Dagur - 01.02.1992, Side 10

Dagur - 01.02.1992, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 1. febrúar 1992 Það hefur ekki ríkt ýkja mikill friður í bæjarmálum Ólafs- fjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur logað í deilum og um tíma voru það vinsamleg en ákveðin tilmæli félagsmála- ráðuneytisins að ekki yrðu haldnir fundir í bæjarstjórn fyrr en búið væri að setja niður deilurnar. Pótt deilurnar séu harðastar innan Sjálfstæðisflokksins sem hefur meiri- hluta í bæjarstjórninni fara aðrir bæjarbúar ekki varhluta af þeim og stundum tekur það á sig allsérstæða mynd. „Það var á einhverju stigi deilnanna að komið var að máli við mig og ég spurður hvort ég gæti hugsað mér að víkja úr bæjarstjórn ef Sigurður Björnsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði slíkt hið sama. Petta var hugsað sem lækning á innanflokksmeinum Sjálfstæðisflokksins.” Sá sem þetta segir er ekki sjálfstæðismaður heldur oddviti minnihlutans í bæjarstjóm. Björn Valur Gíslason heitir hann, 32 ára gamall sjó- maður. Varla þarf að taka það fram að hann tók ekki þessu einstæða boði. Hann situr áfram í bæjarstjóm fyrir sameiginlegan lista vinstri- manna og hefur verið nokkuð áberandi í fjöl- miðlum að undanfömu, reyndar aðallega fyrir tilverknað meirihlutans. Sjómabur í sautján ár Bjöm Valur er innfæddur Ólafsfirðingur og seg- ist hafa búið þar nánast alla sína tíð. Hann ólst upp á dæmigerðu sjómannsheimili, faðir hans, Gísli Gíslason, var stýrimaður og skipstjóri á bátum fram á áttunda áratuginn. „Það kom að mestu í hlut móður minnar, Sig- urveigar Stefánsdóttur, að ala upp bömin og ég sé það núna þegar ég er sjálfur kominn með böm hversu mikilvægt það er fyrir böm að það sé á- vallt einhver heima sem hægt er að leita til. Ég á bara góðar minningar frá æskuárunum, þótt ég hafi svo launað þeim ofeldið með því að valda þeim andvökunóttum síðar meir. Ég hefði mátt reynast foreldrum mínum betri þegar ég varð eldri.“ Hann fór ungur á sjóinn, byrjaði á rækjubát hjá föður sínum sumarið 1974, þá fimmtán ára gamall. „Sumarið eftir var ég á trollbát og svo á togurum og bátum hér heima. Næstu árin sótti ég sjó frá Vestmannaeyjum, Grindavík og fleiri stöðum, en árið 1981 fór ég í Stýrimannaskólann í Reykjavík. Ég lauk 3. stiginu árið 1984 og hef síðan verið á sjó. Aðra vinnu hef ég ekki stund- að ef frá eru talin tvö haust sem ég sá um kennslu fyrir undanþágumenn á skipunum hér í Ólafs- firði. Þeim var boðið upp á réttindanám og við kenndum tíu manns sem allir eru stýrimenn og skipstjórar í dag. Svo hef ég líka kennt á nám- skeiðum fyrir trillukarla í pungaprófinu, þe. 30 tonna skipstjómarréttindum." Konunni sinni kynntist Bjöm Valur í Reykja- vík. „Hún heitir Þuríður Rósenbergsdóttir og við tókum upp sambúð tveim ámm áður en ég byrjaði í skólanum. Við fluttum hingað 1984 og það hefur ekki komið til umræðu enn að flytja. Við eigum þrjár stúlkur og auk þess á ég fimmt- án ára glæsimenni á Siglufirði. Verkaskipting okkar hjóna er í stómm dráttum sú að ég er á sjónum en hún elur upp bömin. Þetta er sama mynstrið og ég ólst upp við enda finnst mér mikilvægt að annað hvort for- eldra sé heima þegar bömin koma úr skólanum. Velferðarþjóðfélagið gerir kröfu til þess að fólk sé ekki heima hjá sér en í því kerfi verða bömin undir. Og ekki virðist núverandi ríkisstjóm ætla að breyta því.