Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 1. febrúar 1992 Unglingasíðan íris Guðmundsdóttir Daglegt amstur unglingo Taliö frá vinstri; Gunnar, Atli og Friðrik að mæla sveiflutíðni. Þeim finnst að góður kennari þurfi að vera þolinmóður og hafa kímnigáfu. í Verkmenntaskólanum hitti ég þrjá hressa stráka sem eru á öðru ári í rafeindavirkjun. Þeir heita Friðrik Hreinsson 18 ára, Atli Guðmunds- son 17 ára og Gunnar Hallbjörns- son 18 ára. Þegar mig bar að garði voru þeir að mæla sveiflutíðni raf- magns með þar til gerðum tækjum og tólum. Kennslan er að mestu verkleg en þeir þurfa líka að sitja í bóklegum tímum. Stundataflan þeirra er þéttskrifuð enda eru þeir í 53 tímum á viku eða flesta daga frá kl. 8-6. Til að útskrifast þurfa þeir að fara suður til Reykjavíkur því að Verkmenntaskólinn á ekki þann tækjabúnað sem til þarf til að geta útskrifað rafeindavirkja. - Er mikið heimanám? Atli: „Já, í íslensku og hinum fögunum en ekki í þessu, við gerum mestmegnis til- raunir í tímum.“ Friðrik: „Það er það skemmtilega við þetta nám hvað við gerum mikið af tilraun- um. Á þann hátt notum við það sem við lærum úr bókunum." - Þegar þið slóðuð frammi fyrir því að þurfa að velja ykkur svið hvernig leið ykk- ur? Friðrik: „Mér fannst ég vera allt of ung- ur til að taka svona stóra ákvörðun." Gunnar: „Þegar ég kom hingað vissi ég ekki út í hvað ég var að fara. Það eru margir sem skjóta á eitthvað og láta svo tímann leiða í ljós hvemig þeim líkar fagið.“ Atli: „Það sem varð til þess að ég valdi mér þessa braut var það að ég hef gaman af tónlist og „græjum". Hér læri ég hvemig á að fara með slík tæki. Eg sé alls ekki eftir því að hafa tekið þess ákvörðun.“ - Takið þið ykkur sumarfrí? Gunnar: „Nei, ekki ef ég fæ einhverja vinnu.“ Friðrik: „Það er ekki gert ráð fyrir því að sumarstarfsfólk taki sér sumarfrí þannig að það er ólíklegt að ég fari eitthvað í frí.“ - Hefur eitthvað skemmtilegt gerst í tím- um hjá ykkur?' Atli: „Já. í fyrra sprakk þéttir framan í einn skólabróður okkar og gular klessur slettust út um allt. Það var alveg ótrúlega fyndið og sem betur fer meiddist hann ekk- ert.“ - Hvaða skoðun hafið þið á hjónahandi? Atli og Gunnar beina þessari spumingu til Friðriks sem þeir segja að sé sérfræðing- ur í þeim málum. „Ég er nú allt að því giftur. Ég er búinn að vera á föstu í 2 ár. Mérfinnst að fólk eigi að láta reyna á sambandið í einhvern tíma áður en það trúlofast. Þegar fólk trúlofar sig þá finnst mér vera komin meiri alvara í sambandið og fólk á meira hvort í öðm. Eft- ir að hafa verið trúlofað í einhvem tíma og allt gengið vel og fólk finnur að það vill vera saman í lífinu þá finnst mér vera kom- inn tími til að gifta sig. Ef fólk giftir sig of snemma þá lifir það í draumalandi til að byrja með og svo þegar byrjendabrumið fer að dvína þá verður það kannski óánægt með hvert annað og allt fer í óefni.“ Atli og Gunnar taka undir þetta og segja að þó þeir hafi ekki reynsluna af sambönd- um eins og Friðrik þá hafi þeir trú á því að hann hafi nokkuð rétt fyrir sér í þessu efni. Frá vinstri; Alfhildur og Eva. Álfhildur Gunnarsdóttir og Eva Ingimarsdóttir eru 16 ára og eru í 1. bekk MA. Þegar ég hitti þær voru þær nýkomnar úr prófí og voru að bíða eftir að fyrsta einkunnin þeirra kæmi upp. - Stelpur, hvað er það sem ykkur finnst jákvœðast ífarifólks? Eftir nokkra umhugsun og vangaveltur svarar Eva: „Ég held að mér finnist það einna já- kvæðast þegar fólk er hresst og skemmti- legt.