Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 1. desember 1987 Bændasynir stofna félag Á fundi í Félaginu Bændasyn- ir, sem haldinn var laugardag- inn 14. nóvember, var undir- búin stofnun hlutafélags um þann rekstur sem félagið hefur staðið að. Sem kunnugt er hef- ur Félagið Bændasynir gefið út Bændablaðið frá vori og eru nú komin út 5 tölublöð. Með hlutafélagsstofnuninni er ætl- unin að koma fastara rekstrar- formi á útgáfuna og jafnframt að styrkja tengsl blaðsins við bændur landsins og aðra áhugamenn um landbúnað og landsbyggðamál. Hlutabréf verða seld á almenn- um markaði og er áætlað að hlutafjársöfnun standi fram í janúar en eftir það tekur hið nýja félag við rekstri blaðsins. Á fund- inum í dag voru lagðir fram reikningar fyrir rekstri blaðsins það sem af er, drög að stofn- samningi og stofnfélagar skráðu sig fyrir 110 þúsund krónur í hlutafé. Ætlunin er að með hluta- fjársöfnun á almennum markaði safnist ekki minna en 350.000 og gæti orðið tvær milljónir króna. Einkum verður reynt að höfða til einstaklinga við söfnun hlutafjár og ekki samþykkt að neinn einn aðili kaupi meirihluta þess hluta- fjár sem í boði er. Fram til þessa hefur Bændablaðið státað af full- komnu sjálfstæði gagnvart bæði stjórnmálaflokkum og öllum stofnunum og fyrirtækjum land- búnaðarins. Svo mun áfram. í stofnsamningi hins nýja hlutafélags er sérstaklega tekið fram að tilgangur félagsins sé útgáfustarfsemi í þágu bænda og landsbyggðar. Pað er staðföst trú þeirra sem að félagi þessu standa að full þörf sé á blaði sem tekur málstað landsbyggðar og að Bændablaðið hafi unnið sér þá tiltrú og það traust meðal bænda að vera þeim vanda vaxið. í því skiptir miklu að stofnendur félagsins eigi rætur á landsbyggð- inni og ætlunin er að færa útgáfu blaðsins í auknum mæli út á land með stofnun umboðsskrifstofa í sem flestum landsfjórðungum. Nú þegar hefur blaðið opnað skrifstofu í Eyjafirði og rekstur hennar skilað góðum árangri. Ef vel tekst til með söfnun hlutafjár og reksturinn gengur ekki ver en verið hefur er í bígerð að auka útgáfu félagsins með útgáfu dreif- býlisblaðs sem kæmi út mánaðar- lega en áskrift að blöðunum yrði sameiginleg. Af reikningum þeim sem lagðir voru fram á fundinum í dag kom fram að rekstur Bændablaðsins hefur gengið þokkalega vel það sem af er og eru eignir nokkrar umfram skuldir. Velta fyrirtækis- ins þá fimm mánuði sem það hef- ur starfað nemur rúmlega tveim- ur milljónum króna. Stofnendur hlutafélagsins eru Jón Danfelsson, blaðamaður frá Tannstöðum í Hrútafirði, Hrólf- ur Ölvisson, nemi frá Pjórsár- túni, Gylfi Gíslason, nemi frá Kjarnholtum í Biskupstungum, Einar Benediktsson, bóndi í Hjarðarhaga, Eyjafirði, Ólafur Hannibalsson, fyrrum bóndi í Selárdal, Ketildalahr., Gunnar Bender, ritstjóri Sportveiðiblaðs- ins, Kristín Þóra Harðardóttir, nemi frá Lyngási í Biskupstung- um, Bjarni Harðarson, frá sama stað og Anna Björk Sigurðar- dóttir, frá Efra Lóni á Langanesi, en þau tvö síðasttöldu eru starfs- menn blaðsins. Nánari upplýsingar má fá í símum 91-17593 og 25814 og 96- 25930. Vikan var nokkuð fjörug á Alþingi og greinilegt að þing- menn og ríkisstjórnin eru kom- in á fullan skrið í vinnunni. Eins og ætíð gerist þá var hart deilt á báða bóga og hvergi gefið eftir í röksemdafærslum í ræðum. Víða var komið við í efri og neðri deild og í sameinuðu þingi. f neðri deild tókst loksins að koma bjórnum í nefnd, en þó ekki þrautalaust. Á þriðjudaginn töluðu þeir Ólafur Þ. Pórðarson (F), og Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) lengi gegn bjórnum. Steingrímur liefur nú tekið af skarið í sambandi við afstöðu sína og vill láta banna allan inn- flutning á bjór til landsins. Einnig tóku nokkrir aðrir þingmenn til máls og þegar forseti neðri deild- ar Óli P. Guðbjartsson (B) (í for- föllum Jóns Kristjánssonar) ákvað að fresta fundi vegna þess að Stefán Valgeirsson