Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 5
Bölmóðinum erbeitt af ásettu ráði Stjórnmálamenn styðjast oft við svo- nefnda upp-og-niður hagfræði þegar þeir þurfa að túlka efnahagsmál fyrir þegnum þjóðfélagsins. Með því móti tekst þeim oft að beina umræðunni í ein- hæfan farveg því auðvelt er að lýsa öllu annaðhvort í björtu Ijósi eða svörtu myrkri. Þessi aðferð hentar mjög vel þegar saka þarf stjórnmálalega and- stæðinga um mistök, glópsku eða illa stjórn af innri hvötum. Þótt upp-og-niður hagfræðin lýsi sjaldnast efnahags- ástandi af trúverðugleika þá er hún auð- veld aðferð til þess að slá ryki í augu almennings — sýna fólki hvað vel hefur tekist eða hvað sé ómögulegt og ein- hverjum að kenna eftir því hverju stjórn- málamennirnir vilja koma til skila. Þótt oft hafi verið gripið til þessarar aðferðar hefur hún ekki verið notuð jafn grimmt í annan tíma og á síðustu mán- uðum. Hvarvetna hefur hin dökka mynd verið dregin upp. Á öllum vígstöðvum er allt sagt á leiðinni niður og muni auk þess verða á leiðinni niður um nokkra framtíð enn. Ef litið er framhjá áróðurs- brögðum landsfeðranna — framhjá upp- og-niður hagfræði þeirra eru staðreyndir nokkuð aðrar en þeir vilja vera láta. Framleiðsla landsmanna jókst um 1,2% á síðasta ári og þjóðartekjur um tæplega 2% vegna batnandi viðskiptakjara. Hag- vöxtur hér á landi varð einnig 1,2% á liðnu ári og atvinnuleysi náði aðeins 1,5% af vinnuafli. Til samanburðar var hagvöxtur í aðildarríkjum OECD aðeins 1,1% og atvinnuleysi allt að 7,4%. Aðal skugginn, sem er á þessari mynd hag- stæðra talna um rekstur þjóðarbús okkar er sá að viðskiptahalli þjóðarinnar óx úr 2,7% í 4,9% af landsframleiðslu. En í því efni getum við litið í eigin barm og hugað að hvort gengdarlítil græðgi þjóð- arinnar eigi sér alls engin takmörk. Þrátt fyrir að hagstæðar hagtölur leyn- ist í skúffum hagfræðinga frá liðnu ári er óvíst hvort okkur tekst jafn vel til á árinu 1992. Minnkandi fiskafli dregur úr mögu- leikum til aukningar hagvaxtar auk þess sem eyðsla fyrra árs kemur okkur í bak- seglin. Því er þörf að hvetja þjóðina til dáða — örva hana til átaka við ný verk- efni. En í stað þess bregðast stjórnvöld við á þann hátt að hræða landsmenn — draga kjarkinn úr þeim og skirrast ekki við að beita til þess talnaleikjum upp-og- niður hagfræðinnar. Svo haganlega er að þessum bölmóðsáróðri staðið að slíkt getur ekki hafa orðið fyrir tilviljun eða handahófskennt kjaftæði í fjölmiðlum. Bölmóðsáróðrinum er beitt markvisst og af faglegri kunnáttu í almannatengslum. Af þeim sökum er hann enn hættulegri — honum er ætlað að draga kjarkinn úr þjóðinni og lama hana á þeim tímum er átaka í atvinnu- og efnahagslífinu er þörf. Fjölmiðlar Þröstur Haraldsson Hversu stórt er gatið á dagblaðamarkaðnum ? Þá er Þjóðviljinn allur, síöasta blaöið kom í gær uppfullt af minningum, mærö og auglýsingum. Aö sjálfsögöu var heilmikiö spáö og spekúleraö í framtíö íslenskra fjölmiðla, einkum þó á dag- blaðamarkaönum. Þjóöviljinn skilur óneitanlega eftir sig gat á markaönum þótt ekkert skuli um þaö sagt hversu stórt þaö er. Þaö hefur oft verið sagt aö á íslenskum markaöi vanti traust og gott blaö sem aðhyllist félagsleg sjónarmiö meira en frjálshyggjuna. Ég hitti fyrir skömmu mann sem sagöist hafa veriö í hópi manna og þegar farið var aö ræöa hugsan- lega útgáfu nýs blaðs kom í Ijós aö allir nema einn lýstu sig fúsa til aö segja upp Morgunblaö- inu ef þeir fengju nýtt blað sem uppfyllti sömu þarfir fyrir fróttir, þjónustu og upplýsingar. Þetta gat hefur lengi veriö til staöar og segir þaö sína sögu um sundurlyndiö á vinstrikantinum aö ekki skuli fyrir löngu veriö búíö aö fylla þaö. Spurningin er hins vegar hvar er best aö bera niður á markaðnum. Eins og annars staöar má skipta íslenskum blaöamarkaöi í tvennt eftir út- gáfutima. Morgunblöö og síödegisblöö hafa ólíka markaösstöðu og höföa til mismunandi hópa blaðalesenda á ólíkan hátt. Aö frátöldum flokksblööunum eru gefin út tvö landsblöö á íslandi, annað á morgnana og hitt síðdegis. Þau hafa bæöi liðiö fyrir skort á sam- keppni undanfarin ár, en þó er óhætt aö segja að Morgunbiaðið hefur veriö í nokkurri sókn meöan stöönunin hefur oröiö æ meira áberandi í DV. Aö vísu hefur Morgunblaöiö ekki nýtt þau sóknarfæri sérlega vel sem þaö hefur. Helgarút- gáfa blaösins er til aö mynda algert klúður þar sem mér sýnist Lesbókin þvælast fyrir mönnum. Þaö er ekki gott aö leggja hana niður þvi þetta er partur af heföinni sem