Dagur - 01.02.1992, Side 11

Dagur - 01.02.1992, Side 11
Laugardagur 1. febrúar 1992 - DAGUR - 11 bænum. Eftir á kom svo í ljós að bullandi ágrein- ingur var innan meirihlutans um hana. Þorsteinn Ásgeirsson og Sigurður Bjömsson voru í raun andvígir sölunni og töldu bæjarstjóra og jafnvel ýmsa bæjarstjómarmenn vera handbendi Sæ- bergs. Þeim og fyrri eigendum fannst sárt að horfa á eftir Frystihúsi Magnúsar Gamalíels- sonar hf. sem um langan aldur var burðarásinn í atvinnulífi bæjarins í hendumar á ungu fyrirtæki sem nú er endanlega tekið við sem öflugasti atvinnurekandi staðarins. Nú eru að ég held allir sáttir við þessa ráð- stöfun og sjá að það var lán okkar að þetta fór í þessa átt. Vonandi gróa sárin og menn láta hag sveitarfélagsins sitja í fyrirrúmi.“ Kommissarakerfi í bæjarstjórn - Nú hefur ríkt hér mikill ágreiningur um bœjar- málin um langt skeið. Hvaða áhrif hafa skœrur afþessu tagi á bœjarlífið? „Auðvitað hefur þetta lamandi áhrif á störf bæjarstjómar og einnig inni á heimilum fólks. Þetta beygir fólk. Það sem af er þessu kjörtíma- bili er órólegasti tíminn í sögu Ólafsfjarðarkaup- staðar. Það hefur hvert hneykslið rekið annað og bærinn verið í umræðunni á mjög neikvæðan hátt. Allt þetta má rekja til stjómarfars meiri- hluta bæjarstjómar. Hér hefur verið við völd hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokks á annað kjörtímabil. Framan af fyrra kjörtímabilinu virtist vera vilji hjá þeim til að vinna markvisst að bættu bæjarlífi og samstarfið við þá var allgott. Nú er hins vegar leikið af fingrum fram og stjómað með látum og spennu. Líklegasta skýringin er sú að flokkurinn ráði ekki við að halda meirihlutanum saman. Sem dæmi um furðulega stjóm meirihlutans er sú ákvörðun þeirra að vísa frá tillögu minni um að bjóða út öll stærri verk sem bærinn þarf gi jafngrimm ileg og hér iiltrúi í Ólafsfiröi í helgarviötali Vorum ab missa kvótann - Víða um land er nú verið að sameina fyrirtœki og hagrœða í rekstri. Þið hafið ekki farið var- hluta afþessari þróun hér í Olafsfirði. „Já, fyrirtækin hafa brugðist við versnandi af- komu á þennan hátt. Þau þurfa að kljást við kvótaskerðingu, vaxtaokur og óraunhæft lána- kerfi þar sem bankamir lána ekki til lengri tíma en 4-5 ára. Það er sama hvort verið er að fjárfesta í húsum eða skipum sem eiga að endast áratug- um saman, allt á að borgast upp á örfáum áram. Þessar þrengingar hafa orðið til þess að menn reyna að hagræða hjá sér. Það er af hinu góða því auðvitað verða menn að sýna aðhald í rekstrin- um. Mörg fyrirtæki hafa allt of lengi komist upp með að láta vaða á súðum og blístra svo á ríkis- stjómina og panta gengisfellingu þegar allt er að sigla í strand. Nú er leitað annarra leiða, fyrir- tæki og aflaheimildir eru sameinaðar og allt reynt til að draga úr kostnaði við veiðar og verk- un. Það er auðvitað af hinu góða. Eins og ég nefndi áðan lentum við í þessu hér í Ólafsfirði. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar og Út- gerðarfélag Ólafsfjarðar vom illa rekin fyrirtæki og þar var enginn metnaður til að gera vel. Fyr- irtækin stóðu illa og bærinn, sem átti þriðjung í fyrirtækjunum, stóð frammi fyrir því að missa þau úr bænum. Sterk fyrirtæki hér á Norðurlandi vora reiðubúin að kaupa fyrirtækið, bara til að ná í skipið og kvótann. Svo bættist Frystihús Magnúsar Gamalíelssonar hf. við og var samein- að Hraðfrystihúsinu. En þama var bara verið að sameina skuldir, nýja fyrirtækið stóð ekkert bet- ur. Þá fundum við ágæta lausn sem var að selja Sæbergi hf. fyrirtækið. Sæberg er öflugt og vel rekið fyrirtæki sem nú er komið í röð stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Þar á bæ hafa menn haft metnað til þess að gera vel og sannarlega sýnt að þeir kunna til verka. Ég vænti mikils af því fyrirtæki í framtíðinni. Þetta var besta lausnin sem völ var á. Samt olli hún deilum sem áttu stærstan þátt í þeim klofningi sem síðar varð í bæjarstjóm. Það kom ekki fram þá. Byggðastofnun setti það sem skil- yrði fyrir sölunni að um hana ríkti full eining í að láta vinna. Það er ótrúlegt en satt að þessari tillögu var vísað frá með öllum fjórum atkvæð- um Sjálfstæðisflokksins. Það er greinilegt að þeir vilja viðhalda einskonar kommissarakerfi og útdeila verkum án útboða. Nú er bara hringt í einn verktaka og honum boðið tiltekið verk fyrir ákveðna upphæð. Bara núna frá áramótum er búið að úthluta verkum fyrir 4,3 milljónir króna án útboðs. Hvar skyldi það þekkjast að bæjarfulltrúi sem vinnur við gerð fjárhagsáætlunar taki síðan þátt í að úthluta verki til sjálfs sín án útboðs? Þama eru menn að semja við sjálfa sig og bera ekki einu sinni við að hafa uppi verðsamanburð. Það er jafnvel verið að úthluta verkum til manna sem eru ekki iðnaðarmenn á sama tíma og hér era iðnaðarmenn sem sjaldan eða aldrei fá nein verkefni hjá bænum. Þetta er flokkurinn sem boðar ráðdeild og spamað í þjóðfélaginu en sýn- ir svo á sér allt aðra hlið hér heima. Annað sorglegt dæmi um stjóm sjálfstæðis- manna er tilraun þeirra til að reka bæjarstjórann frá störfum sl. sumar. í kosningabaráttunni 1990 voram við vinstrimenn gagnrýndir fyrir að bjóða ekki Bjama Grímsson fram sem bæjarstjóraefni okkar, næðum við meirihluta. Sjálfstæðismenn lýstu því yfir að þeir hefðu ráðið „dugmikinn heimamann" sem bæjarstjóra og ætluðu sér að hafa hann áfram. Síðan kemur það á daginn sl. sumar að þeir höfðu sagt fólki ósatt við kosn- ingar. Engin samstaða var í þeirra hópi um Bjama sem bæjarstjóra og reyndar þá þegar ákveðið að reka hann fyrir mitt kjörtímabil. Þetta hafa þeir viðurkennt í dag. Ástæðan fyrir því að við gátum ekki boðið Bjama fram var auðvitað sú að hann vann fyrir sjálfstæðismenn fyrir kosningamar og hafði valið sér að vera andstæð- ingur okkar í pólitík. Reyndar er nú komið fram að honum var gert að ganga í flokkinn þegar hann var ráðijin til bæjarins. Það er líka ofur einfalt af hverju við tókum ekki þátt í að reka hann í sumar. Við munum aldrei taka þátt í aðföram að fólki á borð við það þegar meirihlut- inn réðst að Bjama og bar hann þungum sökum. Þetta sagði ég Bjama strax á fyrsta degi og ég er viss um að samskipti hans við okkur í minnihlut- Mynd og texti: Þröstur Haraldsson anum hafi verið mun hreinlegri en við Sjálfstæð- isflokkinn. Ég held að bæjarbúar ættu að setja sig inn í þessi mál því það er leitt til þess að vita ef sveit- arfélag eins og Ólafsjörður, sem á góða framtíð- armöguleika, verður þekkt fyrir átök og illindi. Ég hef heyrt þær raddir í félagsmálaráðuneytinu að þar á bæ hafi ekki þekkst annað eins ástand í sveitarfélagi og ríkt hefur hér að undanfömu. Hvaða sveitarfélag hefur fengið þau skilaboð úr ráðuneytinu að halda enga fundi í bæjarstjóm fyrr en búið er að setja niður deilumar? Meiri- hlutinn hefur í þrígang verið gerður afturreka með þá skipan mála sem hann vildi hafa. Og á endanum var bæjarstjóm skipað bréflega að fara að sveitarstjómarlögum. í flestum sveitarfélögum á sér stað heilmikið samstarf milli meirihluta og minnihluta. En þeg- ar inn í bæjarstjóm og bæjarráð komu nýir menn fyrir tveimur árum og fóra að stjóma af kröftum gátum við ekki liðið það í minnihlutanum. Okk- ur hefur tekist að koma í veg fyrir ýmis slys, en