar. Damixa hitastillir: Háþróuð tækni. Lág bilanatiðni. Innbyggð brunavernd við 38°C. „Unispray" sturtusamstæðan er: Sturtustöng, Barki, Úðari með þrem mismunandi úðunarhausum: Aðalúðari, Nuddúðari, Burstaúðari. damixa Jófiatilboð 20% afsláttur Sölumaður frá Damixa verður staddur í verslun okkar, útibúi KEA Dalvík byggingavörudeild, föstudaginn 4. desember frá kl. 2-6 eh. og byggingavörudeild KEA Glerárgötu 36, laugardaginn 5. desember frá kl. 10-16. Nú geta allir farið í gott bað fyrir jólin! ★ Tilvalin jólagjöf. ★ Sturtuslá, barki og úðari í fallegri gjafapakkningu á góðu verði. Litir: Króm, grátt og hvítt. Tilboðið stendur meðan birgðir endast. Byggingavörur Glerárgötu 36 * Sími 96-21400 Dalvík • Byggingavörudeild * Sími 61200

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.