Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 11
íþrótfir Kristján Arason missir af tveimur fyrstu leikjunum á Polar Cup í Noregi og er það skarð fyrir skildi. Mynd: ri>b Polar Cup í handbolta: Kristján og Alfreð ekki með gegn Júgóslövum - Mótið hefst í Noregi á morgun Á morgun hefst Polar Cup keppnin í handbolta í Noregi. Auk heimamanna taka lands- lið íslands, Júgóslavíu, Hollands, ísrael og Sviss þátt í mótinu sem stendur fram á sunnudag. Leikið verður í Osló, Stavangri og Björgvin. íslendingar mæta með sitt sterkasta lið til leiks að því undanskildu að þeir Þorbergur Aðalsteinsson leikmaður og þjálfari Saab í Svíþjóð og Karl Þráinsson úr Víkingi geta ekki leikið með liðinu. Þorbergur er önnum kafinn við vinnu sína og Karl meiddist í bikarleik Víkings og Afturelding- ar í síðustu viku. í þeirra stað mæta Valdimar Grímsson úr Val og Bjarni Guðmundsson frá Wanne Eickel í Þýskalandi. Kristján Arason getur að vísu ekki mætt í tvo fyrstu leikina, þar sem hann er í keppnisferð með Gummersbach og þá getur Alfreð Gíslason leikmaður Essen ekki mætt í fyrsta leikinn. Fyrsti leikur íslands á mótinu er á morgun gegn heims- og ólympíu- meisturum Júgóslava og það er því mjög slæmt að þeir Kristján og Alfreð sem eru okkar aðal- menn, geti ekki leikið. Annar leikur liðsins er gegn ísrael á fimmtudag, þriðji leikur- inn er gegn Hollandi, fjórði leikurinn gegn Noregi og á sunnudag leikur liðið gegn Sviss. Bodgan landsliðsþjálfari valdi 17 leikmenn í þetta mót og þeir eru eftirtaldir: Markverðir: Einar Þorvarðarson Val Brynjar Kvaran KA Guðmundur Hrafnkelsson UBK Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen FH Jakob Sigurðsson Val Birgir Sigurðsson Fram Valdimar Grímsson Val Sigurður Gunnarsson Víkingi Alfreð Gíslason Essen Páll Ólafsson Dusseldorf Guðmundur Guðmundss. Vík. Kristján Arason Gummersbach Geir Sveinsson Val Sigurður Sveinsson Lemgo Atli Hilmarsson Fram Júlíus Jónasson Val Bjarni Guðmundsson W.Eickel Bikarkeppni HSÍ: Úrslit 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Eiður vann og skorar á Þröst Eiður Eiðsson sigraði Gunnar Kárason starfsfélaga sinn hjá Heildverslun Valgarðs Stefánssonar hf. í getraunaleiknum um helgina. Eiður hafði fimm leiki rétta á móti þremur leikjum Gunnars. Eiður heldur því áfram og hann hefur skorað á Þröst Kolbeins afgreiðslumann í Veganesti við Hörgárbraut. Þröstur á það sameiginlegt með þeim Eið og Gunnari, að halda með Manchester United í ensku knattspyrnunni. Hann hefur fylgt liðinu í gegnum súrt og sætt í fjölmörg ár en þó aðallega súrt. Þresti líst vel á að tippa gegn Eið en það kemur í Ijós á laugar- dag hvor hefur betur. Það er þó Ijóst að það verður aðdáandi United sem hcldur áfram í Ieiknum eftir helgina. Eiður: Þröstur: Arsenal-Sheff.Wed. 1 Charlton-Everton 2 Derby-Watford 1 Luton-Norwich 1 Oxford-Newcastle 1 Portsinouth-Coventry 1 Q.P.R.-Man.United 2 West Ham-Southampton 1 Wimbledon-Nott.Forest x Ipswich-Bradford 1 Leeds-Birmingham 1 Leicester-Middlcsbro 2 Arsenal-Sheff.Wed. 1 Charlton-Everton 2 Derby-Watford x Luton-Norwich 1 Oxford-Newcastle x Portsmouth-Coventry 1 Q.P.R.