Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 29. mars 1995 - DAGUR - 13 Indíánaleikur í Reykjadal Laugardaginn 4. mars frumsýndi Leikdeild Ungmennafélagsins Efl- ingar í Reykjadal gamanleikinn Þaó þýtur í Sassafrastrjánum eöa Indíánaleik eftir René de Obladia í þýóingu Sveins Einarssonar í Þinghúsinu á Breióumýri. Leik- stjóri uppsetningarinnar er Sigurð- ur Hallmarsson og hannaói hann einnig lýsingu. Leikmynd er eftir Steinþór Sigurösson og er hún fengin aó gjöf frá Leikfélagi Blönduóss, en þar var verkió flutt fyrir nokkrum árum. LEIKLI5T HAUKUR ÁCÚSTSSON SKRIFAR Undirritaður komst því mióur ekki á frumsýningu verksins, heldur sótti sýningu sunnudaginn 26. mars. Þaö þýtur í Sassafrastrjánum er sérlega vel saminn gamanleikur. Verkiö býöur upp á skemmtilegt fas og sem næst „slap-stick“ kó- medíu á köflum. Ekki síóur er textinn hnyttinn og fer vel í munni flytjenda. Hann býóur einnig upp á það, aó inn í hann sé skotió at- rióum, sem hníga aö staó og stað- háttum, þar sem leikurinn er settur upp. Þetta nýtir leikstjórinn og leikhópurinn sér með góóum ár- angri og nær margri hláturgus- unni. Ferli leikara um svióió er gott. Þrátt fyrir smæó þess hefur vel tekist aö koma staösetningum og hreyfingum fyrir svo aó árekstralaust er. Þá er framrás al- mennt lipur og hæfilega hröö, þannig að afar sjaldan veróur þess vart aó slakað sé á. I þessu öllu hefur leikstjórinn, Sigurður Hallmarsson, unnió gott verk og árangursríkt til skemmtilegrar kvöldstundar. Leikurinn fjallar um fjölskyldu Johns Emerys Rockefellers. Hún býr í Villta vestrinu, umkringd fjandsamlegum Indíánum, sem eru að safnast saman til mikillar herferöar gegn hinum hvítu land- nemum. Þeir hafa þrengt kosti Indíánanna og lagt veiðilendur þeirra undir bú sín og hjarðir. Fréttir berast um hermdarverk hinna villtu frumbyggja landsins; brunnar borgir og búgaröa og mikió mannfall. Orrustur eru háð- ar og menn veróa sárir og jafnvel falla. Fram eru dregnar hinar klassísku persónur Vestranna; hinn veraldarspaki bóndi, hin margfróóa húsmóóir, hinn drykk- felldi læknir og hinar lausgirtu meyjar. Einnig koma að sjálf- sögöu viö sögu Indíánamir meö staðlaó fas, viótekna hætti og bjagað málfar. Allt í anda hins sí- gilda Vestra og allt dregiö sundur og saman í skopi. Söngur er mikill í verkinu. Flutt eru kúrekalög og eru textar við þau eftir Jóhönnu Sigþórsdótt- ur, Hörö Þór Benónýsson, Ingólf Víði Ingólfsson og Hlyn Snæ- bjömsáon. Þeir eru smellnir og falla vel að lögunum, sem flutt em. Um undirleik sjá Karl Ing- ólfsson, Ingólfur Víðir Ingólfsson og Friórika Illugadóttir. Þessi þátt- ur uppsetningarinnar er vel af hendi leystur. Undirleikur er skemmtilega nærri hinum sanna blæ og gefur viðeigandi brag á þennan létta gamanleik, þar sem grín er gert aó hinum klassíska Vestra. Framganga leikara er að flestu hin besta. Þeir ná í heild vel anda verksins. Fjöldi skoplegra at- riða kitlar hláturtaugar áhorfenda. Undir vökulum augum leikstjór- ans tekst í langflestum tilfellum mætavel aó þræöa hinn mjóa veg hóflegrar skopstælingarinnar, en einmitt það er helsti vandinn við flutning farsans. Höróur Þór Benónýsson fer meö hlutverk höfuós fjölskyld- unnar, Johns Emerys Rockefell- crs. Hann nær góðum tökum á hlutverkinu og víða mjög vel spaugilegum. Honum tekst einnig vel að flytja söngtexta sem fram- sögn, en þaö er sérstök kúnst og ekki auómeðfarin svo að vel sé. Konu Johns, Caroline, leikur Ingi- björg Salóme Egilsdóttir og gerir víöa vel ekki síst í transhlutum hlutverks síns, sem