það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fær um að stjóma bænum eins og er. Sam- starfið hefur verið mjög stirt enda hafa þeir ekki reynt að bæta það. Sem dæmi má taka gerð fjár- hagsáætlunar í fyrra. Þá leituðum við eftir sam- starfi urn viss atriði en fengum að svari tilboð sem þeir vissu að við gátum ekki gengið að. Með því fylgdu skilaboð um að ef við féllumst ekki á það yrði ekki um neitt samstarf að ræða. Einn bæjarfulltrúi meirihlutans gekk mas. svo langt sl. sumar að lýsa því yfir opinberlega að hann hefði slitið stjómmálasambandi við minni- hlutann. { sumar þegar þremenningamir voru utan bæjarstjómar breyttist ástandið, þá var hægt að taka upp lipurt og notalegt samstarf í bæjar- stjóm.“ Ekki trúabur á fribarsamkomulagib - En er ekki allt fallið í Ijúfa löð með nýgerðu samkomulagi innan meirihlutans? „Þeir segjast hafa sameinast, jú, en ég á dálít- ið bágt með að taka það samkomulag alvarlega. Eftir að meirihlutinn sprakk í fyrra kom Óskar Þór Sigurbjömsson þáverandi forseti bæjar- stjómar að máli við mig og vildi taka upp sam- starf við minnihlutann. En áður en viðræður hófust komu þeir norður Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich. Þeir lögðu alla áherslu á að koma í veg fyrir að Óskar tæki upp samstarf við okkur. Sjálfstæðisfélagið hér í Ólafsfirði er eitt það stærsta á landinu og það mátti ekki til þess hugsa að flokksböndin brystu. Það var því samið vopnahlé, en eftir að það hafði staðið í 180 daga höfðu deiluaðilar ekki talast við. Þremenningamir sem fóru í frí voru á- kveðnir í að láta reyna á styrkleikahlutföllin í flokksfélaginu en þá komu Halldór og Tómas Ingi aftur norður. Þeir dvöldu hér í hálfan annan sólarhring og notuðu flokkssvipuna til að berja saman meirihlutann. Þá fyrst var talast við. Flokksböndin héldu, þau gengu fyrir heill sveit- arfélagsins. Okkur var sagt að það samkomulag sem náðist og sýnilegt er væri ytri ramminn um eitthvað annað og meira. Og ég óttast það sem innan rammans er. Ég á ekki von á að þessi frið- ur standi lengi. Þetta er hins vegar þeirra mál en ekki mitt.“ - Það hefur oft verið hiti í kolunum meðan þessi orrahríð hefur staðið yfir. „Já, mér er sagt að pólitíkin sé hvergi á ís- landi jafngrimm og persónuleg og hér. Ég hef oft verið spurður hvemig ég hafi þrek til að standa í þessu. Ég hef að vísu ekki samanburð, en hef orðið áþreifanlega var við að þegar rökin þrýtur er reynt að draga persónur manna í svaðið. Ég er sjálfur orðinn kaldur fyrir slíku, en tek það nærri mér þegar ættingjar mínir og jafnvel bömin verða fyrir aðkasti. Það gerðist einu sinni að full- orðin kona og þekkt í bæjarfélaginu veittist að dóttur minni. Slíkt gerist held ég ekki í öðram sveitarfélögum. Nú síðast hef ég orðið fyrir á- sökunum um fjármálamisferli. Auðvitað tekur þetta á fjölskyldulífið og það hefur oft undrað okkur hjónin hve lágt fólk getur lagst. Ég bið það fólk sem haldið er slíkum þörfum að halda aftur af sér og hlífa þeim sem vamarlausir era. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Menn muna ekki aðra eins tíð og það sem af er þessu kjörtímabili, það hefur aldrei ríkt annað eins of- fors í bæjarstjóminni. Þetta setur ljótan blett á bæjarlífið og gerir það mjög erfitt að fá fólk til starfa að bæjarmálum. Auðvitað er fólk tregt þegar það horfir upp á að hægt er að gjöreyði- leggja manneskjur með gróusögum.