Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 7
1. desember 1987 - DAGUR - 7 í hluta þcssara húsakynna verður starfscmi Álafoss hf. s Helstu stjomendur Alatoss M. Jón Sigurðarson, forstjóri, 35 árá! Stundaði nám við Háskóla íslands og síðar við Danmarks Ingeniör Akademie þaðan sem hann lauk prófi í efnaverkfræði 1976. Starfaði sem framkvæmda- stjóri Plasteinangrunar h.f. 1976- 81. Framkvæmdastjóri Skinna- iðnaðar Sambandsins varð hann 1981 og gegndi því fram til ársins 1985 er hann tók við starfi for- stjóra Iðnaðardeildar Sambands- ins. Aðalsteinn Helgason, aðstoðar- forstjóri, 38 ára. Lauk viðskipta- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1976. Hóf þá störf hjá Húsavík- urbæ en tók síðan við skrifstofu- stjórn hjá Málningu h.f. Starfaði um tíma hjá Hagvangi en réðst sem aðstoðarframkvæmdastjóri til Ullariðnaðardeildarinnar árið 1985. Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri fjármála, 31 árs. Stundaði nám í þjóðhagfræði við Gauta- borgarháskóla og lauk þaðan MS prófi 1984. Starfaði sem rekstrar- ráðgjafi Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar 1984-86 og sem fram- kvæmdastjóri sama fyrirtækis frá 1986. Árni Árnason, forstöðumaður banddeildar, 34 ára. Rekstrar- hagfræðingur að mennt. Var framkvæmdastjóri Hafskip/Dan- mark A/S, fjármálastjóri Haf- skips h.f. og nú síðast markaðs- stjóri Sölustofnunar lagmetis. Jón Heiðar Guðmundsson, for- stöðumaður vefnaðardeildar, 29 ára. Viðskiptafræðingur frá H.í. 1982 og stundaði nám í markaðs- fræðum í Kaupmannahöfn 1982- ’84. Var markaðsstjóri innflutn- ingsdeildar Hamars h.f. 1984-86, en hefur síðan verið markaðsfull- trúi Iðnaðardeildar Sambands- ins. Ármann Sverrisson, forstöðu- maður fatadeildar, 31 árs. Lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1981. Starfaði við kennslu og bókhald samhliða námi og réðst til Iðnaðardeildar Sambandsins árið 1981, þar sem hann varð markaðsstjóri ullar- iðnaðardeildar árið 1985. Guðjón Kristinsson, verksmiðju- stjóri banddeildar, 35 ára. Lauk námi í textilverkfræði árið 1980 frá Fachhochschule Niederrhein í Mönchengladbach. Hefur síðan starfað hjá Álafossi við verk- smiðjustjórnun, framleiðslu- og sölumál. Þórir Jóhannesson, verksmiðju- stjóri vefnaðardeildar, 31 árs. Stundaði nám í textilfræðum við tækniháskólann í Bradford, Bret- landi og lauk þaðan námi 1980. Hóf fyrst störf hjá Álafossi 1977 og kom til baka að loknu námi. Hefur starfað við tæknilega ráð- gjöf og sem framkvæmdastjóri vefnaðardeildar. Jón Haraldsson, verksmiðju- stjóri fatadeildar, 34 ára. Hefur unnið hjá Álafossi um árabil, nú síðast sem yfirmaður prjóna- stofu. Einar Eyland, verksmiðjustjóri fatadeildar, 26 ára. Ullarfræðing- ur frá Huddersfield háskólanum í Bretlandi 1982. Starfaði sem yfir- verkstjóri loðbandsdeildar þar til í nóvember á síðasta ári, er hann tók við framleiðslustjórnun ullar- iðnaðardeildar Sambandsins. Kristinn Arnþórsson, forstöðu- maður Ullarþvottastöðvar í Hveragerði, 48 ára. Ullar- fræðingur að mennt og lauk námi frá Huddersfield háskólanum 1965. Hefur síðan starfað hjá Iðnaðardeild Sambandsins við ýmis störf, nú síðast við ullar- verslun innanlands ásamt erlend- um ullarinnkaupum, auk þess sem hann hefur haft yfirumsjón með ullarþvottastöðinni í Hvera- gerði. Steinar Jónasson, verslunar- stjóri Álafossbúðarinnar, 53 ára. Matreiðslumaður að mennt. Hóf störf hjá Álafossi fyrir 7 árum og hefur unnið við sölumál innan- lands, auk viðskipta við austan- tjaldslöndin og nú síðasta eina og hálfa árið var hann verslunar- stjóri Álafossbúðarinnar við Vesturgötu. Alyktun - kjördæmisþings Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1. Alþýðuflokksmenn á Norðurlandi vestra fagna því trausti, sem kjósendur hafa sýnt flokknum og frambjóðendum hans í tvennum undangengnum kosningum. í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum á síðasta ári vann Alþýðuflokkurinn 3 nýja bæjarfulltrúa og í alþingiskosn- ingununt á þessu ári vann flokk- urinn þingmann í þessu kjör- dæmi. 2. Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð með þátttöku Alþýðu- flokksins. Annars konar þriggja flokka ríkisstjórn var ekki hægt að mynda, þar eð bæði Alþýðu- bandalag og Kvennalisti höfðu ekki pólitískt þrek og Sjálfstæðis- flokkur og Borgaraflokkur gátu ekki unnið saman. Arfurinn frá síðustu ríkisstjórn var m.a. vaxandi viðskiptahalli og verðbólga og stórkostlegur halli á ríkissjóði. Alþýðuflokkur- inn, sem tók þessa erfiðu mála- flokka að sér í nýrri ríkisstjórn, hefur nú enn ríkari ábyrgð en oft áður, að standa vörð um þá sem minnst mega sín og að efla jöfn- uð og jafnrétti í þjóðfélaginu. 