Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. febrúar 1992 - DAGUR - 7 Fréttir Kröfluvirkjun: „Spamaðurimi fólgiim í að fresta boninum" - segir Birkir Fanndal, yfirvélstjóri „Þegar menn vöknuðu upp af þeim draumi að ekki yrði byggt álver á næstunni, þá standa menn uppi með allt of mikið rafmagn í höndunum,“ sagði Birkir Fanndal Haralds- son, yfirvélstjóri við Kröflu- virkjun, er Dagur ræddi við hann um iengingu sumarlok- unar í Kröflu. Þar var einnig hætt við að bora tvær holur til orkuöflunar í sumar. Það er verið að setja í gang þrjár vélar í Blönduvirkjun og hver þeirra er um 50 megavött, tvær vél- anna hafa þegar verið gang- settar og framleiða því um 100 megavött sem ekki var þörf fyrir í landskerfínu. Krafla framleiðir alls um 30 mega- vött. „Það er mjög mikið umfram- framboð af raforku í landinu. Gjaldskrár eru þannig uppbyggð- ar, að allir sem einhvers mega sín reyna að kaupa sér dísilvélar til að framleiða sitt rafmagn sjálfir, til að þurfa ekki að kaupa það af Landsvirkjun. Þetta eröfugt, það reyna allir að kaupa sem minnst af rafmagni þegar nóg er til af því,“ sagði Birkir. Birkir sagði að samkvæmt fréttum sem starfsmenn við Kröflu hefðu fengið væri niður- staðan sú að Krafla yrði stöðvuð í 5-6 mánuði yfir sumarið og hugs- anlega yrði starfsmönnum fengið verkefni annars staðar, þegar verkefni yrðu ekki til staðar við Kröflu. „Við höfum vissulega ekkert við þetta að athuga. Við erum á samningi sem gerir ráð fyrir því að starfsmenn Lands- virkjunar vinni á öðrum stöðvum eftir því sem aðstæður kalla á það. Þetta er ekkert nýtt, starfs- menn frá Laxá hafa unnið hér og starfsmenn héðan unnið við Laxá og Búrfellsvirkjun. Meiningin hjá okkur var að stoppa í apríllok og vera stopp 4- 5 mánuði, þannig að þessi frétt um 5-6 mánuði breytir ekki öllu fyrir okkur. Ég hef orðið var við töluvert mikinn misskilning í þá átt að hundruð milljóna sparist með því að stoppa í þetta lengri tíma. Við stoppið sparast ekki nema 10-20 milljónir en sparnaðurinn er fyrst og fremst fólginn í því að borunum sem átti að framkvæma, til að afla gufu fyrir vél 2., er skotið á frest. Þetta er mjög eðiilegt mið- að við núverandi aðstæður, og ekkert við því að segja. „Það hefur fyrr andað köldu til Kröflu. Það eru náttúruöflin sem hafa valdið mestum vanda fram að þessu, en nú virðist stefna í þá áttina að mannlegur dugnaður í raforkuöflun valdi því að menn fari að hafa áhyggjur hér í Kröflu. Ég vona að það fáist kaupendur að þessu rafmagni sem fyrst, því auðvitað er það slæmt fyrir þjóðina að þurfa að borga þær gífurlegu upphæðir sem þessi nýjasta virkjun hefur kostað, ef enginn kaupir raf- magnið frá henni,“ sagði Birkir. IM Tryggingastofnun ríkisins: Tekjutenging elli- og örorkulífeyris almannatrygginga tekur gildi í dag Greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins í dag, 1. febrúar, tekur gildi tekjutenging elli- og örorkulíf- eyris almannatrygginga. Grunn- Itfeyrir einstaklings er kr. 12.123 á mánuði. Skattskyldar tekjur aðrar en lífeyrissjóðstekjur og tryggingabætur skerða grunn- lífeyri ef þær eru hærri en kr. 65.847 á mánuði hjá einstakl- ingi. 25% af þeim tekjum sem umfram eru skerða ellilífeyr- inn þannig að lífeyririnn fellur niður ef nettótekjur eru kr. 114.339 á mánuði eða hærri. Ellilífeyrir hjóna Ellilífeyrir hvors hjóna er 90% af fullum grunnlífeyri einstaklings og nemur í dag kr. 10.911 á mán- uði. Þetta gildir ef bæði eru kom- in á ellilífeyri. Sé aðeins annað hjóna með ellilífeyri greiðist grunnlífeyrir einstaklings þ.e. kr. 12.123 á mánuði. Lífeyririnn skerðist við eigin tekjur einstakl- ings (eigin tekjur hvors hjóna) en ekki sameiginlegar tekjur hjón- anna. Ellilífeyrir hvors hjóna fellur niður ef nettótekjur ná kr. 109.491 á mánuði, vegna þess að grunnlífeyrir þeirra er lægri en einstaklings. Tekjutrygging ellilffeyris- þega og sjómanna Óskert tekjutrygging ellilífeyris- þega einstaklings og hvors hjóna er óbreytt kr. 22.305 á mánuði. Tekjutrygging skerðist um 45% tekna sem eru umfiam ákveðið frítekjumark sem er kr. 16.280 gagnvart atvinnu og leigutekjum, kr. 23.650 gagnvart tekjum úr líf- eyrissjóði hjá einstaklingi. Tekj- ur maka eða sambýlings hafa áhrif á upphæð tekjutryggingar. Frítekjumark hjóna