Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 7
IÞROTTIR Miðvikudagur 29. mars 1995 - DAGUR - 7 SÆVAR HREIÐARSSON „Besta varnarliðið á landinu" - sagði Alfreð Gísiason í leikslok „Það munaði grátlega litlu. Við vorum að spila mjög vel og komum mjög sterkir út úr vetr- inum. Ég er rosalega ánægður með strákana. Það er erfitt að sjá hvað réð úrslitum því við er- um að tala um smáatriði á báða bóga. Bæði lið voru óheppin með skot og þegar upp var stað- ið höfðu þeir heppnina með sér að ná að jafna. Við erum með besta varnarliðið á landinu og heilt yfir ekki með síðra lið en Valur, uppbyggingin er bara önnur.“ Stoltir af strákunum Þorvaldur Þorvaldsson, formaóur Handknattleiksdeildar KA: „Vita- skuld er ég svekktur. Þetta munaði svo rosalega litlu. Þrátt fyrir þetta erum við stjómarmenn KA, og ef- laust allir stuðningsmenn, mjög stoltir af strákunum. Þeir eru búnir að standa sig frábærlega og þetta er hefur verið stórkostlegur og al- gerlega ógleymanlegur vetur. Svona gengi gefur manni aukinn kraft til þess aó standa í þessu. Ahorfendur okkar eiga miklar þakkir skyldar.“ Til hamingju Valsarar - gulir og glaðir misstu KA-menn af tvöföldum sigri á lokasekúndunum „Mest spennandi íslandsmóti í handknattleik frá upphafi er lok- ið,“ sagði Ólafur Schram, formað- ur Handknattleikssambands ís- lands, áður en hann afhenti Vals- mönnum sigurlaunin í Nissan deildinni í handknattleik fyrir veturinn 1994-95. Valur sigraði í fimmta leik KA og Vals um ís- landsmeistaratitilinn á Hlíðar- enda í gærkvöldi eftir enn einn taugatryllirinn. KA-menn höfðu frumkvæðið allan tímann en eftir að jafnt var í leikhléi, 12:12, var aftur jafnt eftir venjulegan leik- tíma, 23:23. Framlengja þurfti því leikinn til að fá úrslit og eftir fyrri hluta framlengingar var staðan enn jöfn, 26:26. Það voru síðan Valsmenn sem knúðu fram sigur með góðum lokakafla, 30:27. Leikurinn byrjaði meó sama hætti og síðasti leikur þar sem KA- menn tóku Jón Kristjánsson úr um- ferð en eins og oft áður var það Júlí- us Gunnarsson sem skoraði fyrsta markið fyrir Valsmenn. Þegar KA- menn komu í sóknina var Patrekur tekinn úr umferð og vöm heima- manna kom langt út á móti. Við þetta skapaðist mikið bil og Alfreð þjálfari var ekki lengi að nýta sér það. Línusending frá honum á Leó Om lagði grunninn að jöfnunar- markinu og Alfreð kom KA-mönn- um yfir með glæsilegu skoti skömmu síðar. Eftir hetjulega framgöngu Sigmars náði Geir að jafna á ný og þannig gekk þetta næstu mínútumar. Leó Om tryggði KA tveggja marka forustu í fyrsta sinn af línunni og eftir að Júlíus minnkaði muninn með enn einu „sleggjuskotinu“ var Leó Öm aftur á ferðinni og sáu þá Valsmenn að einhverra breytinga var þörf og færðu vömina aftur að línu. Bræður berjast Bræðumir Jón og Erlingur Krist- jánssynir höfðu farið rólega af stað en um miðjan hálfleikinn sýndu þeir hvers þeir eru megnugir. Jóni var sleppt úr gæslinni og hann minnkaði muninn í eitt mark, 6:5, en Erlingur vildi ekki vera eftirbátur litla bróður og jafnaði með öðru glæsimarki. Al- freð skoraði og KA menn virtust ætla að halda tveggja marka bili á Valsmenn en á örfáum sekúndum var Júlíus búinn að jafna fyrir Val með tveimur mörkum. Alfreð Gíslasyni var vikið útaf í 2 mínútur og hann svaraði fyrir sig með því að dansa léttan dans fyrir áhorfendur. Patrekur skoraði þrjú mörk á stuttum kafla og staðan var orðin 12:10 fyrir KA en Dagur og Jón skomðu falleg mörk fyrir Val og staðan í hálfleik var