Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 1. febrúar 1992 Fréttir Móttökuathöfn fyrstu Fokker 50 vélar Flugleiða á Akureyrarflugvelli: Vélin ausin norðlensku vatni - flogið millilendingarlaust frá Amsterdam til Akureyrar Kolbeinn Arinbjamarson, yfir- maður innanlandsflugs Flug- leiða, segir að nafngiftir nýju Fokkervélanna verði á þjóð- legu nótunum, líkt og með nafngiftir nýju millilandavél- anna. Fyrstu Fokkervélinni af fjórum verður fagnað á Akur- eyri laugardaginn 15. febrúar og segir Kolbeinn að vélin verði ausin norðlensku vatni og það muni Norðlendingur gera, þó ekki hafi verið ákveð- ið hver það verður. Sem kunnugt er mun fyrsta vélin skírð Ásdís en vélinni var flogið í fyrsta sinn í fyrradag. Afhending verður frá verksmiðj- unum föstudaginn 14. febrúar en morguninn eftir leggur vélin upp í flugið frá Amsterdam til Akur- eyrar en reiknað er með að það taki um 5 tíma. „Nú er allt komið í hana sem á annað borð verður sett í hana. Þá taka við alls kyns prófanir sem munu standa fram að afhend- ingu. Okkar flugmenn munu síð- an fá hana 10. febrúar til að fljúga henni sjálfir en núna eru áhafnir í þjálfun í Hollandi,“ sagði Kolbeinn. Hann segir að nýja vélin verði notuð í æfingaflug og lendingar sunnudaginn 16. febrúar en fyrsta flug hennar í áætlun félags- ins er bókað á mánudagsmorgun og þá til Akureyrar. Ætlunin er að vélin fljúgi mest á þeirri leið eftir að hún kemur en vegna áhafnamála segir Kolbeinn örðugt að einskorða hana við þá leið. Næsta vél kemur til landsins fyrir lok mánaðarins. „Það eru bæði góðar og slæmar hliðar á að geta ekki skipt öllum gömlu vélunum út í einu. Slæmu hliðarnar eru að þurfa að hafa þær gömlu lengur en þær góðu að þá sjá farþegar betur samanburð- inn. Við höfum þegar orðið varir við fyrirspurnir um hvert hún fljúgi þessi fyrsta þannig að það er eftirvænting hjá farþegum,“ sagði Kolbeinn. JÓH Úr flugstjórnarklefa Fokker 50 vélar. Menningarsamtök Norðlendinga og Dagur: Efna til samkeppni um frumsamda smásögu Menningarsamtök Norðlend- inga og dagblaðið Dagur hafa ákveðið að efna til samkeppni um frumsamda smásögu. Þetta Febrúaruppboð á loðskinnum framundan: Spáð áframhaldandi verðhækkimum Arvid Kro, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýra- ræktenda, segir spár uppi um að á þessu ári muni skinnaverð halda áfram að hækka. Fram- undan er uppboð í Kaupmanna- höfn þar sem verða íslensk skinn en flest skinn verða frá Islandi á uppboði þar í apríl. „Ég talaði við uppboðshaldar- ann í Danmörku á dögunum og hann spáði því að einhver hækk- Slökkvilið Húsavíkur: Útkall vegna missýnar Slökkviliðið á Húsavík var kallað út síðdegis á fimmtu- dag vegna sinubruna, er fólki sýndist hús í Aðaldal standa í Ijósum logum. Svo reyndist ekki vera sem betur fór, heldur var þó nokk- uð mikill eldur í sinu í Útkinn og bar hann við húsin, séð frá öðrum bæjum. Slökkviliðið sneri við er ljóst var að engin hætta var á ferðum. IM Dalvík: Skipstjórínn fékk tæpar 3 milljónir Eins og lottóunnendur rek- ur minni til var aðeins einn með fimm tölur réttar í lottó- inu sl. laugardag og varð sá 2,95 milljónum ríkari. Bæjarpósturinn á Dalvík upplýsti í vikunni að sá heppni