Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 01.12.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 1. desember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR, HEIMASI'MI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að stjóma bæ með bflflautum „Rúntararnir" svo nefndu á Akureyri, hafa verið mikið í sviðsljósinu eftir að ákvörðun Bæjarstjórnar Akureyrar, um að loka fyrir alla ónauðsynlega bílaumferð um Ráðhústorgið eftir klukkan 10 á kvöldin, kom til fram- kvæmda fyrir viku. Bæjarstjórn tók þessa ákvörðun að beiðni íbúa í miðbæ Akureyrar, sem hafa orðið fyrir miklu ónæði og rúmruski vegna „rúntaranna". Þeir sem stunda „rúntinn" á Akureyri, tóku þessari aðgerð vægast sagt illa og hófu að þeyta bílflautur í gríð og erg þegar líða tók á kvöld, til þess að tryggja að íbúar Miðbæjar- ins fengju örugglega ekki svefnfrið þrátt fyrir lokun „rúntsins". Smám saman barst hið gráa gaman í önnur hverfi bæjarins og lögðu mótmælendurnir sig í líma við að valda sem mestu ónæði í nágrenni við híbýli framámanna bæjarins. Viðbrögð bæjarstjórnar við þessum mótmælum eru með eindæmum: Hún ákvað að láta undan þrýstingnum og opna „rúntinn" að nýju! Eflaust má deila um réttmæti þeirrar ákvörðunar að loka Ráðhústorgi fyrir ónauð- synlegri umferð að næturlagi. Það er þó ekki mergurinn málsins, heldur hitt, að bæjar- stjórn skuli láta undan þeim ólögmæta og ósmekklega þrýstingi sem ■ ökumennirnir beittu. Einnig er ljóst að lögreglan brást ger- samlega skyldu sinni í þessu máli. Hún sekt- aði reyndar nokkra ökumerin fyrir brot þeirra - en lét þar við sitja. Lögreglunni bar hins vegar tvímælalaust skylda til að láta kné fylgja kviði og svipta þá bílstjóra ökuréttind- um, sem ekki létu sér segjast og brutu umferðarlögin ítrekað, þrátt fyrir viðvaranir. Með sinnaskiptum sínum hefur Bæjarstjórn Akureyrar ef til vill gefið fordæmi fyrir því hvaða baráttuaðferð er árangursríkust þegar bæjarbúar vilja mótmæla umdeildum ákvörð- unum hennar. Má kannski búast við því að fasteignaeigendur fylki liði og þeyti bílflautur að næturlagi í náinni framtíð, ef þeir vilja mót- mæla hækkun fasteignagjalda eða einhverju álíka? Og mun bæjarstjórn breyta ákvörðun sinni í framhaldi af því? Án gamans. Sú ákvörðun Bæjarstjórnar Akureyrar, að láta undan hávaðasömum mót- mælum ungra ökumanna, er einstaklega órökrétt og vafasöm - hvernig sem á málið er litið. BB. Skyldu þær hafa farift í krabbameinsskoftun? Krabbameinsleit: Odýr líftiygging - spjallað um konur og krabbamein Góð vísa er sjaldan of oft kvcðin, segir máltækið. Sömu sögu er að segja um krabba- meinsleit hjá konum, en ætíð er misbrestur á því að allar konur mæti til krabbameins- leitar. Konur hugsa mikið um rétt mataræði, holdafar, hár og fatnað. Miðað við hugsunar- hátt nútímakonunnar er skrítið til þess að hugsa að hún láti svo mikilvægt atriði sem móðurlíf sitt sitja á hakanum en rækti líkamann að öðru leyti. Eins og margar konur þekkja er ekki það skcmmtilegasta sem hægt er að hugsa sér að fara í móðurlífsskoðun en það er líka leiðinlegt að fara til tannlæknis sem þykir þó sjálfsagður hlutur! Þær Heba Ásgrímsdóttir og Rósa Gunnarsdóttir eru hjúkrun- arfræðingar sem starfa við krabbameinsleit á Heilsugæslu- stöð Akureyrar og fengum við þær í spjall um þessi mál. Hvers vegna krabbameinsleit, var fyrsta spurningin sem lögð var fyrir þær. „Krabbameinsleit er fyrir- byggjandi starf. Þetta er sú leit sem hefur skilað hvað bestum árangri, fyrir utan berklaveikina sem útrýmt var eingöngu vegna fyrirbyggjandi starfs. Legháls- krabbamein væri næstum hægt að útiloka með fyrirbyggjandi starfi. Allar tölur sýna að tíðni legháls- krabbameins er orðin með þeim lægstu. Tilfellin greinast en stór hluti læknast vegna þess hve snemma þau greinast. Kona kemur inn með smá frumubreytingu, þ.e. frumu- breytingar í leghálsslími eru ekki alveg eðlilegar. Ef við létum hana vera og gerðum ekkert, gæti þetta eftir 5 eða 10 ár þróast í að verða krabbamein á byrjunar- stigi. Vítavert væri að fylgja því ekki eftir. Krabbamein hjá kon- um sem hafa komið með frumu- breytingu greinist ekki, því við leyfum því ekki að þróast svo langt. Gripið er inn í áður með tiltölulega litlum aðgerðum. Ef krabbameins á byrjunarstigi verður vart, er venjulegasta aðgerðin sem framkvæmd er svokallaður keiluskurður en þá er fjarlægður biti úr leghálsi kon- unnar. Síðan er fylgst með kon- unni og hún er nánast alltaf ein- kennalaus.