var enn á mælendaskrá mislíkaði Sighvati Björgvinssyni (A) það mjög. Sagði hann að með þessu væri forsetinn að gefa slæmt fordæmi. Daginn eftir tókst þó að Ijúka umræðunni og er því málið kom- ið í nefnd. Nú á frumvarpið eftir að ganga í gegnum tvær umræður til viðbótar í þingdeildinni, þegar allsherjarnefnd hefur skilað áliti sínu. Loks þarf það að hljóta afgreiðslu og samjjykki við þrjár umræður í efri deild ásamt skoð- un í þingnefnd. Á þessu sést að bjórinn á eftir langa og stranga göngu á þingi, áður en hann kem- ur til lokafgreiðsiu. Guðmundur Bjarnason heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á læknalögum. Meðal helstu nýjunga sagði ráðherrann vera nýskipun á mati við veitingu læknaleyfa. Frumvarpið hefur fengið stuðning frá Læknafélagi íslands og læknadeild Háskóla íslands. Einnig tóku til máls Guðrún Helgadóttir (Abl.) og Alexander Stefánsson (F) og gagnrýndu þann hluta frumvarps- ins, sem lýtur að starfsemi tryggingayfirlæknis og töldu þau að hann fengi of mikið vald sam- kvæmt þessu nýja frumvarpi. í neðri deild hélt Sólveig Pét- ursdóttir áfram umræðum um frumvarp sitt um umboðsmann barna. Lagði hún áherslu á að brúa verði bilið milli mannrétt- inda fullorðinna og barna. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi í efri deild til staðfest- ingar á bráðabirgðalögum frá í sumar um ráðstafanir í fjármál- um. Til nokkurra orðahnippinga kom á milli fjármálaráðherra og flokksbróður hans, Karvels Pálmasonar, um „matarskattinn“ svokallaða. Mælti Karvel gegn þessum skatti, en ráðherra sagði að undanþágum í söluskatti yrði að fækka til að fylgja mætti betur eftir skattaeftirliti og hamla gegn skattsvikum. í efri deild lagði Jón Sigurðs- son viðskiptamálaráðherra fram frumvarp um breytingar á lögum um hlutafélög. Meðal helstu breytinga sem frumvarpið gerir ráð fyrir er að fjöldi manna sem þarf til að stofna hlutafélag lækk- ar úr fimm í tvo. Þeir Eyjólfur Konráð Jónsson (S) og Guð- mundur Ágústsson (B) tóku einnig til máls um þetta frumvarp. Bæði Eyjólfur og Guðmundur lýstu yfir andstöðu við viss ákvæði þessara laga. Eyjólfur fagnaði þó að frumvarpið skyldi vera flutt og Guðmundur vildi láta hækka stofnfé hlutafélaga, enn meira en gert er ráð fyrir í frumvarpinu. í sameinuðu þingi fór fram atkvæðagreiðsla á mánudaginn í ýmsar nefndir. Þar má t.d. nefna að kosið var í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra og eystra. Fyrir Norðurland vestra voru kosnir: Aðalmenn: Halldór Þ. Jónsson, Bogi Sigurbjörnsson, Gunnar Þ. Sveinsson, Sigurður þessa vikuna Hansen og Ásgerður Pálsdóttir. Varamenn: Egill Gunnlaugsson, Magnús Sigurjónsson, Stefán Gunnarsson, Vignir Einarsson og Inga Jóna Stefánsdóttir. Fyrir Norðurland eystra voru kosnir: Aðalmenn: RagnarStein- bergsson, Jóhann Sigurjónsson, Freyr Ófeigsson, Páll Hlöðves- son og Sigríður Guðjónsdóttir. Varamenn: Guðmundur Ben- ediktsson, Magnús Þorvaldsson, Ólafur Erlendsson, Gunnar Frí- mannsson og Hólmfríður Jóns- dóttir. Hjörleifur Guttormsson (Abl.) mælti fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt flokksbróður sínum Steingrími J. Sigfússyni, um gerð langtímaáætlunar um gerð jarð- ganga. Samkvæmt tillögunni á Alþingi að fela ríkisstjórninni að leggja fyrir yfirstandandi þing fullmótaða langtímaáætlun um gerð jarðganga. Þeir Óli Þ. Guð- bjartsson (B) og Karvel Pálma- son (A), auk Steingríms, tóku til máls um þetta mál og lýstu yfir stuðningi við ályktunina. Á fimmtudögum hefjast fundir nú klukkan 10 að morgni og virð- ast þingmenn kunna ágætlega við það. Þá er fyrirspurnafundur í sameinuðu þingi og síðasta fimmtudag spunnust margar fjörugar umræður út af fyrir- spurnum. Þar má fyrst nefna að Guðmundur H. Garðarsson (S) gagnrýndi viðskiptaráðherra fyrir að veita sex nýjum aðilum fiskút- flutningsleyfi til Bandaríkjanna. Kallaði Guðmundur veitinguna „geðþóttaákvörðun“ og ekki til bóta fyrir íslenskar afurðir. Jón Sigurðsson svaraði honum fullum hálsi og sagði að spurningin snér- ist um frelsi eða einokun. Einnig tóku til máls þeir Karl Steinar Guðnason (A) og Stein- grímur J. Sigfússon (Abl.) og voru þeir einnig á öndverðum meiði. Karl fagnaði ákvörðuninni og sagði að tími væri til kominn að brjóta upp þetta einokunar- kerfi og myndi þetta styrkja stöðu íslendinga á Bandaríkja- markaði. Steingrímur var ekki á sama máli og taldi að ræða þyrfti „sérkennileg" vinnubrögð ráð- herra. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra svaraði fyrirspurn frá Kristínu Halldórs- dóttur (Kvl.) um veitingu em- bættis þjóðgarðsvarðar í Skafta- felli. Kvað ráðherra ekkert ahugavert við þessa veitingu, en eins og flestir vita var Stefáni Benediktssyni arkitekt og fyrr- verandi alþingismanni veitt staðan. Hjörleifur Guttormsson (Abl.) gagnrýndi þessa leyfisveit- ingu og sagðist telja það eðlilegt að náttúrufræðingi væri veitt þessi staða. Tók þá flokkssystir hans, Guðrún Helgadóttir, til máls og benti á að Hjörleifur Guttormsson ætti sæti í Þing- vallanefnd og hún hefði ráðið prest í embætti þjóðgarðsvarðar. Lánasjóður íslenskra náms- manna var nokkuð í sviðsljósinu á Alþingi og m.a. lagði Stein- grímur J. Sigfússon fram fyrir- spurn um hvort menntamálaráð- herra ætlaði að beita sér fyrir endurskoðun á lögum um náms- lán og námsstyrki. Svaraði ráð- herra því til að hann gæti fallist á að núverandi framfærsluviðmið- anir LÍN kynnu að vera úreltar. Hann kvaðst hafa ritað stjórn sjóðsins bréf þar sem óskað væri eftir því að hún tæki upp viðræð- ur við Hagstofu íslands um leiðir sem væru færar í þessu máli. Finnur Ingólfsson (F), aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra, tók sæti í fyrsta skipti á Alþingi í síð- ustu viku. Hann lagði fram þings- ályktunartillögu, ásamt fjórum öðrum þingmönnum Framsókn- arflokksins, um byggingarsjóð námsmanna. f tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að stofna í samvinnu við náms- mannasamtökin, þ.e. Stúdenta- ráð Háskóla íslands, og Banda- lag íslenskra sérskólanema, sér- stakan byggingasjóð sem hafi það hlutverk að fjármagna íbúðar- byggingar fyrir námsmenn. Verði þetta sjálfstæð stofnun með sér- staka stjórn og í vörslu Seðla- bankans. Á almenna pólitíska sviðinu viröist vera komin upp deila á milli framsóknarmanna og al- þýðuflokksmanna um stefnuna í sjávarútvegsmálum. Alþýðu- flokksmenn virðast ekki geta sætt sig við frumvarpsdrög þau sem Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsmálaráðherra ætlar að leggja fram í þessari viku á Alþingi í viðtali við Tímann á föstu- daginn sagði Halldór Ásgríms- son, að enn væri eftir að halda fundi með hagsmunaaðilum og yrði það gert nú um helgina. Það væri aðalástæðan fyrir því að ekki er enn búið að leggja frum- varpið fram. Því er hvíslað að með þessu vilji alþýðuflokksmenn hefna sín fyrir alla þá fyrirvara sem fram- sóknarmenn hafa komið með við húsnæðismálafrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta og frjáls- legar yfirlýsingar ýmissa þing- manna Sjálfstæðisflokksins t.d Eyjólfs Konráðs um fyrirvara við fjárlagafrumvarpið hafa komið sér illa fyrir Þorstein Pálsson forsætisráðherra og virðist hann eiga erfitt með að koma á full- komnum friði á ríkisstjórnar- heimilinu. Þetta leiddi til þess að miðstjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna samþykkti stjórn- málaályktun á laugardaginn þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við sjávarútvegsmálaráðherra og frumvarpsdrög hans um stjórnun fiskveiða. Einnig var forsætisráð- herra hvattur í ályktuninni til að sýna festu og ákveðni í stjórnun- arstörfum. Á þessu sést að ýmislegt er að gerast á pólitíska sviðinu og lík- legt að fjörugar umræður verði á Alþingi þessa vikuna um hin ýmsu mál. AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.