3. Nú loks hillir undír það, að tekið verði á ríkisfjármálunum af djörfung ogdug. Kjördæmisþing- ið fagnar því. að undir forystu Alþýðuflokksins muni íslend- ingar brátt búa við einfaldara og réttlátara skattakerfi. Afnám undanþága frá söluskatti eru mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir skattsvik og að lækka söluskattinn. 4. Annar arfur frá fyrri ríkis- stjórn var óréttlátt húsnæðislána- kerfi, þar sem hinir efnameiri fengu lán, en þeim efnaminni var neitað um aðstoð. Enn og aftur er það hlutverk Alþýðuflokksins að koma á félagslegu réttlæti. Alþýðuflokksmenn á Norður- landi vestra taka undir hvatningar- orð fjölda félagasamtaka til fé- lagsmálaráðherra og lýsa yfir ein- dregnum stuðningi við framkom- ið frumvarp um húsnæðislán, sem ásamt væntanlegu frumvarpi um kaupleiguíbúðir mun koma húsnæðislánakerfinu á traustan og réttlátan grundvöll. 5. Kjördæmisþingið átelur samstarfsflokka Alþýðuflokksins í ríkisstjórn harðlega fyrir að standa gegn frelsi í viðskiptum og í bankamálum. Hagsmunagæsla þeirra fyrir sterka aðila stendur nútímalegum vinnubrögðum, sem auka myndu hagsæld þjóðarinn- ar, fyrir þrifum. Þingið fagnar frumkvæði dóms- málaráðherra um þjóðarátak til umferðaröryggis og vonar að það megi verða til þess að fækka slys- um og auka öryggi í umferðinni. 6. Alþýðuflokksmenn á Norð- urlandi vestra leggja mikla áherslu á að markmiðum ríkis- stjórnarinnar í byggðamálum verði náð, að fylgt verði byggða- stefnu, sem byggist á uppbygg- ingu atvinnulífs, átaki í sam- göngumálum, eigin ákvörðunar- töku og bættri fjármagnsþjónustu heima í héraði. Kjördæmisþingið skorar á alþingismenn, að við endurskoð- un á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði það tryggt að jafna aðstöðu íbúa þessa lands og sveitarfélaga, meira en nú er gert með núgildandi lögum. 7. Þingið telur að gera verði verulegt átak í hafnamálum kjör- dæmisins. Hafnir á flestöllum þéttbýlisstöðunum þurfa úrbóta við. Þær eru hornsteinn atvinnu- lífsins, sem hættulegt er að van- rækja. Vegamál í kjördæminu eru ekki komin í það horf, að alls staðar megi vel við una. Kjör- dæmisþingið telur það forgangs- verkefni, að tengja saman þétt- býlisstaðina í kjördæminu með því að helstu þjóðvegir verði lagðir bundnu slitlagi og að sú þróun haldi áfram í þéttbýlis- stöðunum sjálfum. 8. Alþýðuflokksmenn telja brýnt að koma á úrbótum í kvótakerfi sjárvarútvegsins. Taka þarf til endurskoðunar það sjónarmið, að veiðiheimildir verði aðeins bundnar við skip og meira tillit tekið til byggðasjónar- miða, sérstaklega með tilliti til færslu kvóta milli aðila. Þingið mótmælir framkomnum hugmyndum um þröngar kvóta- skorður fyrir trillukarla og bendir á að trilluútgerð er mikilvæg atvinnugrein í kjördæminu. 9. Kjördæmisþingið viður- kennir nauðsyn þess, að unnið verði að aðlögun landbúnaðarins að markaðsaðstæðum. Samdrátt- ur í landbúnaði og búháttabreyt- ingar í sveitum hafa haft mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Efla þarf því nýjar búgreinar. Endur- skoða þarf starfsemi afurða- stöðva og sölu- og verðntyndun- arkerfi landbúnaðarins í því skyni að örva vöruþróun og lækka verð. Hlutur bóndans verði sem mestur í endanlegu verði. 10. Kjördæmisþing Alþlýðu- flokksins á Norðurlandi vestra hvetur alþýðuflokksmenn á þingi og í ríkisstjórn að vinna ötullega að því að draga úr verð- bólgunni og standa vörð um kaupmátt launþega og að bæta kjör þeirra sem dregist hafa aftur úr í launum. Það er megininntak baráttu Alþýðuflokksins, hins eina flokks lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna í yfir 70 ár. Samþykkt um varaflugvöll Kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra haldið á Sauðárkróki 14. nóvember 1987 skorar á flugmálayfirvöld og Alþingi að taka ákvörðun um að varaflugvöllur fyrir millilandaflug verði gerður á Sauðárkróki. Ert þú áskrifandi? Dagur Akureyri, sími 96-24222 Dagur Húsavík, sími 96-41585 Dagur Reykjavík, sími 91-17450 Dagur Sauðárkróki, sími 95-5960 Dagur Blönduósi, sími 95-4070 Skflið getraunaseðlinum fyrfr nóvember sem fyrst. Athugið: Getraunaseðillinn fyrir desembermánuð birtist þann 15. Einungis skuldlausir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.