-Man.United x West Ham-Southampton 1 Wimbledon-Nott.Forest 2 Ipswich-Bradford 1 Leeds-Birmingham x Leicester-Middlesbro 2 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- <im svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Nokkrir leikir hafa þegar farið fram í bikarkeppni HSÍ en stefnt er að því að ljúka leikjunum í fyrstu umferð fyrir 15. desember. Úrslit leikja í bikarkeppninni eru oft óvænt en þegar þau úrslit sem liggja fyrir að þessu sinni eru skoðuð, er ekki um slíkt að ræða. En þau urðu þessi: UMFA-Víkingur 20:31 Valur-KA 20:19 Grótta-KR b 27:26 Reynir-Haukar 26:24 UMFN-Fram 26:36 IBK-UBK 22:26, 1. desember 1987 - DAGUR - 11 Fylkir - Þór í bikarnum í kvöld: „Eigum að vinna þennan leik“ -segir Erlendur Hermannsson þjálfari Þórs í kvöld leika Fylkir og Þór í bikarkeppni HSÍ. Leikurinn fer fram í íþróttahúsi Selja- skóla og hefst kl. 20. Þórsarar hafa ekki unnið leik í 1. deild- inni og í kvöld gefst þeim gull- ið tækifæri til þess að komast á sigurbraut. Fylkir leikur í 2. deild og liðið hefur eins og Þór átt frekar erfitt uppdráttar í vetur. Liðinu hefur þó tekist að vinna einn leik og gera eitt jafntefli og er í næst neðsta sæti deildarinnar með 3 stig. Dagur hafði samband við Erlend Hermannsson þjálfara Þórs og spurði hann um leikinn í kvöld. „Við eigum að vinna þennan leik en það er kannski best að segja sem minnst. Það má aldrei vanmeta andstæðinginn en það er nú oft hættan þegar lið hvort úr •sinni deildinni mætast. En það mun reyna á karakterinn í iiðinu í kvöld og ég trúi ekki öðru en að menn sé farið að þyrsta í sigur,“ sagði Eriendur Hermannsson þjálfari Þórs. „Menn hlýtur að vera farið að þyrsta í sigur,“ segir Erlendur Her- mannsson. Héðinn og Jón ekki á HM í dag heldur landslið íslands í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri til Júgóslavíu þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistarakeppninni. íslenska liðið leikur í riðli með Sovétmönnum, Norðmönnum og Ungverjum og þarf að vinna tvo leiki til þess að kom- ast í milliriðil. íslenska liðið heidur utan án þeirra Héðins Gilssonar úr FH og Jóns Kristjánssonar úr Val. Héð- inn er meiddur og Jón gefur ekki kost á sér vegna anna í prófum í Háskóla íslands og er það skarð fyrir skildi en báðir hafa þeir félagar leikið mjög vel með liðum sínum í vetur. Geir Hallsteinsson þjálfari liðsins hefur valið 15 leikmenn til fararinnar og eru þeir eftirtaldir: Markverðir: Hrafn Margeirsson ÍR Bergsveinn Bergsveinsson FH Guðmundur A. Jónsson Fram Aðrir leikmenn: Skúli Gunnsteinsson Stjöm. Einar Einarsson Stjörn. Pétur Petersen FH Gunnar Beinteinsson FH Þorsteinn Guðjónsson KR Konráð Olavson KR Stefán Kristjánsson KR Árni Friðleifsson Víkingi Bjarki Sigurðsson Víkingi Þórður Sigurðsson Val Júlíus Gunnarsson Fram Sigurjón Sigurðsson Schutterw. fp Golfverslun Davids Barnwell Tilboðsverð á TITLEIST - WILSON STAFF - SWILKEN og FAZER GOLFSETTUM PUTTERUM - GOLFKERRUM - GOLFPOKUM GOLFBOLTUM „DRIVERAR“ - járn- oggraphitesköft Golfskór - Buxur - Peysur - Skyrtur ALLT FYRIR GOLFIÐ! TILVALDAR JÓLAGJAFIR! Verslunin í Golfskálanum að Jaðri opin mánudaga til föstdaga frá kl. 16-20. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-14. \jUUUHilllHlHiUUUUtUUlilUiUUUUUtUUlUUiUtuiiUáZ i n '*■ t GOLFVERSUN DAVIDS BARNWELL (iOI.I SK-M.ANIM At) IAÐIU

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.