Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miövikudagur 29. mars 1995 FRÉTTIR Innanlandsflug Flugleiða með eðlilegum hætti þrátt fyrir verkfall flugfreyja: ASÍ telur aðeins fimm yfirmenn Flugleiða mega gegna störfum í verkfallinu un og stafaði af því að öryggis- verðir sem leystu flugfreyjumar af höfðu ekki tiltæka pappíra sem sýndu að þeir hefðu setið nám- skeið. Hádegisvél til Akureyrar seinkaði vegna þess að aðeins voru notaðar tvær af þremur flug- vélum Flugleiða í innanlandsflugi. Flug á aðra staði gekk nokkuð snurðulaust í gær. Flogið var til Luxemburgar, Amsterdam og Kaupmannahafnar og var Sigurð- ur Helgason, forstjóri Flugleiða, m.a. yfirflugþjónn í Luxemburgar- fluginu. I greinargerð ASÍ vegna deilna um heimild Flugleiða hf. til að láta yfirmenn gegna störfum flugfreyja og flugþjóna segir að ekki sé deilt um heimild Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, til að gegna störfum flugþjóns. Sama afdráttar- lausa regla eigi ekki við um neinn annan af yfirmönnum Flugleiða. Ýmis rök megi þó færa fyrir því að reglan gildi um þá yfirmenn sem beinlínis hafi stöðu yfirmanns gagnvart félagsmönnum Flug- freyjufélagsins. Þar sé um að ræða fjóra til fimm menn sem eru auk forstjóra og starfsmannastjóra, framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs og einn eóa tveir menn aðrir sem samkvæmt skipuriti Flugleiða hafa stjómunarvald yfir flugfreyj- um og flugþjónum. GG Fjárhagsáætlun Sauðárkróksbæjar fyrir árið 1995 afgreidd: Fulltrúar minnihlutaflokk- slikum liðsmanni - segir Svanfríður Jónasdóttir Verkfall Flugfreyjufélags ís- lands sem tók gildi í gær raskaði lítið áætlunarflugi Flugleiða en framkvæmdastjórar Flugleiða tóku að sér störf flugfreyjanna og flugþjónanna og voru þá titl- aðir sem öryggisverðir. Fyrstu áætlunarvélin kom til Akureyrar klukkan hálf tíu í gær- morgun, sem er klukkutíma seink- Tilboð í dýpkun fyrir flotkví á Akureyri opnuð: Möl og sandur og Guðmundur Hjálmarsson buðu lægst Alls bárust sjö tilboð í dýpkun fyrir flotkví á Akureyri og áttu Möl og sandur hf. og Guðmund- ur Hjálmarsson, sem buðu sam- an, lægsta tilboðið. Það hljóðaði uppá kr. 41.303.752.- eða rúm- lega 55% af kostnaðaráætlun Hafnamálastofnunar, sem hljóð- aði uppá kr. 74.082.657.-. Magn- tölur verksins eru 143.500 rúm- metrar. Völur hf. og Stefán Guðjóns- son, áttu næst lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á rúmlega 44,8 millj- ónir króna, Klæðning hf. bauð tæpar 52,7 milljónir króna, ístak hf. bauð tæpar 54,8 milljónir, Sveinbjöm Runólfsson og Suður- verk sf. buðu rúmar 58 milljónir, Hagtak bauð rúmar 63,2 milljónir og Fagverktakar hf. buðu rúmar 68,2 milljónir. Tilboðin voru opnuð samtímis á skrifstofu Hafnamálastofnunar í Reykjavík og skrifstofu Akureyr- arhafnar en sex tilboðanna bárust til Reykjavíkur en aðeins eitt til Akureyrar, það lægsta. Guðmundur Sigurbjömsson, hafnarstjóri á Akureyri, sagði aó nú verói tilboðin yfirfarin og í framhaldinu farió í samningavið- Rekstur Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar hf. skilaði 41 milljón króna í hagnað á síðasta ári, á móti 19 milljóna króna hagnaði árið áður. Þetta kom fram á að- alfundi fyrirtækisins sl. sunnu- dag. Heildartekjur félagsins námu 961 millj. króna og rekstrargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði 803 milljónum króna. Hagnaður ræður við lægstbjóðanda. Hann sagði stefnt að því að ganga frá samningi innan viku, svo fram- kvæmdir geti hafist sem allra fyrst. KK fyrir afskriftir og fjármagnsliói nam 158 milljónum. Afskriftir félagsins námu 57 milljónum króna en fjármagnsliðir námu 59 milljónum. Veltufé frá rekstri var 90 milljónir. Nettó- skuldir Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar hf. voru 525 milljónir um síðustu áramót en eigið fé félags- ins var samkvæmt ársreikningi 49 milljónir. KK Stefán Valgeirsson styður Þjóðvaka: Gottaðvitaaf Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Hagnaður 41 milljón Sigfús Erlingsson, forstöðumaður erlendra ieiguverkefna Flugleiða, var „flugfreyja“ í fyrstu ferð Flugleiða til Akureyrar í gærmogrun. A