“ Áfhildur tekur undir þetta en bætir jafn- framt við: „Það þarf líka að vera traust, sérstaklega þegar um vini manns er að ræða.“ - En hvað finnst ykkur neikvœðast í fari fólks? Þær em sammála um að „fúlt og leiðin- legt fólk sé neikvæðar persónur.“ - Hvernig hefur ykkur gengið í prófun- um? Eva: „Alveg ágætlega, annars er erfitt að segja til um það fyrr en einkunnimar eru komnar upp.“ - Hvernig líður ykkur íprófum. Eruð þið svefn- og lystarlausar? Álfhildur: „Ég er alltaf rosalega stressuð en missi ekki matarlyst eða neitt þvíum- líkt.“ Nú þegar harðar umræður um efnahagslíf þjóðarbúsins eiga sér stað á Alþingi og í þjóðfélaginu væri gaman að vita hvaða skoðun ung- lingarnir hafa á pólitík. Ég brá mér inn í Amaró og hitti þar fyrir Skarphéðinn Birkisson sem er 20 ára verslunarmaður í herradeild- inni. - Hefur þú einhverja skoðun á stjórn- málum? „Já. Ég hef mikla trú á Davíð sem for- sætisráðherra og mér finnst hann sannur leiðtogi. Hann er minn maður enda er ég sjálfstæðismaður þó ég sé ekki meðlimur í flokknum." - Hvað með aðra flokka? „Mér finnst Jón Baldvin oft standa sig vel. Hvað viðkemur Gatt sáttmálanum þá finnst mér hann samt ekki vera á réttri braut því ég held að þetta eigi eftir að koma illa niður á öllum íslendingum. Ég er ekki hrif- inn af flokknum í heild.“ - Hvaða álit hefur þú á framtíð Islands í samfélagi þjóðanna? „Ég held að tilkoma Islands í Evrópu- bandalagið sé góðs viti og komi til með að opna margar nýjar leiðir fyrir okkur. Eins held ég að umræðan um sameiginlegan gjaldmiðil verði að veruleika í komandi framtíð, það mun kosta sitt en ég held að hjá því verði ekki komist.“ - Efvið snúum okkur að öðru, er „gráa línan“ enn vinsœlust hjá karlmönnum eða er tískan að hreytast? „Já, menn eru miklu opnari fyrir litum og nýjungum en þeir voru. Stelpur eru með- vitaðari um tískuna en strákar þó sýnist mér þetta vera að breytast.“ - Selur þú það sem þérfinnst Ijótt? „Nei, það er ekki til ljót flík héma. En ég reyni ekki að selja litlum manni stóra peysu eða eitthvað annað óviðeigandi. Ef við- skiptavinurinn er óánægður með sína flfk þá kemur hann ekki aftur og það er dýrara að ná í nýjan viðskiptavin en að halda í þann gamla." - Er fólk öðruvísi á veturna en á sumr- in? „Já, það er miklu léttara yfir fólki á sumrin, en þegar veðrið er svona gott eins og það er búið að vera þá er fólk mjög já- kvætt “ - / lokin, hefurðu gaman af verslunar- störfum? „Já, mjög. Mér finnst gaman að vinna með fólki og selja.“ Hjá Útgerðafélagi Akureyringa er fjöldinn allur af unglingum að vinna. Með leyfí verkstjórans tók ég tali Kristinn Baldur Benediktsson, 16 ára. Hann hóf störf hjá ÚA í byrjun desember en segist vera van- ur vinnu í fiski því hann vann á frystihúsi í Bolungarvík í eitt ár. - Líkarþér vel að vinna viðfisk? „Já, það er allavega betra en margt annað en launin mættu vera betri. Þetta er nú einu sinni undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar." - Er góð vinnuaðstaða hér? „Já, mjög góð, miklu betri en þar sem ég var áður. Matsalurinn er líka góður og mat- urinn alltaf frábær og furðanlega ódýr. Öll aðstaða fyrir starfsfólk er til fyrirmyndar. Starfsandinn er líka mjög góður og það hef- ur mikið að segja.