hafi verið Vigfús Jóhannes- son, skipstjóri á Björgvin EA frá Dalvík. Þessi ágæti miði, sem var með tíu röðurn, var keyptur í Sæluhúsinu á Dalvík og reynd- ist efsta röðin vera með allar fimm tölumar réttar. óþh un verði nú í febrúar en meiri í apríl. Heildarútkoman á árinu verði betri en í fyrra þannig að verðið haldi áfrarn að hækka,“ sagði Arvid Kro. Framleiðsla skinna hefur tals- vert dregist saman hér á landi. Arvid sagðist ekki hafa tölur um stofnstærðir loðdýra nú um ára- mót en líklega séu refalæður um 5000 og minkalæður um 35.000. Af þessum tölum má sjá hve mikið stofninn hefur minnk- að frá því sem mest var þegar voru um 20.000 refalæður og yfir 80.000 minkalæður. Nú fyrir helgina var uppboð í Helsinki í Finnlandi. Þó íslenskir framleiðendur hafi ekki átt skinn þar gefur þetta uppboð tóninn fyrir það sem koma skal á mark- aðnum. Síðast er fréttist höfðu ekki borist upplýsingar um Hels- inki-uppboðið. Uppboðið í Kaupmannahöfn verður hins vegar 10.-13. febrúar. JÓH er í annað sinn sem þessir aðil- ar efna til slíkrar samkeppni, hið fyrra sinn var veturinn 1989-90, en í fyrra var efnt til Ijóðasamkeppni á þeirra vegum. í smásagnasamkeppn- ina bárust um hundrað sögur og rúmlega hundrað Ijóð í Ijóðasamkeppnina. Mest efni barst af Norðurlandi en einnig nokkuð annars staðar að af Iandinu. Hin mikla þátttaka bendir eindregið til þess að hljómgrunnur sé fyrir ritverka- keppni af þessu tagi. Því er nú farið af stað með aðra smá- sagnakeppni Dags og MENOR. Keppnin verður með svipuðu sniði og fyrsta keppnin. Verðlaun verða veitt fyrir þá sögu, sem dómnefnd metur besta, en viður- kenning fyrir þá eða þær, sem næstar komast. Dómnefndin er skipuð Þórdísi Jónsdóttur, Bensínverð lækkar um 2,40 kr. - Verðlagsráð ákvað lækkun á 92 oktana bensíni og búist er við að olíufélögin lækki verð á 95 og 98 oktana bensíni Frá og með deginum í dag lækkar verð á 92 oktana bensíni á íslenskum bensínstöðvum. í gær kostaði lítrinn af slíku bensíni 57,50 kr. en í dag kost- ar hann 55,10 kr. Lækkunin er 2,40 kr. eða rétt rúm 4%. Verðlagning á 95 og 98 oktana bensíni er frjáls og í gær höfðu olíufélögin ekki ákveðið hversu mikið þau myndu lækka verðið á þessum tegundum. Þó var á þeim að heyra að lækkunin yrði ekki ósvipuð og á 92 oktana bensín- inu. Verðið á 95 og 98 oktana bensíni er nokkuð mishátt eftir olíufélögum, 95 oktana bensínið er selt á 61,30-61,50 kr. lítrinn og 98 oktana bensínið á 64,40-64,60 kr. lítrinn. Það ætti að sjást á bensíndælunum í dag hversu mikil lækkunin er. Gasolía lækkar einnig í verði, en minna. Lítraverðið fer úr 17,60 kr. í 17,30 kr. sem er 1,7% lækkun. Ástæðan fyrir verðlækk- un bensíns og gasolíu er lækk- andi innkaupsverð. Hins vegar hafði verðið á gasolíu lækkað áður vegna tíðari innkaupa. Verð á svartolíu er óbreytt. Að sögn Gunnars Þorsteins- sonar á Verðlagsstofnun er verð- ið nú um 20 aurum lægra en skráning á innkaupsverði gefur tilefni til og stafar það af niður- greiðslum úr innkaupajöfnunar- sjóði. -ÞH Hækkað framlag til Svæðisstjórnar á Norðurlandi vestra: Sumardvöl á Hólum í sumar Nú er Ijóst að sumardvöl verð- ur á vegum Svæðisstjórnar málefna fatlaðra á Norður- landi vestra