Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 1. desember 1987 1. desember 1987 - DAGUR - 9 Helsprengjan - eftir Alistair MacLean Iðunn hefur gefið út nýja bók eft- ir meistara spennusagnanna, Alistair MacLean og nefnist hún Helsprengjan. í kynningu útgef- anda á efni bókarinnar segir: „Ótrúlegir atburðir eiga sér stað í Eyjahafi fyrir augum Tal- bots skipstjóra og áhafnar hans, sem eru þar í vísindaleiðangri á skipi sínu. Neyðarkall berst til þeirra - en of seint. Peir horfa upp á brennandi snekkju hverfa í öldurnar - og andartaki síðar hrapar flugvél í hafið á sömu slóðum. Er þetta tilviljun eða býr hér eitthvað dularfullt að baki? Tvö stórslys og aðeins ein skipshöfn til vitnis. En Talbot skipstjóri er ekki allur þar sem hann er séður. Með ýmsum brögðum tekst honum að afhjúpa sannleikann... skipulagt sanrsæri hryðjuverkamanna og eiturlyfjasmyglara sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.11 Bækur Alistair MacLean hafa notið ótrúlegra vinsælda meðal íslenskra lesenda og verið sölu- hæstar spennubóka hér á landi um árabil. Andrés Kristjánsson þýddi. Fjölskyldu- söngvar Um þessar mundir kemur fyrir almennings sjónir safn fimmtán sönglaga, er bera heitið „Fjöl- skyldusöngvar". Útgefandi er Steinn Stefánsson fyrrum skóla- stjóri á Seyðisfirði og organleik- ari við Seyðisfjarðarkirkju. Árið 1976 gaf Seyðisfjarðarsöfnuður út „Tólf sönglög“ eftir Stein. Munur Fjölskyldusöngva og fyrri bókarinnar er sá að, að þessu sinni er meginhluti söng- laganna saminn af Arnþrúði Ing- ólfsdóttur, eiginkonu Steins Stef- ánssonar, en hún andaðist árið 1964. Hefur Steinn raddsett lögin og búið þau til prentunar. Fjöl- skyldusöngvar eru þannig öðru fremur gefnir út í minningu Arn- þrúðar Ingólfsdóttur. Jafnframt eru í bókinni nokkur lög eftir aðra ástvini Steins Stef- ánssonar svo sem Eyjólf Stefáns- son, bróður útgefanda og Ingólf Hrólfsson, tengdaföður hans. Eyjólfur var framan af ævi bóndi á Kálfafelli í Suðursveit, en síðar búsettur á Höfn í Hornafirði, þar sem hann m.a. var kirkjuorgan- isti um árabil. Ingólfur Hrólfsson var upphaflega bóndi á Vakurs- stöðum í Vopnafirði og eftir það verkamaður á Seyðisfirði. Loks má nefna lög eftir börn Steins, Ingólf, er á sínum tíma söng í „Þokkabót“ og á þar nokkur lög á hljómplötum, Iðunni og Heimi. Steinn Stefánsson hefur raddsett öll þau lög, sem birtast í Fjöl- skyldusöngvum. Sjálfur hefur hann frumsamið fjögur lög í safn- inu. Fjölskyldusöngvar bera vitni uppruna höfundar og æviferli. Er bókin myndskreytt m.a. með efni úr Austur-Skaftafellssýslu og frá Seyðisfirði. Sum þeirra sönglaga, sem hér liggja frammi, hafa áður verið flutt af Söngfélagi Skaftfell- inga og Samkórnum Bjarma á Seyðisfirði. Stefán Jónsson: Að breyta fjalli Nýverið sendi bókaforlagið Svart á hvítu hf. frá sér bókina „Að breyta fjalli" eftir Stefán Jónsson. Stefán var vinsæll fréttamaður og dagskrárgerðar- maður á Ríkisútvarpinu í um það bil aldarfjórðung en á þeim tíma sendi hann frá sér allmargar bækur. Fyrsta bók Stefáns kom út árið 1961 og