viðeigandi miðað við leiki liðanna, 12:12. Gæðingurinn Alfreð Bæði lið byrjuðu síðari hálfleik með sömu vamaraðferðir og í upphafi leiks. Alfreð skoraði þrjú fyrstu mörk KA en Ólafur Stefánsson læddi inn tveimur fyrir Val á milli marka Alfreðs. Þjálfarinn sterki dansaði enn og „mulningsvél“ Vals réð ekkert við hann. Geir jafnaði af línunni og enn missti KA mann útaf fyrir léttvægt brot. Að þessu sinni var þaó Erlingur sem fór útaf í tvær og um leið og hann kom inná aftur var Alfreð vikið útaf fyrir enn minna brot. Þrátt fyrir það náði KA enn að halda forskotinu. Nú var komið að Valsmönnum að missa menn útaf og enn orkaði það tví- mælis þegar Ingi Rafn fór í skamm- arkrókinn. Valur Amarson skoraði sitt fyrsta mark og Patrekur setti eitt í sarpinn, 17:19. Vendipunktur Alfreð kom norðanmönnum í þriggja marka fomstu í fyrsta sinn, 20:17, og brosmildir KA-menn sáu fram á tvöfalda gleói í ár. En þetta var um leið vendipunkturinn í leikn- um. í stað þess að dansa fór Alfreð meiddur útaf og nú vom það ekki fætumir heldur bakið sem var farið að gefa sig. Valsmenn jöfnuðu með hröðum sóknum og sóknarleikurinn gekk illa hjá þeim gulu en Alfreó harkaói af sér og kom inná eftir fimm mínútna hlé. Ótrúlegt Patrekur kom KA yfir, 23:22, með fallegu marki og Jón klúóraði víti Valsmanna. KA fór í sókn þegar innan við mínúta var eftir og Vals- menn hleyptu Vali Amarsyni inn úr hominu. Guðmundur varöi og Vals- menn fóm í sókn. Þegar 4,3 sekúnd- ur vom eftir var dæmt aukakast á KA og spennan var gífurleg. KA vömin steig óvenjulegt feilspor og Dagur Sigurósson slapp í gegn eftir aukakastið og skoraði jöfnunar- markið í þann mund sem tíminn rann út og hið ótrúlega hafði gerst, 23:23. Frábær nýting KA byrjaði á aó fá dæmda á sig leiktöf í framlengingunni og það var eina sóknin sem ekki endaði með marki í fyrri hálfleiknum. Dagur skoraði fyrsta markið fyrir Val, sem komst yfir í fyrsta sinn frá upphafs- mínútunni. Patrekur svaraði en Ól- afur kom Val yfir á ný með fallegu marki. Leó Öm sannaði sig enn einu sinni af línunni, 25:25, en Sveinn skoraði fallegt mark úr hominu fyrir Val. Nú var á brattan að sækja fyrir KA en enn einu sinni náði liðið að sýna styrk sinn og Valdimar jafnaði úr vítakasti áður en flautað var til leikhlés, 26:26. Þáttur Ólafs Ólafur Stefánsson hafði haft hægt um sig framan af leiknum en óx eft- ir því sem á leið. Hann náði svo há- punkti á síðustu fimm mínútunum um leiö og KA-menn slökuðu á klónni. Ólafur skoraði öll mörk Vals sem eftir lífðu leiks og Guðmundur varði þess á milli ómarkviss skot KA-manna. Þegar tvær mínútur voru eftir var Valur komið þremur mörkum yfir en Erlingur minnkaði muninn í 29:27. Valdimar kom bolt- anum í netið en dómaramir voru of fljótir á sér að dæma og vonir KA voru úti. Það var svo Ólafur sem skoraði lokamarkið, 30:27, og ís- landsmeistaratitilinn í höfn þriðja árið í röð hjá Valsmönnum. Hetjurnar Leikmenn KA snéru heim sem hetj- ur í gærkvöldi þrátt fyrir tapið. Þeir hafa unnið hug og hjörtu lands- manna meó mikilli leikgleði og sig- urvilja á meðan þeir hafa látið öðr- um eftir að rífast eftir leiki. I þess- um leik sást það einnig vel hversu góðir stuðningsmenn liðsins eru og þeir hafa átt stóran þátt í velgengni liðsins Allir eiga KA-menn hrós skilið og erfitt að gera upp á milli manna. Alfreð átti sennilega besta leik sinn í mörg ár og var feiknarsterkur þar til meiðslin gerðu honum erfitt fyrir. Sigmar Þröstur small í gang strax í upphafi og