“ - Hefur það sýnt sig að leit sem þessi beri árangur? „Já tvímælalaust. Alls staðar þar sem átak hefur verið gert í þessum málum fer tíðni legháls- krabbameins lækkandi. í Skot- landi lækkaði hún t.d. úr 22% niður í 2%. í dag greinast e.t.v. ekki færri tilfelli krabbameins, en þau greinast fyrr og hægt er að lækna þau. Það má hæglega fullyrða að ef greinist frumubreyting á byrj- unarstigi eru 100% líkur á að hægt sé að koma í veg fyrir krabbamein. Þetta réttlætir skoðunina og ættu allar konur frá 20 ára aldri að gera sér það að reglu að mæta til leitar annað hvert ár. Það er nóg þegar allt er í lagi því frumubreytingar gerast það hægt að á milli tveggja ára væri um byrjunareinkenni að ræða. - Er einhver ákveðinn hópur kvenna sem er í meiri hættu en aðrir? „Það hefur verið tvíeggjað að slá fram þeirri staðhæfingu að frjálsræði í kynlífi virðist spila þarna inn í, því það hefur sært sumar konur. Þetta hefur ekki verið sannað en okkur finnst áberandi hve aldur kvenna sem greinast með frumubreytingu hefur lækkað. Þarna má nefna tölu eins og tíu ár, því greinst hafa breytingar hjá konum undir tvítugu.“ Það sem styður þessa kenningu er það að nunnur fá mjög sjaldan leghálskrabbamein en þær eiga það frekar til að fá brjóstkrabba- mein og er talið að þar komi brjóstagjöf hjá mæðrum til hjálpar. í fyrra bættust 52 konur á skrá í eftirlit, þ.e. þær greindust með frumubreytingar og þá eru þær kallaðar oftar inn í eftirlit. Af þessum konum voru 22 fæddar 1960 og seinna. Stór hluti þeirra var að vísu með smávægilegar breytingar en engu að síður eru þetta sláandi tölur. Langflestar konurnar sem bætast í hópinn eru fæddar á árunum 1955-1965. „Um daginn kom til okkar kona tæplega fimmtug sem þurfti í leghálsspeglun og vakti það undrun okkar því það er frekar óalgengt. Fyrir tæpum 30 árum var nokk- uð algengt að konur dóu úr leg- hálskrabbameini en nú er það afar sjaldgæft hér. En það er allt- af sama sagan með þessar konur, að þær hafa ekki farið í skoðun...fyrr en of seint!“ - Eru konur smeykar við að fara í skoðun? „Það er alltaf átak að fara í skoðun en það er svo margt sem maður verður að gera sem er erfitt. Konum ætti að þykja það vænt um sjálfa sig að þessi þáttur á að vera sjálfsagður. Finni konur einkenni eins og óreglulegar blæðingar, útferð, blæðingu við samfarir, blett- blæðingar sem oft má rugla sam- an við blæðingar vegna lykkju, þá ættu þær að leita læknis. Geri þær það ekki má draga þá álykt- un að um ofsalega hræðslu sé að ræða frekar en trassaskap. Kon- an er hrædd við að fá staðfestingu á sínum grun. Þessi kona er vænt- anlega búin að líða mikið fyrir þessa hræðslu sína. Við þekkjum dæmi um konu sem ekki sefur nóttina áður en hún fer í skoðun en hún lætur sig hafa það að koma, hálf rænulaus, því hún telur þetta sína skyldu. En henni líður mjög vel þegar hún er búin. Með því að koma í skoðun má segja að konur séu að kaupa sér ódýra líftryggingu. Það virðist sem fyrsta skrefið sé erfiðast því við munum ekki eftir því að kona verði það „sjokkeruð" eftir fyrstu skoðun að hún komi ekki aftur. Skoðan- irnar eru hvorki dýrar né sárs- aukafullar, þær taka fljótt af og því hvetjum við allar konur, sér- staklega þær sem ekki koma reglulega til að endurskoða hug sinn og bætast í hópinn." Við tökum undir orð þeirra Rósu og Hebu og þökkum þeim kærlega fyrir spjallið. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.