síðan nánast ein á ári til ársins 1971 er veiðihand- bókin „Með flugu í höfðinu" kom út. Þekktustu og vinsælustu bækur Stefáns eru sennilega „Jó- hannes á Borg“, ævisaga Jóhann- esar Jósefssonar, vertíðarsagan „Mínir menn“ og „Þér að segja", veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar. í bókinni „Að breyta fjalli" rekur Stefán mismunandi sann- sögulegar minningar frá uppvaxt- arárum sínum á Austur- og Norðurlandi á árunum fyrir síð- ari heimsstyrjöld en skírskotar víða til nútímans. í þessari bók koma fram bestu eiginleikar Stef- áns sem rithöfundar: Óborgan- legur húmor og frásagnargleði sem hvort tveggja helgast af því að honum þykir einfaldlega svo vænt um þetta fólk sem útbjó nestið sem hann lagði upp með og „hrífst ekki síður af löstum þess en kostum“. Þetta eru ekki venjulegar bernskuminningar, nær væri að segja að hér sé um „einskonar bernskuminningar“ að ræða, skrifaðar að hætti Stefáns Jónssonar, en í inngangskafla bókarinnar segir hann m.a.: „Ég hef skrifað bernsku- minningar í þetta kver án nokk- urra vilyrða um sannindi, bein- línis í þeirri mynd sem þær hafa þyrlast upp úr rykugu hugskoti mínu... Én skáldsaga er þetta ekki, nema þá að bernska mín hafi verið það og ég þá að sára- litlu leyti höfundur hennar." Þetta er háalvarleg bók og pólitísk á sinn hátt og hún er framúrskarandi skemmtileg. Og vissulega var gerð merkileg til- raun til að breyta einu form- fegursta fjalli á íslandi, sjálfum Búlandstindi. Reyndar stóð líka til að breyta ýmsu öðru en margt fer öðruvísi en ætlað er. Ráðgátan á Rökkurhólum - eftir Enid Blyton Komin er út hjá Iðunni fyrsta bókin í nýjum, spennandi flokki eftir höfundinn sívinsæla, Enid Blyton. Nefnist hún Ráðgátan á Rökkurhólum. Allir krakkar þekkja Ævintýrabækurnar, Dul- arfullu bækurnar og bækurnar um félagana fimm, en hér kynn- umst við nýjum söguhetjum. Krakkarnir í Ráðgátan á Rökk- urhólum lenda í æsispennandi ævintýrum. Fimm og leyni- hellirinn - eftir Enid Blyton Komin er út hjá Iðunni ný bók eftir Enid Blyton um félagana fimm og nefnist hún Fimm og leynihellirinn. Þetta er sjálfstæð saga en söguhetjurnar eru þær sömu og í fyrri bókum þessa vin- sæla flokks. Um efni bókarinnar segir: „Félagarnir fimm ætla sér ekki að lenda í neinum ævintýr- um í páskaleyfinu. Þau fá það hlutverk að líta eftir Vilmundi, ungum dreng sem hefur einstakt lag á dýrum, og hann og Tomnii verða góðir vinir, Georgínu til mikillar gremju. En ævintýrin virðast elta félagana fimrn uppi. Þau taka á leigu bát... og lenda á Hvískurey. Þar eru gamlar kast- alarústir og þar hafa orðið dular- fullir atburðir. Brátt kemur í Ijós að enn er eitthvað undarlegt á seyði á eynni. Það er meira að segja skotið á Tomma... Fyrr en varir komast krakkarnir að því að hér eiga þau í höggi við hættu- legan glæpaflokk sem einskis svífst." Bókina þýddi Sævar Stefáns- son. Sambúð manns og sjávar - eftir Gísla Pálsson Bókaútgáfan Svart á hvítu hefur sent frá sér bókina Sambúð manns og sjávar eftir Gísla Pálsson. Efni þessarar bókar varðar okkur öll af