á Hólum í Hjalta- Saumasmiðjan á Skagaströnd: „Eitthvað að glæðast“ stofu er hlaut nafnið Saumasmiðj- an. Meðal þess sem þær sauma eru tannlæknaföt og einnig hafa þær saumað kórkyrtla, lúðra- sveitarbúninga, félagafána og föt á starfsfólk íslensku óperunnar frá því stofan tók til starfa. Guð- björg segir þær ekki vera á þeim buxunum að gefast upp í augna- blikinu, þó verkefnin mættu vera fleiri. SBG „Það koma náttúrlega svartir kaflar í þessu og það er búið að vera ansi dauft undanfarnar vikur, en ég held að þetta sé eitthvað að glæðast núna,“ segir Guðbjörg Viggósdóttir, ein Saumasmiðjukvenna á Skagaströnd. Fyrir rúmu ári stofnuðu nokkr- ar konur á Skagaströnd sauma- dal í sumar. Ákveðið hafði verið að hætta við hana vegna niðurskurðar á framlögum ríkisins til Svæðisstjórnar, en forsendur hafa nú breyst. Sveinn Allan Mortens, fram- kvæmdastjóri Svæðisstjórnar á Norðurlandi vestra, segir að þau ánægjulegu tíðindi hafi borist frá félagsmálaráðuneytinu í vikunni að Svæðisstjórn fengi 1,5 miljón króna til baka frá ráðuneytinu af þeim 2,4 milljónum sem henni var gert að skera niður. Þetta breyti málinu umtalsvert og geri kleift að standa við fyrri ákvörð- un um að hafa sumardvöl á Hól- um. „Með því að gæta sparnaðar í rekstrinum teljum við nú mögu- legt að halda úti sömu þjónustu,“ sagði Sveinn Allan. óþh íslenskukennara við Verkmennta- skólann á Akureyri; Stefáni Sæmundssyni, umsjónarmanni helgarblaðs Dags og Sigurði Jónssyni, íslenskukennara við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki. Sigurður er formaður dómnefndarinnar. Sögur í keppninni mega að hámarki vera 6-7 síður í A-4 stærð, vélritaðar í aðra hverja línu. Síðasti skiladagur handrita er 16. mars og er átt við síðasta póstlagningardag. Sögurnar á að senda til Hauks Ágústssonar, Gilsbakkavegi 13, 600 Akureyri. Sögurnar skal merkja með dul- nefni, en með skal fylgja rétt nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer í lokuðu umslagi, sem merkt er með dulnefninu. Dómnefndin mun skila af sér niðurstöðum í síðasta lagi 7. apríl nk. en úrslit keppninnar verða kynnt í hófi sem haldið verður í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri, sunnudaginn 12. apríl. Þá verða afhent verðlaun og viðurkenningar. Sú saga, sem verðlaun hlýtur, verður birt í páskablaði Dags en blaðið áskilur sér einnig rétt til að birta þá sögu, eða þær sögur, sem viðurkenningu hljóta. Menning- arsamtök Norðlendinga áskilja sér einnig rétt til birtingar sömu sagna á eigin vegum. Smásagnasamkeppnin er fyrst og fremst hugsuð sem hvati til rit- starfa. Verði hún það, er höfuð- tilgangi hennar náð. BB. Sjá grein bls. 15. Knattspyrna: Boltinn farinn að rúlla - KA og Pór leika æfingaleik í dag Knattspyrnumenn æfa nú af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil. Veðurfar hefur verið knattspyrnu- mönnum mjög hagstætt síð- ustu vikur og eru þeir þegar farnir að spila æfingaleiki á malarvöllum bæjarins. í dag fara fram tveir æfinga- leikir í knattspyrnu á Akur- eyri. Fyrstu deildar lið KA og Þórs mætast á KA-velIinum kl. 13.00 en áður eða kl 11.00 mætast Magni og SM á Sana- vellinum. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.