Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. febrúar 1992 - DAGUR - 9 Stjörnuspá „Án ábyrgöar11 ■H r*u+ \aV 21. mars - 19. apríl Þó svo aö helgin verði aö sönnu ekkert sér- stök, gott ef ekki beinlínis leiöinleg, þá bæta óvænt gleðitíðindi á mánudag eða þriðjudag það fyllilega upp. Þú ert óvenju orkumikil(l) um þessar mundir en það er kannski óþarflega mikil spenna í gangi. Hrútar hafa tilhneigingu til að ofkeyra sig, jafnvel að gamni sínu. Án gamans, hægðu á þér. /\)cvu+ 20. apríl - 20. maí Það er útilokað að ætla að summa upp í eina setningu öll þau ólíku áhrif sem plán- etur sólkerfisins hafa á naut í næstu viku. Helgin verður skemmtileg. Mánu- og þriðjudagur verða erfiðir. Miðviku-, fimmtu- og föstudagur þægilegir. Skapið er gott og ástin blómstrar. Það er mórall í gangi á öðrum vígstöðvum. Þú afkastar óvenju miklu þessa vikuna. Heilsan er viðkvæm. 'Tvíbumr 21. maí - 20. júní Lífsgleðin og fjörið sem einkenna tvíbur- ana svo mjög verða allsráðandi þessa vik- una. Tímarnir eru sérlega hagstæðir til samskipta af öllu tagi, styttri ferðalaga, umræðna og ákvarðanatöku sérstaklega á mánudag og þriðjudag. Seinni part vik- unnar verður eitthvert slúður um þig í gangi en þú bítur það léttilega af þér. Krabbi 21. júní - 22. júlí Bömmer og blús. Ekki láta þér detta í hug að fara út í kvöld að skemmta þér. Það myndi enda með ósköpum. Nógu erfið verður helgin samt. Þú hefur alit á hornum þér og skeytir skapinu helst á þeim sem þykir vænst um þig. Þá er vinnan/skólinn að sliga þig. Allt tekur þetta enda, en ekki strax. Þú færð samúð seinni part vikunnar rf) L')ón >/ V* 23. júlí - 22. ágúst Það er óhemju mikil huglæg spenna í gangi. Það er ráðist að þér úr öllum áttum með ókvæðisorðum. Þú ert rígbundin(n) í spenni- treyju þagnarheita og leyndarmála. Spennan nær hámarki á mánu- eða þriðjudag og þú tryllist. Þegar hin lífsglöðu, dagfarsprúðu og þægilegu Ijón öskra, skelfur jörðin og dýr merkurinnar flýja í ofboði. Á slíkum stundum kunna eiturslöngurnar jafnvel á skellinöðru. AAeyja 23. ágúst - 22. september Dagurinn í dag og á morgun verða skemmtilegustu dagar vikunnar. Annars verða þessir dagar seint oflofaðir. Amor er á flugi og einhleypar meyjar eru ástfangn- ar og giftar meyjar í sjöunda himni. Þá er vinnugleðin mikil en seinni part vikunnar gætirðu lent í tvíverknaði. fyrir vikuna 1. - 7. 23. september - 22. október Eitthvert vesen af mjög svo jarðneskum toga angrar þig alla helgina. Bilun í tækj- um eða áhöldum og þess háttar. Þetta gæti gerst óvænt og þá er viss slysa- hætta. Annars þýðir eflaust lítið að vara þig við því að þú ert full(ur) sjálfsöryggis þessa dagana og anar áfram í bjartsýni, en þú ert á næfurþunnum ís, sýnist mér. Mánu- og þriðjudagur verða skemmtilegir. Sporðd reki 23. október - 21. nóvember Eitthvað kemur þér skemmtilega á óvart í dag eða á morgun. Einhver vinargreiði eða jafnvel óvæntir fjármunir. Mánudagur og þriðjudagur verða þér aftur á móti frekar andsnúnir. Kuldaleg tilsvör og ástæðulaust þras. Á miðvikudag, fimmtu- dag og föstudag verður hlýlegra um að litast. Sigfús E. Arnþórsson febrúar 1992 SteÍK\ge.i+ 22. desember- 19.janúar Þetta er þín helgi og í kvöld fara steingeit- ur út á lífið og sletta úr klaufunum. Á morgun ferðu svo að heimsækja náinn ættingja. Annars eru næstu tvær vikur sérlega hagstæðar steingeitum, jafnt til vinnu sem ásta. Eftir rólegan mánudag og þriðjudag verður seinni hluti vikunnar ein- staklega skemmtilegur. Va+usbem 20. janúar- 18. febrúar Það eru nýir tímar hjá vatnsberum. Kom- andi vika er tími bjartsýni, sjálfsöryggis og nýrrar orku. Það eru engar spennuafstöð- ur á himinhvolfinu, aðeins sterkur meðbyr. Þú stendur á fjallsbrúninni og horfir yfir fyrirheitna landið í morgunsólinni og veist nú nákvæmlega hvert þú ætlar. Þessi vika er mikilvæg fyrir alla framtíð. IBfogi'ncxcliAr 22. nóvember - 21. desember HiskaK 19. febrúar - 20. mars Það blása frískir vindar um bogmenn nú um stundir. Óvenjulegar hugmyndir og uppákomur á hverju strái. Samskiptin við umhverfi þitt (vinnufélaga, skólafélaga og heimilisfólk) ganga auk þess óvenju frið- samlega fyrir sig. Eftir rólega helgi verða mánudagur og þriðjudagur mest spenn- andi dagar annars rólegrar vinnuviku. Þetta verður leikandi létt og skemmtileg vika. Amor er á sveimi með örvarnar sínar og lífið leikur við þig. Þá ertu líka óvenju afkastamikil(l) í vinnunni og skólanum. Þótt helgin verði ánægjuleg eru það þó miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur sem verða skemmtilegastir þessa vikuna. METBOK-bók sem ber nafn meö rentu BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki Raunvextír Metbókar eru nú 7%. Árið 1991 voru raunvextir Metbókar 5,96% fyrri hluta árs og 8,12% seinni hlutann reiknað á ársgrundvelli. Meðalraunvextir voru 7,03%. Einfaldur binditími. Hver innborgun á Metbók er aðeins bundin í 18 mánuði. Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. Að þessu leyti er Metbók frábrugðin öllum öðrum bundnum innlánsreikningum. Vextírnir alltaf lausir. Vextir Metbókar eru lagðir við höfuðstól tvisvar á ári og eru alltaf lausir til útborgunar. Skiptikjör tryggja bestu ávöxtun. í lok hvers vaxtatímabils er gerður samanburður á nafnvöxtum bókarinnar og verðtryggðum kjörum að viðbættum tilteknum vöxtum. Ávöxtun ræðst af því hvor kjörin eru hagstæðari hverju sinni. Spariáskrift. Tilvalið er að safna reglubundið inn á Metbók með aðstoð Sparnaðarþjónustu Búnaðarbankans. Þá er umsamin fjárhæð millifærð reglulega af öðrum bankareikningi, t.d. Gullreikningi. Veöhæf bók. Metbókin er veðhæf en hana er einnig hægt að fá sem bókarlausan sparireikning.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.