þeirri einföldu ástæða að fáar þjóðir eru eins háðar fiskveiðum og íslendingar. í bókinni er m.a. fjallað um landskunna aflaskipstjóra eins og Binna í Gröf, Eggert Gíslason o.fl. og leitað skýringa á frægð þeirra. Þeirri kenningu er varpað fram að aflasæld ráðist ekki af hæfileikum einstakra skipstjóra en sú staðhæfing hefur vakið miklar deilur. Ennfremur er leitað svara við ýmsum öðrum áleitnum spurn- ingum, t.d. hvaða augum líta sjómenn á starf sitt? Fjölskyld- una? Hvernig er framleiðslunni í landi og verkaskiptingu kynjanna háttað? Verður kvótakerfið þess valdandi að aflakóngurinn skipar ekki lengur þann sess sem hann hafði í vitund þjóðarinnar? Sambúð manns og sjávar markar þáttaskil í allri umræðu manna á meðal um fiskveiðimál íslendinga. 1. janúar nálgast með staðgreiðslu opinberra gjalda. Það er afar mikilvægt að allir launamenn og launagreiðendur þekki rétt sinn og skyldur í hinu nýja kerfi. Menn eru því hvattir til að kynna sér málið vel og leita upplýsinga séu þeir í óvissu. HVAÐ FELSTÍ STAÐGREÐSLU? I staðgreiðslu eru skattar dregnir af öllum launum við hverja útborgun. Þar með talið eru hvers konar greiðslur, hlunnindi og orlof. Staðgreiðslan tekur yfir alla skatta og gjöld, sem áður voru álögð á launamenn, nema eign- arskatt sem áfram verður innheimtur eftir á. ÚTREIKNINGUR OGINNHEIMTA STAÐGREÐSLU Launagreiðandi annast útreikning stað- greiðslu starfsmanna sinna, innheimtir hana og skilar til innheimtumanns mánaðarlega, einnig af eigin launum. Sama skatthlutfall er notað við afdrátt af öllum launum óháð upphæð þeirra. FRÁDRÁTTUR í STAÐGREÐSLU Allir launamenn fá árlegan persónuaf- slátt sem dreginn er af staðgreiðslunni. Að öllu jöfnu er persónuafslátturinn sá sami hjá öllum launamönnum. Persónuafslættinum er skipt jafnt á alla mánuði ársins. Sjómenn og hlutráðnir landsmenn fá sér- stakan sjómannaafslátt. Námsmenn fá hærri persónuafslátt yfir sumarmánuðina. Vaxtafrádráttur verður afnuminn en til bráðabirgða verður þó veittur afsláttur til þeirra er festu kaup á íbúðarhúsnæði eða hófu bygg- ingu þess til eigin nota 1987 eða fyrr og hefðu að óbreyttu notið vaxtafrádráttar. Þessi afsláttur verður veittur í allt að 6 ár, frá og með 1988. BÆTUR Barnabætur með hverju bami innan 16 ára aldurs verða greiddar á 3ja mánaða fresti og skiptast jafnt á milli hjóna (sambýlisfólks). Húsnæðisbætur eru greiddar þeim sem kaupir eða hefur byggingu íbúðarhúsnæðis 1988 eða síðar í fyrsta sinn eða til eigin nota einnig þeim sem keyptu eða byggðu í fyrsta sinn 1985-1987 ef þeir nutu ekki vaxtafrádrátt- ar á þeim tíma. Réttur til bótanna varir í 6 ár, frá og með upphafsári. SKATTKORT Allir, sem verða 16 ára og eldri á stað- greiðsluári, fá sent skattkort fyrir upphaf stað- greiðsluárs. Þar er mánaðarlegur persónuaf- sláttur tiltekinn og einnig það skatthlutfall, sem draga á af launum, auk helstu persónuupplýs- inga, svo sem nafns, heimilis og kennitölu launamanns. Launamanni ber að afhenda launagreið- anda sínum skattkortið fyrir upphaf stað- greiðsluárs. Ef launagreiðandinn