Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 1. febrúar 1992 Matarkrókur Hátíðarmáltíð að hætti PaJla Matreiðslumeistari Matar- króks að þessu sinni er Páll Jónsson, kokkur á Greifanum á Akureyri. Matseðill hans er ekki af verri endanum og til- valinn á tyllidögum. Páll býð- ur okkur upp þríréttaða máltíð fyrirfjóra. I forétteru Pönnu- steikt svartfuglsbringa á blá- berjagrunni. Aðalrétturinn er Fiskitvenna á safrankrydduðu hrísgrjónabeði og til að Ijúka máltíðinni er Hunangshnetuís með ferskum ávöxtum og rjómatoppi í eftirrétt. Pönnusteikt svartfugls- bringa á bláberjagrunni 400 g svartfuglsbringur salt, pipar og villikrydd í sósu: 100 g bláber 2 dl vatn 20 g sykur 1 msk. sítrónusafi 2 msk. bláberjasulta maisenamjöl til þykkingar Svartfuglsbringumar er skorn- ar af beini og kryddaðar með villikryddi, salti og pipar. Þær síðan léttsteiktar á vel heitri pönnu upp úr smjöri eða ólífu- olíu. Að því loknu eru þær kældar. Á meðan er hægt að huga að sósunni sem er löguð á þann hátt að fyrst eru bláberin maukuð og svo vatninu, sykrin- um sítrónusafanum og bláberja- sultunni bætt út í. Þetta er síðan látið sjóða aðeins áður en sósan er þykkt með maisenamjölinu. Þegar búið er að kæla sósuna og skera kaldar bringurnar í þunn- ar sneiðar er sósunni hellt á disk og sneiðunum raðað fallega í bláberjagrunninn. Að endingu er svo hægt að skreyta með ferskum kryddjurtum áður en forrétturinn er borinn fram kaldur. Fiskitvenna á safran- krydduðu hrísgrjónabeði 800 gfiskur (karfi og hlýri) hveiti og rúgmjöl blandað til helminga, grœnmetissalt og hvítlauksolía í sósu: Vi rauð paprika V2 sellerístilkur 'A af lauk (saxaður smátt) 4 dl fiskisoð lh dl hvítvín (þurrt) 1-2 tsk. tómatmauk 4 stk. humarhalar tandoori, Worchestersósa og grœnmetissalt í hrísgrjónabeð: 200 g hrísgrjón smjörklípa, salt og safran Fyrst skal beinhreinsa og roð- draga fiskinn og því næst velta stykkjunum upp úr hveitiblönd- unni. Áður en honum er komið fyrir í smjörinu á pönnunni er gott að láta smjörið aðeins brúnast, en svo er fiskurinn steiktur við vægan hita. Græn- metissaltinu er stráð yfir og stykkin pensluð lítillega með hvítlauksolíunni. Hæfilega steiktur er fiskurinn settur til hliðar og honum haldið heitum meðan sósan er löguð og hrís- grjónin soðin. Sósan er löguð með því móti að fyrst er grænmetið saxað smátt og látið finna aðeins fyrir heitri pönnunni. Síðan er soð- inu, hvítvíninu og tómatmauk- inu bætt út í og látið sjóða vel. Eftir að búið er að smakka sós- una til og krydda með örlitlu tandoori, Worchester og græn- metissalti er humarhölunum skellt út í og þeim leyft aðeins að taka sig. Hrísgrjónin eru soðin í vatni og smjörklípan látin út í áður en sýður. Saltinu og safraninu er síðan stráð yfir hrísgrjónin til bragðbætis. Þegar hrísgrjónin og sósan eru tilbúin er búið til hrísgrjóna- beð á diskunum sem fiskstykkin eru síðan sett á og að endingu sósunni hellt yfir. Með þessu eru bornar fram hvítar kartöfl- ur, broccoli og gulrætur. Hum- arhalarnir eru svo notaðir til að setja punktinn yfir i-ið á diskun- um og ef menn vilja þá frekar steikta en soðna má léttsteikja þá á pönnu. Hunangshnetuís með ferskum ávöxtum og rjómatoppi 'A l rjómi 3 egg 50-60 g hunang 100 g hunangsristaðar hnetur (smátt saxaðar) 1 tsk. vanilludropar 1 dl Amarettolíkjör jarðarber, kívi, stjörnuávöxtur, appelsínur og þeyttur rjómi Rjómapelinn er þeyttur og settur í kæli á meðan eggin eru þeytt saman við hunangið þann- ig að í þau komi góð lyfting. Sfðan er þeyttum eggjunum blandað gætilega saman við rjómann með sleif. Hunangs- ristuðu hnetunum er svo bætt út í og vanilludroparnir og líkjör- inn fylgja á eftir, en allt verður þetta að gerast rólega til að egg- in missi ekki lyftinguna og er stranglega bannað að þeytta þetta saman. ísinn er því næst settur í frysti í nokkra klukku- tíma áður en hægt er að setja hann í skálar og skreyta með ferskum ávöxtum og þeyttum rjóma. Varla þarf að draga í efa að einhverjir hafa fengið vatn í munninn við lestur þessa Mat- arkróks og greinilegt að Páll lumar á ýmsu gómsætu. Hvað verður að hálfum mánuði liðnum er ekki gott að segja, en hann hefur ákveðið að skora á Albert