Dagur


Dagur - 01.02.1992, Qupperneq 3

Dagur - 01.02.1992, Qupperneq 3
Fréttir Laugardagur 1. febrúar 1992 - DAGUR - 3 Niðurskurður sjúkrahúsa á Norðurlandi vestra: Dregið úr afleysingum, yflrviimu og viðhaldi - tillögur stjórnar sjúkrahúsanna Minna um sumarafleysingar, minni yfirvinna, ekki ráðið í stöður starfsfólks sem hættir og minna viðhald. Þetta er hluti af tillögum stjórna sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva á Norðurlandi vestra sem þær senda til heilbrigðis- ráðuneytisins. Með m.a. þess- um aðgerðum hyggjast stjórn- endurnir ná að spara í sam- ræmi við fyrirskipaðan niður- skurð. Sjúkrahúsið Blönduósi Sjúkrahúsið á Blönduósi á að spara á árinu 10,6 milljónir króna og í heilsugæslu tengdri því, bæði á Blönduósi og Skagaströnd, eiga að sparast 1200 þús. krónur. „Hluti af tillögum okkar er við- kvæmt mál á þessu stigi, en ann- ars er stærsti parturinn niður- skurður á sumarafleysingum. Einnig takmörkun á útköllum við neyðartilfelli og að ekki verði ráðið í störf sem losna. Álags- greiðslur verði skornar niður í einstökum tilvikum og stjórnar- fundum verði fækkað til að lækka stjórnarlaun," segir Bolli Ólafs- son, framkvæmdastjóri Sjúkra- hússins á Blönduósi. Bolli segir að þær niðurskurð- araðgerðir sem gert er ráð fyrir í tillögunum, þýði aukið álag á starfsfólk eins og t.d. yfir sumar- tímann þegar engir verði ráðnir í afleysingar. Að sögn hans gera tillögurnar ráð fyrir að meirihluti hins 10,6 milljón króna sparnað- ar náist, en þó ekki allur. Varð- andi heilsugæsluna segir Bolli að aðgerðir byggist á því sama og á sjúkrahúsinu, en gera þurfi betur en ná 1200 þús. króna sparnaði, því ljóst sé að rekstrarhalli hafi verið einhver á síðasta ári. Sjúkrahúsiö Hvammstanga Sjúkrahúsinu á Hvammstanga er gert að spara 4,8 milljónir króna á árinu samkvæmt niðurskurðar- frumvarpi ríkisstjórnarinnar og heilsugæslustöðinni um 700 þús. krónur. „Við gerum ráð fyrir að með breyttu vinnuskipulagi verði reynt að fækka um 2-3 störf á sjúkrahúsinu og að draga úr yfir- vinnu eins og hægt er. í öðrum útgjöldum eins og viðhaldi mun- um við síðan reyna að þrengja að okkur og með þessu móti teljum við okkur geta náð tilætluðum sparnaði," segir Guðmundur H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins Hvað heilsugæsluna snertir segir Guðmundur að við hana starfi það fáir að ekki sé hægt að draga mikið saman í henni, en reynt verði þó að klípa krónu hér og krónu þar. Sjúkrahús Skagfirðinga Sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðár- króki fékk rúmar 14 milljónir króna í sinn hlut úr niðurskurð- arfrumvarpinu og heilsugæsla í Skagafirði um 1,5 milljónir króna. „Við munum reyna að gera allt sem við getum án þess að til upp- sagna þurfi að koma, en það þýð- ir náttúrlega einhvern samdrátt í þjónustu. í tillögum okkar gerum við m.a. ráð fyrir aðhaldi í yfir- vinnu og afleysingum, en annars eru þetta það háar tölur að erfitt er að ná þessum sparnaði nema með mikilli skerðingu á þjón- ustu. Við sýnum samt fram á það í tillögunum hvernig eigi að ná honum, en jafnframt sýnum við fram á hvaða áhrif það myndi hafa á starfsemina," segir Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Skagfirðinga. Tillögur stjórna sjúkrahúsanna munu á næstu dögum berast heil- brigðisráðuneytinu og þar verður farið yfir þær. Ekki er Ijóst hvort alls staðar þurfi að fylgja niður- skurðinum að öllu leyti, en að sögn framkvæmdastjóranna, er það ákvörðun ráðuneytisins hversu langt þarf að ganga. SBG Nýir og fjölbreyttari möguleikar fyrir þig í kaskótryggingum Nú bjóðast þér þrjár nýjar og mismunandi kaskótryggingar hjá VÍS. Þarfir bifreiðaeigenda fyrir kaskótryggingar eru mismunandi og loksins getur þú valið tryggingu sem hentar þér, bæði hvað varðar bótasvið og verð. UMFERDAR AL-KASKO Ný og víðtækari kaskótrygging Inn á bótasvið gömlu kaskó- tryggingarinnar hefur verið bætt eftirfarandi áhættuþáttum: • Skemmdarverk • Björgunarkostnaður • Akstur erlendis • Víðtækari akstursheimildir • Nýjar reglur um útborgun bíla • Bætur vegna flóða Bónusflokkum hefur verið fjölgað og eru þeir nú fjórir: 10%, 20%, 30% og 40%. Góðir ökumenn falla nú minna í bónus við tjón. Þessa nýju kaskó- tryggingu býður VÍS á óbreyttu iðgjaldi. K A S K O Ný trygging sem er sniðin að umferð í þéttbýli Umferðartrygging bætir tjón sem verða vegna árekstra og áaksturs. Bónus er ávallt sá sami og í ábyrgðartryggingu bifreiða og getur orðið allt að 70%. Þessi trygging er mun ódýrari en venjuleg kaskótrygging. Eigináhætta í þessari tryggingu er föst, nú kr. 48.800. Dæmi urn iðgjald fyrir Umferðarkaskó miðað við 70% bónus. Lítill bíll MeðalbíH Stór bíll 8.900 11.532 12.493 A S K O Nýjung fyrir þá sem aka aðallega á þjóðvegum landsins Vegakaskó er nýjung fyrir þá sem aka aðallega á þjóðvegum landsins en lítið í þéttbýli. Tryggingin bætir tjón vegna veltu, bruna, foks, hruns og hraps. Vegakaskó er nýr og ódýr valkostur fyrir bifreiðaeigendur. Iðgjald er óháð bónus. Eigináhætta í þessari tryggingu er föst, nú kr. 48.800. Dæmi um iðgjald fyrir Vegakaskó: Lítill bíll Meðalbíll Stór bíll 8.688 11.256 12.195 -X§ Já takk, ég óska eftir nánari upplýsingum um nýju kaskótryggingarnar Klipptu þennan miða út og sendu Vátryggingafélagi íslands hf. Þá færð þú upplýsingabækling um nýju kaskótryggingamar sendan um hæl. Nafn Kennitala Heimilisfang Sveitarfélag - Sími VATRYGGINGAFEIAGI8IANDS HF -þar sem tryggingar snúast um fólk ÁRMÚLI3, REYKJAVÍK, PÓSTHÓLF 8400, SÍMI60 50 60

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.