hefur ekki skattkortið við útborgun launa, má hann ekki draga persónuafsláttinn frá stað- greiðslunni og launamaðurinn greiðir þar með mun hærri fjárhæð. Þess vegna er mikil- vægt fyrir launamann, að sjá til þess að launa- greiðandinn fái skattkortið í tækatíð. Þegar maki launamanns er tekjulaus get- ur launamaðurinn einnig afhent launagreið- anda sínum skattkort makans og þar með nýtt 80% af persónuaíslætti hans til viðbótar sínum. Bam innan 16 ára fær ekki skattkort. Skatthlutfall þess er 6% og það fær ekki per- sónuafslátt. STAÐGREÐSLAN ER EINFÖLD OGAUÐSKILIN Bæklingur með ítarlegum upplýsingum um staðgreiðsluna hefur verið sendur inn á hvert heimili landsins. Það er mikilvægt að lesa þennan bækling vel og varðveita, þar sem hann geymir nauðsynlegar upplýsingar um staðgreiðslu. Launamenn fá skattkort sitt sent næstu daga. Með því fylgja skýringar sem þeir eru beðnir um að lesa vel, gera viðeigandi ráð- stafanir og afhenda skattkortið síðan launa- greiðandasínum. Staðgreiðsla opinberra gjalda er breyt- ing, sem beðið hefur verið eftir. Aðdragandi hefur verið langur en nú er undirbúningur- inn á lokastigi. Þetta er róttæk breyting til einföldunar og hagræðis og snertir alla skattgreiðendur. Þessi breyting verður mun auðveldari ef allir skattgreiðendur þekkja stöðu sína. Staðgreiðslan ereintöld - efþú þekkir hana RSK RÍKISSKATTSTJÓRI AUKASKATTKORT Launamaður getur fengið aukaskattkort ef hann vinnur á fleiri en einum stað og vill skipta persónuafslætti sínum til þess að nýta hann betur. Einnig getur hann fengið aukaskattkort ef hann vill afhenda maka sínum þann persónu- afslátt, sem hann nýtir ekki sjálfur. Umsóknir um aukaskattkort fást hjá skattstjómm. ÁLAGNING OG FRAMTAL Skattframtali ber að skila í staðgreiðslu með hefðbundnum hætti. Að loknu stað- greiðsluári fer fram álagning og síðan uppgjör staðgreiðslu. Þegar sú fjárhæð, sem stað- greidd hefur verið er borin saman við endan- lega álagningu tekjuskatts og útsvars, kemur í Ijós, hvort þessi gjöld hafi verið of eða van- greidd. Verði um mismun að ræða er hann endurgreiddur i einu lagi í ágúst eða innheimt- ur eð jöfnum greiðslum í ágúst-desember að viðbættri lánskjarav í sitölu. SJÁLFSTÆÐIR REKSTRARAÐILAR Sjálfstæðum rekstraraðilum er skylt að reikna sér endurgjald af starfseminni og miða staðgreiðslu sína við það og skila henni mán- aðariega. Ríkisskattstjóri ákveður lágmark endurgjalds. SKATTLAGNING TEKNA ÁRSINS 1987 Öllum ber að skila framtali á árinu 1988 vegna ársins 1987 eins og endranær. Inn- heimta fellur hins vegar niður af öllum almennum launatekjum. Undantekningar eru þó gerðar • eflaunhafaveriðyfirfærðáárið1987. • ef hækkun launa verður hvorki rakin til auk- innar vinnu, ábyrgðar né stöðuhækkunar. • ef menn í eigin atvinnurekstri reikna sér meira en 25% hærri laun fyrir 1987 en 1986 (með verðbótum). • ef menn fá meira en 25% hærri laun fyrir eignarhlutdeild en var árið 1987 (með verð- bótum). í þessum tilvikum verður aukningin skattskyld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.