Dagur - 01.02.1992, Side 4

Dagur - 01.02.1992, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 1. febrúar 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARS- SON (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Bölsýniskórinn hefur upp raust sína Síðustu mánuði hafa ýmsir málsmetandi menn í þjóð- félaginu kyrjað sannkallað- an bölsýnissöng. Efnislega fjallar söngur þessi um að engin leið sé að sjá til sólar í íslensku efnahags- og atvinnulífi; hér sé allt á heljarþröm. Eitt erindi text- ans fjallar um aflasamdrátt, annað um minnkandi þjóð- artekjur, hið þriðja um niðurskurð ríkisútgjalda, hið fjórða um vaxtaokur, hið fimmta um aukið atvinnuleysi, hið sjötta um frestun stóriðjuframkvæmda — og svona mætti lengi telja. í viðlaginu er svo sungið um að kreppan mikla sé snúin aftur eftir þrjátíu ára fjarveru. Þessi svartsýnissöngur er í senn langur og leiðigjarn. Margt sem þar kemur fram er vissulega sannleikanum samkvæmt en sumt er ekki alls kostar rétt. Til marks um hið síðarnefnda er sjálf þungamiðja söngsins; við- lagið um að kreppan hafi verið að kveðja dyra á ný. Einhverra hluta vegna hef- ur höfundunum sést yfir það að hin títtnefnda kreppa er búin að hafa við- dvöl í íslensku þjóðlífi um nær tveggja ára skeið. Hún gerði hins vegar aðallega vart við sig í undirstöðu- atvinnugreinum á lands- byggðinni fyrst í stað. Fyrir þá sem ekki vita er sjálfsagt að upplýsa að sjáv- arafli íslendinga hefur minnkað tvö síðustu ár, bæði vegna kvótaskerðing- ar og aflabrests. Atvinna þeirra sem við sjávarútveg og fiskvinnslu starfa minnk- aði að sama skapi — og þar með minnkuðu tekjurnar. Sömu sögu er að segja úr landbúnaðinum. Þar hefur framleiðslan verði skert mjög verulega á síðustu árum að tilstuðlan stjórn- valda. Bein afleiðing þeirrar skerðingar er aukið atvinnu- leysi í sveitum landsins og ekki síður í þéttbýli þar sem fullvinnsla landbúnaðar- afurða er stunduð í ríkum mæli. Landsbyggðarfólk til sjávar og sveita hefur því mátt haga seglum eftir vindi og síðustu tvö árin hefur ekki blásið allt of byr- lega. Af þessu má glögglega sjá að kreppa sú, sem ýmsir málsmetandi menn á höfuð- borgarsvæðinu uppgötv- uðu fyrir skemmstu, er ekki nýstigin á land. Hennar hefur þó ekki orðið vart í verslun og þjónustu á þétt- býlasta svæði landsins nema að litlu leyti til þessa. En nú hefur hún kvatt dyra á höfuðborgarsvæðinu. Þá fyrst hefur bölsýniskórinn upp raust sína svo um munar. BB. ÖÐRUVÍSI mér áður brá Stefán Sæmundsson Blaðamenn og fréttimar neikvæðu Endur fyrir löngu var sá siður í heiðri hafður að refsa þeim sem fluttu vondar fréttir. Boðberum ótíðinda var misþyrmt eða þeir hreinlega teknir af lífi. En tíð- indin sem blessaðir mennirnir fluttu urðu ekkert betri þrátt fyrir þessar grimmdarlegu aðferðir. Það er eins gott að slíkar aðferðir hafa verið lagðar niður því annars væri starf blaðamannsins lífshættulegt. Blaða- menn verða víst nógu skammlífir, ef marka má kann- anir sem segja þá þjást af streitu, hreyfingarleysi, svefnleysi og afleiðingum óhóflegrar kaffidrykkju og tóbaksnotkunar. Hvers vegna er ég að rifja þetta upp? Ekki eru menn líflátnir fyrir vondar fréttir í dag? Nei, en vissu- lega er oft ráðist á fjölmiðlamenn, beint eða óbeint, fyrir að flytja neikvæðar fréttir og þeir jafnvel sakaðir um að bera ábyrgð á gjaldþrotum, aflabresti, fólks- flótta, lélegri sprettu og snjóleysi, svo ýkt dæmi séu tekin. Blaðamenn eru líka stundum skammaðir fyrir eitthvað sem aðrir segja og gífuryrðum viðmælenda klínt á þann sem skrifar viðtalið eða fréttina. Þegar reiðin bitnar á röngum aðila Tökum eitt tilbúið dæmi frá Akureyri. Blaðamaður Dags skrifar frétt undir fyrirsögninni „Þeir hafa þver- brotið samninga" - segir Sær Hrannar um yfirboðara sína hjá Herskipum hf. í fréttinni lýsir Sær því hvern- ig yfirmenn Herskipa hafa kúgað starfsmenn, brotið samninga og rekið þá sem hafa verið með múður. Blaðamaður leggur að sjálfsögðu ekkert til málanna en reynir