og sambýlis- fólks er kr. 22.792 gagnvart atvinnu- og leigutekjum og kr. 33.110 gagnvart tekjum úr lífeyr- issjóði. Reglur varðandi tekju- trygginguna eru óbreyttar frá því sem var fyrir þessa lagabreyt- ingu. Ellilífeyrir hækkar ekki við frestun töku hans Ekki er lengur unnt að ávinna sér hækkun ellilífeyris með því að fresta töku hans eins og áður var. Þeir sem hafa áunnið sér rétt til hækkunar halda þeirri hækkun sem áunnist hefur til 1. febrúar 1992. Hún skerðist ekki þó svo að lífeyrir skerðist. Örorku- og endurhæfingarlífeyrir Örorkulífeyrir einstaklings er kr. 12.123 á mánuði. Hann skerðist á sama hátt og grunnlífeyrir ellilíf- eyrisþega en skerðing örorkulíf- eyris hefst ef skattskyldar tekjur fara yfir kr. 67.236 á mánuði hjá einstaklingi og fellur niður ef nettótekjur eru kr. 115.728 eða hærri. Skerðing er alltaf miðuð við eigin tekjur öryrkjans, tekjur maka breyta þar engu. Örorkulífeyrir hjóna Örorkulífeyrir hjóna sem bæði eru öryrkjar er kr. 10.911 á mán- uði. Skattskyldar tekjur aðrar en greiðslur úr lífeyrissjóði og bætur almannatrygginga, skerða örorku- lífeyri, fari þær yfir kr. 67.236 á mánuði en lífeyririnn fellur niður ef nettótekjur eru kr. 110.880 á mánuði eða hærri, því grunnlíf- eyrir hjóna hvors um sig er lægri en hjá einstaklingi. Tekjutrygging öryrkja Tekj utrygging örorkulífey risþega hækkar úr kr. 22.305 á mánuði í kr. 22.930 á mánuði. Tekjur sem skerða tekjutrygginguna og regl- ur um skerðingu eru þær sömu og gilda um tekjutryggingu ellilíf- eyrisþega. Hver er ellilífeyrisþegi? Ýmis hlunnindi og greiðslur úr sjúkratryggingum eru tengdar því hvort viðkomandi er ellilíf- eyrisþegi eða ekki. Má þar nefna t.d. hlutdeild í tannlæknakostn- aði og lægri greiðslur fyrir læknis- þjónustu og heilsugæslu. Sú spurning hefur vaknað í kjölfar þessara nýju laga hvort unnt sé að skilgreina þann sem er 67 ára eða eldri sem ellilífeyrisþega ef hann er með það háar tekjur að hann fær engan ellilífeyri. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur staðfest að það líti svo á að sá sem náð hefur 67 ára aldri, sé ellilífeyrisþegi (60 ára ef um sjómann er að ræða að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um), óháð lífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun ríksins. Frá og með 1. febrúar verða upphæðir helstu bótaflokka almanna- trygginga sem hér segir: Mánaðargreiöslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)..................... 12.123 1/2 hjónalífeyrir...................................... 10.911 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega..................... 22.305 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega................... 22.930 Heimilisuppbót........................................... 7.582 Sérstök heimilisuppbót............................... 5.215 Barnalífeyrir vegna 1 barns.............................. 7.425 Meðlag vegna 1 barns..................................... 7.425 Mæðralaun/feðralaun vegna 1 barns........................ 4.653 Mæðralaun/feðralaun vegna 2ja barna.................... 12.191 Mæðralaun/feðralaun vegna 3ja barna eða fleiri....... 21.623 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða......................... 15.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða..................... 11.389 Fullur ekkjulífeyrir.................................... 12.123 Dánarbætur í 8 ár (vegna slysa)...................... 15.190 Fæðingarstyrkur........................................ 24.671 Vasapeningar vistmanna.................................. 10.000 Vasapeningar vegna sjúkratrygginga................... 10.000 Daggreiðslur Fullir fæðingardagpeningar........................... 1.034,00 Sjúkradagpeningar einstaklings.......................... 517,40 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri........ 140,40 Slysadagpeningar einstaklings........................... 654,60 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri......... 140,40 hefst mánudaginn 3. febrúar kl. 9.00 (Skautar, skíðagallar, æfingaskór, dúnúlpur, íþrótta- gallar, húfur, kuldaskór, krumpugallar og fl. og fl. Góðar vörur á SporthúsRf frábæru verði Hafnarstræti 94 • Sími 24350

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.