Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 16
DACHJR Akureyri, þriðjudagur 1. desember 1987 eiEMEkie Rakatæki Útvarpsvekjarar Eldhúsútvarp með klukku Gufugleypar Vöfflujárn Mínútugrill Djúpsteikingarpottar SIR HF. Reynishúsinu ■ Furuvöllum 1 600 Akureyri ■ Sími 27788 Opið á laugardögum frá kl. 10-12. Rúnturinn: Verður hliðið sett upp aftur? - Var tekið niður vegna „viðgerðar“ „Hliðið var sett upp sam- kvæmt eindregnum tilmælum íbúanna í Miðbænum og ég held að það breyti ekki miklu þótt lokun umferðar um hring- inn verði frestað þar til torgið verður hellulagt,“ sagði Finnur Birgisson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar. A föstudag- inn var hliðið fræga við Ráð- hústorg tekið niður og kom því ekki til frekari mótmæla um helgina. Á föstudaginn hafði bæjar- stjóri Akureyrar samband við bæjarfógetann og fóru þeir sam- an til fundar ásamt yfirlögreglu- þjóni. Á fundinum var rætt um hvað réttast væri að gera því allir væru sammála um að í óefni stefndi þá um kvöldið í miðbæ Akureyrar. Niðurstaðan varð sú að fyrirskipun var gefin um það til bæjarverkstjóra að taka skyldi hliðið niður og færa það til við- gerðar. Óvíst er um hvenær það verður sett upp aftur. kvöldið, og kveikja í því. Þá ætl- uðu fjórir kraftakarlar að rífa hliðið upp en þetta mun þó alger- lega óstaðfest. Rúntarar héldu fund á sunnu- dagskvöld þar sem samþykkt var að hefja aðgerðir að nýju ef hiið- ið yrði aftur sett upp. Nauðsyn- legt væri að halda fund með bæjarstjórn og íbúum Miðbæjar- ins. Þá var þeirri spurningu velt upp hvers vegna torginu hafi ver- ið lokað kl. 22.00 frekar en á öðr- um tíma. Yfirvöldum bæjarins höfðu borist hótanir frá einstaklingum á Akureyri um að þeir myndu sparka í bíla á rúntinum og jafn- vel skjóta á þá með haglabyssum á föstudagskvöldið ef ökumenn héldu áfram að aka flautandi um bæinn. Vegna þessara yfirvofandi átaka þótti ráðamönnum ábyrgð- arleysi að forðast ekki vandræði og var því hliðið tekið niður. EHB/ET í gær sögðum við frá því að tíkin Katla hefði verið með 5 rétta í lottóinu. Nú hefur Degi borist mynd af þessari getspöku tík og með henni er ung vinkona á Sauðárkróki. Mynd: -há. Dræm aðsókn að Lokaæfingu „Ég verð að viðurkenna það að við bjuggumst við betri aðsókn. Sýningin fékk nijög góða krítík og ég held að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra sem kom á sýninguna hafi verið mjög hrifinn,“ sagði Pétur Einarsson leikhússtjóri, en aðeins um 1000 áhorfendur sáu hina stórbrotnu sýningu Leik- félags Akureyrar á Lokaæf- ingu Svövu Jakobsdóttur. Pétur sagðist ekki geta fundið einhlíta skýringu á þessari dræmu aðsókn. Samkeppnin við sjón- varpið og ýmsar skemmtanir væri vissulega alltaf fyrir hendi, „en maður veit ekki hvers vegna aðsóknin varð ekki betri. Skýringanna hlýtur að vera að leita hjá fólkinu sjálfu, en það kostar skoðanakönnun,1' sagði Pétur. Hann sagði að vitanlega væri ekki hægt að draga fólk nauðugt í leikhús, það yrði að koma af áhuga. Ef þetta væri sjónvarpið sem héldi fólki frá leikhúsinu þá sagðist hann vona að þróunin yrði svipuð og í Reykjavík, en fólk þar væri farið að gera sér grein fyrir því að sjónvarpið væri ekki ómissandi, enda hefði aðsóknin í leikhúsin þar verið mjög góð. SS Þeir, sem fyrir mótmælunum stóðu ætluðu, að sögn, að draga bílhræ að hliðinu á föstudags- Hliöiö sem deilt er um. Björn Þórhallsson varaforseti ASÍ: Samningar gagnslausir ef ríkisvaldið er ábyrgöarlaust - Siðleysi að tala um