“ - Hefurðu eitthvað sérstakt starf með höndum? „Nei, það skiptast allir á að vinna verkin. Á morgnana segir verkstjórinn fólkinu hvað það á að gera þann dag. Mér finnst þetta fyrirkomulag mjög gott því það er ágætt að fá tilbreytingu. Persónulega finnst mér skemmtilegast að vera inni í vélasal.“ - Hverjar eru framtíðaráœtlanir þínar? „Ég ætla að vinna hér í eitt ár enn. Eftir næstu áramót ætla ég í skóla og læra sjó- kokkinn. Pabbi er sjómaður og mig hefur Kristinn er ánægður með vinnuna en segir aö sér þyki erfitt að mæta alltaf kl.7. alltaf langað til að vera á sjó. Mér finnst gott að hugsa til þess að vera laus við landið og allar áhyggjur og eins að fá tilbreyt- ingu.“ - Borðar þú fisk eftir að hafa verið að vinna við hann allan daginn? „Já, ef ég er búinn að yfirfara hann sjálf- ur því ég treysti engum öðrum í þeim efn- um.“ Umræður og mótmæli foreldrafé- laga um opnunartíma spilasala hafa verið talsverð að undanförnu og vart farið framhjá nokkrum manni. Það er forvitnilegt að vita hvaða skoðun unglingar hafa á spilasölum og hvað það er sem þeir sækjast eft- ir. Ég leit inn í einn af spilasölum bæjarins og hitti fyrir 15 ára stúlku sem er fastagestur þar. Af tillitssemi við hana birti ég viðtalið mynd- og nafnlaust. - Kemurðu oft hingað? „Já, allt of oft. Ég verð að fara að Hætta því vegna þess að mamma og pabbi eru á móti því að ég sé svona mikið héma. Núna má ég bara koma um helgar. Þeim finnst ég eyða allt of miklum peningum því ég eyði u.þ.b. 200-300 kr. á dag.“ - Hvernig fjármagnar þú það, fœrðu vasapeninga? „Nei, ég vinn í Sjallanum um helgar og eyði laununum hér.“ - Sérðu ekki eftir þessum peningum? „Nei alls ekki.“ - Hvað er það sem er svona heillandi við þessa spilakassa? „Ég fæ útrás, þetta er svo spennandi. Ef ég kemst ekki í kassana í einhvem tíma þá verð ég óróleg og verð að fara að spila.“ - Veistu til þess að krakkar skrópi í skól- anum til að komast íspilin? „Nei, ekki margir. Sumir koma hingað í hádeginu og frímínútum í skólanum en flestir koma bara eftir skóla og em til 6 eða 7 á kvöldin. Ég kem eiginlega aldrei hingað á kvöldin því þá reyni ég að læra eða fer á opið hús.“ - Þegar þú ert húin að vera að spila all- an daginn kemur það ekkert niður á náminu hjá þér? „Nei, mér finnst það ekki en mamma er nú ekki á sömu skoðun.“ - Hvernig mundi þér líða eföllum spila- sölum í bœnutn yrði lokað? „Ég yrði fegin. Fyrst myndi ég örugglega sakna þess en svo yrði ég fegin.“ íþrótta- og tómstundaráð er að fara af stað með eftirtalin námskeið í félags- miðstöðvunum: Flugmódelsmíðanáinskeið í fþrótta- vallarhúsinu. Saumanámskeið í félagsmiðstöðvum Glerárskóla, Síðuskóla og Lundar- skóla. Myndbandanámskeið og Grafík- námskeið í Dynheimum. Saumanámskeið fyrir mæður ungra bama í Lundarskóla. Málmsmíðanámskeið í Lundarskóla. Námskeið í skrift og leturgerð í Síðu- skóla. Nánari upplýsingar er að fá í við- komandi félagsmiðstöð eða á skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs; Strandgötu 19 b, simi 22722 frákl. 9-16.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.