Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 20

Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 1. febrúar 1992 Stund milli stríða. Mynd: Golli Loðnumiðin: Sveifarhússsprenging í Súlunni - varðskipið Ægir dró skipið til Neskaupstaðar Alvarleg vélarbilun varð í loðnuskipinu Súlunni EA-300 í fyrrinótt. Sprenging varð í sveifarhúsi og sprungu loftblás- arar í vélarrúminu. Einn mað- ur var í vélarrúminu þegar þetta gerðist. Hann fékk brunasár og var gert að sárum hans um borð í varðskipinu Ægi í gærmorgun. Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni, sagði að bilunin hafi orðið þegar nýlega var búið að kasta. Vegna einhverrar bilunar hafi vélin farið á yfirsnúning og hún stöðvast fljótlega eftir það. Nokkra klukkutíma tók að ná nótinni inn en að því loknu tók varðskipið Ægir Súluna í tog til hafnar þar sem skemmdir á vélinni verða kannaðar. Bjarni sagði á þessari stundu ómögulegt að segja hve langan tíma taki að gera við en væntanlega skýrist það fljótlega eftir að komið verð- ur til hafnar. Mokveiði var á loðnumiðunum í fyrrinótt. Skipin fengu fullfermi og voru því á leið til hafna til löndunar í gær. Veður var með albesta móti í fyrrinótt, nánast logn en sem kunnugt er hefur verið suðvestan strekkingur síð- ustu 10 sólarhringana. JÓH Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Shree Datye ráðinn yfír- læknir handlækningadeildar A fundi stjórnar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri sl. fimmtudag var samþykkt að ráða Shree Datye í stöðu yfir- læknis handlækningadeildar F.S.A. Fimm umsækjendur voru um stöðuna. Shree Datye er fæddur árið 1950 á Indlandi. Hann lauk prófi t' almennum skurðlækningum frá Háskóalanum í Bombay árið 1976 og fékk lækningaleyfi á ís- landi árið 1982. Shree hefur starfað við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri frá árinu 1978 og undanfarin tvö ár hefur hann gegnt starfi yfirlæknis Handlækningadeildar. óþh Skóverksmiðjan Strikið: Fjárhagslegri endurskipu- lagningu að ljúka - vinna hefst aftur nk. mánudag eftir nokkurra vikna hlé Haukur Armannsson, fram- kvæmdastjóri skóverksmiðj- unnar Striksins á Akureyri, segist gera sér vonir um að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu verksmiðjunnar Ijúki síð- ar í þessum mánuði. Vinna hefst að nýju nk. mánudag eft- ir nokkurra vikna hlé. Á undanförnum misserum hef- Raufarhöfn: Stakfellið fiskar fyrir Fiskiðjuna - tímabundnir erfiðleikar í atvinnulífmu senn að baki Stopul vinna hefur verið hjá Fiskiðju Raufarhafnar undan- farnar vikur, eða frá því togari Jökuls, Rauðinúpur, heltist úr lestinni vegna vélabilana. Von- ast er til að togarinn komist aftur til veiða um miðjan febrúar. Að sögn Gunnars F. Jónasson- ar, verkstjóra hjá Fiskiðju Rauf- arhafnar, hafa bátar lagt upp hjá fyrirtækinu og vinnsla verið í gangi þrjá til fjóra daga í viku. Þórshafnartogarinn Stakfell mun væntanlega landa á Raufarhöfn í næstu viku en samið hefur verið um að 70-80% af afla Stakfells fari til Fiskiðjunnar meðan Forkaupsréttur Reyðarljarðarhrepps á Vöku SU og Hörpu RE: Hreppsnefiid tekur ákvörðun 10. febrúar Hreppsnefnd Reyðarfjarðar- hrepps mun væntanlega taka afstöðu til þess á fundi 10. febrúar nk. hvort sveitarfélag- ið nýtir forkaupsrétt á skipum Eskfirðings hf., Vöku SU og Hörpu RF, en eins og kunnugt er Iiggur fyrir samningur um kaup Þormóðs ramma á Siglu- firði og Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. á skipunum og meðfylgjandi loðnu-, rækju- og botnfiskkvóta. Reyðarfjarðarhreppur hefur forkaupsrétt á bæði skipunum og kvótanum, sem er 16 þúsund tonn af loðnu, 240 tonn af bolfiski (m.v. þorskígildi) og 297 tonn af rækju. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða hefur sveitarfé- lagið einn mánuð til að taka afstöðu til þess hvort forkaups- réttur verði nýttur. Þetta mál var rætt á fundi hreppsráðs Reyðarfjarðarhrepps í fyrradag, en hreppsnefnd hefur síðasta orðið og mun væntanlega taka afstöðu til málsins á fundi 10. febrúar nk. óþh Rauðinúpur er úr leik. Gunnar sagði að vélarbilunin væri áfall sem bættist við langvar- andi aflaleysi fyrir áramót en menn væru bjartsýnir á að úr færi að rætast. Engum var sagt upp hjá Fiskiðjunni fyrir jólin, eins og tíðkast hefur hjá ýmsum fisk- vinnslufyrirtækjum og starfs- menn fengu 40 þúsund króna launauppbót um áramótin, mið- að við fullt starf. Engin loðna hefur verið brædd á Raufarhöfn á þessu ári og hjá Síldarverksmiðjunum bíða menn eftir því að veiðar glæðist og allar þrær fyllist á Austfjörðum. Fyrr er ekki von á loðnu til Raufar- hafnar. SS ur verið unnið að því að auka hlutafé Striksins um 15 milljónir króna og segir Haukur að það hafi nú tekist. „Við höfum verið að vinna að fleiri þáttum í fjár- hagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins til þess að skapa því eðlilegan rekstrargrundvöll. Það er engin spurning að ef það geng- ur eftir, sem við erum að vinna að núna, þá er mun bjartara fram- undan í rekstrinum. Það sem hef- ur gert okkur erfitt fyrir að undanförnu er birgðasöfnun og bullandi vaxtakostnaður Vegna hennar,“ sagði Haukur. Hann sagðist vænta þess að í þessum mánuði yrði endanlega lokið fjárhagslegri endurskipu- lagningu Striksins og í kjölfarið á því yrði fyrirtækinu kjörin ný stjórn. Að undanförnu hefur Strikið verið með útsölu á Akureyri og hefur hún gengið vel að sögn Hauks. Þá hefur Strikið bás á útsölumarkaði á Bíldshöfða í Reykjavík, sem hófst í fyrradag. óþh Bæjarráð Akureyrar hafnar kröfu íbúanna við Grenilund: Lögð fram stefiia einhvem næstu daga - segir Benedikt Ólafsson, lögfræðingur íbúanna greiðslu bóta. Málið fari fyrir héraðsdóm og ætla megi að máls- meðferð þar taki 8-12 mánuði. óþh Norðurland: Rigning í dag - frost á morgun Veðurfræðingar Veðurslofu ís- lands gera ráð fyrir rigningu um allt Norðurland í dag og hitastig verður á bilinu 4-7 gráður. Er líður á helgina fer veður kólnandi. Suðaustlæg átt verður allsráð- andi Iengst af í dag, en er líður á kvöldið léttir til og vindur verður af suðvestri. Aðfaranótt sunnu- dags dregur til norðlægra átta. Frost verður á bilinu 1-4 gráður, éljagangur með ströndinni, en þurrt til landsins. Á mánudag verður orðið hlýtt sem fyrr. ój Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að standa fast við samþykkt frá árinu 1990 þess efnis að bærinn telji sig ekki bótaskyldan vegna vatnstjónsins í húsum við Grenilund að kvöldi 2. maí 1990. Þessu máli var aftur vísað til bæjarráðs í ljósi niðurstöðu skýrslu dómkvaddra matsmanna þar sem m.a. kemur fram að þarna sé um ræða ágalla varðandi frárennslislögn. Benedikt Ólafsson, lögfræð- ingur, sem rekið hefur þetta mál fyrir hönd íbúanna við Greni- Iund, segir liggja alveg ljóst fyrir að einhvern næstu daga muni Akureyrarbæ verða stefnt til Tónlistarskólinn á Akureyri: Roari Kvam sagt upp störftun Á fundi bæjarráðs Akureyrar sl. fimmtudag var samþykkt að segja Roari Kvam, skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri og núverandi framkvæmdastjóra Tónmenntaskólans á Akur- eyri, upp störfum. Roar hefur verið í tímabundnu Ieyfi frá starfi skólastjóra Tónlist- arskólans á meðan kærumál á hendur honum, vegna gruns um brot á almennum hegningarlög- um er varða skírlífi, hefur verið til meðferðar hjá embætti ríkis- saksóknara. Eins og Dagur greindi frá sl. þriðjudag felldi ríkissaksóknari málið niður þar sem litið er svo á að ætlaðar sakir á hendur Roari séu fyrndar. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.