verkfall nú í gær var haldinn sambands- stjórnarfundur ASI. Björn Þórhallsson varaforseti sagði i fyrir fundinn að kjaramálaum- ræða yrði þar ofarlega á dagskrá. Björn sagði aðspurð- ur um stöðuna í samningavið- ræðum, að hún hafi verið að breytast síðustu vikur. Menn hafi ekki búist við að sú staða kæmi upp að samningar milli VMSÍ og vinnuveitenda myndu stöðvast. „Persónulega finnst mér að það hljóti að stefna að því að menn taki saman höndum á breiðari grundvelli, um að átta sig á meginatriðum sem ganga þarf frá í kjaramálum." Björn sagði að ekki hefði verið rætt um þetta formlega meðal forystu- manna verkalýðsfélaganna. „Ég tel óhugsandi að áreiðan- leg niðurstaða kjarasamninga náist nema með þátttöku stjórn- valda. Það er ekki hægt að semja um verðtryggingu eða efnahags- stefnu við einstök félög. Samn- ingar verða gagnslausir ef ríkis- valdið er ábyrgðarlaust í þeim og getur komið inn hvenær sem er og gert þá ógilda." Björn sagði að viljayfirlýsingu þessa efnis Gámaútflutningurinn frá Dalvík: „Kannast ekki við samkomulagsbrof -segir Valdimar Bragason, útgerðarstjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga „Ég kannast ekki við að það hafi verið gert neitt samkomu- lag sem hægt sé að tala um að hafi verið brotið,“ sagði Valdi- mar Bragason, útgerðarstjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga hf. vegna ummæla Gunnars Aðal- björnssonar frystihússtjóra á Dalvík í blaðinu í gær þess efn- is að samkomulag fiskvinnslu og útgerðar um hráefni til frystihússins hafi verið brotið. Valdimar sagði að í haust hafi verið ákveðið að ekki yrði mark- að hlutfall sem færi í gáma heldur mundu menn ekki hunsa að landa í heimahöfn og það liafi fiskiskipin ekki gert. Hann sagði að í samkomulaginu í haust hafi Gunnar óskað eftir að frystihúsið fengi 50-70 tonn af fiski á viku sem lágmark og við það hafi ver- ið staðið. „Við getum eins sagt að við höfum staðið við þær kröfur sem gerðar voru á þeim tíma en frystihúsið sé bara að færa sig upp á skaftið í kröfum," segir Valdimar. Valdimar sagði að vissulega ráði áhafnir skipanna einhverju !um hvort aflanum er landað í Landað í gám. Mynd: et gáma eða ekki. Nú fáist gott verð fyrir fiskinn erlendis, allt upp í þrefalt verð á við hér heima. Áhafnanna sé því hagurinn ekki síður en útgerðarinnar. „Skipin eru nú að verða búin með kvóta sinn og eru því að veiða fisk sem lítið fæst fyrir hér heima en mikið erlendis. Það er erfitt að veiða þennan fisk, bæði lítill afli og kostnaðarsöm útgerð. Því reynir útgerðina að nýta sér hversu hátt verð fæst fyrir fiskinn erlendis og flytur hann á erlenda markáði,“ segir Valdimar Braga- son. JOH mætti lesa úr niðurstöðum víða t.d. eftir þing verslunarmanna, hjá rafiðnaðarmönnum og fleir- um. „Hjá Verkamannasam- bandinu eru hins vegar vandamál því þar er fólk misjafnlega statt og launaskrið hefur verið minna en annars staðar. En það græðir enginn á að hlaupa frá vandamál- inu og bíða eftir einhverju sem þeir vita ekki hvað er.“ Aðspurður um hvort hann teldi að önnur aðildarfélög ASÍ færu hugsanlega í verkfall með VMSÍ sagði hann: „Það getur komið til verkfalla ef engar undirtektir verða við því sem verkalýðshreyfingin vill fá fram, en tala um verkfall áður finnst mér hreint ekki siðlegt. Ég hef ekki séð þeirra kröfur en mér skilst að vinnuveitendur vilji ekki fara í samninga nema á breiðari grundvelli en þeim sem þar er settur fram.“ VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.