eru lipurlega af hendi leyst. Ingibjörg skilar sönghlutum sínum mjög snyrti- lega. Dótturina, Pamelu, sem tekin er aó toga í spotta heimilisagans, leikur Olga Marta Einarsdóttir. Hún fer vel í hlutverki sínu og túlkar ungmeyna að flestu ágæt- lega. Lítilsháttar ber þó á deyfð, svo sem í samleik meö Hlyni Snæbjömssyni. Söngþætti sínum skilar Olga vel. Ingólfur Víðir Ingólfsson fer með hlutverk Toms, sonarins á heimilinu. Ing- ólfur gerir víóast vel; ekki síst í fyrri hluta leiksins. Sérlega tekst honum prýðilega í söngatriðum sínum, þar sem hann nær dável blæ hinnar svokölluðu sveitatón- listar. Villiam Butler, lækninn drykk- fellda, leikur Gunnar Þór Sigurðs- son. Hann kemst í heild vel frá hlutverki sínu. Fyrir kemur, að nokkuð skorti á innlifun, einkum þegar hann á að vera sem drukkn- astur, en mörg skopleg atriði tekst Gunnari Þóri að draga fram. Carlos, hinn tvíræða bjargvætt, leikur Hlynur Snæbjömsson. Hlynur er heldur dauflegur í hlut- verki sínu, en á reyndar að vera hinn þögli, dulúóugi og styrki maður, sem ekkert haggar. Það sem einna helst lýtir túlkun Hlyns er heldur ógreinileg framsögn hans, en hana hefði þurft aó laga. Miriam, gleðikonuna með stóra hjartað, leikur Freydís Anna Am- grímsdóttir. Hún gerir að flestu mætavel ekki síst í óráðssenum sínum, þegar hún hefur orðið fyrir eitraðri ör. Þar er til dæmis sam- leikur hennar og Gunnars Þórs vel af hendi leystur. Freydís Anna kemst vel frá sönghlutum sínum. Snorri Kristjánsson fer með hlutverk Snarauga Apache-höfð- ingja og Fránauga Comanche- höfóingja. Snorri er skemmtilega skoplegur í túlkun sinni á höfö- ingjunum báðum og ekki síst í hlutverki Fránauga, þegar hann er að krefjast dóttur þeirra Rocke- fellershjóna. Tvær Indíánakonur, Hangikjöt og Refinn rauða, leika Erla Sig- urðardóttir og Þorgeróur Sigur- geirsdóttir. Hutverkin eru smá, en þær stöllur skila því, sem í þeim felst ágætlega. Uppsetning Leikdeildar Ung- mennafélagsins Eflingar á Það þýtur í Sassafrastrjánum er vel unnin og heildstæð sýning. Hún vekur óhjákvæmilega kátínu þeirra, sem leggja leió sína í Þing- húsið á Breiðumýri til þess að njóta hennar. Til þess er leikurinn gerður og því marki hafa leikarar og leikstjóri náð. Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Ólafsfjöröur risey LGrenivík Húsavík Dalvik Árskógssandur M Hauganes Huað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert fyrir kjördæmið þitt? Grímsey Svalbarðseyri n LAkureyri Vísindi, mennta; og menningarmal Háskólinn á Akureyri stórefldur med stofnun kennaradeildar. Breyttar áherslur í kennaranámi miöa við þarfir dreifbýlisins. Deildin er nú stærsta deild Háskólans. • Háskólanum á Akureyri falið að undirbúa stofnun matvælarannsókna- og þróunarseturs og gera tillögu um bætt starfsnám í matvælaiðnaði. • Aukið hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga í menntamálum - grunnskólmn til heimamanna. • Menntamálaráðuneytið styrkir stofnun Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og stofnun grafískrar hönnunardeildar við Myndlistarskólann á Akureyri. Stórframkvæmdir við Menntaskólann á Akureyri. • Sjálfstætt setur Náttúrufræðistofnunnar íslands stofnað á Akureyri til eflingar vísindastarfi. - fyrir kjördæmid þitt! Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1980-l.fl. 15.04.95 - 15.04.96 kr. 370.132,90 *) lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. mars 1995. SEÐLABANKIÍSLANDS RMTTyúi'i RAUTT LJÓS fc/W ^ÍUMFERÐAR Uráð LJÓSf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.