myndinni vísar hann fagmanniega Freydísi Helgu Árnadóttur, farþcga frá Reykjavík, frá borði. Mynd: Robyn anna misjafnlega ánægðir tJiwan v aigtii a- son, fyrrverandi alþingismaður Framsóknar- flokksins og Samtaka um jafnrétti og fé- lagshyggju, skrifar grein Dag í gær og lýsir þar yfir stuðningi við Þjóð- vaka í komandi kosningum. Svanfríður Jónasdóttir, efsti maður á lista Þjóóvaka í Norður- landskjördæmi eystra, segir að Þjóðvaki fagni stuðningi stjóm- málamanns með svo mikla reynslu og ríka réttlætiskennd. „Stefán Valgeirsson hefur verið baráttumaður fyrir jöfnuði og fé- lagshyggju og það er gott að vita af slíkum liósmanni.“ Svanfríóur segir jafnframt að ef fylgismenn Stefáns séu sama sinnis og hann, hljóti þeir að kom- ast að svipaðri niðurstöðu. Stefán sagði einmitt í upphafi greinar sinnar að þessi yfirlýsing sé fram komin vegna tilmæla nokkurra kunningja sinna. KK Skoðakönnun Hagvangs um fylgi flokkanna: Kvennalisti niður Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins á Sauðárkróki, lýsti yfir ánægju sinni á fundi bæjarráðs nýlega, með þær breytingar sem gerðar voru á fjárhagsáætlun frá fyrri umræðu í bæjarstjóm. Hins vegar hafnaði bæjarráð erindi frá Stefáni Loga Haraldssyni, bæjarfulltrúa Framsóknar- flokksins, þess efnis að meiri- hluti bæjarstjórnar frestaði af- greiðslu ljárhagsáætlunarinnar tímabundið. Eins og komió hefur l'ram í Degi, tók fjárhagsáætlunin tölu- verðum breytingum á milli fyrstu og annarrar umræðu en áætlunin var afgreidd fyrir skömmu. Einnig er hún talsvert frábrugðin því sem gert var ráð fyrir í þriggja ára áætlun bæjarins. Anna Kristín lét bóka að breyt- ingamar gangi mjög til móts við málflutning Alþýöubandalagsins við fyrri umræðu, aó óskynsam- legt væri að auka enn á skuldir bæjarins og binda fjármagn til margra ára í framkvæmd sem að hennar mati sé ekki sú albrýnasta, á sama tíma og fyrirsjáanlegt sé aó stórframkvæmdir við grunn- skólana bíði þess aó verða hleypt af stokkunum. „Auk þess að bæta skuldastöðu bæjarins gefst nú ráðrúm til að endurmeta framkvæmdaáætlun með tilliti til niðurstöðu væntan- legrar skýrslu þeirra Karls Bjama- sonar og Asbjöms Karlssonar um þarflr grunnskólanna," sagði í bókun Onnu Kristínar. Stefán Logi mótmælti þeirri fjárhagsáætlun sem lá fyrir vegna ársins 1995, á fundi bæjarráðs þann 15. mars sl. Hann krafíst þess aö meirihluti bæjarstjómar frestaði afgreiðslu áætlunarinnar á meðan þeim gæflst færi á að vinna upp nýja og metnaðarfyllri áætlun. Aætlun, sem gerði ráó fyrir að auk rekstrar og fjárfestinga væri af- gangs fjármagn til að greiða af- borganir af skuldum sem gjaldfalla á árinu. „Til þess að slíkt geti gerst þarf t.d. að selja eignir, selja hlutafé, draga úr fjárfestingum eða hag- ræða í rekstri, þannig að spamað- ur hlytist af. Því fer ég þess hér meó á leit við meirihluta bæjar- stjómar að slík áætlun verði unnin upp og lögð fyrir bæjarstjóm,“ sagði m.a. í bókun Stefáns Loga. Meirihluti bæjarráðs hafnaði er- indi Stefáns Loga. KK Hagvangur hf. hefur nýlokið könnun meðal íslendinga á því hvað þeir hyggjast kjósa í Al- þingiskosningunum 8. aprfl nk. Tekið var slembiúrtak 1000 fs- iendinga um allt land á aldrin- um 18-67 ára. Alls svörðuð 714 manns og að frádregnum þeim sem eru látnir eða erlendir ríkis- borgarar er svarhlutfall 74,6%. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu er fylgið þannig (kosningar 1991 innan sviga): Alþýðubandalag 15,4% (14,4%), Alþýðuflokkur 7,4% (15,5%), Framsóknarflokkur 18,8% (18,9%), Kvennalisti 2,6% (8,3%), Sjálfstæðisflokkur 44,4% (38,6%) Þjóðvaki 10,2%, aðrir 1,2%. Hagvangur gerði samskonar könnun í febrúar sl. Miðaó við hana hefur aðeins oróið marktæk breyting á fylgi Kvennalista sem minnkar úr 6,1% í 2,6%. Sjálf- stæðisflokkur hefur bætt mest við sig, úr 40,2% í 44,4%. Framsókn- arflokkur fer úr 21,2% í 18,8%, Alþýðubandlag úr 14% í 15,4%, Alþýðuflokkur úr 7% í 7,4% og Þjóðvaki úr 11,1% í 10,2%. HA Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs verður haldinn föstudaginn 7. apríl kl. 19.30 í Hamri. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.