var búinn að verja fimm skot eftir sjö mínútna leik. Hann sýndi að hann á heima í landsliði ís- lands og ekki hægt aó líta framhjá honum þegar liðið verður endanlega valið fyrir HM 95. Patrekur er með taugar í leiki sem þessa og eins og svo oft áður skilaði hann hlutverki sínu fullkomlega. Leó Öm blómstraði í byrjun en átti eðlilega erfiðara uppdráttar eftir að Vals- menn færðu vömina aftar. Valdimar fékk fá færi en fiskaði flest vítakasta KA og var frískur og Valur var sterkur í hominu. Þáttur Erlings í KA- liðinu er gríðarlegur, bæði í vöm og sókn, og hann á enn mikið eftir. Atli Þór kom einnig nokkuð við sögu og stóðst álægið með stæl. Hann er tilbúinn til að taka við af „gömlu mönnunum.“ Hjá Val var Dagur bestur framan af en í lokin tóku Ólafur og Guð- mundur vel við sér og kláruðu dæm- ið fyrir íslandsmeistarana. Mörk Vals: Ólafur 8/1, Dagur 6, Jón 6/1, Júlíus 5, Sveinn 3, Geir 2, Sigfús 1. Varin skot: Guðmundur20, Axel 1/1. Mörk KA: Patrekur 7, Valdimar 7/6, Al- freð 6, Leó Öm 4, Erlingur 2, Valur 1. Var- in skot: Sigmar Þröstur 20/2. Dómarar: Stefán Amaldsson og Rögnvald Erlingsson. Dæmdu vel yftr heildina en voru of bráðir að reka menn útaf. Vinnumaðári Leó Öm Þorleifsson, leikmaður KA: „Eg er svekktur en um leið mjög ánægóur með gengið í vetur. Þessi vetur er bara vítamínsprauta fyrir okkur að standa okkur næsta vetur og þá tökum við Islandsbik- arinn. Vió urðum í öðru sæti í bik- amum í fyrra og tókum hann í ár. Nú erum við í öðru sæti og ætli við vinnum ekki bara að ári.“ Kom við hann Sigmar Þröstur Óskarsson, mark- vörður KA: „Dagur fór inn og ég kom við boltann á leið í markið. Þetta var tvísýnt; ef ég hefði varió hefóum vió fagnað sigri en þeir höfðu meira úthald í framlenging- unni. Við keyrum mikið á sama mannskap, megum ekki við mikl- um skiptingum en þeir geta látið fleiri spila. Leikurinn var einfald- lega of langur. Ég bjóst ekki við þessum árangri og vió getum vel ♦ið unað. Þetta húrrar Val upp fyr- ir baráttuna næsta ár og það er ekkert nema gott um þaó að segja.“ Berum höfuðið hátt Ámi J. Stefánsson, liðsstjóri KA: „Auðvitað er maður svekktur eftir að við vomm komnir svona langt. Vió emm þó ánægðir og berum höfuðið hátt. Þetta er miklu betri árangur en menn bjuggust við. Vió vissum sjálfir að við gátum gert góða hluti en ætli megi ekki segja að þetta hafi farið fram úr björtustu vonum. Sigurinn gat dottið hvomm megin sem var en þaó sem kannski réð úrslitum var að við misstum Alfreð útaf vegna meiðsla þegar um 15 mín. vom eftir. Hann fékk sprautu í bakið en gat ekki beitt sér á fullu eftir það.“ Patrekur Jóhannesson var með stál- taugar í æsingnum (gærkvöld. Alfreð Gíslason dansaði í gegnum varnarmúr Valsara og fór fyrir sínum mönnum á Hlíöarenda. Það dugði þó ekki til og hcimamcnn hömpuðu Islandsmeistaratitlinum í leikslok. Mynd: Robyn. Sá ekki lokin Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals: „Ég sat héma uppi á lofti og reyndi að horfa á leikinn í sjón- varpinu. Líðanin var vægast sagt ömurleg og sem dæmi um það þá gat ég ekki horft til enda. Ég sá t.a.m. ekki þegar jafnað var í lokin og horfði síðan ekkert á framleng- inguna. Það er virkilegur karakter í mínu liði og ég er mjög ánægður með að strákamir skyldu ná að hala þetta inn. KA hafur sýnt það að þeir áttu svo sannarlega fullt erindi í úrslitin, það sýnir gengi þeirra í bikamum og leið þeirra í úrslitaleikinn." Mynd: Bjöm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.