að fá viðbrögð yfirmanna Herskipa en þeir vilja ekki láta hafa neitt eftir sér og reyna að hafa áhrif á blaðamanninn, segja að þetta sé ekki blaða- matur. Síðan birtist fréttin og veldur hún nokkrum úlfaþyt enda verið að gagnrýna mikilsmetið fyrirtæki í bænum. Framkvæmdastjóri Herskipa hringir æfur í viðkomandi blaðamann og ritstjórann einnig og rífst og skammast út af þessum fréttaflutningi. Hann segir að Dagur sé kominn í fréttabann og fái aldrei fréttir frá fyrirtækinu. Ættingjar yfirmannanna segja upp blaðinu í mótmælaskyni og einum starfsmanni blaðsins, sem tengist ritara fyrirtækisins, er ekki leng- ur boðið í fjölskylduveislur. Þarna er auðvitað dálítið ýkt dæmi á ferðinni en svona getur þetta gengið fyrir sig. Blaðið er látið gjalda þess að ummæli einhvers sem rætt er við koma illa við einhverja. Engu tauti viö manninn komið Ég gæti auðvitað rifjað upp mörg atvik sem komið hafa upp í blaðamennskunni undanfarin fimm ár og snerta samskiptin út á við, en þau hafa yfirleitt verið ánægjuleg. Þó langar mig að nefna eitt dæmi um hvernig fólk getur misskilið starf blaðamanna, sem á jú að felast í því að miðla upplýsingum, flytja nýjustu fréttirnar hvort sem þær eru neikvæðar eða jákvæðar, taka viðtöl við hina og þessa, skrifa fróðlegar og skemmtilegar greinar o.s.frv. Eitt sinn barst okkur grein sem snerti ákveðna stétt. Það var dálítið púður í greininni og frétta- stjórinn bað mig að vekja athygli á henni með því að skrifa tilvísunarfrétt á útsíðu. Ég gerði það, tók nokkrar krassandi setningar úr greininni og vitnaði í höfundinn og vísaði síðan á greinina inni í blaðinu. Þessi ofur venjulegu vinnubrögð voru herfilega mistúlkuð af einum fulltrúa stéttarinnar sem fjallað var um í greininni. Sá hringdi kolvitlaus í mig og sagði að ég væri „helv. aumingi" og fleira í þeim dúr og hann var svo gjörsamlega blindur að hann hélt að ég væri að ráðast á stéttina. Ekki minntist hann einu orði á höfund greinarinnar og reyndar var engu tauti við hann komið. Síðan hef ég haft afskaplega lítið álit á manninum sem von er. Hvenær má blaðamaður hafa skoðanir? Misskilningur af þessu tagi er sem betur fer fátíður en sumir standa fast við þá skoðun sína að blaðamenn séu boðberar hins illa. Vissulega eru þeir misjafnir en ég held að flestir sem starfa á sæmilega ábyrgum fjöl- miðlum hafi heiðarleika og hlutleysi að leiðarljósi, auk þess sem siðareglur veita fjölmiðlamönnum aðhald. Fólk má heldur ekki rugla saman fréttum, greinum og viðtölum. Blaðamaðurinn er hvergi nálægur í frétt, þar er hann að miðla upplýsingum og skoðanir hans eiga ekki heima í fréttum. í viðtölum leggur hann stundum eitthvað til málanna en aðalatriðið er að fá fram sjónarmið viðmælandans. Blaðamenn skrifa stundum pistla undir fullu nafni og þá er þeim auðvitað frjálst að láta persónulegar skoðanir koma fram. Eins er það með greinar, hvort sem þær eru aðsendar eða skrifaðar af blaðamönnum, þær verða að birtast undir nafni og höfundurinn ber á ábyrgð á skoðunum sínum. Að lokum má nefna forystugrein- ar. Þær eru sér á báti og snúast oftar en ekki um pólitík sem vitanlega á ekki heima í fréttum eða öðru efni sem blaðamenn vinna. Það á að vera augljóst mál. Blaðamaður sem styður Kvennalistann, er í KA og stúku og á bróður hjá Foldu hf. lætur það ekki hafa áhrif á skrif sín. Jæja, þetta er að verða heilmikill fjölmiðlapistill hjá mér og Þröstur Haraldsson á síðunni hér á móti verður kannski súr ef ég ryðst inn á hans svið. Upp- haflega ætlaði ég að tala um ástandið í Bandaríkjun- um, en það verður að bíða betri tíma. Bandaríkja- menn eru nú að gefast upp á frjálshyggjunni og einkavæðingunni í mennta- og heilbrigðiskerfinu og þeir heimta að ríkið fari að koma inn í þessa mála- flokka og láti líka atvinnumálin til sín taka. Þannig fór um sjóferð þá en erum við íslendingar ekki ein- mitt á hraðri siglingu til sæluríkis einkavæðingar og kostnaðarvitundar?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.