“ Vinstrasamstarf til fyrirmyndar „Hluti af skýringunni á þessari hörku er kannski sú að hér era bara tvær fylkingar og hafa verið frá 1974. Síðan þá hafa vinstrimenn verið sam- einaðir hér í bænum og ég held að vinstrimenn í landinu hefðu gott af að kynna sér samstarfið hér. í fyrstu kosningunum var raðað á listann eft- ir styrkleikahlutföllum í kosningunum á undan. Þá var Framsóknarmaður í fyrsta sæti, Alþýðu- bandalagsmaður í öðra, Alþýðuflokksmaður í því þriðja og fulltrúi óháðra sem svo nefndu sig í fjórða sæti. Þessi listi hélt meirihlutanum í bæjarstjóm fram til 1986. í kosningunum 1990 leggjum við flokkakerfið endanlega af. Þá er haldið opið prófkjör og niðurstöður þess látnar halda sér ó- breyttar. Samstarfið hefur verið gott og þjappað vinstrimönnum í bænum saman. Okkur er alveg ljóst hvað það er sem sameinar okkur og hvað sundrar. Það eiga sér stað frjóar umræður í hópn- um og ég finn að samband mitt við kjósendur hinna vinstriflokkanna er orðið mjög gott. En það tekur tíma að þróa svona samstarf, það er ekki gert með því að bjóða fram lista sem á að sameina, eins og gert var í Reykjavík og á Dalvík. Það gerist heldur ekki með því að allir vinstrimenn gangi í einn þeirra flokka sem til eru, það þarf að eyða þeim smárn saman ef ætlunin er að vekja upp öfluga vinstrihreyfingu á landsvísu." Sveitarfélögin munu sameinast - Aður en við Ijúkum þessu spjalli vil ég spyrja þig um viðhorf þitt til nánara samstarfs sveitar- félaganna við utanverðan Eyjafjörð eftir að Múlagöng komu til sögunnar. „Eg sé utanverðan Eyjafjörð fyrir mér sem eitt atvinnusvæði. Nú erum við búin að fá ör- ugga samgönguæð í önnur sveitarfélög. Það eru aðeins 18 km inn á Dalvík og jafnlangt hingað frá Dalvík og báðir staðimir geta grætt á þessum breytingum. Það hefur mikil áhrif á möguleika bæjarbúa, td. hvað snertir menntun bama okkar, að ekki skuli vera nema klukkustundar akstur inn í fjarðarbotn. Við getum sparað mikið á göngunum með því að taka upp aukið samstarf. Það er þegar komið á í ýmsum greinum, td. f rekstri tónlistar- skólanna hér og á Dalvík. Með samstarfi er hægt að bjóða íbúunum upp á bætta þjónustu á mörg- um sviðum. í framtíðinni verða sveitarfélögin að einu, en það tekur tíma, því fólk vill halda í sína heimabyggð, það óttast að þeirra sveitarfélag verði undir. Það viðurkenna þó allir hagkvæmnina í því að sameinast. Það gildir á mörgum sviðum, heilsugæslu, menntamálum, rekstri dvalarheim- ila og þjónustu bæjarfélaga. Það hafa nokkur skref verið stigin í átt til aukins samstarfs. Dal- víkingar hafa lýst áhuga sínum á að verða settir undir fógetann hér en ekki á Akureyn. Og svo er unnið að því að sameina hafnimar. 1 lok síðasta kjörtímabils var skipuð nefnd til að kanna mögu- leika á sameiningu hafnanna og hafnarsjóðanna. Við Óskar Þór eru í þessari nefnd fyrir hönd Ólafsfirðinga og við eram á því að sameina beri hafnimar. Það þarf að byggja upp skiphelda fiskihöfn hér í Ólafsfirði en Dalvík á að vera út- flutningshöfn. Þetta væntanlega samstarf var sett í hættu á síðasta ári vegna óvissunnar sem ríkti í meiri- hlutanum. í hópi þremenninganna eru menn sem setja marga fyrirvara við auknu samstarfi við Dalvík, þeir hafa lítinn áhuga á því. En nú er aft- ur kominn skriður á málin. Það er ljóst að við töpum á því að vera ekki sameinuð. Við erum í samkeppni við Akureyri og ef við náum ekki saman missum við þjónust- una og fleira þangað. Þjóðfélagið gerir kröfur um stærri einingar, td. hafa skipafélögin boðið upp á tíðari ferðir á landsbyggðina, en á færri hafnir. Ef menn óttast á hinn bóginn að Dalvík- ingar ætli sér að yfirtaka okkur þá get ég huggað þá með því að við Óskar munum ekki samþykkja slíka yfirtöku,” segir Bjöm Valur Gíslason bæj- arfulltrúi í Ólafsfirði.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.