Hannesson, kokk á KEA, í næsta Matarkrók. Við verðum því bara að bíða og sjá hvað sá meistari galdrar fram handa les- endum. SBG VíSNAÞÁTTUR Jón Bjarnason frá Garðsvík Næstu vísurnar fann ég í litlu kveri eftir Ólöfu Sigurðar- dóttur. Það var gefið út 1913. Æskan þreytir landa leit, lífið veitir sárin. Ó, ég veit þið eruð heit ungra þreytu-tárin. Fáist svör af vonar-vör, vex hinn öri kraftur. Ljós ef gjörast lífsins kjör logar fjörið aftur. Ytra hart þó sé og svart, svo menn kvarta og trega er þó bjart hið innra margt, ó, svo hjartanlega. Ásta-skær er -morgun mær, meðan lærum sporið. Ekkert grær og ekkert hlær eins og kærleiks-vorið. Svæfðu mig ekki. Öll velferð mín er í voða stödd ef villir mig ljósið bjarta. Æ, svæfðu mig ekki, sæta rödd er syngur í mínu hjarta. Nú, vilji minn komdu að vernda mig því vitsmuni töfrar svæfa. Ég þekki, ég ann og óttast þig, þú alheimsins böl og gæfa. Þó mæni ég. Þó að mig langi upp í Ijósari heim, ég lyftist ei þangað að heldur, þó berst til mín angan af ilminum þeim sem ánægja í fanginu heldur. Þó afsíðis þilji oss örbirgð sér hjá, samt yfir þann skilvegginn brutust þeir geislar, sem ylríku gleðinni frá með gjafirnar til okkar skutust. Næstu vísu kvað K.N. Hún mun ekki hafa þótt birtingar- hæf er vísnakver hans var gef- ið út: Merkin ber til grafar glögg greyið séra Jóhann. Það hefur verið þrælslegt högg þegar merin sló hann. Þá birtast nokkrar vísur eftir umsjónarmann Vísnaþáttar- ins. Fyrr og nú: Flýgi staka fyndin hjá, fyrrum greip ég hana. Nú má eftir ýmsum sjá út í loftið flana. Hendir þó ég heyri og sé hreimfallinu Ijúfu kurra á mínu kræklutré káta skógardúfu. Skrýtnir fuglar flögra títt framhjá mínum glugga. Vekja ýmsir eitthvað nýtt, öðru burtu stugga. Enn ég stökum býð á blað, býst að grípa penna. Efþær neita, þá er það þvermóðsku að kenna. Svo er til að sækir að sveimur slíkra kvenna, oft hef ég þá ekkert blað eða Ijós né penna. Trygginganna náðar nýt, nú vill gengið lækka. Undan straumi fram ég flýt fossins drunur hækka. Ógn er hart er aldnir fá engu skartað lengur. Þó ei kvarta maður má meðan hjartað gengur. Magnús Markússon hefur lík- lega kveðið þessa á jólum: Fylla geiminn friðarjól frelsisómi hlýjum. Allan heiminn signir sól sigurómi nýjum Páll Guðmundsson kvað: Lof þitt hátt, um lög og ból Ijóða sáttir munnar, dýrðarmáttur, mikla sól, móðir náttúrunnar. Þyngra er yfir vísu Björns G. Björnssonar: Skuggar hækka hér og þar, hrjáðra fækka skjólin, öldur stækka ófriðar, alltaf lækkar sólin. Konráð á Brekkum kvað á efri árum: Áður mér í æðum svall æskufjör og kraftur. Nú mig allir kalla kall, en kannski ég fæðist aftur. Lárus Salómonsson kunni að meta ferskeytluna: Ferskeytlan er fögur list, feður vorir sungu hennar list í heiminn fyrst hér á dýra tungu. Guðmundur Geirdal tók í sama streng: Hvar sem útsýn opnast ný anda heiðríkjunnar, fegurst leiftrar listin í lundum ferskeytlunnar. Þá kemur ósvikin vorvísa eft- ir Benidikt Guðmundsson frá Húsavík. Strengi Ijóða lóan slær, lengi spói vellur. Engi gróa, hugur hlær, hengjan snjóa fellur. Jóhannes Ásgeirsson mun hafa kveðið þessa til vinar: Oft þín voru örðug spor yfir grýtta reiti, en alltaf sástu von og vor vera á næsta leiti. Næsta vísa er eftir Látra- Björgu. Hún var þaulvön sjó- sókn: Þá kemur mjög gömul vísa sem gestur kvað um viðtökur á einhverjum bæ: Að mér rétti auðarslóð eins og ég væri hundur punga bæði og pokablóð pestarkæfu og glundur. Egill Jónasson kastaði þessari glettu að Baldri á Ófeigsstöð- um er hann gekk frá ræðu- stól: Ljómi skein af Baldurs brá, búkurinn var í góðu standi. En hægt var bæði að heyra og sjá að höfuðið var fjarverandi. Fyrir allmörgum árum fóru fjórir þingeyskir hagyrðingar víða um og skemmtu fólki. Þegar einn þeirra dó kvað Egill Jónasson: Þátturinn ekki barr sitt ber, besta fauk í skjólið. Vagninn ætíð valtur er vanti fjórða hjólið. Þóra Sigurgeirsdóttir kvað þessa vísu á sjúkrabeði: Öll er kæti flúin frá, fátt sem hugann bindi. Ég er eins og ýlustrá úti í haustsins vindi. Róðu betur karl minn karl, kenndu ekki í um sjóinn. Harðara taktu herðafall, hann er á morgun gróinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.