“ Stefán jónsson gerbi útslagib Þama er sleginn tónn sem virðist Bimi tamur. Hefur hann alltaf verið pólitískur? „Ég hef alla tíð haft gaman af að hlusta á póli- tíkusa. Ég fór að sækja pólitíska fundi 12-13 ára gamall og hlustaði á útvarp frá Alþingi þegar það var. Þama voru ýmsir skemmtilegir karakt- erar og ég man enn eftir mörgum hnyttnum ræð- um. Þegar ég var 15-16 ára gamall voru gmnd- vallarskoðanir mínar á lífinu orðnar nokkuð mótaðar, ég vissi hvemig ég vildi hafa lífið. Ég reifst þá eins og ungir menn rífast enn í dag enda vom þær hugmyndir sem ég hafði ekki vinsælar hjá þeim sem réðu hér í Ólafsfirði. Ég fann að ég var vinstra megin og gerði mér fljótt grein fyrir því hverjir voru helstu talsmenn þeirra hugmynda sem ég hafði. Það var Stefán Jónsson sem gerði útslagið. Þegar ég kynntist honum hafði ég þann sið að sækja fundi í öllum flokkum, en ákvað eftir það að láta mér nægja fundina hans Stefáns. Hann var mannlegri en aðrir stjómmálamenn og ávallt tilbúinn að ræða við okkur ungu mennina. Hann gerði sig að jafn- ingja allra. Síðan hef ég fylgt Alþýðubandalaginu að málum. Ég sat í stjóm ungliðahreyfingar flokks- ins í Reykjavík og í miðstjóm í nokkur ár. Árið 1987 fór ég í forval fyrir þingkosningar og lenti í 4. sæti listans. Ég tók fullan þátt í kosningabar- áttunni og þvældist um allt kjördæmið með Steingrími J. Sigfússyni, Svanfríði Jónasdóttur og Sigríði Stefánsdóttur. Þetta var góður hópur. Árangurinn var hins vegar ekki eins góður og við bjuggumst við. Þar kom ma. til framboð Stefáns Valgeirssonar. Hann reyndist miklu öfl- ugri en nokkum óraði fyrir. Við fundum að fólk hafði samúð með honum og vildi gera honum þann greiða að kjósa han. Inn í þetta blandaðist uppgjörið sem hann stóð í við Framsóknarklík- una. Árangur flokksins hér í kjördæminu var hins vegar betri en flokkurinn náði á landsvísu. Aðstæður okkar voru erfiðar í þessum kosningum og ég tel okkur hafa komist vel frá þeim, þótt margir hafi verið á annarri skoðun. í fyrra færðist ég svo upp í þriðja sætið. Kosningabaráttan var skemmtileg og listinn náði vel saman. Við fundum strauminn til okkar og að fólk kunni að meta það sem Steingrímur hafði gert í landbúnaðar- og samgöngumálunum. Það var unnið gott starf og fylgisaukning okkar var umtalsverð og verðskulduð. Flokkurinn náði nærri 18% fylgi hér í kjördæminu sem er með því albesta sem orðið hefur. Við vorum auðvitað mjög ánægð með þennan árangur." Eindreginn vinstrisvipur á listanum „Því var þó ekki að leyna að gagnrýnisraddir heyrðust um skipan Stefaníu Traustadóttur í annað sæti. En þetta var nú einu sinni ákvörðun kjördæmisráðs og ég studdi þá ákvörðun heils- hugar. Mér finnst hins vegar ekkert óeðlilegt að fólk velti því fyrir sér núna hvort rétt hafi verið að manneskja sem búsett er í öðru kjördæmi skipaði sæti á listanum. Þetta má ekki skilja á þann veg að ég beri ekki traust til Stefaníu. Það gerir ég og hún hefur sýnt að hún er vel hæf. Þetta getur hins vegar talist vafasamt séð frá byggðasjónarmiði. Fólki finnst eðlilegra að landsbyggðarlisti sé skipaður landsbyggðarfólki en ekki fólki af suðvesturhominu. Undir þetta get ég tekið, við stöndum í vamarbaráttu gegn Reykjavíkursvæðinu og til þess ber að taka tillit. Fólki finnst áhrif suðvesturhomsins á stjóm landsmála eðlilega orðin allt of mikil. Það er líka auðveldara fyrir okkur sem búum hér í kjördæm- inu að halda uppi tengslum við kjósendur okkar en fyrir þá sem búa í fjarlægum kjördæmum. Hinsvegar var það ótvíræður kostur við þessa uppstillingu að listinn bar eindreginn vinstrisvip. Það vom átök í flokknum á þessum tíma sem leiddu til þess að nokkrir fyrmm félagar okkar láku yfir til krata, og verði þeim að góðu. Okkur fannst því mikilvægt að taka af skarið og manna listann fólki sem allir vissu hvar stóð á vinstri- kantinum. Kosningaúrslitin sýndu það