Moggamönnum þykir svo óumræöilega vænt um. Á hinn bóginn gerir Lesbókin þeim erfitt fyrir viö heildarskipulag helgarútgáfunnar. Ekki alls fyrir löngu færðu þeir efnisflokka úr Lesbókinni yfir í föstudagsblaöiö og tókst aö gera úr ágætis blaðauka um lífið og tilveruna einhvern bastarð þar sem hrært er saman óskyldum þáttum. En eins og óg sagöi hefur Morgunblaöiö verið í töluveröri framþróun aö undanförnu og margt er þar mun betur gert en fyrir nokkrum árum, að ekki sé farið lengra aftur í fortíð blaösins. Þaö sama er hins vegar ekki hægt aö segja um DV. Þar er nákvæmlega ekkert aö gerast og blaöiö er skóiadæmi um þá úrkynjun sem jafnan bíöur þeirra sem ná einokunaraðstöðu á ein- hverjum markaði eða hluta hans. Þaö er ekkert sem hvetur stjórnendur DV til þess aö breyta til eöa teygja sig nær þörfum og áhugaefnum lesenda sinna, þeir hafa ekki i annaö hús aö venda, vilji þeir ekki án síödegisblaös vera. í áöurnefndu kveðjublaöi Þjóöviljans er fróö- leg hringborösumræöa ýmissa fjölmiölamanna um stööuna á markaönum. Þar fær DV heldur hraklega útreiö. Til dæmis segir Sigurveig Jóns- dóttir fréttastjóri Stöövar 2 aö DV geti ekki verið „sá mótpóll við Morgunblaöiö sem nauðsynlegur er. Dagblaðið tekur mun minna á þjóöfólagsmál- um og er meira ( dægurmálum þannig aö mér finnst aö fyrir utan þaö þurfi aö vera tvö stór morgunblöð.” Gunnar Steinn Pálsson stjórnarformaöur Ný- mælis tekur enn dýpra í árinni og segir: „DV er óumdeilanlega metnaöarlítill afþreyingarmiöill sem skiptir engu máii í vitrænni þjóömálaum- ræöu." Undir þetta vil ég taka og bæta því við að DV hefur svo lengi veriö í nákvæmlega sömu skorö- unum aö haida mætti aö þar væru allir sofandi. Uppbyggingin, útlitiö, efnistökin eru nákvæm- lega þau sömu og þegar blaöiö hóf göngu sína fyrir rúmum áratug. Af þessu ástandi dreg ég þá ályktun að svo gæti veriö aö gatiö á markaönum sé svo stórt aö pláss væri fyrir tvö dagblöð, aö flokksblööunum gengnum, annaö á morgnana og hitt siödegis. Þaö styður þessa skoöun mína aö hugmynda- lega er sáralítill munur á Morgunblaðinu og DV. 'Ef eitthvaö er hefur Mogginn þróast heldur meira ( frjálsræðisátt meöan Jónas Kristjáns- son hjakkar í sama farinu og breytist ekkert, hvaö sem á gengur i veröldinni. Laugardagur 1. febrúar 1992 - DAGUR - 5 LANGAR ÞIG I TILBREYTINGU, hafa góða afkomu og starfa sjálfstætt við eigið fyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu? Af sérstökum ástæðum er til sölu mjög fallegt og þrifalegt fyrirtæki í fullum rekstri. Umtalsverðir tekjumöguleikar. Lítill tilkostnaður í rekstri. Fyrirtækið hefur um 230 fm húsnæði á besta stað til umráða. Ekki þarf nema eina manneskju á vakt hverju sinni og hentar jafnt körlum og konum. Tilvalið fyrir einn, tvo aðila t.d. hjón eða heila fjöl- skyldu. Fyrirtækið er eitt hið glæsilegasta sinnar tegundar. Möguleiki að taka góða fasteign upp í kaupin. Hafir þú áhuga á frekari upplýsingum skrifaðu þá nafn, heimilisfang og síma og upplýsingar sem skipta máli og póstlegðu. Utanáskriftin er: Pósthólf 9013, 109 Reykjavík. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Löggildingarnámskeið fyrir læknaritara Með reglugerð um menntun, réttindi og skyldur læknaritara sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið gaf út og öðlaðist gildi hinn 15. júlí 1991, er kveðið á um það að þeir sem hófu störf við læknarit- un fyrir gildistöku reglugerðarinnar en uppfylla ekki skilyrði til þess að fá löggildingu samkvæmt verk- lagsreglum skuli heimilt að veita löggildingu að undangenginni þátttöku í sérstöku löggildingar- námskeiði. Ákveðið hefur verið að slíkt löggildingarnámskeið verði haldið í Fjölbrautaskólanum við Ármúla dag- ana 18.-22. febrúar nk. Námskeiðið er 40 kennslu- stundir og lýkur með prófi. Kennsla fer fram í hús- næði Fjölbrautaskólans við Ármúla. Á námskrá verða heilbrigðisfræði, lyfjafræði, siðfræði, stjórnun, skjalavarsla, en einkum læknaritun, líffæra- og líf- eðlisfræði og sjúkdómafræði. Umsóknum um þátttöku á námskeiðið skal senda Fjölbrautaskólanum við Ármúla í Reykjavík fyrir 7. febrúar 1992. Umsóknum skulu fylgja vottorð vinnu- veitanda um að umsækjandi hafi hafið störf fyrir 15. júlí 1991. Þátttökugjald er kr. 2.000. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fjöl- brautaskólans við Ármúla, s. 814022. Bréfsími skól- ans er 680335. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Fjölbrautaskólinn við Armúla 30. janúar 1992.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.