ótvírætt að þetta var rétt ákvörðun. Ég er þeirrar skoð- unar að betra sé að hafa hlutina á hreinu en vera með eitthvert hnoð. Þá er betra að vera aðeins minni og heilsteyptari. Með þessu er ég þó ekki að segja að ég vilji ganga eins langt og þeir félagar Angantýr Einarsson og Þorgrímur Starri eiga að hafa gert í einni kosningabaráttunni. Þeim félögum var annt um atkvæðin sem flokk- urinn fékk og gengu meira að segja svo langt að biðjast undan atkvæðum sem þeim fannst lítið varið í! En ég sel þessa sögu nú ekki dýrara en ég keypti hana.“ Andvígur einstaklingskvóta - Þú minntist á átök í flokknum. Þau hafa ma. náð til þeirra mála sem standa þér nœst, þe. sjávarútvegsmálanna. „Já, Alþýðubandalagið er eins og aðrir flokk- ar að því leyti. Það er enginn flokkur með aðeins eina skoðun á sjávarútvegsmálum. Flokkurinn hefur reynt að tengja kvótaúthlutun byggðarlög- um en ekki bara skipum eins og nú er. Þær til- raunir hafa tekið á sig ýmsar myndir, svo sem að hluti kvótans yrði tengdur fiskverkuninni og að sveitarfélögin haldi eftir hluta af kvóta ef skipin flytjast burt. Það var gert ráð fyrir skipun úthlut- amefnda í byggðarlögunum. Þetta er góðra gjalda vert en ég segi nú fyrir mig að ekki vildi ég sitja í slíkri nefnd í litlu byggðarlagi og út- hluta kvóta. Ríkisvaldið getur hins vegar ekki varpað af sér ábyrgð á byggðaröskun sem kann að hljótast af kvótasölu. Það þarf að koma í veg fyrir slíkt því hún hefur í för með sér atvinnuleysi og eignaupptöku fólks. Hvers virði em fasteignir í sjávarplássi ef ekki má veiða þar fisk? Með því yrði ævistarf fólks gert að engu. Ég er í raun mótfallinn því að kvóta sé úthlut- að til einstaklinga. Það má taka dæmi af Bolung- arvík og stöðu stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins þar sem mjög hefur verið til umræðu að undanfömu. Hvað verður um þann bæ ef kvótinn er seldur burtu? Við stóðum frammi fyrir þess- um vanda hér fyrir nokkra. Þá var illa staðið að útgerð togarans Olafs bekks og rekstri Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar. Litlu munaði að við misstum bæði togarann og kvóta hans úr bænum vegna þess. Það velta margir milljarðar milli fyrirtækja þessi misserin í kvótakaupum. Ég heyrði hagfræðing frá Þjóðhagsstofnun undrast þessa miklu veltu. Hann sagði það lyginni líkast að fyrirtæki sem áram og jafnvel áratugum saman hefðu verið rekin undir núllpunktinum fræga ættu nú milljónir til að kaupa kvóta. Það var aldrei hægt að hækka kaupið eða bæta reksturinn í þessum fyrirtækjum en nú kaupa þau kvóta fyr- ir milljónir." - En hafa sveitarfélögin ekki möguleika á að sporna gegn því að kvótinn sé seldur úr pláss- inu? „í kvótalögunum er byggðarlögunum veittur forkaupsréttur að kvóta. Þetta ákvæði var sett inn í lögin í fyrra þegar menn horfðu upp á byggðaröskun á Vestfjörðum vegna kvótatil- færslu. Spumingin er hins vegar hvort mörg sveitarfélög hafi peninga til að kaupa kvóta fyrir milljónir og hvort yfirleitt sé rétt að þau standi í slíku. Með þessu ákvæði geta stjómvöld hins vegar firrt sig ábyrð. Nú geta þau sagt sem svo: - Ykkur var nær, þið gátuð keypt kvótann.” Pólitíkin hver og personi - Björn Valur Gíslason bœjarh Miklar tilfærslur milli veibiabferba - En sérðu fram á að kvótakerfinu verði breytt í grundvallaratriðum ? „Ég held að kvótakerfið muni detta upp fyrir með tímanum. Það vex eins og ófreskja og tekur ráðin af okkur. Tökum sem dæmi bátana sem hafa krókaleyfi. Þar eru 1.200 bátar að bítast um 5.500 tonn. Það gerir rúm fjögur tonn á bát og á því lifa fáir. Á síðustu áram hafa hundruð báta verið smíðaðir og menn helltu sér í krókaveið- amar, sumir veiddu 100 tonn og meira. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Þegar kvótinn verð- ur settur á neyðast mjög margir til að selja. Þá verða eftir fáir en stórir útgerðarmenn. Ég er andsnúinn því að selja fiskinn í sjónum, það er ekki réttlátt. Spumingin er líka hverjir mega eiga kvóta. Ég er búinn að vera á sjó í sautján ár. Af hverju fæ ég ekki kvóta ef ég fer í land? Ég fæ bara mín laun og búið. Ég hef líka áhyggjur af þeim miklu tilfærsl- um sem orðið hafa milli skipastærða og veiðiað- ferða. Þegar ég sat nokkra daga á þingi í fyrra lagði ég fram fyrirspum um það hversu miklar þessar tilfærslu væru. Ég lét þess getið að hér væra sennilega um mörg þúsund tonn að ræða fyrstu mánuðina í fyrra. Þá var hlegið að mér, en þegar svarið kom reyndist vera búið að flytja 5.000 tonna kvóta frá bátum til togara í maímán- uði. Ég spurði fiskifræðing að því hvaða áhrif til- flutningur milli veiðiaðferða gæti haft á viðgang stofnanna. Hann sagði að það hefði ekki verið kannað en að menn hefðu áhyggjur af því. Áhrif- in sjást ma. af því að netabátur þarf að veiða 180 fiska að meðaltali í hvert tonn. Togari þarf hins vegar að veiða nærri því þrefalt fleiri einstak- linga, eða 500 fiska í tonnið. Þetta hlýtur að hafa áhrif á stofnana. Með þessu er ég hins vegar ekki að halda því fram að togarar séu verri en önnur fiskiskip. Við verðum að halda úti sem fjölbreyttustum fiski- skipaflota sem veiðir í sem flestar tegundur veiðarfæra. Ég varð mjög undrandi þegar ég las ályktun frá samtökum smábátaeigenda á dögunum þar sem nánast var talað um að banna frystitogara. Helstu rökin vora þau að þeir spilltu umhverfi og nýttu fiskinn illa. Hvað með grásleppuveiðar trillukarla? Ég efa að stundaðar séu aðrar veiðar við landið sem nýta veiddan fisk jafnilla og þeir.“ Stöbugar skyndiárásir á sjómenn „í ljósi svona dæma sýnist mér kvótakerfið ekki hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt. Ég fæ heldur ekki séð að það sé ódýrara að ná í hvert tonn af fiski núna en var fyrir daga kvótans. Hins vegar hafa aflaheimildimar minnkað stöðugt. Þær hafa mikil áhrif í sjávarplássunum. Ætli það láti ekki nærri að Ólafsfjörður hafi tapað uþb. 2.000 tonna kvóta við síðustu úthlutun og menn geta ímyndað sér hvað það þýðir í samdrætti á veltu, skatttekjum sveitarfélagsins og þjónustu- starfsemi. Sveitarfélögin og atvinnulífið standa í vamarbaráttu sem er þeim mun harðari sem byggðarlögin eru fámennari og atvinnulífið fábreyttara. Áfallið er hlutfallslega meira á smærri stöðunum en þeim stærri. Sjómenn hafa farið illa út úr þessu líka. Há- seti á togara hefur um 1.000 krónur út úr tonninu upp úr sjó og þá sést hver launaskerðingin er þegar þess eru dæmi að togarar missi allt að 500 tonna kvóta. Ég held að þingmenn geri sér ekki grein fyrir þessu. Af hverju reyna þeir ekki að milda áfallið sem af þessu hlýst? Þeir standa þvert á móti fyrir hverri skyndiárásinni á kjör sjómanna á fætur annarri. Sjómenn hafa að sjálf- sögðu mátt þola sömu kjararýmun og annað launafólk en auk þess kemur til kvótaskerðingin, skerðing á sjómannaafslætti og nú síðast árás á lífeyrisréttindin." - Attu einhverja patentlausn í sjávarútvegs- málunum, eitthvað sem gœti leyst kvótakerfið af hólmi? „Nei, það verður eflaust erfitt að vinna sig út úr kvótakerfinu. Þar eru miklir hagsmunir í húfi því fyrirtækin hafa mörg hver fjárfest fyrir hundrað milljóna í þessu kerfi. Það verður þó að reyna að tengja kvótann fleiri aðilum, gera fleiri ábyrga fyrir fiskinum í sjónum en útgerðar- menn.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.